Dólgsleg árás á Sjálfstæðisflokkinn

Percy nonsenseBjörn Bjarnason fyrrv. dómsmálaráðherra segir að Percy Westerlund sendiherra ESB gagnvart Íslandi „hafi ráðist dólgslega á Sjálfstæðisflokkinn af því alkunna yfirlæti, sem sendimenn Evrópusambandsins telja sér sæma að sýna stjórnmálaflokkum og heilum þjóðum, ef menn beygja sig ekki þegjandi undir Brusselvaldið“.

Tilefnið er ábending sendiherrans vegna ranghugmynda Bjarna Benediktssonar um „trúverðuga leið til upptöku á evru í sátt og samvinnu við ESB“. Sendiherrann er ekkert að skafa utan af því og segir hugmyndirnar „nonsense“. Engin sátt og engin samvinna - og Percy bætir því við að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ráði engu um upptöku Evrunnar. Og að auki þá sé verið að ræða um ríki sem þegar eru í ESB en hafa ekki enn getað tekið upp Evru. Þrefaldur misskilningur Bjarna Ben, eða þrenna eins og sagt er á íþróttamáli.

Hin dólgslega árás á þá „sem beygja sig ekki þegjandi“ er því bara ábending um að forystumenn Sjálfstæðisflokksins séu úti að aka. Kanski hefði Bjarni bara átt að þegja og beygja sig fyrir staðreyndum málsins. Þá hefðu dólgarnir í Brussel getað átt náðugan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Kanski tekur Geir H Haarde þessa vitleysu líka á sig. Hann fór frá með fullt fangið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 20.4.2009 kl. 23:23

2 identicon

Björn Bjarnason virðist ver að taka við af Hannesi "hinum horfna" sem skjöldur og hugsjóna visku brunnur, auk þess að vera orðin aldraður vel og kominn í vitringa hópinn eftirsótta.  Ég bíð bara eftir að hann komi með gull, myrru og reykelsi á næstunni, það væri við hæfi eftir allar perlurnar sem komið hafa frá honum á síðustu vikum.  Það er ég vissum að hann kostar sinn flokk ekki minna en eitt prósentustig í kosningunum, nafni "mæltu heilastur og mest" því þannig tryggir þú hag þessarar þjóðar best.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:50

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég held að punkturinn hjá Birni Bjarnasyni hafi verið sá að það getur ekki talist eðlilegt að fulltrúi erlends valds blandi sér hér í kosningabaráttuna. Evrópusambandsmálið er eitt af helstu kosningamálunum og það ættu allir að vera sammála um það að erlendir sendifulltrúar forðist það að tjá sig um stefnumál ákveðinni stjórnmálaflokka. +

Ég bendi þér síðan á Hjálmtýr að ég tók mig til að svaraði þér í löngu máli varðandi ESB mál í sérstöku bloggi.

Jón Baldur Lorange, 21.4.2009 kl. 00:33

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Jón Baldur

Ég var byrjaður að svara þér vegna ESB spurninganna en er ekki alveg búinn að klára. Það kemur.

Varðandi Björn og ESB. Það er varla talið til afskipta erlends valds þegar arfavitlaus hugmynd um leiðir

til að „nálgast valdið“ eru settar fram og leiðrétta jafnóðum. Það voru fulltrúar íslenskra fjölmiðla sem höfðu samband.

Hvað segir þú um þetta útspil Bjarna ben?

Hjálmtýr V Heiðdal, 21.4.2009 kl. 08:14

5 Smámynd: Gunnar Jóhannsson

Ég vil minna á að fulltrúar íslenskra fjölmiðla hafa líka haft samband við ESB varðandi t.d. undanþágur varðandi fiskveiðistjórnun og fengið þau svör að svoleiðis undanþágur yrðu ekki varanlegar.  Samt viljum við láta á þetta reyna ekki satt?  Við erum í djúpum skít og verðum hreinlega að halda öllum möguleikum opnum og láta reyna á allt.  Ekki bara afgreiða allar tillögur sem bull og þvælu eins og t.d. 20% leið Framsóknar.  Þeir sem sjá enga aðra leið út úr vandanum en að ganga í ESB verða líka að gera ráð fyrir að við fáum hreinlega ekki inngöngu og þá er gott að hafa eitthvað plan B.

Gunnar Jóhannsson, 21.4.2009 kl. 09:19

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunnar

Það er ekkert á bloggsíðunni þinni! Væri ekki ráð að safna þínum hugmyndum þar - þannig er hægt að mæta á þinn heimavöll.

Þú spilar eintóma útileiki.

Sæl Jóhanna.

Bjarni og Björn B eru að reyna að láta skína í einhverja heillega stefnu. En það er ekki auðvelt þegar flokkurinn situr á sakamannabekk

eftir 18 ára setu. Þeir tala um vernd fullveldis og sjálfstæðis - en flokkurinn hefur komið okkur í þá stöðu að bæði fullveldi og sjálfstæði er skert hjá skuldugri þjóð sem getur ekki stundað eðlileg viðskipti við aðrar þjóðir með ónýtan gjaldeyri.

Auglýsing Bjarna Ben er næstum hlægileg. Hann vill ekki ganga hreint til verks þótt það sé slagorð Sjálfstæðisflokksins nú um stundir.

Hann vill evru, hann vill EES. En hann vill ekki hafa áhrif innan ESB þótt það væri í raun efling á fullveldi okkar við þær aðstæður sem hann vil búa við: mynt ESB og reglugerðir ESB.

Hjálmtýr V Heiðdal, 21.4.2009 kl. 09:42

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þegar Íslendingar verða gengnir formlega í ESB eftir ? tvö ár þá verður tekið viðtal við fyrrverandi leiðtoga Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktsson jr. Spyrillinn spyr á Íslensku hversvegna Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki kynnt sér betur inngönguskilyrði í bandalagið fyrir kosningarnar 2009, svarar hann með hinum fleygu orðum fyrirrennara síns :" maybe we should have".

Gísli Ingvarsson, 21.4.2009 kl. 10:31

8 identicon

Skrítin rök hjá Bjarna. Tökum dæmi frá ímynduðum auglýsingu frá Samfó sem segir að ESB væri tilbúinn að borga allir skulda okkar ef við gengum í ESB. Væri það ekki eðilegt ef sjálfstæðisflokkinn (eða RÚV) spyrjaði t.d. Percy Westerlund ef það er satt? Samkvæmt rök Bjarna væri það óeðlilegt ef hann svaraði því þá væri hann að blanda sér í kosningabaráttuna.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:18

9 identicon

Er ég semsagt rekinn úr hljómsveitinni?  Ég skal lofa að skrifa aldrei neitt hérna framar nema þá að vera þér 100% sammála.

kv

gj

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:21

10 identicon

SjálfstæðisFLokkurinn getur bara sjálfum sér um kennt í þessu máli. Hann fór vísvitandi af stað með staðlausa stafi, með tillögu sem augljóslega gengur alls ekki upp, og er þá bara heimaskítsmát í málinu.

Að ætla sér síðan að skjóta sendiboðann, sem bendir á rangfærslur FLokksins, er auðvitað argasti dónaskapur.

Auðvitað hefur sendiherrann fullt umboð til að gefa réttar upplýsingar um ESB. Kannski Illugi og Bjarni Ben hefðu átt að hringja í hann áður en þeir fóru af stað með þessa óraunhæfu hugmynd. Eða hvað átti sendiherrann að gera? - ljúga fyrir SjálfstæðisFLokkinn? - láta ekki ná í sig?

Sýnir á hvaða siðferðisstigi FLokkurinn er, þegar hann bregst svona við því að gefnar séu réttar upplýsingar til fjölmiðla.

Auk þess er sendiherrann ekkert einn um þessa "skoðun" (þetta er náttúrlega ekki skoðun, heldur staðreynd). Almunia, efnahags- og peningamálastjóri ESB sagði það sama og svo hefur Evrópski seðlabankinn vísað þessari hugmynd úr húsi líka.

Sjálfstæðismenn héldu að þeir gæti spilað með fólk rétt fyrir kosningar. Það var skylda þessara fulltrúa Evrópusambandsins að leiðrétta svona rangfærslur, jafnvel þó að það komi sér illa fyrir FLokkinn. Hann getur bara sjálfum sér um kennt.

Evreka (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:42

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunnar - endilega haltu áfram að spila með. Það er nauðsynlegt að skiptast á skoðunum. Við erum ekki fullkomnir eins og ég veit.

Hjálmtýr V Heiðdal, 21.4.2009 kl. 11:48

12 identicon

Annars virðist Björn Bjarna ekki í góðu jafnvægi þessa dagana og hefur allt á hornum sér.

Talar um "dólgslega árás" á FLokkinn, þegar vísvitandi rangfærslur eru leiðréttar.

Og að Atli Gísla hafi "nauðgað vændisfrumvarpinu í gegn þingið"...!

Smekklegt?

Auk þess er í besta falli fyndið, að Björn talar um að sendiherra ESB sýni "stjórnmálaflokkum og heilum þjóðum yfirlæti, ef menn beygja sig ekki þegjandi undir Brusselvaldið." - Hallo! - var það ekki SjálfstæðisFLokkurinn sem var að leggja til að taka evru upp einhliða? Við erum ekki í neinni stöðu til að setja ESB einhverja afarkosti í þessu máli...!

Annars ætti Björn að eftirláta öðrum að taka ákvörðun um málefni framtíðar, á borð við aðild að Evrópusambandinu. Hann er hættur í stjórnmálum og er fulltrúi gamla tímans; hins gamla spillta Íslands.

Evreka (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:54

13 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er með ólíkindum. Hann á sér sennilega skýringu í því að það fer ekki saman að standa vörð um þjóðarhag og gæta hagsmuna einkavinanna. Nýi formaðurinn reynir að sitja á tveim stólum samtímis, þóknast kvótakóngunum og samtímis halda iðnrekendum og ESB sinnum góðum. Tími svona jafnvægiskúnsta er liðinn. Efnahagur landsins er hruninn vegna undanlátseminnar við braskarana á undanförnum árum. Nú þarf forystu sem skilur hvar þjóðarhagsmunir liggja. Það mun nýi formaðurinn kanski skilja þegar talið verður uppúr kjörkössunum á laugardaginn... 

Ólafur Ingólfsson, 21.4.2009 kl. 15:09

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Óli

Hannes Hólmsteinn sagði í viðtali að almennir sjálfstæðismenn hugsuðu ekki svo mikið um pólitík. Þeir vildu græða á daginn og grilla á kvöldin og hafa sterka leiðtoga sem veseneðust í pólitíkinni - kosnir á 4ja ára frsti.

Nú er þetta allt að klikka. Foringjarnir klofnir í hópa, geta ekki nhugsað heila hugsun í pólitík, gamli sköggur farinn en skítalyktin sem hann dreifði liggur enn í loftinu.

Nýi foringinn byrjar ekki glæsilega.

Nú er bara eftir að grilla á kvöldin því ekki er hægt að græða mikið þessa dagana.

Og hvar er Hannes? Er búið að grilla hann?

Hjálmtýr V Heiðdal, 21.4.2009 kl. 16:42

15 identicon

Hmm er höfundur bloggsins samfylkingarsleikja?  Ok sam--að minu mati samdruslur en það skiptir ekki máli..aftur já samspillng.  hva er ekki um að gera að vinir og vandamenn björgvins setji þyrnirós í fyrsta sæti á suðurlandi? meina greyið átti enga sök á neinu enda sofandi.  ok samspillng.  hvernig var svarið hjá þessum þyrnirós um plan b?  jú plan b ef plan a gengi ekki upp er ESB .  vá snillingur þar á ferð.  en hvað um það samspillingin fer þá eftir geðþóttaákvörðunum eins og þyrnirós sagði.  bíðum nú við jú hann ólst upp á bökkum þjórsá og allt annað má virkja en að sem hann ólst upp við.  samfylkingin myndi á mannamál kallast esb sleikja. ísland í esb þó svo að ísland fari til helvítis

hafþór skúlason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 17:45

16 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Hafþór

Vandaðu mál þitt, haltu áfram að vera góður við þína nánustu og skelltu þér svo á kjörstað á mánudaginn ef þú ert kominn með kosningarétt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 21.4.2009 kl. 18:48

17 identicon

Sæll Hjálmtýr

Þetta er svar frá þér sem Björgvin gæti verið stoltur af :) en svo ég svari þér á viðeigandi hátt.  veit að þú verður góður við þína nánustu á kjördegi þó svo miðað við myndina af þér ætti að vera búið að nema af þér kosningarétt sökum elliglapa.  

Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 20:25

18 Smámynd: Björn Heiðdal

Bjarni er úti að aka í þessu máli.  Þetta virðist vera einhver kosningabrella ætluð fáfróðum kjósendum grillflokksins.  Ekki ósvipuð kosningabrellu Samspillingaflokksins sem fékk hana lánaða frá Ástþóri eða kannski fékk Ástþór brelluna lánaða hjá Ingibjörgu Sólrúnu.  En það er brellan um að skattlausir skriffinnar í Brussel reddi öllu.  Gefi okkur peninga og gjafir af því að við erum svo lítil og sæt!  Kannski heldur Hjálmtýr að við fáum að taka upp Evruna alveg strax eftir inngöngu?  Kannski heldur hann að gegnishrun krónunnar verði "leiðrétt" í ESB samningaviðræðum?  Eru ESB sinnar ekki bara líka grillarar grillandi grillur?

Björn Heiðdal, 22.4.2009 kl. 00:54

19 Smámynd: Kristján Ottó Andrésson

Hjálmtýr,

Menn halda ekki vatni þegar fólk, með úlensk nöfn, tjáir sig um okkar mál.  Svíinn Percy Westerlund er, samkvæmt esb.is,  "sendiherra og yfirmaður fastanefndar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gagnvart Noregi og Íslands" og búsettur í Osló.  Ég hef ekki heyrt þennan mann nefndan í umræðunni hingað til.  Hefur þú?

Kristján Ottó Andrésson, 22.4.2009 kl. 23:34

20 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Ottó.

Gaman að sjá þig á blogginu.

Ég kynntist örlítið forvera hans fyrir nokkrum árum. Sá var Spánverji og kom hingað í tengslum við kvikmyndahátíðina Reykjavík Shorts&Docs. Snyrtilegur maður og látlaus í framgöngu. Ég held að þessum náungum sé skipt út þegar stjórnun ESB færist á milli þjóða. Eru ekki Svíar í forsvari nú? Eðlilega getur maður ekki haft þessa menn í minninu.

En greinilega er þessi Percu góðviljaður og hefur ekki viljað að Bjarni ben væri að eyða meiri fá í þessar vitlausu heilsíðuauglýsingar. Kosta þær ekki 300.000 kr. hver birting?

Hjálmtýr V Heiðdal, 22.4.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband