Bloggað á Gaza 5

Burðark 2Nú er ferð okkar til Gaza á enda. Við erum komin í gegnum varðstöð Ísraela í Erez. Til þess að komast frá Gaza þarf að fara í gegnum 11 hlið. Við vorum samferða tveimur Palestínskum konum, önnur háöldruð og hin með smábarn á handlegg. Hluti af aðferðum Ísraela miða að því að niðurlægja Palestínumenn.

Eftir að við höfum farið í gegnum landamæragæslu stjórnvalda á Gaza þá tekur við kílómeters löng ganga með allan farangur í steikjandi sólarhita.

Við fengum burðarkarla (sjá mynd) til að rogast með farangurinn að fyrsta hliðinu. Þar tekur við 500 - 700 metra langt búr. Við drógum töskurnar þann spöl og þar tók við hálftima bið í búri sem bauð ekki uppá neitt nema malbikað gólf og suð í hátölurum. Þessi bið er eingöngu gerð til þess að gera fólkinu lífið leitt. Mjög lítil umferð er um þetta fangelsishlið og fáum hleypt í geng, það er því ekki vegna anna sem allt tekur svo langan tíma.

Skyndilega opnast stálhurðir og þar er farangurinn setur á færiband. Eftir það er farið í glerbúr og þar fá menn að híma um stund. Loks er ferðalöngunum hleypt inn í annað glerbúr og þar næst opnast klefi þar sem hver og einn er skannaður frá hvirfli til ilja - skannerinn snýst í kringum mann og fyrirskipanir um að rétta upp hendur koma úr gjallarhorni. Það er engin manneskja sjáanleg en greinilegt er að einhver sér þig því þeir bregðast við hverri þinni hreyfingu.

Konan sem var með barn á handlegg þurfti að fara 3-svar inn í skannann með barnið. Röddin var ekki ánægð með eitthvað og loks kemur í ljós skraut sem tilheyrir höfuðbúnaði konunnar. Eftir að skönnun lýkur þá er gegnið í gegnum tvöfalt hlið og loks inn í herbergi þar sem taskan bíður. Svo tekur við skoðun á töskum, næst er maður kominn í stærri sal og því næst kemur dvöl í litlu búri þar sem tveir landamæraverðir spyrja mikið um ferðina og tilgang hennar. Að lokum þarf að ganga spöl að næsta hlið og þá er maður loksins kominn í gegn. Gamla konan komst í gegn en sú með barnið var send til baka.

En á Gaza eru 1,5 milljón manna enn  innilokaðir við hörmulegar aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sorgleg og átakanleg lýsing. Sannarlega ekki mannkynsins besta og fínasta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.5.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvað tók þessi píslarganga eiginlega langan tíma?

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.5.2009 kl. 14:28

3 identicon

Manni langar mest til að gráta þegar maður les þetta.

Ína (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 20:06

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég tek undir með Ínu. 

Jens Guð, 28.5.2009 kl. 00:41

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það tók um 4 klst. að komast í gegnum þetta. Í gær, þegar við yfirgáfum Ísrael og flugum til London, þá tók við önnur ítarleg leit í farangri og yfirheyrsla. Eftir að öryggisstarfsmenn vissu að við höfðum verið á Gaza það var farangur okkar sérmerktur og við tekin afsíðis. Þetta tók einnig töluverðan tíma.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.5.2009 kl. 09:51

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Í ljósi þess að Hjálmtýr var einn af áköfustu stuðningsmönnum þjóðarmorðingja Rauðra Kmera á sínum tíma er  þessi umhyggja fyrir afdrifum Palestínumanna merkileg. Eins og sjá má í skrifum hans í Morgunblaðið á þeim árum áttu fórnarlömb Pol Pots ekki von á neinni samúð í þá daga. Batnandi manni er best að lifa.

Vilhjálmur Eyþórsson, 30.5.2009 kl. 23:17

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Vissulega studdi ég baráttu Víetnama, Laosbúa og Kambódíumanna gegn árásarstríði Bandaríkjanna á sínum tíma.

Stuðningur minn við Rauða Khmera byggði á sömu forsendu og stuðningur við aðra þjóðfrelsisbaráttu. Ég stóð lengi í þeirri trú

að þeir væru heilir í sinni baráttu og beindu ekki spjótum sínum að eigin þjóð. Réttur Palestínumanna til frelsis og mannréttinda er

sá sami og annarra þjóða. Það er grundvallaratriði og skiptir mín persóna og skoðanir - fyrr og nú - ekki miklu máli í því stóra samhengi.

Hjálmtýr V Heiðdal, 31.5.2009 kl. 00:59

8 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þú studdir af alefli árásarstríð norður- víetnamskra kommúnista gegn þjóðum Suður- Víetnams Laos og Kambódíu. Þessi lönd urðu öll frjáls og sjálfstæð 1954 og þar voru engir franskir, bandarískir eða aðrir erlendir herir þegar Norður- Víetnamar réðust á þau, og því gjörsamlega út í hött að "frelsa" eða "þjóðfrelsa" þessi lönd. Þau voru frjáls. Tilraun Bandaríkjamanna til að stöðva frekari útþenslu og landvinninga kommúnistaherjanna mistókst vissulega, en þó ekki alveg. Ég legg eindregið til að þú lesir greinina "Vietnam, vendipunktur kalda stríðsins", sem nú er að finna á bloggsíðu minni, vey.blog.is

Vilhjálmur Eyþórsson, 31.5.2009 kl. 11:58

9 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Tad er mikill lettir ad Israels/Gydinga hatarinn Hjalmtyr V Heiddal er farinn hedan fra Israel.

Jafnvel andrumsloft haturs og hefnda hefur minnkad a Gaza. Eg hef verid her i rumlega tvo manudi, a einn manud eftir. Hjalmtyr segir ekki fra tvi stridi sem er milli hrydjuverkasamtaka Hamas og Al-Fatah, daglega. Sidast i gair voru fleiri Palestinumenn drepnir i Kalkulah af Hamas lidum (vinum Hjalmyts).

Hann hefur heldur ekki sagt fra teim Israelsku flutningabilum sem aka med naudsynjar  inn a Gaza-svaidid, daglega...

Eg vinn sem leids¢gumadur her og get vitnad, ad tusundir ferdamanna haf mj¢g olika s¢gu ad segja, en Hjalmtyr. Vinn mest med Palestinum¢nnum og by medal teirra. Teir ottast ekkert eins mikid og hatur og hefndir, Hamas-lida.

Hjaltyr sair greinilega hatri og arodri. Eg hefdi gjarna viljad aka med honum um Eretz- Israel og syna honum gledi og hamingju asamt s¢nnum fridi milli Palestinu-araba og Gydinga i Israel. Eg hefdi getad synt honum Palestinskan skola rettt hja Betlehem, tar sem Islenskir Israelsvinir hafa stutt i 19 ar.

Her i Jerusalem er sem betur fer fridur og g¢tur her i Jerusalem ganga baidi arabar, gydingar og adrir i fridi og satt. Eg hvet lesendur sem eru kristnir, ad bidja fyrir Hjalmty. Hann er greinilega haldinn, "illum anda" haturs og hefnda....
 

Shalom kvedja fra Zion.
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 1.6.2009 kl. 14:12

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eftir að hafa séð téðan Ólaf Jóhannesson, á Omega, lýsa persónulegum skoðunum sínum á Palestínumönnum og öðrum aröbum, þá finnst mér honum falla einkar illa að segja aðra sá hatri og áróðri og þeir séu haldnir "illum anda" haturs og hefnda.  Vesæli maður, líttu þér nær. 
 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.6.2009 kl. 16:07

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þegar menn með skoðanir Ólafs tjá sig um þetta mikla deilumál þá spyr ég í upphafi einnar spurningar: hvers vegna hætta Ísraelar ekki hernámi og landaráni á landi Palestínumanna. Hér með panta ég eina góða skýringu herra Ólafur.

Allt annað sem þú skrifar mun ég meta í ljósi þinna svara.

Heyri frá þér.

Hjálmtýr V Heiðdal, 1.6.2009 kl. 16:30

12 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Hjalmtyr! Mig undrar tekkingarleysi titt a s¢gu Israelsrikis fra 1948. Eg trui ekki, ad tud vitir ekki af teim styrj¢ldum sem hafa att ser stad i tessu landi fra tvi ad tad vard til sem sjalfstaitt riki.

Eg geri fastlega rad fyrir tvi ad tu vitir um tair 5-7 arabatjodir sem haf radist a tetta litla riki med tad eitt i huga ad utryma tvi af landakortinu. Eg geri einnig rad fyrir tvi ad tu vitir ad varnarlidi Israels tokst ad sigra tessar arasir, sbr. 1948, 1956,1967,1973.

Varnarlidid hernam Golan-haidirnar fra Syrlendingum, tar sem tessar haidir h¢fdu i langan tima verid notadar til sprengjuarasa a Israel. Teim hefur ekki verid skilad aftur, af ¢ryggisastaidum. Tetta veistu vel Hjalmtyr!

Israelska varnarlidid vann einnig Sinai-skagann af Egyptum, en skiladi ¢llu tvi svaidi aftur. Einnig unnu teir Gaza-svaidid af Egyptum, en Egypter neitudu ad taka vid tvi aftur. Tetta veisu einnig Hjalmtyr! 

Tad voru Jordanir (ekki Israelar) sem hernamu hluta af Palestinsku svaidi, sem teir k¢lludu Vesturbakkann 1948 og heldu tar hernami i 19 ar, tar til Isaelska varnarlidid sigradi ta 1967. Tetta veistu einnig Hjalmtyr! Israelar hafa skilad ca.67% af hernumdu svaidi Palestinumanna. Tar er nu sjalfstjornarsvaidi teirra (Palestinumanna). Til ad nefna nokkur, sbr. Kalkyla, Nablus, Jenin, Betlehem, Jeriko, Hebron. A tessum svaidum mega Gydingar EKKI bua. Tetta veistu einnig Hjalmtyr!

Arile Sharon let reka um 8000 Gydinga af Gaza-svaidinu 2005, tar sem teir h¢fdu buid og yrkt j¢rdina. En tar sem st¢dugar arasir araba a tessa Gydinga, akvad Ariel Sharon ad reka Gydingana tadan, i von um frid. En sidan hefur enn meiri ofridur og arasir att ser sad i og fra Gaza-.Tetta veistu einnig Hjalmtyr!

Eg gaiti haldid nokku lengi afram, en hopur fra Egyptalandi bidur eftri mer her fyrir utan.

Eg veit ekki hvort eg hef svarad spurningu tinni . eins og tu villt..... En i lokin hefdi mig langad til ad spyrja tig.   Heldur tu, ad ef tessar arabatjodir hefdu unnid Israel i teim arasarstridum 1948,1956,1967,1973, ad teir hefdu skilad teim aftur?

Sastu eitthvad af teim fj¢lda "ganga" sem hrydjuverkasamt¢kin Hamas hafa grafid til ad smygla vopnum a Gaza-svaidid.?

Heldur tu ad Hamas hafi breytt grundvallarbodskap sinum, ad eyda Israel af landakortinu?

Eg mun ekki hafa tetta lengra. Eg aitlast ekki til ad tu svarir neinu af tessu.

Eg veit ad tu veist tetta allt saman.

Hafdu godan dag.

Shalom kvedja fra Zion.
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 2.6.2009 kl. 14:34

13 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Vardandi athugasemd Axels:

Takka ter fyrir ad horfa a Israel i dag a Omega.

Eg hef aldrei hallmailt Palestunu-ar¢bum, ne ¢drum i tau 7 ar sem tesii tattur hefur verid a skjanum...

Godi Axel!  Sjadu taittina til enda.

Shalom kvedja fra Zion.
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 2.6.2009 kl. 14:44

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Spurningunni er enn ósvarað: hvers vegna hætta Ísraelar ekki hernámi og landaráni á landi Palestínumanna?

Það má kanski bæta við: hver er þín lausn á málinu? Hvar eiga Palesttínumenn að búa?

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.6.2009 kl. 15:15

15 Smámynd: Björn Heiðdal

Ólafur hefur svarað þessari spurningu oft áður með þeim orðum að Guð gaf ísraelsku þjóðinni þetta land.  Þess vegna sé ekki hægt að tala um land Palenstínumanna því þeir hafi aldrei átt neitt í því.  Þeir eru bara latir leiguliðar sem fara illa með landið.  Þó Ólafur telji sig vera einhvern andstæðing Hamas þá er nokkuð ljóst að hans skoðanir ríma ágætlega við Hamas og það sem leiðtogar þeirra samtaka hafa kyrjað frá stofnun.  Bæði Hamas og Ólafur vilja að Palenstínumenn hafi nóg að bíta og brenna.  Ólafur og Hamas segjast vilja frið.  Ólafur og Hamas eiga ísraelska vini.  Bæði Ólafur og Hamas eru á móti MTV menningunni.  Hamas og Ólafur eru með svipaðar hugmyndir um stöðu konunnar innan fjölskyldunnar.  Margt, margt fleira sameinar þessa tvo aðila og þvi má með réttu kalla Ólaf Jóhannsson Hamasliða á Íslandi númer eitt.

Þessi færsla er kannski ekkert sérstaklega hugsuð til að verja Ólaf og hans skoðanir hvað þá gjörðir.  En ég verð samt að bæta því við að Ólafur telur það vera sínu einu leið í gegnum skráargatið og beint í kjöltu drottins að verja Ísrael.  Alveg sama hvað þeir sauðir gera sem þar stjórna.  Ef hann klikkar bara einu sinni á því er allt unnið fyrir gýg.  Hann er í sömu stöðu og alkóhólistinn sem ekki má bragða einn dropa ef hann ætlar sér að feta beina og breiða veginn inn í eilífðina.

Við skulum vona að Ólafur Jóhannsson sé í vinningsliðinu og fái stóra vinninginn þegar göngunni löngu í gegnum lífið líkur.   

Björn Heiðdal, 2.6.2009 kl. 16:54

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef Palestínumenn eiga að borga herkostnaðinn að koma Ólafi Jóhannessyni í sæluna, þá raskaði það ekki svefni hjá mér þótt það misfærist.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.6.2009 kl. 19:32

17 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Björn frændi: það er ekki rétt spyrða Hamas svona grimmt við Ólaf. Ólafur er síonisti, fylgir landráns- og kynþáttastefnu. Hamasliðar eru af þjóð sem hefur mátt þola ógnir og ofsóknir frá síoniskum skoðanabræðrum Ólafs í áratugi.

Hann heldur að hann geti blekkt menn með söguskýringum sem standast enga skoðun, og klikkir svo á með: „Tetta veistu vel Hjalmtyr!“

Svo er það stílbragð hjá honum og fleiri síonistum, að fullyrða að þeir sem andmæla kynþátta- og landaránsstefnu Ísrael, breiði út hatur sbr.: „Tad er mikill lettir ad Israels/Gydinga hatarinn Hjalmtyr V Heiddal er farinn hedan fra Israel.“

Þetta er einnig viðkvæðið hjá Villa í Köben og Heiðari Sæm. Svona málflutningur dæmir sig sjálfur.

Sem betur fer eru þeir fulltrúar minnihluta sem telur aðeins um 3% íslensku þjóðarinnar.

Nóg er nú vitleysan samt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.6.2009 kl. 08:41

18 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Eg fekk t☼lvupost i dag "ad utan"og radlagt ad eiga ekki deilum, skodanaskiptum vid fraindurna, Hjalmty og Bj¢rn, teir seu svo haldnir Israels/Gydingahatri ad Nasistar og Kommonistar hefdu verid anaigdir ad hafa ta i teirra lidi.......

Eg vil nu ekki verda vid tessari osk, en eg se ad tad verdur erfitt ad sannfaira ta.

Eg aitla ekki ad reyna tad, en vardandi fyrirspurn Hjamtyrs, hversvegna Israelar haitti ekki hernami a landi palestinumanna, ta hef eg svarad tvi.

Flest landsvaidi sem Israel vann vid arasir arabatjodanna a teim arum sem eg nefndi, hafa verid sklila aftur, nema Golan-haidirnar. Eg svaradi einnig hversvegna.

En eins og Bj¢rn fraindi Hjalmtys segir rettilega (eftri mer!!!) Palestina er ekki riki og hefur aldrei verid . Hvort tad verdur, mun timinn leida i ljos...

Ad Bj¢rn fraindi skuli likja mer vid hrydjuverkasamt¢k Hamas, er sennilega brandari dagsins.  Ad Hamas vilji frid.... Hallo! Bj¢rn fraindi. Hamas vill ekki frid vod Israel og hefur tad a dagskra, ad utryma landinu af landakortinu. Eg held ad tu hafir ekki sofid vel i nott...Bj¢rn fraindi.

Hjalmtyr hefur aftur a moti ekki svara neinu af tvi sem eg spurdi hann um..

Eg lait lesendur lesa grein mina, her a undan.

Timi minn er takmarkadur og eg er med storskemmtilegum Egypskum ferdam¢nnum, sem eru her i fyrsta skipti.

Ein spurning fra Hjamlty var, hvort eg hafi lausn a (vanda)malinu... Hvar eiga palestinumenn ad bua?

Svar mitt er: Teri eiga rett a ad bua her og vildi eg gjarnan ad ter vilji einnig bua her asamt Israel og fridsamlegri sambud....

Teir palestinu-arabar sem eg vinn med og by hja, vilja frid og gott samfelag vid Israel. Teim lidur her mj¢g vel. Tvi midur eru teir hraiddir vid hardlinumenn muslima sem hafa drepid ta sem eiga god samskipti vid Israel.  Tetta veistu Hjalmtyr...

Eg oska Axel Johanni alls tess besta og oska honum fridar ad nottu sem ad degi.
Axel! Sofdu rott!!! P.s. Eg er Johannsson....

Eg verd ad haitta tessu, starfi minu vegna. en oska Hjalmty, Birni frainda godar stundir alla daga.

Shalom kvedja fra Zion 

Ólafur Jóhannsson, 3.6.2009 kl. 14:21

19 Smámynd: Björn Heiðdal

Til að leiðrétta smá misskilning hjá Ólafi er mér ljúft að árétta að ég sagði ekki að Hamas vildi frið við Ísrael bara að þeir vildu frið.  Kannski án Ísraels og gyðinga, kannski án vina Ólafs meðal Pelenstínuaraba.  En frið vilja þeir samkvæmt talsmönnum sem hafa birts oft t.d. á CNN eða ALsýra.  Ísrael hefur líka oft sagt þetta sama og Ólafur hefur ítrekað það.  Allir vilja frið en skjóta síðan á hvorn annan.  Sumir bara aðeins oftar og með stærri vopnum.

Björn Heiðdal, 3.6.2009 kl. 21:17

20 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ólafur - þú segir að Palestínumenn eigi „rétt á að búa hér. Ertu að segja að þeir eigi að stofna sitt eigið sjálfstætt og fullvalda ríki á þeirri jörð sem forfeður þeirra hafa ræktað kynslóð fram af kynslóð? Ertu ekki sammála Netanjahu/Liberman?

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.6.2009 kl. 22:04

21 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Dagblöð í ísrael tjá okkur að það sé kominn óróleiki í síonistana sem stjórna landinu. Þeir óttast að Obama ætli að setja þeim afarkosti - sem felast í því að þeir skili herteknum svæðum, rífi landtökubyggðir, viðurkenni rétt Palestínumanna til að búa í sjálfstæðu ríki. Í stuttu máli þá eiga Ísraelar að haga sér eins og eðlilegt fólk gerir. Ólafur verður varla kátur við þessar fréttir.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.6.2009 kl. 11:52

22 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Hjalmtyr! Eg vil endurtaka tad sem eg sagdi og tu vitnar i hluta tess. Spurning tin var: Hvar eiga palestinumenn ad bua? Svar mitt var, (sem lesendur geta sed):Teir eiga rett a ad bua her, asamt Israel og i fridsamlegri sambud...

Nei, eg sagdi EKKI ad teir eigi ad  stofna sjalfstaitt riki, i nainni framtid. eg tel ad teri seu ekki vel undir tad bunir, eins og er....... Til ad stofna sjalfstaitt riki vid hlid a ¢dru sjalfstaidu riki, ta verda teir i tad minnsta ad vidurkenna tilverurett tess rikis Gydinga, sem er Israel. Einnig ad haitta hrydjuverkum a saklausa borgara i Israel!

Eg trui tvi midur ekki a slik loford. tad hefur sagan sannad.  Eg minnist hins fraiga "fridarfundar" i Oslo 1993. Tar sem Yasser Arafat og nuverandi forseti palestunumanna M. Abbaz s¢gdu eftir fundinn i Kartun. -Vid munum ekki haitta barattu okkar fyrr en vid endurheimtum alla Palestinu og gerum Jerusalem ad h¢fudborg okkar...

Ef Palestunumenn stofna sitt eigid riki, hef eg litla tru a ad fridur muni verda i kj¢lfarid... Vardandi lysingu tina ad forfdur teirra (palestunumanna) hafi raiktad j¢rdina kynslod eftrir kynslod, vard eg undrandi aftur a tekkingarleysi tinu....!!!

Landsvaidid sem er kallad Palestina var i svo mikilli oraikt i 400 ar, fra 1517-1917 tegar Tyrkir stjornudu tessu svaidi, ad Rith☼fundurinn Mark Twain sem for um tetta svadi a atj¢ndu ¢ld, sagdist ekki geta ymindad ser ad nokkur lifandi manneskja gaiti lifad tar, vegne oraiktar og malariu..... Eg trui ekki ¢dru en ad tu vitir tetta vel Hjalmtyr!

Tessir arabar sem komu til landsins i atvinnuleit, eftir ad Gydingar foru ad raikta landid og seinna tegar enlendingar h¢fdu unnid Palestinu af Tyrkjum 1917, (Tyrkir eru ekki arabar) ad teir foru ad kalla sig palestinumenn. Gydingar sem tar voru (og eiga um fj¢gurtusund ara s¢gu i landinu) voru einnig kalladir palestinumenn. Palestinu-arabar og Palestinu-Gydingar... Eg aitla nu ekki ad eyda timanum i ad rifja upp s¢guna, sem eg veit, ad tu veist vel sjalfur, en vardandi sidust frett tina um Obama, ad Israelar ottist ad hann setji teim afarkosti. Mig grunadi ekki ad tu vairir samtykkur forseta Bandarikjanna ad skipta ser af innanlandsdeilum sjalfstaids rikis, Israels.

Eg trui ad Israel muni fara ad eigin l¢gum og sannfairingu og lati hvorki USA ne islendnga segja ser fyrir verkum...

Vardandi hvort eg se sammala Benjamin Netanjahu/Liberman, get eg svara tvi, ad teir eru ekki einu sinni sammala innbyrdis, svo eg blanda mer ekki i hvad stjornin her gerir eda gerir ekki. Eg lait 30manna Rikisstjornina um tad...

Tetta er nu ordid mikid lengra en eg aitladi, og bidst velvirdingar a tvi. Mun tvi lata af tessum umraidum...

P.s Bj¢rn (fraindi). Leidretting tin er medtekinn... Hafdu godar stundir.

Shalom kvedja til ykkar beggja fra Zion

Ólafur Jóhannsson, 4.6.2009 kl. 14:52

23 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

„Þessir arabar sem komu til landsins i atvinnuleit, eftir ad Gydingar foru ad rækta landid og seinna þegar Englendingar höfdu unnid Palestinu af Tyrkjum 1917“. Þetta eru orð Ólafs Jóhannssonar. Söguskýringar hans eru heimasmíðaðar eftir þörfum og hentugleikum. Staðreynd er að árið 1895 voru íbúar Palestínu um 500,000. Þar af voru gyðingar um 47,000 og áttu 0,5% landsins. Ólafur galdrar arabana burt - munar ekki um það. Honum er tíðrætt um að landið hafi verið ein allsherjar órækt fyrir daga Ísraelsríkis og iðjusamra þegna þess. Þetta er auðvitað bull og góðskáldið Mark Twain getur ekki breytt því. Það væri hægt að skrifa langt mál um málflutning Ólafs. Það skín í gegn hin mikla tryggð hans við Síonismann og andstyggð á þeim sem vita hvað hann hefur að geyma. Sem betur fer þá eru Ólafur og hans líkar ekki margir í dag og fer óðum fækkandi eftir því sem grimmd kynþáttahyggjunnar opinberast.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.6.2009 kl. 15:50

24 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Hjamtyr!

Eg aitladi nu ad haitta tessum deilum vid tig. Nu er eg sannfairdur um tad tilangsleysi, ad r¢kraida vid tig.

Eg atti ad fara eftir abendingum godra vina.

Mer tykir midur ad godskaldid Mark Twain, geti ekki svarid fyrir sin skrif.

Vardandi fj¢lda Israelsvina, ta get eg hryggt tig med ad teim fer mj¢g fj¢lgandi a Islandi og a Nordurl¢ndum.

Takkir seu ter og ¢drum Israels/Gydingahatursm¢nnum .

Hinn haturfulli arodur Gydingahaturs,(anti-semitismi) sem tvi midur fer mj¢g vaxandi og minnir a tima Nasista. Sa "illi andi svifur enn yfir v¢tnunum".

Sem kristinn Zionisti, oska eg ter Guds blessunar og bid Hann ad leida tig i allan sannleikann, og gefa ter sinn frid...

Shabbat-Shalom kvedja fra Zion.

Ólafur Jóhannsson, 5.6.2009 kl. 11:28

25 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Já - er þetta ekki orðið gott. Mál að linni. Ef þér dettur einhverntíman í hug að hætta þessu gyðingahaturs-röfli þínu þá getum við kanski rætt málin. Ég hata ekki nokkurn mann, enga hópa eða þjóðir. Sorry.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.6.2009 kl. 12:05

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sjái einhver eitthvað athugavert við hegðan Israelsmanna og hafi á því orð þá er sá sami kallaður hatursmaður Gyðinga og Ísraels af Ólafi Jóhannssyni og honum jafnvel núið um nasir að vera Nasisti. Þetta segir allt sem segja þarf um hugsunarhátt og hjartalag Ólafs. Amen.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2009 kl. 13:36

27 Smámynd: Björn Heiðdal

Ólafur minnir dálítið á Íslendinginn sem sagði við breskan ferðamann að hér á landi væru ræktaðir bananar.  Með þessum orðum fór ferðamaðurinn heim til sín og sagði öllum frá íslensku bönununum.  Stuttu seinna fóru að berast banana pantanir til íslenskra bænda.  Til að nýta þetta einstaka tækifæri datt einhverjum í hug að selja Bretunum gallaða brasilíska "súkkulaði" banana sem íslenska. 

Ólafur segir fólki að í Ísrael búi gott fólk og þarlend stjórnvöld vilji öllum vel.  Alveg sérstaklega nágrönnum sínum sem kunni hreinlega ekki gott að meta.  Hann talar líka um grænu svæðin og garðana sem þrífast svo vel þarna suður frá.  Allt örugglega satt og rétt eins langt og það nær.  Alveg eins og það eru ræktaðir bananar á Íslandi.

Björn Heiðdal, 6.6.2009 kl. 09:30

28 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Góð samlíking Björn.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.6.2009 kl. 12:08

29 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Hjalmtyr! Ad lokum, sammala...

Bj¢rn Heiddal! Tad eru raiktadir bananir a Islandi!!!!

Shalom kvedja fra Zion.

Ólafur Jóhannsson, 7.6.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband