13.5.2009 | 12:18
Nóa og Míra á sviði Evróvisíón
Ég varð mjög hugsi yfir sýningunni frá Moskvu í gær. Íslensku þátttakendurnir stóðu sig með prýði og komust því áfram. Það var gaman.
En fulltrúar Ísraels náðu ekki að gleðja mig - ég fór að hugsa um pólitískan veruleika á bak við þessa sýningu. Á svið stigu Nóa og Míra með lag sitt Það hlýtur að finnast önnur leið. Nóa er jemenskur gyðingur og Míra er palestínuarabi í föðurætt en Búlgari í móðurætt. Söngur þeirra var kynntur sem innlegg í sátta- og friðarferli milli Ísraela og Palestínumanna.
And when I cry I cry for both of us. My pain has no name. And when I cry I cry to the merciless sky and say. There must be another way.
Þetta er hluti textans sem þær stöllur sömdu. Fólki fannst þetta fallegt og kunningjum sem ég hitti í dag fannst þetta hjartnæmt og jákvætt. Ég velti þessu fyrir mér og komst að þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki gott innlegg í baráttu Palestínumanna fyrir frelsi og mannréttindum. Ísrael hersitur og kúgar grimmt Palestínumenn. Þeir sem til þekkja, bæði gyðingar og aðrir, líkja framferði og stefnu Ísraels æ oftar við framferði nasista gegn gyðingum á tímum þriðja ríkis Hitlers. Þessi sýning Nóu og Míru væri lík því að brosandi Þjóðverji hefði dregið glaðan gyðing á svið árið 1938 og sungið það hlýtur að finnast önnur leið! En það var eingin önnur leið þá nema að sigra nasismann og það er engin önnur leið í dag en að koma Síonismanum á kné.
Ísrael burt úr Evróvisíón!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Facebook
Athugasemdir
Eg styd sjalfstaeda palestinu, og eg thekki einnig thonokkra gydinga sem gera thad einnig. Thu gerir tha rokvillu ad setja alla ibua Israels i einn hop, hop zionista. Ekki voru allir thjodverar nasistar. Ekki einu sinni allir israelsbuar eru gydingar, t.d. tha eru um 16.2% folks med israelskan rikisborgararett muslimar. Thessir muslimar bua yfirleitt vid mun betri kjor en their sem bua a Gaza svaedinu eda Vesturbakkanum, sem tvhi midur bua vid hraedileg kjor...
Bjarni Vilhjalmsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 20:39
Sæll Bjarni
Þú verður að athuga að framlagið er skoðað sem framlag Ísraelsríkis og það eru fullkomlega á skjön við raunverulegt ástand í því ríki.
Ég veit að það eru ekki allir gyðingar Síonistar, en það er ríkjandi stefna og lagið er framlag frá því ríki.
Það eru um 20% Ísraela af öðrum stofni en gyðingar. Og þeir búa við mjög vond kjör. Lestu bók gyðingsins Susan Nathan, „The other side of Israel“ og þá veistu meira um kjör fólksins. Þeirra landi er rænt, margir þeirra hafa verið drepnir í mótmælaaðgerðum og þeir njóta miklu verri aðbúnaðar en aðrir íbúar Ísrael. Vissulega er ástandið á Vesturbakkanum og Gaza verra - en það er stigsmunur en ekki eðlismunur.
Hjálmtýr V Heiðdal, 13.5.2009 kl. 22:15
Eins og talað úr mínu hjarta. Þetta framlag fór í mínar fínustu og ýtti undir pirring minn á því að Ísrael taki þátt í Evróvision.... af hverju það? jú vegna þess að Ísrael er ekki í Evrópu! Kann virkilega enginn landafræði? Eða er þetta óbein sönnun þess að Evrópa og USA eru að reyna að innlima þetta óræða landsvæði sem svo oft er kallað "The Middle East" - mið-austurlönd. Mið-austurlönd er nefnilega pólitískt hugtak en ekki landfræðilegt. Því jú þessi lönd Líbanon, Ísrael, Sýrland, Jórdanía og svo framvegis eru jú austast í Asíu. En aftur að Ísrael í Evróvision... þátttaka þeirra ár eftir ár minnir mig á að sennilega er það sektarkennd Þjóðverja og þeirra þjóða sem ekki komu gyðingunum til hjálpar í síðari heimsstyrjöldinni sem ræður ferðinni að þeir fá að vera með Evrópu. Á meðan fer her þessa ríkis með offorsi og murkar lífið úr saklausu fólki við öll landamæri í kring. Heimurinn stendur aðgerðalaus á meðan og klappar fyrir innantómu kjaftæði í hljóðnema í Moskvu.
Hrafnhildur Gunnarsdotir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 22:38
Já - það er furðulegt að land sem er langt utan Evrópu skuli vera með í þessu dæmi. Eftir því sem æeg hugsa meira um þetta þess vitlausra verður það! Gjörsamlega gaga.
En auðvitað eru það Þjóðverjar sem hafa troðið þeim inn á sínum tíma. Syndagjöld. Það væri sterkur leikur að útiloka þá fyrir næstu keppni.
Það verður að láta þá finna að heimurinn samþykkir ekki framferði þeirra.
Hjálmtýr V Heiðdal, 13.5.2009 kl. 23:08
Þeir vilja nú líka vera með í ESB eða allavega fá aðgang að fjórfrelsinu en það er nú ekkert nýtt.
"Nabil Shaath, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, fagnaði í gær hugmyndum um, að Palestínu og Ísrael yrði boðin aðild að Evrópusambandinu, ESB, í því skyni að greiða fyrir friðarsamningum." mbl 2004.
Einn blogg skríbent segir þetta:
"3. ESB og Ísrael. Af einhverjum mér óskiljanlegum ástæðum hefur ESB ákveðið að auka tengsl sín við Ísrael -bæði pólitískt og á svið efnahagsmála. Þetta er gert þrátt fyrir að Ísrael brýtur allar reglur um mannréttindi sem ESB þykist halda í heiðri. Og hefur hent Gefnarsáttmálanum út í hafsauga. Það er rætt um að Tyrkir eigi erfitt með að uppfylla inngönguskilyrði ESB á sviði mannréttinda. En Ísrael er alltaf stikkfrí. Það hafa jafnvel heyrst raddir um að Ísrael gæti fengið aðild að ESB. Þeir eru jú í Evróvisíón!" gorgeir.blog.is 2008.
En hvað stendur á síðu framkvæmdastjórnar ESB?
"The Action Plan concluded with Israel helped give new energy and focus to EU-Israel relations. Its objective is to gradually integrate Israel into European policies and programmes. Every step taken is determined by both sides and the Action Plan is tailor-made to reflect Israel’s interests and priorities as well as its level of development."
Þetta stendur líka einhverstaðar.
"The bilateral cooperation fight against terrorism has continued to progress. In addition to regular contacts among specialists, an ad-hoc “Israel-EU troika ENP seminar on the dilemmas and concerns of democracies in fighting terrorism” took place in December 2008 in Brussels. Israeli experts participated in a seminar on best practices in the fight against terrorist financing with their EU counterparts in March 2008."
ESB ekki sammála Hjálmtý.
"PRAGUE - European Union president, the Czech Republic, said Saturday an Israeli ground offensive in Gaza was "defensive, not offensive" action.
"At the moment, from the perspective of the last days, we understand this step as a defensive, not offensive, action," Czech EU presidency spokesman Jiri Potuznik said.
Björn Heiðdal, 13.5.2009 kl. 23:08
Það er furðulegt þetta dekur ESB og USA við Ísrael. Nú þarf að herða róðurinn og einangra ríkið á öllum sviðum líkt og gert var við S-Afríku. Við verðum að ganga í ESB til að hafa áhrif þar.
Hjálmtýr V Heiðdal, 14.5.2009 kl. 08:17
Ísland og Ísrael í ESB, jibbí! Við verðum partur af Ísrael og Ísrael partur af okkur. Sömu lög og reglur en auðvitað þarf Ísrael undanþágur útaf "öryggismálum" eins og við sjávarútvegsmálum.
Svo vil ég minna þig á að skrif þín gegn Ísrael munu varða lög í ESB bráðlega ef þau gera það ekki bara þegar. Því Ísrael er heimaland gyðinga og tala gegn gyðingum er anti-semitism. En það er auðvitað gott ef sameiginleg varnarstefna ESB gildi líka í Ísrael. Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Jibbí!
Björn Heiðdal, 14.5.2009 kl. 10:28
Ef þú ert virkilega að velta því fyrir þér afhverju Ísrael er í svona miklu uppáhaldi hjá ESB elítunni, ekki er það í uppáhaldi hjá íbúum Evrópu, skaltu bara kynna þér sögu Evrópu. Hverjir ráða t.d. fjármagninu? Valdamiklar gyðingafjölskyldur. Klingir nafnið Edmond James de Rothschild einhverjum bjöllum? Hverjir standa t.d. á bak við Sarkozy Frakklandsforseta og Tony Blair/Gordon Brown. Fátækar húsmæður í Vesturbænum?
-----------
GIVEN SARKOZY’S ZIONIST FAMILY TIES and his installment to the EU Presidency set for next month - a Sarkozy-Rothschild connection can be demonstrated.
The Rothschild & Cie Banque of Paris recently called upon Nicolas Sarkozy to facilitate a merger between two French utility companies. Sarkozy gave the final push to the merger working closely with Rothschild banker Francois Perol.
One month after Sarkozy’s election to the Presidency of France in 2007, Sarkozy admitted that during the campaign he contacted his “friend” Edouard de Rothschild, the owner of France’s daily Liberation, to complain about a journalist’s article about him. Edouard de Rothschild proffered his empathy to Sarkozy and no unfavorable articles had appeared in Liberation again."
-----
Björn Heiðdal, 14.5.2009 kl. 11:00
Eg skil ekki thessi rok sumra islendinga um ad Armenar, Tyrkir, Israelar, Ukraniubuar, o.s.frv. seu ekki i Evropu og thar med eigi their ekki ad taka thatt. Eg hef buid beggja vegna vid Atlantshafsins um nokkurt skeid, og eg get sagt ykkur ad margir eru ekki klarir a thvi ad Island se hluti af Evropu. Jardfraedilega sed tha byr meirihluti thjodarinnar i Nordur Ameriku. Eigum vid nokkud rett a thvi ad vera med i Eurovision? Tho okkur hafi verid kennt i skola ad vid tilheyrdum Evropu og Armenia ekki, tha var ekki ollum kennt skilgreiningu von Strahlenberg a morkum Evropu (sem vid laerdum).
Bjarni Vilhjalmsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 18:35
Þetta fyrirkomulag mun víst hafa hugnast illa öfgaöflum beggja þjóða. Þeim mun hugnast betur ef þær stöllur reyndu frekar að drepa hvor aðra en að syngja saman í bróðerni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2009 kl. 09:03
Axel - þetta er ekki spurning um hvað öfgaöflum finnst um málið. Það er hin nöturlega staðreynd um glæpsamlega kúgun Ísraels á Palestínumönnum sem er málið. Bróðernið er fölsk mynd eins og ég var að reyna að sýna í bloggfærslunni.
Hjálmtýr V Heiðdal, 15.5.2009 kl. 10:04
Þetta er fallegur texti og gott til þess að vita að þessar yndislegu telpur skuli vilja finna leið til friðar milli júða og araba. Júðar eru snar þáttur í menningarsögu Evrópu, þeir eru eiginlega Evrópumenn í þess orðs bestu merkingu, og það er sjálfsagt að hafa þá með í Evróvisjón, EM í knattspyrnu og ýmsu þess háttar. Júðarnir eru alltaf flottir þótt ekki sé ég hrifinn af öllu sem þeir aðhafast í landi sínu.
Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 22:52
Hjálmtýr ég er innilega sammála þér um kúgun Ísraels á Palestínumönnum. Það má sjá af skrifum mínum um málið sjá: Hér og hér og hér svo fátt eitt sé talið.
Hitt er annað mál að mjór er mikils vísir og tvær konur úr sitthvorri strýðandi fylkingunni, sem sameinast frammi fyrir heiminum í öðrum tilgangi en að drepa hvor aðra eru kannski allt sem þarf, hversu mótsagnarkennt sem það hljómar. Hver veit?
Þetta svæði þarf vissulega á öllu því að halda sem getur stuðlað að friði, hversu mótsagnakennt eða vonlaust það kann að virðast við fyrstu sýn. Við hljótum að vera sammála um það.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.5.2009 kl. 01:46
Æ, allt er gott sem getur brugðið öðru ljósi á ástandið í mið-austurlöndum. Fréttir eru of litaðar af hagsmunum valdagráðugra glæpaklíkna á hernumdu svæðunum. Ég er nokkuð klár á því að almenningur á Gasa og vesturbakkanum, sem ekki beinlínis stiður hermdarverk gegn Ísrael, vill fá frið til að ala upp sín börn, í sátt við nágranna sína.
Ótrúlegt að slíkur rasismi skuli þekkjast og vera fram borinn, eins og gerist á þessari síðu. Að bera fórnarlamb við morðingja sinn , er ansi langsótt , þykir mér. Ég held Hjálmtír, að þú sért hálfgerður bullari. Um Ísrael og " Palestínu ".
Kv.
Sigurður Rúnar Sæmundsson, 16.5.2009 kl. 21:05
Þú ert fremur fáfráður Sigurður. Þú talar um að ala upp börn sín í friði og sátt við nágranna sína. Þú veost því miður ekkert um það sem þú ert að tjáþig um með þeim hææti sem þú gerir. Hvernig heldur þú að friðunum til að ala upp börnin verði komið á?
Hjálmtýr V Heiðdal, 16.5.2009 kl. 23:49
Varðandi þátttöku Ísraela í Evróvisjón þá hefur hún ekki með landafræði að gera. Þannig lagað. Þjóðir (ríkissjónvarp) sem eru í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva hafa þátttökurétt. Þrátt fyrir nafnið á samtökunum eru aðildaþjóðir ekki afmarkaðar við Evrópu. Það eru fleiri utan Evrópu en Ísraelar í þessum samtökum.
Sigurður Rúnar Sæmundsson er ótrúlegur bullari. Eða fígúra, kannski öllu heldur.
Jens Guð, 23.5.2009 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.