29.6.2009 | 09:05
Sjálfstæðismaður segir til syndanna
Í dag birtist merkileg grein í Morgunblaðinu, Grétar H. Óskarsson, flokksbundinn sjálfstæðismaður í hálfa öld að eigin sögn, skrifar mikla ádrepu á flokkinn undir fyrirsögninni: Þér hafið brugðist vonum vorum.
Grétar telur upp 9 atriði sem dæmi um siðleysi flokksforystunnar, allt atriði sem ég tek heilshugar undir og hefði ekki getað orðað betur.
Grétar skrifar:
Eins og málin koma mér fyrirsjónir þá eru helstu ávirðingar forystumanna Sjálfstæðisflokksins þessar: Algert siðleysi, jafnvel glæpsamlegt atferli, að lýsa yfir stuðningi Íslands við innrás í Írak að þingi og þjóð forspurðum.
Algert siðleysi að gefa fáum útvöldum útgerðarmönnum auðlindir þjóðarinnar í sjónum og auk þess mannréttindabrot samkvæmt úrskurði Mannréttindadómstólsins. Algert siðleysi ogatlaga að fjárhagslegu sjálfstæði landsins að nota stöðu seðlabankastjóra tilþess að umbuna uppgjafa stjórnmálamönnum, í stað þess að velja hæfasta umsækjandann hverju sinni eftir skýrum reglum um þekkingu, menntun og færni.
Algert siðleysi að skipa ráðherra út frá pólitískum sjónarmiðum en ekki með tilliti til hæfni og kunnáttu á þeim sérsviðum sem þeir bera ábyrgð á. Nýlegt dæmi er dýralæknir í stöðu fjármálaráðherra.
Algert siðleysi var að skipa son forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins í dómaraembætti þótt hann væri alls ekki sá hæfasti eða sá sem sérstaklega tilskipuð valnefnd mælti með.
Algert siðleysi að taka við 30milljóna króna styrk af FL Group og Landsbankanum á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn hafði staðið fyrir lögum um hámarks framlög til stjórnmálaflokka og þau höfðu þá þegar verið samþykkt á Alþingi.
Siðlaus metnaðargirni, fáviska og mikill fjáraustur við að reyna að komast í Öryggisráð SÞ.
Einkavæðing bankanna var með endemum og algert klúður og leiddi að lokum til hruns þeirra allra á kostnað þjóðarinnar. Ráðaleysi, ákvarðanafælni, andvaraleysi, getuleysi og skortur á manndómi til þess að takast á við vandamálin þegar bankarnir hrundu.
Í lok greinarinnar skrifar Grétar: Kjörnir forystumenn Sjálfstæðisflokksins síðustu fjölmörg ár: Þér hafið brugðist vonum vorum.
Hér skilja leiðir, ólíkt Grétari þá hef ég aldrei bundið neinar vonir við forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Í tvo áratugi hefur maður horft á þetta syndaregistur byggjast upp og þjóðin kaus þessa menn aftur og aftur. Til þess eins að þeir gætu haldið áfram að lengja listann. Nú hefur stór hluti þjóðarinnar vonandi séð sig um hönd og fylgistap flokksins verði varanlegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki vandi að taka undir með honum Grétari og ég held að hann sé ekki eini "Sjálfstæðismaðurinn" á þessari skoðun. Það hinsvegar kemur ekki að fullu fram þegar talið er uppúr kössunum?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.6.2009 kl. 10:45
Sem betur fer eru enn þá til margir rétt hugsandi sjálfstæðismenn af gamla skólanum.
Þórir Kjartansson, 29.6.2009 kl. 22:00
Þrátt fyrir þessi augljósu sannindi jafnvel frá flokksbundnum manni þá fengu þau ca 25% fylgi í síðustu kosningum. Það er ekkert flókið sem lesið er úr þeim niðurstöðum. 25% kosningabærra manna samþykkir þetta og leggur blessun sína yfir siðleysið.
Hvað segir það okkur um almennt siðferði á þessu guðsvolaða skeri? Ég hef fyrir löngu gefist upp á þessari þjóð þegar kemur að almennri skynsemi í kosningum. Það mætti halda að hér væri athvarf masókista sem elskuðu að láta ljúga að sér, að borga sem mest fyrir sem flest og svo framvegis.
Karl Löve, 29.6.2009 kl. 22:19
Ingibjörg Sólrún hét konan sem stjórnaði innrás Íslands í Öryggisráðið. Sú kona hefur skemmt og eyðilagt meira en orð fá lýst og þó. Krass, búmm, shit, æææ, óoo eru orð sem hægt er að tengja við efnahagsstjórn Ingibjargar Sólrúnar. Þó Ingibjörg sé ekki alslæm þá er hún sennilega það versta sem komið hefur fyrir þjóðina rétt á eftir Davíð Oddssyni.
Siðleysi er það sem einkennir stjórn Samfylkingarinnar fremur en nokkuð annað. Það er allavega ekki metnaðarleysi að koma þjóðinni á hausinn og selja börn í þrælabúðir AGS.
Sigurður Ásgeir (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 05:26
"Rétthugsandi af gamla skólanum"? Er þá verið að tala um þann partinn sem harðast stendur við bakið á LÍÚ mafíunni ?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.6.2009 kl. 08:17
Ég held að Þórir sé með frjálslyndt fólk með innmúraða lýðræðisvitund. Það tel ég „rétthugsun“.
Sigurður Ásgeir setur Samfylkinguna í fyrsta sæti í öngugum hugsunum sínum. Ingibjörg Sólrún átti ekki frumkvæði að umsókninni í Öryggisráðið. Kanski er hann ungur og ómótaður, en ágætt að hann tjái sig. Hann gæti slípast til.
Hjálmtýr V Heiðdal, 30.6.2009 kl. 09:39
Leiðrétting: ..sé með frjálslynt fólk ... í huga..
Hjálmtýr V Heiðdal, 30.6.2009 kl. 09:39
Það er með ólíkindum að það skuli vera til svo dapurt "skammtímaminni" að það geti haldið því fram að ISG hafi startað vitleysunni með Öryggisráðið? Þvílik söguskýring? Halldór er nú sennilega upphafið að þessu, Davíð heldur áfram og þetta er allt komið á lokapunkt þegar Ingibjörg kemur í ráðuneytið. Hvað hefði hún átt að gera, blása allt af. Það er kannski hægt að segja það núna, að það hefði verið réttast en þannig leit málið bara ekki út sumarið 2007.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.7.2009 kl. 12:01
Það er skondið að fylgjast með „frelsuðum framsóknarmönnum“ og „saklausum sjálfstæðismönnum“ reyna að dreifa skítnum í allar áttir svo sletturnar séu sem víðast. Davíð kunni þetta. Af skít er nóg.
Svo eru nokkrir vinstri grænir sem hata Ingibjörgu af lifur og hjarta og finna henni allt til foráttu. Hún er enginn engill en sakaskráin er fremur rýr miðað við landsliðið í Framsókn- og Sjálfstæðisflokkum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 1.7.2009 kl. 12:38
Sagði ekki heilög Ingibjörg að Samfylkingin væri stofnuð til höfuðs Sjálfstæðisflokknum. Síðan gengur hún í fangið á Birni Bjarnasyni og Geir Haarde. Þetta er ekki lengur hugsjónarfólk heldur atvinnupólitíkusar að passa hagsmuni stórfyrirtækja og milljarðamæringa. Geir og Ingibjörg eru ekki leiðtogar heldur vinnuhjú auðvaldsins.
Björn Heiðdal, 1.7.2009 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.