Bloggað á Gaza

Gaza spitali

Ég er staddur á hóteli í Gazaborg og er að reyna að sundurgreina í huganum allt það sem ég hef upplifað hér á tveimur dögum. Í rauninni líður mér líkt og að heil vika sé liðin frá þeirri stundu þegar við gengum í gegnum fangelsismúra Ísraela inn í stærsta fangelsi heims. Hér búa 1,5 milljón manna við skort og stöðugan ótta við loftárásir. Í gær keyrðum við um hverfi þar sem fallbyssukúlur Ísraela féllu fyrir þremur dögum og í dag heyrðum við sprengingar og skothvelli og fréttum síðar að Ísraelar hefðu drepið tvo Palestínumenn.

 

Ég er, ásamt Ingvari Þórissyni, að kvikmynda leiðangur til Gaza sem

farinn er í þeim tilgangi að færa Palestínumönnum að gjöf 30 

Gaza Rahdji

gervifætur sem félagið Ísland-Palestína heftur safnað fyrir undir forystu formannsins Sveins Rúnars Haukssonar.

Össur Kristinsson er með okkur hér ásamt þremur starfsmönnum sem sjá um að setja gervifæturna á og kenna Palestínumönnum tæknina. 

 

Við erum búnir að ræða við heilbrigðisstarfsmenn hér og lýsingarnar á hörmungunum eru ótrúlegar. Við höfum einnig séð ljósmyndir af fórnarlömbum Ísraelshers sem eru svo hroðalegar að það er ekki hægt að sýna þær opinberlega.

M.a. sjá afleiðingar nýrra vopna sem Ísraelar notuðu óspart. Þessi vopn er hönnuð af slíkri grimmd að það er erfitt að trúa orðum  læknanna sem tóku þessar myndir. En þær tala sínu máli. Þessi nýju vopn drepa ekki fórnarlambið í öllum tilfellum, en valda áverkum sem valda ævilangri örkuml. Þannig verður fórnarlambið stöðug áminning um vopnayfirburði Ísraela og verður jafnframt óvinnufær byrði á þjóðfélaginu.

Hátt í tvöhundruð manns þurfa gervifætur eftir árásirnar um jól og áramót. Efri myndin sem birtist hér er tekin af einum læknanna sem við ræddum við en hin sýnir einn þeirra sem fengu íslenska löpp í dag. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjálmtýr,

Geturðu  bara  ekki  flutt  til  Gaza og  verið þar  til æviloka. 

Þeir  þurfa mann eins og þig í  ,,Paliwood."

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 21:59

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Paliwood, ég þurfti nú að gúgla þetta. Sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Paliwood

B

Baldur Hermannsson, 22.5.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hryllilegt ástand þarna. Ekki vil ég sem íslendingur styðja mína afkomendur til stríðsátaka sem t.d. ESB er.

Hef oft átt bágt þegar ég horfi á stríðsfréttir og þetta vilja margir íslendingar tengja sig við.

Ég skil þetta bara ekki.

Mín börn eru ekki til sölu fyrir svona lagað af minni hálfu. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2009 kl. 23:19

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Kveðjur til ykkar allra. Mikið standið þið ykkur vel.

María Kristjánsdóttir, 22.5.2009 kl. 23:54

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

þegar ég er sjálfur staddur hér og er búinn að sjá fórnarlömbin og tala við heilbrigðisstarfsmenn, skoða eyðiegginguna og fara í gegnum fangelsismúra Ísraela - þá verða menn eins og Skúli Skúlason ótrúlega hallærislegir í mínum augum.

Hann talar í einfeldni sinni og heimsku um Pallíwood og er að reyna að segja fólki að þetta sé allt sviðsett. Ég velti því fyrir mér hvernig þessi Skúli er í daglegu lífi - maður sem lætur hatur sitt stjórna hugsun sinni. Hann er aumkunarverður.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.5.2009 kl. 06:13

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Takk María.

Fréttir fyrir þig: myndin um Svein Bergsveinsson er loksins að komast í sitt endanlega form og verður sýnd á RÚV.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.5.2009 kl. 06:15

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Baldur

Ekki falla í áróðursgryfju Síonistanna.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.5.2009 kl. 06:16

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er útilokað að við í þægindunum hér heima getum ímyndað okkur allan hryllinginn sem þarna er að sjá. Gagnrýnislaus fylgispekt Íslenskra stjórnvalda við Ísrael er okkur til skammar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.5.2009 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband