25.4.2009 | 09:03
Ég ber ábyrgð
Ég tók þátt í búsáhaldabyltingunni.
Ég var á félagsfundi Samfylkingarinnar í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem grasrót flokksins tók völdin og skellti ríkisstjórninni.
Ég vil að Íslendingar gangi til aðildarviðræðna við ESB og klári það ferli sem hófst með undirritun EES samningsins.
Ég er bjartsýnn á úrslit kosninganna.
Ég er ánægður með horfurnar hjá Borgarahreyfingunni þótt hún fái ekki mitt atkvæði.
Ég birti mína spá hér og nú: B: 6 þingmenn. D: 14 þingmenn. F: enginn þingmaður. O: 4 þingmenn. P: enginn þingmaður. S: 21 þingmaður. V: 18 þingmenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:03 | Facebook
Athugasemdir
Ef þú vilt ESB aðild þá verður þú eiginlega að vonast eftir S+B+O ríkisstjórn. Það væri líka fínt, þá komast VG ekki að.
Gaupi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 12:52
Ekki efast ég um Það að þú heldur það í raun og veru að Íslandi sé best borgið með því að ganga þessu bandalagi ESB á hönd.
En ég held að þið aðildar sinnar vanmetið alltaf mjög mikið hvað andstaðan við ESB er mikil og djúp meðal þjóðarinnar og hvað við ESB andstæðingar höfum sterk og góð rök gegn aðild og líka hvað í ESB andstöðunni eru miklar og heitar tilfinningar.
Þið aðildarsinnar með dyggri aðstoð kol hlutdrægrar fjölmiðlaelítunar talið alltaf eins og þið séuð hinn breiði og mikli meirhluti þjóðarinnar sem gengur í breiðfylkingu hinns eina sanna rétttrúnaðar inní náðarfaðm ESB - Valdsins.
Það sé aðeins vegna örfárra valdasjúkra og vondra Sjálfstæðismanna (úr Davíðsklíkunni) og svo jú kanski líka vegna örfárra sérvitringa og kverúlanta úr VG sem þessi mikli og breiði meirhluti þjóðarinnar hafi ekki komið fram þessum sjálfsagða rétttrúnaði sínum, þannig að landið sé ekki orðið ein af gulu stjörnunum í hinum bláleita ESB fána.
Staðreyndirnar eru hinns vegar allt aðrar. Allar skoðanakannanir undanfarið sýna að vaxandi meirhluti þjóðarinnar vill ekkert í ESB og vill ekki einu sinni aðildarviðræður við ESB.
Þessar staðreyndir og reyndar allar aðrar staðreyndir sem ekki falla þessum eina sanna rétt-trúnaði ykkar ESB sinna í geð reyna fjölmiðlarnir að klæða í feluliti með undirmáls fyrirsögnum og rangtúlkunum og eða hreinni þöggun.
Ég veit um fullt af ESB sinnum sem halda því blákalt fram að samkvæmt skoðanakönnunum þá vilji 70 til 80% þjóðarinnar ganga í ESB. Þó staðreyndirnar séu allt aðrar.
Þvílík er mötunin á þessum eina sanna rétt-trúnað ykkar ESB-aðildar sinna.
En ég veit fyrir víst að ykkur ESB sinnum mun fatast flugið ennþá meira og þjóðin mun hafna ESB aðild afgerandi.
Um hvað á ykkar pólitík þá að snúast Hjálmtýr ?
Þá verðið þið ESB- sinnar og einsleitar skoðanir ykkar eins og útbrunninn nátttröll í pólitískri náttúru Íslands.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 12:57
Þér verður tíðrætt um réttrúnað Gunnlaugur. Ég sé að þú ert niðurstöðugjarn og þver. Kíktu á umræðuna hér á blogginu undir fyrirsögninni: Hið nýja Ísland verður í ESB.
Þar eru týnd til rök með og á móti.
Góða skemmtun og gleðilegt sumar.
Hjálmtýr V Heiðdal, 25.4.2009 kl. 13:54
Sæll Hjálmtýr og beztu þakkir fyrir síðast.
Ég er sammála.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.4.2009 kl. 16:04
Samfylkingin kærð fyrir landráð.
Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð. Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.
Lesið kæruna hér.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 21:16
Þið ESB sinnar sem hafið enga lausn nema gefa okkar ástkæra land til Brussel eruð ekki í lagi eða kunnið ekki að lesa eða viljið ekki lesa um það sem hentar ekki,okkar sjálfstæði fer úr okkar höndum til Brussel hvort sem okkur líkar eða ekki þetta eru staðreyndir sem þið viljið sennilega ekki lesa um.Ef þið haldið að ESB muni bjarga okkur er það algjör fáviska og bull sorry,hversvegna er allt að hrynja innan ESB landa þó að fjölmiðlar hafi ekki verið duglegir að upplísa landann um það!! afhverju er það????getur verið að samfó hafi ofmikil ítök í fjölmiðlunum sem hentar kannski þessum mönnum sem rændu bankana okkar...........
Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 21:24
Jæja - ekki er ég mikill spámaður.
Munar 3 hjá Framsókn, 2 hjá Sjálfstæðis, Borgarahreyfingin er rétt, 1 hjá Samfylkingu og 4 hjá Vinstri grænum.
En samt mikil tímamót í íslenskum stjórnmálum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 26.4.2009 kl. 09:26
Sæll Hjálmtýr,
Ég tók þátt í búsáhaldabyltingunni. Sú bylting gerði kröfu um endurnýjun. Þeirri kröfu hefur ekki verið svarað, nema að hluta til. Þetta eru sannarlega tímamót í stjórnmálum jafnvel þótt ég hafi reiknað með meira fylgi vinstri flokkanna en raunin varð.
Það verður athyglisvert að sjá hvernig VG og S munu leysa úr ESB málinu, en mér þykir ljóst að S getur ekki gefið eftir í því máli aftur. Spái kosningum aftur 2010
kv
Gunnar
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 09:20
Sæla fólk
Gunnar - nú getur þú slakað á, flokkurinn þinn kom vel út með eftir „endurnýjunina“. Ég á eftir að sjá hvort framsóknargenin séu stökkbreytt til hins betra.
Endyrnýjunin er byrjuð, Sjálfstæðisflokkurinn kominn í mölkúlugeymsluna, þingmenn meðvitaðir ferkar en áður um að þjóðin fylgist með og lætur ekki allt yfir sig ganga.
Ég vona að VG taki skynsamlega afstöðu. Ég hef trú að að yngra fólkið þar á bæ taki völdin frá Ragnari Arnalds og Hjörleifi Gutt. Það er ekki langur tími til stefnu - bæði vegna aðstæðna í ESB og aðstæðna hjá okkur.
Ef það gengur ekki með VG þá verður að setja þá á hliðarlínuna líka. Hagsmunir þjóðarinna verða einu sinni að fá fullan forgang - fram fyrir þvergirðingsháttinn og molbúasjónarmiðin.
Hjálmtýr V Heiðdal, 27.4.2009 kl. 09:35
ESB er eins og parnaperri að reyna við mömmu þína og ESB sinnar eru síðan eins og systkyni barnaperrans. Neita að trúa upp á hann einhverju misjöfnu. En bíddu bara. Þegar hann er búinn að ljúka sér af með mömmu gömlu kemur röðin að þér! Góða skemmtun.
Björn Heiðdal, 27.4.2009 kl. 10:05
Björn
Ég veit ekki hvort þú ert að reyna að vera skarpur skilgreinandi eða brandarakall.
Mislukkaður á báðum sviðum samt.
Hjálmtýr V Heiðdal, 27.4.2009 kl. 10:15
Er ekki lágmark að þú kynnir þér t.d. Lissbon sáttmálan áður en þú skammar mig fyrir að vita ekki um hvað ég er að tala. Það er allt í lagi að vera með inngöngu Íslands í þetta nýja Evrópuríki en láttu vera að tala um meira lýðræði og minni spillingu. ESB er ávísun á fjarlægt miðstjórnarvald og gríðarlega spillingu. Reyndar má deila um hvað sé spilling og hvað ekki. En ég kalla það spillingu þegar venjulegt fólk getur ekki sótt rétt sinn vegna flókinna reglna og skriffinsku. Það þurfi ESB sérfræðinga á góðum launum og þekkingu á kerfinu til að fá rétt sinn. Ég kalla það spillingu þegar fólk er ráðið í opinberar stöður í gegnum klíkuskap o.s.fr. En árið 1999 þurfti framkvæmdastjórn ESB að segja af sér vegna spillingar. En auðvitað er engin spilling í ESB :)
Spurning hvort ég eigi að detta niður á þitt plan og kalla þig mislukkaðan eða hreinlega vanhæfan til að fjalla um ESB á málefnalegan hátt?
Björn Heiðdal, 27.4.2009 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.