23.5.2009 | 07:22
Bloggað á Gaza 2.
Það getur verið erfitt að blogga á Gaza - rafmagnið fer nokkrum sinnum á dag. Það er ein birtingarmynd umsátursins því Ísraelar bannað aðfluting á margvíslegum nauðsynjum. Meðal bannvöru er allt byggingarefni sem nota má til að endurreisa húsin sem þeir lögðu í rúst.Palestínumenn eru ótrúlega þrautseigt fólk og úrræðagott. Til þess að sigrast á aðstæðum þá grafa þeir göng undir landmærin til Egyptalands og flytja mikið magn af allskonar varningi. Talið er að stundum séu allt að 300 göng í notkun samtímis. Ísraelski flugherinn varpar oft sprengujm til að eyðileggja göngin en Gazabúar grafa stöðugt ný göng. Það er lífshættulegt og við heyrðum sögur af fólki sem hefði dáið í göngum sem Ísraelum tókst að sprengja. Meðal þess sem er flutt um göngin dag hvern eru mörg þúsund lítrar af bensíni.Fólkið hér er mjög vinsamlegt og forvitið um okkur, enda ekki mörgum útlendingum hleypt inn í fangelsið til þeirra. Í gærkvöldi gengum við frá ströndinni heim á hótelið og stoppuðum í bakaríi. Þegar að við ætluðum að borga fyrir vörurnar þá sagði afgreiðslumaðurinn að þetta væri ókeypis. Þ:á var túlkurinn okkar búinn að segja honum hver við værum og þá sagði hann að þetta væri það minnsta sem hann gæti gert fyrir fólk sem væri hingað komið til að hjálpa Gazabúum. Á myndinni er Össur Kristinsson með nýsmíðaða hulsu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Grimmdin er óskiljanleg. Dáist að fólki eins og ykkur. þið eruð hetjur. Hvernig er hægt að eyða svona hatri og grimmd?
Hlýtur að vera ervitt að hlusta á okkur reynslulausa íslendinga eftir að hafa kynnst þessum hörmungum. Bið alla góða vætti að vera með ykkur.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.5.2009 kl. 07:54
Här kommer en motbild. Synd om alla de barn och ungdomar Palestinierna själva skickat i döden. För dem finns det ingen Össur men väl jungfrur eller hur...?
http://www.youtube.com/watch?v=v7H6zHfLUb8
S.H. (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 10:25
Skrítið fólk sem aðeins vill skilja og sjá eina hlið málsins. Össur Kristinsson smíðar ekki gervilimi á stúlkuna sem átti skóinn sem sést á myndinni. Hún var myrt 2008 í Ashkelon. Hamas, stjórnendur Gaza myrtu hana.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.5.2009 kl. 14:50
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.5.2009 kl. 14:55
Og nú umgangist þið morðingja hennar! Þið eruð sannkallaðar hetjur!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.5.2009 kl. 14:57
Vilhjálmur ekki ertu að gera því skóna að í Palestínu sér barist á jafnréttisgrunni? Að þar sé saman að jafna, einum fullkomnasta, best þjálfaða og búna landher og flugher heims, sem miskunnarlaust er beitt á sveltandi fólk sem hefur lítið annað en hendur sínar og fætur sér til varar?
Auðvitað eru hryðjuverk engan vegin réttlætanleg. Er sjálfsmorðsárás sem drepur óbreytta borgara í Ísrael hryðjuverk, en sprengja, sem varpað er úr flugvél og drepur óbreytta borgara Palestínu, eitthvað annað?
Talandi um hetjur. Ég minnist þess ekki að "andspyrnumenn" í Frakklandi og öðrum hernumdum löndum í seinna stríði hafi verið kallaðir eitthvað annað en hetjur. Þó voru þetta menn sem myrtu og sprengdu úr launsátri og notuðu þær aðferðir sem í dag eru kallaðar hryðjuverk, a.m.k. séu þær notaðar af "röngu" fólki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.5.2009 kl. 16:55
Ein af ástæðunum fyrir að ég vil vera utan við ESB er sú að vil ekki vera með í svona grimmd.
En ef við göngum til liðs við svona menningu verðum við að taka afleiðingunum.
Auðvitað hefði Össur viljað hjálpað öllum það efast ég ekki um en enginn getur hjálpað öllum en það munar um allt.
Rauði Krossinn starfar einmitt í þeim anda. það því miður það lengsta sem ég hef komist í að hjálpa stríðshrjáðum. Hefði viljað gera meira en svona er lífið.
Hef alltaf borið mikla virðingu fyrir þeim sem hafa þurft að taka þátt í svona helvíti.
Hef einnig unnið með fólki sem hefur flúið frá svona helvíti og sá skóli er dýrmætur fyrir mig. Hefði ekki viljað skipta á nokkurri háskólagráðu og honum.
Með kærleika getum við búið til fleiri Össura. Ég hefði líka viljað sleppa við mína bitru reynslu af lífinu. Ég hef lært á því og það er auður.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.5.2009 kl. 20:50
Vilhjálmur Örn skrifar um að sumir vilji aðeins sjá eina hið málsins. Hér á Gaza má sjá þá hlið sem snýr að almenningi á Gaza. Hin kröppu kjör sem þeim eru búin og eyðilegginguna á borginni sem þau búa í, limlesta einstaklinga. Einnig sjáum við ástandið hjá fiskimönnum sem fá ekki að stunda sína vinnu fyrir skothríð. Allt er þetta af völdum Ísraela sem drepa fólkið og ræna landi þess.
Ég hef sagt það áður að maður getur ekki lagt að jöfnu fólk sem er rænt frelsi, lífsafkomu og landi sínu, og þá sem eru valdir að hörmungum þess. Litla stúlkan sem átti skóinn sem Vilhjálmur sýnir er fórnarlamb Síonismans - þeirra stefnu sem stjórnar aðgerðum Ísraels.
Hjálmtýr V Heiðdal, 24.5.2009 kl. 05:18
Þar hittir þú akkúrat naglann á höfuðið Hjálmtýr.
Birgitta Jónsdóttir, 24.5.2009 kl. 09:36
Laissez-Faire??
Móðgun við hvern?
Andspyrnuhreyfingin í seinna stríði starfaði eingöngu á eigin landi og þar var eðlilega ekki mikið um óbreytta borgara óvinarins. En þeir óbreyttu Þýskir borgarar, sem þó voru þar, voru skotmörk jafnt og hermenn Þýskalands.
Ef Þjóðverjar hefðu haft sömu stefnu og Síonistar í Ísrael að koma með skipulögðum hætti upp "landnemabyggðum" þjóðverja á hernumdum svæðum hefðu árásir andspyrnuhreyfingarinnar ekki hvað síst beinst að þeim rétt eins og í Palestínu.
Andspyrnuhreyfingin drap hiklaust landa sína ef minnsti grunur vaknaði um samvinnu þeirra við óvininn. Sönnunarbyrði og rannsókn var ekki látin flækjast fyrir. Samkeppni eða pólitískur metingur var milli hópa. Menn voru drepnir fyrir það eitt að vera í öðrum andspyrnuhópum eða samstarfsaðilar þeirra.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.5.2009 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.