2.7.2009 | 13:19
Mesti loddari Íslandssögunnar?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn þingmaður og nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, lýsti því í þingræðu í morgun að núverandi ríkisstjórn væri líklega sú versta í allri Íslandssögunni. Með þessum orðum sínum styrkir hann þá skoðun mína að hann sé einhver versti þingmaður á sitjandi Alþingi.
Þetta er dómur hans um ríkisstjórn hverrar aðalverkefni er að reyna að moka þann skít sem Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn skildu eftir sig að lokinni 12 ára stjórn þeirra á málefnum landsins.
Þegar svona yfirlýsing kemur frá þingmanni, sem vill sjálfsagt láta taka sig alvarlega, þá hlýtur að vakna spurning um mat þessa þingmanns á öðrum atriðum og aðstæðum.
Hann er formaður flokks sem á eftir að gera upp fortíð sína. Flokkurinn var við völd í áraraðir þegar s.k. helmingaskipti réðu ríkjum hér - tveir flokkar - með hreðjatak á allri stjórnsýslu og viðskiptum - stjórnuðu landinu. Og skipti þá engu hvort þeir sátu í - eða voru utan ríkisstjórna.
Framsóknarflokkurinn var annað meginaflið á bakvið samþykkt kvótakerfisins - mesta þjófnaðar Íslandssögunnar.
Framsóknarflokkurinn var annað meginaflið á bakvið einkavæðingu ríkisbankanna til valinna flokksmanna. Sem verður að teljast hreint tilræði við þjóð sem stóð svo í þeirri trú að bankarnir störfuðu á eigin ábyrgð.
Það eru þessi mál sem eru ávísunin á það ástand sem núverandi ríkisstjórn glímir við. Það eru gerð mistök í öllum orrustum - en að arftaki brennuvarganna skuli glaðbeittur standa og gefa þessari ríkisstjórn falleinkunn er of hallærislegt til þess að vera einu sinni fyndið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.7.2009 kl. 09:43 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Hjálmtýr !
Tek undir; margt þess, sem þú segir, hérna.
En; gleymum ekki Samfylkingar þátttökunni, frá vori 2007 - veturs, 2009 og áfram.
Þeir einu; sem ættu að fá, að spreyta sig, áður en við kveðjum þingræðið, eru F - L og O listar.
Við; Guðjón Arnar og Frjálslyndi flokkurinn, vildum hefja stóraukningu lands framleiðslunnar, með 100 þús. tonna aukningu Þorskveiðanna, strax,, og hefja smíði á áburðarverksmiðju, innlendri, norður við Hrútafjörð, svo koma mætti til móts við bændur, og ná, að gíra niður óhóflegt áburðarverðið, síðan verksmiðjan í Gufunesi, var aflögð, svo dæmi séu tekin, um viljann til endurreisnar - í stað skattpíningar og okurvaxta viðhalds - hver; komin eru, fram úr öllu hófi.
Skemmdarverk; B - D - S og V lista, í bráð og lengd, eru að koma okkur, af öllum hjörum, kvikmyndajöfur- og fræðaþulur góður.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 13:35
Hversu lengi geta núverandi stjórnvöld komist upp með það að kenna öðrum um eigin verk?
Getur Steingrímur og frú komist upp með hvaða óhæfu sem er, og sagt að það sé öðrum um að kenna?
Þurfa þau ekki að fara að taka ábyrgð á eigin athöfnum?
Verri samning var ekki hægt að fá, nema kannski hærri vexti með góðum vilja.
Þetta er fullnaðar uppgjöf.
Hann tekur ekki einusinni ábyrgð á eigin samningi?
Kemur ennþá með sömu rulluna, að hann sé að taka til eftir aðra?
Ef að það er endalaust hægt að verja sig með þessu, getur þá ekki hvaða leikskólakrakki unnið djobbið hans?
"ástandið er ekki mér að kenna, ég er að taka til eftir aðra"
Þetta krefst ekki mikilla hæfileika.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 14:00
Hvernig gera flokkar upp við fortíðina? Þeir móta nýja stefnu og skipta um áhöfn á skútunni. Þetta hefur Framsóknarflokkurinn gert einn flokka. Það er sama hvað þið hamrið á uppgjöri við fortíðina, Framsókn er eini flokkurinn sem hefur farið í uppgjör.
Ég held að mönnum væri nær að halda uppi aðhaldi á þá flokka sem halda áfram án þess að neitt hafi í skorist og bjóða upp flokksformenn með yfir 30 ár að baki á Alþingi án þess að hafa neitt lagt til málanna á þeim tíma nema nöldur og nagg.
G. Valdimar Valdemarsson, 2.7.2009 kl. 14:12
Komið þið sæl !
G. Valdimar Valdimarsson !
Vinsamlegast; leiðréttu þessa villu þína.
Enginn; veit til þess, að þau Halldór Ásgrímsson og Lómatjarnarkerlingin (Valgerður Sverrisdóttir), hvað þá; Finnur Ingólfsson, hafi verið rekin, úr flokki ykkar; OPINBERLGEA ennþá, ágæti drengur.
Leiðréttu mig; fari ég rangt með.
Með beztu kveðjum; enn á ný /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 14:22
Framsóknarflokkurinn fer að lögum og í lögum flokksins er ekki heimild til að reka fólk úr flokknum. Veit ekki til þess að slíkt sé ástundað í nokkrum flokkum eða löndum sem telja sig lýðræðislönd.
G. Valdimar Valdemarsson, 2.7.2009 kl. 14:35
„Hversu lengi geta núverandi stjórnvöld komist upp með það að kenna öðrum um eigin verk?“
Sigurður - er þér alvara??
Hjálmtýr V Heiðdal, 2.7.2009 kl. 14:41
Óskar Helgi - heill og sæll.
Orðið langt síðan þú leist við. Ég hef ekki þá tröllatrú sem þú hefur tileinkað þér.
Hjálmtýr V Heiðdal, 2.7.2009 kl. 14:43
Komið þið sæl; enn, sem fyrr !
G. Valdimar Valdimarsson !
Hygg; að þú hafir misskilið mig, mögulega.
''Lög flokksins'' eru tæpast, æðri siðferðisskilningi alls venjulegs fólks, og,...... vinsamlegast, reyndu að réttlæta áframhaldandi dvöl HÁ - VS og FI, innan ykkar raða, með skýrari rökum, þó,...... ég efist um, að þú hafir þau á hraðbergi, til réttlætingar þessa lélega málflutnings þíns, ágæti drengur.
Trúi því vart; að siðferðiskennd þín, risti ei dýpra, en þetta.
Með; hinum beztu kveðjum; sem áður og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 14:45
Heil og sæl; enn á ný !
Hjálmtýr !
Þakka þér; æfinlega, vinsamlegar viðtökur.
Jú; mikið rétt. Við landsbyggðarmenn, getum átt það til, að vera á faralds fæti - mislangra vegalengda, og því vilja dragast, stundum; innlit, á síður heiðursmanna - sem annarra, svo sem.
En; jú, Hjálmtýr. Þrátt fyrir allt; hefi ég þá trú, að enn megi endurreisa okkar kæra Frón, með tilstyrk okkar bezta fólks, sé rétt á árum og heykvíslunum tekið, til sjávar og sveita, ágæti síðuhaldari.
Með beztu kveðjum; sem oftar og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 14:52
G. Valdimar Valdimarsson
Ég fór á heimasíði Framsóknar og sló inn í leitarvél orðinu „uppgjör“ og ekkert koma. Svo „uppgjör við ranga stefnu“ - ekkert. „Uppgjör við fortíðina“ skilaði engu. Næst reyndi ég: „röng stefna“ - ekkert. „Mistök fortíðar“ - ekkert. Nú verður þú að vísa mér leiðina að uppgjörsplagginu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 2.7.2009 kl. 14:52
ææ ..alltaf troða ásláttarvillurnar sér inn. Vona að menn skauti framhjá augljósum dellum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 2.7.2009 kl. 14:54
Er ekki nokkuð ljóst að sá skotgrafahernaðar sem Hjálmtýr Heiðdal stundar og aðrir hermaurar, hvar í flokki sem þeir standa, hefur komið okkur í þau spor sem við erum í dag. Sem góður og gegn, já alveg í gegn, Samfylkingarmaður tekur hann meira mark á því sem leiðtogar hans segja en t.d. á einhverju sem kemur frá "óvininum". Hann notar orð eins og "mistök" um sína eigin flokksmenn en "mesta þjófnað Íslandssögunnar" um "mistök" Framsóknarmanna. Ef Samfylkingin væri í stjórnarandstöðu og Framsókn í ríksstjórn væri Hjálmtýr sennilega að tuða gegn Icesave samkomulaginu, bombandi einhverjum tölvupósts staðreyndum í allar áttir. Sigmundur Davíð væri síðan í hlutverki viðskiptaráðherra að þylja upp allskonar hugsanlegar staðreyndir sem koma málinu ekkert við.
Björn Heiðdal, 2.7.2009 kl. 15:20
Ha, má ekki reka fólk úr flokkum ??? Sem sagt Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson stýra enn og stjórna. Gott að vita það.
Finnur Bárðarson, 2.7.2009 kl. 15:37
Það er verið að vinna skýrslu í umboði Alþingis þar sem farið verður yfir hrunið, aðdraganda þess og ábyrgð einstakra stofnanna og einstaklinga á því. Þegar sú ábyrgð liggur fyrir munum við Framsóknarmenn fara yfir og gangast við okkar ábyrgð. Við höfum þegar skipt út þeim einstaklingum sem hafa verið í umræðunni sem líklegir kandítadar til að bera þarna ábyrgð sem er annað en nokkur önnur stofnun á Íslandi hefur gert ótilneydd hingað til. Nú bíðum við eftir óvilhallri rannsókn og bregðumst að sjálfsögðu við þegar hún liggur fyrir.
Við dæmum fólk ekki fyrirfram, eins og almannarómur virðist kalla eftir. Það eru ekki siðleg vinnubrögð.
G. Valdimar Valdemarsson, 2.7.2009 kl. 15:43
Finnur, annaðhvort ertu að snúa út úr eða veist ekki betur. Ég skal reyna að fræða þig og vonandi lestu þetta og manst þegar þú lætur ljós þitt skína um málefni Framsóknarflokksins. Ólafur Ólafsson kenndur við Samskip er ekki í Framsóknarflokknum og hefur ekki verið í Framsóknarflokknum. Finnur Ingólfsson gegnir engu embætti í Framsóknarflokknum og hefur þar engin áhrif í dag.
Veit ekki hvaðan þú hefur fengið þá flugu í höfuðið að Ólafur Ólafsson hafi verið í framsókn en nú veist þú betur.
G. Valdimar Valdemarsson, 2.7.2009 kl. 15:46
Framsóknarflokkurinn er bófaflokkur skipaður heiðarlegu og duglegu fólki.
Björn Heiðdal, 2.7.2009 kl. 15:56
„Við höfum þegar skipt út þeim einstaklingum“ skrifar þú G. Valdimar. Þessar skiptingar hafa verið þannig að forystumenn ykkar hafa bara hætt í miðjum klíðum af eigin hvötum. Ekki vegna þessa að „þið“ hafið fellt menn í kosningum. Það var bara þetta eina skipti þegar Höskuldur var formaður í 15 mínútur og Sigmundur D felldi bróðir hans Palla. Halldór, Finnur, Páll, Jón, Valgerður og svo Guðni hafa öll stigið út úr forystusveitinni án þess að „þið“ hafið gert mikið í því máli. Sif er enn að dingla í forystunni, ráðherrann sem hundsaði niðurstöðu Skipulagsstofnunar í Kárahnjúkamatinu! Þú segir að þið dæmið ekki fólk fyrirfram - ertu að meina að þið hafið sett þá í salt og svo bíði þeir dóms sögunnar? Þetta gerðist ekki svona: flokkurinn var í upplausn vegna glæpsamlegrar stefnu forystunnar (sjá upptalninguna í upphaflegu bloggi og svo má bæta Íraksstríðinu við) - flokkurr í upplausn - forystan flúin og nýir teknir við. En þetta er ekki uppgjör eða stefnubreyting. Þetta heitir rústabjörgun.
Hjálmtýr V Heiðdal, 2.7.2009 kl. 16:06
Komið þið sæl; sem oftar, og fyrri !
G. Valdimar Valdimarsson !
''Hvernig gera flokkar upp við fortíðina? Þeir móta nýja stefnu og skipta um áhöfn á skútunni. Þetta hefur Framsóknarflokkurinn gert einn flokka'' o.s. frv. Segir þú; í athugasemd no. 4.
Þetta er; í hrópandi mótsögn, við málflutning þinn, í athugasemd no. 15. Hví; komst þú, með þessa glaðklakkalegu yfirlýsingu, í athugas. no. 4, fyrst þú segir svo allt annað, nokkru síðar, ágæti drengur ?
Framsóknarflokkurin er; því miður, einn þeirra, hverjir höfuð ábyrgðina bera, á þeirri stöðu, hverri land og fólk og fénaður, standa frammi fyrir, gott fólk.
Með beztu kveðjum; sem áður og oftar /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 16:16
Hver er mótsögnin Óskar ? Er ekki búið að skipta um áhöfn? Hefur ekki farið fram ný stefnumótun?
G. Valdimar Valdemarsson, 2.7.2009 kl. 16:33
Komið þið sæl; sem fyrr !
G. Valdimar Valdimarsson !
Athugasemdir þínar; no. 4 og 15, vottfesta mótsagnir þínar, G. Valdimar, einar og sér.
Áhafnar skiptin; eru ekki meiri en þau, að Siv Friðleifsdóttir og Birkir Jón Jónsson, eru ENN innanborðs, svo aðeins sé nefndur; þingflokkur ykkar.
''Stefnumótunin'' er óbreytt. Þið viljið; ENN, hefja máls, á ''viðræðum'' við nýlenduherrana, suður í Brussel, um innlimun Íslands, í Fjórða ríkið, ágæti drengur.
Og; hvergi sé ég bregða fyrir, að sjóðum Sambands íslenzkra Samvinnufélaga - Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga - hvað þá, ......... Skipadeild Sambandsins, verði skilað, í hendur sinna réttu eigenda, íslenzkrar bændastéttar, meðal annarra.
Eða; veist þú, hvar þau Valgerður - Finnur - Halldór og Helgi S. Guðmundson og Ólafur Ólafsson, og fleirri, hafi komið þeim gífurlegu fjármunum, hverja þau voru að hnoðast með, fyrir ?
Vita mátt þú; G. Valdimar Valdimarsson, að ég er gamall starfsmaður Kaupfélags Árnesinga (1979/1980 og 1991 - 1995), og var ekki, fremur en flestra samstarfsmanna minna sama, um hin þungu örlög þess - hvar; hvítflibbaðir skriffinnar Framsóknarflokksins, gengu frjálslegu um skúffur og hirzlur, líkt og í ýmsum annarra Kaupfélaga, okkar lands, sem öllum er vel kunnugt, sem vita vildu og vita vilja.
En; FLOKKURINN ykkar, hafði, og hefir ráð í sínum höndum, til þess að sópa óþrifanði ýmsum, undir mottur og teppi, sem landsmenn vita, sem vilja vita.
Stórmenni; mætti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallast, tækist honum, að breyta innviðum - sem ásýnd flokks ykkar, að trúverðugt mætti teljast, G. Valdimar Valdimarsson.
Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan áður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 16:56
Óskar ég bendi þér bara á að þú talar um að við viljum ENN sækja um aðild að ESB. Það var ekki á stefnuskránni áður, það breyttist í janúar sl.
G. Valdimar Valdemarsson, 2.7.2009 kl. 17:02
Komið þið sæl; að nýju !
G. Valdimar Valdimarsson !
Þessi klausa; (hverja þú nefnir, í athugas. no. 22), átti sér raunar uppruna, í formanns valdatíð, ómennisins Halldórs Ásgrímssonar. Hefir ekkert; með stefnuskrá ykkar, frá því í Janúar, að gjöra.
Málflutningur þinn; staðfestir grunsemdir okkar Hjálmtýs; sem fleirri - um varanlegt óeðli flokks andstyggðar ykkar, G. Valdimar, því miður.
Þið eruð; komin óravegu mikla, frá hugsjóna eldum Jónasar heitins frá Hriflu, og þeirra Sveins í Firði, og annarra frumkvöðla, ágæti drengur - um það; deilum við þó ekki.
Með beztu kveðjum - sem, fyrr og áður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 17:17
Óskar höldum okkur bara við staðreyndir. Var þetta á stefnuskrá í formanstíð Guðna Ágússtonar?
G. Valdimar Valdemarsson, 2.7.2009 kl. 17:22
Þetta ritar maður sem styður hryðjuverkstjórnir í Langtíburtustan. Kannski er kallinn ekki alveg að sjá hlutina í réttu samhengi? Ríkisstjórnin er í slæmum málum ef stuðningsmennirnir eru af sömu gerð og Heiðdal. En ætli Sigmundi Davíð sé nú ekki nokk sama um þetta svartagallsraus úr Heiðardalnum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.7.2009 kl. 17:27
Komið þið sæl; enn og aftur !
G. Valdimar Valdimarsson !
Hygg; að mér hafi tekist betur til, en þér, að halda mig, við staðreyndirnar, ágæti drengur.
Hvað; hafi verið á stefnuskrá ykkar, í tíð Guðna Ágústssonar, er þitt að svara - ekki mitt, enda, ........ hefi ég aldrei verið, innanbúðarmaður, í ykkar flokki, þó svo faðir minn heitinn hafi verið það, og næst elsti bróðir minn, flokkbundinn, frá 16 ára aldri (1966), að telja.
Ég hyggst ekki; ganga undir einhver próf, hjá þér G. Valdimar, með einhverjum orðhengilshætti - sem; ykkur og krötunum er svo einkar lagið, þá þið ratið í blindgötur rökleysu eða rökheldni - og drepið málum á dreif.
Lítt; stórmannlegt, G. Valdimar Valdimarsson.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 17:35
Villi mættur - hann hlýtur að geta fundið það út að afstaða mín til athafna Sigmundar formanns flokkast undir gyðingahatur. Það myndi ekki vekja undrun hjá mér. Villa er umhugað að ræða mínar athafnir - en hvað segir hann um það sem ég skrifaði um orð Sigmundar og fortíð flokks hans?
Hjálmtýr V Heiðdal, 2.7.2009 kl. 18:43
Er ekki búið að rak'ann, þennan Villa? Stuðningsmann hryðjuverkamannanna í Ísraelistan... Auðmannssonurinn Sigmundur virðist missa veruleikaskynið ískyggilega oft! Jafnvel oftar en Kúlu-Tobba og EnneinnBjarni!
Auðun Gíslason, 2.7.2009 kl. 18:58
Tek undir það að Sigmundur Davíð sé " Mesti loddari Íslandssögunnar. Er reyndar hissa á að hann skuli vera í umferð ennþá eftir allt bullið sem komið hefur frá honum.
Engu er líkara en að hann og þessi hinn þarna, Bjarni Ben eitthvað, hafi lætt hringum á hvors annars fingur og kvænst í þeim tilgangi að fella núverandi ríkisstjórn eingöngu sér og sínum til framdráttar sem endranær, skítt með okkur hin öll. Einnig spilar hjá þeim stóra rullu allur þessi valda og áhrifa missir, getur ekki liðið vel með það allt saman greyjunum. Ég er heilshugar þeirrar skoðunar að strax í kjölfar þess að ósköpin dundu yfir okkur átti að banna sjálfstæðisflokkinn með lögum um aldur og æfi.
Kærar þakkir.
Boivin Ísland ehf, 2.7.2009 kl. 20:00
Eg þek undir marg hjá ykkur.Fólkið í landinu þarf finna nýtt fólk í stjórnmálin.
Árni Björn Guðjónsson, 2.7.2009 kl. 20:28
Sigmundur Davíð er óðum að marka sér sess í þingsögunni sem einn ábyrðarlausasti gasprari sem þangað hefur stigið fæti. Það er ekkert .... segi og skrifa ekkert... sem hefur komið frá honum sem má flokka undir málefnalega gagnrýni svo ég tali nú ekki um tillögur.
Þetta eru innstæðulausar upphrópanir sem ganga út á að níða skóinn af öðrum og dásama eigið ágæti og ráðgæsku.
Mér er satt að segja að verða flökurt að hlusta á endalaust og innhaldslaust kjaftæðið... ( fyrirgefið orðbragðið )
Jón Ingi Cæsarsson, 2.7.2009 kl. 20:38
þarna komstu með retta orðið, Loddarinn
Vilhjálmur (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 20:44
Sæll Týri, eg get svosem verið sammala þer með Sigmundi, en það breytir ekki að Icesave samningurinn er slæmur, enda var íslenska samninganefndin ekki goð, með gamlan kommastudent sem formann. En þo eg sleppi við að borga, buandi erlendis, a eg fjölskyldu, kunningja og vini sem sitja a kaf i supunni, og min spurning er einföld (eg er listamaður og ekki mikið inni fjarmalatrikkum!) hvar eru þessir peningar sem venjulegir bretar og hollendingar lögðu inna þessa reikninga?? Þetta voru raunverulegir peningar sem folk lagði inna reikninga...ekki utrasarvikinga svikamilla...eru þessir peningar i Tortilla..mig vantar svör.
sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 21:38
Sigmundur Davíð hefur aðeins eitt markmið, að komast í ráðherraembætti. Völdin mun hann svo nota í þágu fárra útvaldra, eins og forverar hans í Framsóknarflokknum hafa gert.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 21:59
Sæll Siggi
Gaman að fá lífsmark frá þér. Icesavemálið er allt eitt fokking fokk mál svo töluð sé nútíma íslenska. Samningurinn er ekki það slæma - heldur hitt að það er búið að koma þjóðinni í klípuna. Peningarnir eru að einhverju leiti í þeim eignum sem er búið að setja á móti - verða vonandi seldar fyrir ríflega helming upphæðarinnar sem þarf að borga. Svo bætast vextir ofaná veisluna og það er vont mál.
Einhverjir peningar eru kanski á Tortóla - en ég held að það sé ekki mikið af áþreifanlegum verðmætum sem verða sótt þangað. Veit þó nánast ekkert um tilhögun þessara mála hjá þeim sem stunduðu að stofan fyrirtæki á þessum og öðrum eyjum.
Hún er orðin ansi löng biðin eftir að einhver verði ákærður fyrir ólöglega fjárplógsstarfsemi.
Hjálmtýr V Heiðdal, 2.7.2009 kl. 22:13
Það sem þú skrifar um Sigmund er öfgakennt og óyfirvegað. Það er fyrst og fremst léleg auglýsing fyrir sjálfan þig og lítill stuðningur af því við þá lélegu ríkisstjórn sem nú er við völd.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.7.2009 kl. 22:20
Ég má til með að leggja nokkur orð í belg hérna:
Lágfesting. Snerfill. Ímigust. Ennisraftur. Bakk. Okráð. Umgerði. Efaskapur. Linnulegt. Sjófesta. Lyflík. Dormusynd. Degill. Arglegur. Minnihót. Öldurinn. Skúle. Gynnaskur.
Vona að þetta dugi.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 23:01
Hjartanlega sammála þér í þessum pistli.
Það reyndar merkilegt hversu digurbarkalega sjálfstæðismenn og framsóknarmenn tala á þingi í ljósi ábyrgðar þeirra á þeim aðstæðum sem þjóðin er í.
Ábyrgð þeirra er svo mikil að þeir ættu að biðja þjóðina afsökunar og halda sér á mottunni þangað til Icesave ruglið er uppgert.
Kveðja, Kristján
Kristján (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 23:26
Nú er að koma á daginn það sem allir hafa verið að spá. Þessi "slysa" vinstristjórn komst að vegna þess að það var ekkert annað stjórnarmunnstur mögulegt að mati fólks. Það var auðvitað það hryllilegasta sem gat komið fyrir okkur, að fá gjörsamlega vonlausa afturhaldskommatitts ríkisstjórn yfir okkur eftir hið mikla hrun í kjölfar kreppunnar. Og það spáðu hennir náttúrulega fáir langlífi, hún er byrjuð í skattahagfræðinni...sem miðar að því að drepa fyrirtækin í landinu, neysluna í landinu og þ.a.l. alla skattastofnana. Allir eru komnir niður á "albaníu" level. Sem betur fer er fólk að byrja að taka við sér og fylgi flokkana að breytast í eðlilegra horf. 49% stuðningur við stjórnina...og þetta mun halda áfram að falla í rólegheitum fram að kosningum sem verða í síðasta lagi næsta vor. Þá taka stjórntækir flokkar við.
Helgi Már Bjarnason, 2.7.2009 kl. 23:44
Ég verð nú seint talinn til aðdáendahóps þessa siðspillta fyrirgreiðslufyrirbæris í íslenskri pólitík eins og Framsóknardindillinn G gæti staðfest. Þó verð ég að segja Sigmundi Davíð til varnar að hann þarf enn að versna töluvert til þess að komast með tærnar þar sem Halldór Ásgrímsson hafði hælana. Hins vegar hefur hann enn ekki 6 mánaða feril að baki í þessu hlutverki sínu og hreint ekki loku fyrir það skotið að hann skyti forverum sínum ref fyrir rass áður en langt um líður.
Sigurður Hrellir, 3.7.2009 kl. 00:18
Sæll Hrellir
Sigmundur klifrar hratt upp stigann og ég held að hann eigi bara eftir að versna. Skv. skoðanankönnunum virðist hann græða fylgi á blaðrinu.
Helgi Már: „Nú er að koma á daginn það sem allir hafa verið að spá“. Hvaða allir eru þetta? Orðið „afturhaldskommatittur“ er uppfinning Davíðs Oddssonar. Þertta er nokkuð merkilegt orð, hefur þrefalda niðrandi merkingu í huga höfundar. Túlkar greinilega gremju hans og er fullkomlega í stíl við öll hans vinnubrögð.
Villi í Köben: „öfgakennt og óyfirvegað“ skrifar þú - hvaða öfgar eru í því sem ég skrifa? (af mikilli yfirvegun).
Hjálmtýr V Heiðdal, 3.7.2009 kl. 08:18
Sigmundur er ekki maðurinn sem við bíðum eftir. Hann er bara atkvæðasmali. Það er ekki nóg til að bjarga framtíð Framsóknarflokksins. Þeir sem vilja hafna Icesave eru svo veruleikafirrtir að það skelfir mig. Dæmigerðir mömmudrengir og pabbastelpur sem trúa því ekki að sér muni ekki vera reddað af því að þau séu svo lítil saklaus og sæt og eigi ekkert slæmt skilið.
Hagsmunaaðilar atvinnuveganna sitja núna hjá og steinþegja. Vita þeir ekki að þetta er þjóðfélagssjálfsmorð sem verið er að agitera fyrir? Hver græðir á því? Ekki ég.
Gísli Ingvarsson, 3.7.2009 kl. 09:19
Ég fæ ekki séð hvernig Hjálmtýr getur staðið á því að Sigmundur sé versti þingmaðurinn á núverandi Alþingi. Hann hefur ekki tekið þátt í neinu af því sem kom þjóðinni á hausinn. Finnst síðuhöfundi hann t.d. vera verri en fyrrverandi bankamálaráðherra sem lagði blessun sína yfir hrunið eða Þorgerður Katrín sem ætlaði að græða persónulega marga milljarða á þessari bankaútrás!
Hefur ekki Sigmundur bara tekið við hlutverkinu sem Steingrímur Joð lék svo vel um árabil?
Björn Heiðdal, 3.7.2009 kl. 09:27
Deyr fé deyja frændr
en orðstírr
hveim er sér góðan getr
deyr aldregi.
Það tekur langan tima að byggja upp traust og skapa sér gott orðspor en það getur verið rifið í burtu á augabragði.
Áður en menn kaupa sjálfgefnar yfirlýsingar um að Framsóknarflokkurinn hafi gert upp sín mál verður flokkurinn fyrst að vinna sér inn traust á ný.
Því miður er enn langt í land með það. Eftir kosningarnar hefur lítið sem ekkert uppbyggilegt komið frá flokknum. Hinsvegar er ALLT sem ríkisstjórnin gerir verið gagnrýnt. Sigmundur virðist taka orðið stjórnarandstaða 100% bókstaflega. Þannig voru t.d. fastir stýrivextir IceSave samningsins gagnrýndir en einnig breytilegir stýrivextir Norðurlandalánanna. Held ef maður flettir upp orðinu hræsnari í orðabók þá er mynd þar af Sigmundi.
Það þýðir ekkert fyrir Framsókn að neita eigin ábyrgð á skítnum sem núverandi ríkisstjórn er að reyna að moka upp. Í stað þess að vera með eilíft niðurrif væri gagnlegra að leggja hönd á plóginn og taka þátt í uppbyggingunni. Og hafi menn engar betri hugmyndir þá eiga þeir að halda kjafti.
...
og Helgi Már. Þú hlýtur að vera að grínast???? Stjórntækir flokkar? Hverjir eru það? Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn?? Vaknaðu og líttu í kringum þig og sjáðu hvað hinir stjórntæku flokkar hafa skilið eftir sig.
Ormurinn (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 09:38
Gleymum ekki að þegar sambandið rúllaði þá munaði minnstu að Íslenska þjóðin myndi rúlla með. Ef að sagar er skoðuð svona 100 ár aftur í tímann þá sést að þessi flokkur hefur verið á móti flestum framförum sem komu sér til góða fyrir almenning, allaveganna á fyrri hluta síðustu aldar. Síðan má nefna stuld Finns Ingófssonar á leyndum sjóðum sambandssins sáluga og svo framveigis. Alveg er merkilegt að það skuli vera til menn sem styðja þennan flokk.
Maggi V (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 09:46
Björn frændi: Matið á Sigmundi og frammistöðu hans byggir ekki á persónulegri þátttöku hans í hrunadansinum. Ég er að fjalla um formann flokks sem er að reyna að blekkja almenning - hann þykist geta talað um núverandi ríkisstjórn án þess að tengja ástandið við fortíðina sem hans flokkur átti stóran þátt í að skapa.
Þú skirfaðir sjálfur: „Framsóknarflokkurinn er bófaflokkur skipaður heiðarlegu og duglegu fólki“. Auðvitað á þetta að vera grín hjá þér - en það leynist í þessu sannleikskorn og fáránleiki. Heiðarleikinn er ekki til staðar, dugnaðurinn virðist á sínum stað en fortíðin er slæm og óuppgerð.
Hjálmtýr V Heiðdal, 3.7.2009 kl. 09:52
Björn - ekki frændi - Lárusson: Aðgerðir fulltrúa Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Geir Haarde eru örugglega misjafnar og margar rangar. Það er saga sem verður að gera upp. Ég tel að þar séu ekki rætur mála eins og þau standa í dag. Ræturnar liggja dýpra og ná lengra aftur í tímann. Þú segir að forystumenn Framsóknar hafi þekkt sinn vitjunartíma, axlað sína ábyrgð og hætt sjálfir. Þvílíkt bull - þeir hrökkluðust burt hver um annan þveran. Ekki hef ég lesið stafkrók sem flokkast getur undir uppgjör - reyndi að finna slíkt á heimasíðu Framsóknar - enginn árangur. Sendu mér upplýsingar um slíkt uppgjör og ég skal glaður lesa það.
Samfylkingin er nú í forystu í ríkisstjórn sem vinnur eitt erfiðasta verkefni, ef ekki það erfiðasta, sem íslensk ríkisstjórn hefur staðið frammi fyrir. Í ofanálagið þarf að kljást við „hælbíta“ eins og Sigmund Davíð ofl. - eftir allt sem á undan er gengið þá verður megnið af hans málflutningi tómt lýðskrum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 3.7.2009 kl. 10:10
Það er mikil hætta á að þessi loddari komist að ... staðan er þannig að fólk kaupir það sem loddarar segja
DoctorE (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 10:20
Málið er að sannkristið Samfylkingarfólk eins og Hljálmtýr síðuhöfundur þola ekki fólk sem stendur upp í hárínu á núverandi stjórnvöldum.
Helst af öllu vil Samfylkingarfólk að stjórnarandstöðuþingmenn séu eins og þægir hundar sem láti aldrei í sér heyra og samþykki allt möglunarlaust. Hverskonar stjórnmál eru það eiginlega.
Þó ég sé ekkert Framsóknarmaður að þá verð ég að segja að þar er margt nýtt og efnilegt fólk (sem reyndar fer í taugarnar á Samfylkignarfólki). Framsókn hefur stóru leyti endurnýjað sig, svo það er ekki hægt að kenna þessu nýja fólki um meintar misgjörðir í fortíðinni. Þetta er svona svipað og að segja að allir nútíma Þjóðverjar séu nazistar af því að forfeður þeirra voru það, og kenna því nútíma Þjóðverjum um hrylling seinni heimstyrjaldarinnar.
Svo er þessi smjöklípa vinstrimanna um það að ástæðan fyrir hruninu í okt. sl. sé 18 ára stjórnaseta Sjálfstæðisflokksins. Halló! Er ekki heimskreppa nú um stundir. Og er ekki hrunið m.a. afleiðing af heimskreppunni. Góðan daginn, vinstrimenn. Þið getið alveg eins kennt Sjálfstæðisflokknum um olíkreppuna 1973, og um heimskreppuna 1929 líka.
Það væri alveg eins hægt að segja að hér hafi allt verið í blóma hér á landi á árunum 1995-2008, en síðan hafi allt farið til fjandans þegar Samfylkingin komst í ríkisstjórn. Þessi fullyrðing er jafn lögleg og sú fullyrðing að allt hafi hrunið vegna þess að Framsókn og Sjálfstæðismenn voru í stjórn í 12 ár, og Sjálfstæðisflokkurinn í 18 ár.
Jahá, hrunið er 18 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins að kenna, segja vinstrimenn eins og hverja aðra heilaga möntru sem þeir þylja dag eftir dag.
En eitt er víst, það hefur einungis tekið 18 VIKUR fyrir núverandi stjórnvöld að rústa efnahag landsins og setja þjóðina efnahagslega í frost um mörg komandi ár með aðgerðarleysi sínu í efnahagsmálum og helstefnu í skattamálum sem nú upplifum við það sem kallað er "taxflation".
Takk fyrir, Vinstri Græn og Samfylking fyrir þann efnahagslega kjarnorkuvetur sem þið ætlið að bjóða komandi kynslóðum næstu 18 ár.
Grímur H. Harðarson (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 11:24
Jú jú, lýðskrumari af 1.°
Ekki einu sinni vel gert hjá honum. Afskaplega grunnhyggið og yfirborðskennt lýðskrum.
Það alvarlega er að það virðist virka.
Hef áhyggjur af þessu, verð að sega það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2009 kl. 11:30
Sæll Týri,
Þú ert semsagt að segja að þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins ættu í raun ekki að hafa atkvæðisrétt á þingi vegna þess að þetta er allt þeim að kenna og að þeir ættu bara að skammast sín. Og svo má ég til með að benda þér á að uppgjör við fortíðina er ekki eitthvert skjal eða samningur sem hægt er að þinglýsa, og þess vegna ekkert skrítið þó þú finnir ekkert slíkt í leitarvélum alnetsins. Þeir forystumenn Framsóknarflokksins sem eru horfnir af sviðinu fóru vegna pressu sem á þá var komin bæði innan flokks og utan.
Það er svolítið merkilegt þegar maður les pistlana þína Hjálmtýr hversu miklu púðri þú eyðir í að gagnrýna B og D flokkana í stað þess að tala fyrir eigið ágæti og þeirrar pólitíkur sem þú aðhyllst. Af hverju skrifar þú ekki um það hvers vegna Icesave má ekki fara í þjóðaratkvæði? Af hverju skrifar þú ekki um alla þá sem kusu V listann vegna þess að hann ætlaði einmitt EKKI að láta ESB kúga þjóðina? Af hverju skrifar þú ekki um milljónatugina sem Samfylkingin fékk hjá Jóni Ásgeiri (svo finnst þér skrítið hversu langan tíma það tekur að rannsaka þessa menn!)
En ef við sleppum öllu þessu pólitíska þrasi þá held ég að jafnvel þó það megi segja margt misjafnt um Davíð Oddsson þá held ég að hann hafi strax í upphafi komið með bestu hugmyndina að vinnufrið í landinu með því að leggja til að mynduð yrði þjóðstjórn. Það er í mínum huga það eina sem getur komið okkur á skrið fyrr en ella.
kv
Gunni
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 12:19
Lýðskrum virkar þeim mun klikkaðara sem það er fram sett. 1. lagi erum 'við' = þjóðin. Þjóðin er það saklausasta og hreinasta og óspilltasta sem við getum hugsað okkur og ekkert má fyrir hana koma svo í 2. lagi er 'þjóðin' gerð að fórnarlambi sem á að slátra. Það er ekki nema von að menn taki tillit til svona málflutnings sem höfðar beint til iðranna og annar innyfla en ekki heilans.
Gísli Ingvarsson, 3.7.2009 kl. 12:20
Gísli, jú jú. Beint í mark já þér.
Það sem mér finnst áskemmtilegast er háttalag gemlinganna á þingi. Það er hægt að horfa á útsendingarnar. Þeir haga sér bara eins og trúðar.
Mér blöskrar háttalag þeirra.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2009 kl. 12:45
Edit: "það sem mér finnst óskemmtilegast er háttalag gemlinganna á þingi. Það er ekki hægt að horfa á útsendingarnar. Þær eru svo átakanlegar. Þeir haga sér bara eins og trúðar.
Mér blöskrar háttalag þeirra.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2009 kl. 12:47
Nýskipaður fjósameistari Framsóknarflokksins ber enga ábryrgð á þeim fjóshaug og hlandfor sem dauninnleggur af um allar sveitir. Enda stafar lyktin af því að það eru komnir einhverjir menn með stórvirkar vinnuvélar sem eru að moka haugnum upp og tæma hlandforina hans. Ef þeir bara létu þetta kyrrt liggja þá væri daunninn ekki svona mikill. Svo eru þeir skítugir uppfyrir haus við verkið. Þetta eru sko engin vinnubrögð. Er nema von að manninum blöskri?!
Soffía Sigurðardóttir, 3.7.2009 kl. 13:11
Mesti loddari sögunnar segir þú. Ekki veit ég, veit hinsvegar að Framsóknarflokkurinn fór í gegnum endurnýjun og kaus sér formann sem ekki hafði starfað á þessum vettvangi áður. Ekki get ég svo sem séð hvað í fyrri störfum formannsins réttlæti svona sleggjudóm.
Þar sem ég sé ekkert í fyrri störfum formannsins (eða núverandi ef út í það er farið) þá er óhjákvæmilegt að líta til þín, og hvers vegna þú setur fram svona fullyrðingar. Það breytir engu þó ég lesi yfir pistilinn þinn aftur, þar er ekkert sem sýnir fram á það að Sigmundur sé loddari. Hann gagnrýnir jú stjórnina þína, en það per se gerir mann ekki að loddara.
Eftir svolitlar vangaveltur, þá held ég að ástæða þess að þú ræðst svona að manninum sé að þú ert ofurviðkvæmur vegna stjórnarinnar þinnar. Þú hlýtur að átta þig á að það er ekki Sigmundi að kenna að þessi ríkisstjórn sé hugmndasnauð, huglaus og valdi ekki því verki að stjórna þessu landi?
Sem fyrrverandi Samfylkingarmanni þá finnst mér líka að stuðningsmenn þessarar ríkisstjórnar skuli skauta svo létt framhjá ábyrgð Samfylkingarinnar á hinum örlagaríku árum 2007 og 2008, þegar Bjöggabankinn réðst í umsvifamiklar innistæðusafnanir með Icesave.
Og þau landráð sem nú eru í uppsiglingu eru á engan hátt ábyrgð formanns Framsóknarflokksins. Þau verða eingöngu skráð á þá þingmen sem samþykkja ríkisábyrgð á IceSlave, sem fyrirfram er vitað að við getum ekki greitt.
Og þá erum við sennilega komin að kjarnanum, svona persónulegar árásir á andstæðinga IceSlave, eru fyrst og fremst til þess að draga athyglina frá aðalatriðum umræðunnar, sem eru landráðin væntanlegu. Í stað þess að láta meta sig af störfum og verðleikum, kýs ríkisstjórnin og stuðningmenn hennar að hræða fólk til hlýðni og stuðnings með hræðsluáróðri og persónulegum árásum.
Sannast sagna, þá er ég kominn með upp í kok af svona pólitík og þeim sem hana stunda. Málið snýst um það hvort við verðum ölmusufólk í eigin landi, ekki heimskulega flokkapólitík ástundaða af fólki meða rörasýn.
Hilmar (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 13:43
Hvernig væri að vakna og reyna að sjá aðgerðarleysið sem Sigmundur talar um í staðinn fyrir að segja að þetta sé hræðsluáróður. Skrýtið hvað Samfylkingarmenn og Vinstri grænum finnst það sjálfsagt að sjórnarandstaðan segi já og amen við öllu.
Gauti (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 18:06
Sigmundur vex í mínum augum þessa daganna. Gefur skít í stofnun, stofnun sem þekkti ekki æru þótt hún yrði smurð framan í þá hæstvirtu" einstaklinga sem stimpla sig þar inn nokkra daga á ári. Vel má vera að hann hafi saurugt takmark, en meðan hann er ekki ennþá sekur um að hafa náð því þá læt ég hann njóta vafans.
Aftur á móti, þá er langmesti loddarinn sem setið hefur innan veggja þessarar sömu vafasömu stofnunnar, í mínum augum, ingibjörg sólrún gísladóttir !! Ekki spurning !!
Kæmi mér ekki á óvart þótt númer fyndist í hársverði hennar....
runar (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 19:21
Fáir flokkar hafa verið til meiri óþurftar í þjóðfélaginu en Framsóknarflokkurinn. Flokkurinn tryggði völd sín um árabil með því að viðhalda ranglátu kosningakerfi, sem tryggði honum völd langt umfram fylgi. Helmingaskiptin á móti íhaldinu, tryggði honum aðgang að kjötkötlunum, enda hafa framsóknarmenn verið ódeigir að úthluta gæðingum sínum völd og fjármuni. Hugsjónir hafa ekki skipt þá neinu máli. Samvinnuhreyfingin var notuð til að dæla fé í flokkinn. Það virðist vera samræmi í því að fylgi Framsóknarflokksins hefur minnkað á sama tíma og menntastig þjóðarinnar hefur vaxið. Við skulum því leggja meira í menntamálin. Þar með minnkar þetta meinvarp sem nefnist Framsóknarflokkur.
ET (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 21:40
Grímur H. Harðarson:
Það eru svona komment sem gera mann á köflum svartsýnan. Meðan fólk er jafn blint og styður sinn flokk eins og hert annað fótboltafélag þá er erfiðara að horfast í augu við raunveruleikann og laga það sem var og er sumt enn ekki í lagi.
(í fyrsta lagi, vinstrimenn eru ekki að segja að ástæðAN fyrir hruninu sé stjórn xD sl 18 ár, en hún á andsk. mikinn þátt í því og bankinn sem fór verst með þjóðina og er einn og sér næstum því að leggja okkur á hliðina var BEINTENGDUR inn í Valhöll. Það er bara staðreynd og engir Sjallar sem ég þekki sem á annað borð er hægt að ræða við neita því.
Dýrustu milljarðar Íslandssögunnar sagði Steingrímur, milljarðarnir 11 sem góðvinirnir greiddu fyrir Landsbankann - helmingurinn að láni frá hinum bankanum sem flokkur Sigmundar gaf!
Alltaf voru Landsbankadrengirinr "góðu gæjarnir", "trausti bankinn", allt þar til tveimur dögum fyrir hrun. Valdapýramídinn átti beinan uppruna í ungliðadeildum xD, Heimdalli og Vöku.
Sjálfstæðismenn mega svo sannarlega skammast sín og verða seint of mikið skammaðir.
Ég er í aðalatriðum sammála síðuhöfundi um Sigmund Davíð. Hann rífst og skammast án þess að upplýsa okkur og koma umræðunni áleiðis.
Skeggi Skaftason, 3.7.2009 kl. 21:43
Mikið er ég sammála þér Hjálmtýr. Sigmundur Davíð er þegar búinn að fyrirgera því að vera tekinn alvarlega og gerði það raunar áður en hann settist á Alþingi. Hann er eins og Bjarni Ben úr "silfurskeiðasamfélaginu" og þeir kappar rembast báðir eins og rjúpan við staurinn að æpa sem mest og andmæla öllu sem gert er, án þess að hafa rök í málum.Svo kemur "styrkjaveiðimaðurinn" Guðlaugur Þór og galar sig hásann við að andmæla staðreyndum sem Gylfi Magnússon leyfði sér að benda á.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.7.2009 kl. 03:03
„Svo er þessi smjöklípa vinstrimanna um það að ástæðan fyrir hruninu í okt. sl. sé 18 ára stjórnaseta Sjálfstæðisflokksins. Halló! Er ekki heimskreppa nú um stundir. Og er ekki hrunið m.a. afleiðing af heimskreppunni. Góðan daginn, vinstrimenn. Þið getið alveg eins kennt Sjálfstæðisflokknum um olíkreppuna 1973, og um heimskreppuna 1929 líka.“ Þetta skrifar Grímur.
Uppgjörið sem þarf að eiga sér stað í íslensku þjóðfélagi er ekki eingöngu við þá sem komu okkur í fjárhagslegu kreppuna. Það er einnig hefðin sem hér hefur ríkt sem lýsir sér í skipun í embætti, bein pólitísk afskipti af viðskiptum.
Hrunið hjá okkur var vissulega að hluta vegna ytri mála - en hið hrikalega ástand hér, „bónusinn“ sem Íslendingar fengu er tilkominn vegna þess að stjórnir Framsóknar og Sjálfstæðis voru búin að koma þessu þjóðfélagi í heljartök „athafnamanna“ sem áttu góð tengsl við stjórnmálaflokkana. Þeir fengu kvótann, þeir fengu mörg fyrirtæki og þeir fengu bankana. Seta stjórnmálamanna í Seðlabankanum var síðan ákaflega vond fyrir þjóðina - það hefur reynslan sýnt með ótvíræðum hætti.
Mönnum verður sumum hér tíðrætt um Samfylkinguna og vilja þeir sem „slá skjaldborg“ um Sigmund Davíð saka mig um að verja flokkinn og sjá ekki flísina í krataauganu. Ég held að ein stærstu mistök Samfylkingarinnar hafi verið að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum með Davíð í stól Seðlabanakstjóra. Vonda hliðin á Sjálfstæðisflokknum var mörgum augljós í tíð Davíðs og mönnum létti þegar Geir tók við. En það sýndi sig í dramtískum atburðum í október að Davíð var enn með tökin. Það kemur fram í þeim tveimur bókum sem ég hef lesið um hrunið.
Hjálmtýr V Heiðdal, 4.7.2009 kl. 10:27
Sæll Gunnar Jó
Ég er ekki að reyna að banna eitt eða neitt. Það sem gekk fram af mér var fullyrðing Sigmundar Davíðs um að núverandi stjórn væri versta stjórn Íslandssögunnar. Honum er velkomið að segja þetta. En þó hann sé svo skini skroppinn að láta þetta út úr sér þá hef ég fullt leyfi til að bregðast við með mínum hætti. Ekki hindra ég neinn í að setja sínar hugrenningar á þetta blogg mitt líkt og ýmsir gera. Það er ekki allt jafn gáfulegt í mínum augum, en það er mitt mat og kanski vandamál þeirra sem skrifa.
Þú setur fram margar spurningar um efni sem ég skrifa ekki um. Ég kemst ekki yfir mikið meira og mínar áherslu og afstaða móta mín skrif eins og gerist hjá þér sjálfum. Þú getur ekki notað það sem rök gegn því sem ég skrifa - það sem ég skrifa ekki um. Ég sé ekki að það breyti einu eða neinu hvort ég skrifa um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave eða ekki. Það eru margir sem skrifa um það og ég hef ekki mótað mér skoðun á málinu. Almennt er ég hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum um mál sem skipta þjóðina miklu. En ég er t.d. ekki hlynntur atkv.gr. um það hvort það eigi að fara í aðildarviðræður við ESB eða ekki. Slík atkv. gr. yrði marklaus að mínu mati þar sem ekkert skýrt mál liggur fyrir fyrr en við vitum um hvað er hægt að semja.
Púðrinu mínu eyði ég á B & D vegna þess að þeir eru aðalgerendur í aðdraganda málanna sem við fjöllum um og nú standa forystumenn þessarar flokka og leika ógeðfelldan leik með allar sínar pólitísku syndir á bakinu.
Þeir vita vel að það verður ekki samið um Icesave með öðrum hætti og þeir vita að það verður að semja strax. En þeir kjósa að fara leið lýðskrumsins - og Sigmundur D toppaði með setningunni sem varð hvati að bloggfærslu minni.
Hún hefur vakið mikla athygli og aldrei hafa jafn margir kíkt á bloggið mitt. Ég er í 13 sæti yfir mest lesnu bloggin núna. Það er greinilegt að menn hafa margvíslegar skoðanir á Sigmundi D og málflutningi hans. En ég vil fyrir alla muni ekki banna honum að tjá sig, það væri gegn allri minni grunn sannfæringu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 4.7.2009 kl. 10:42
Einar Einarsson vill afgreiða allt sem ég skrifa með einföldum hætti. Þetta hefur komið upp áður og ég svaraði því til að stuðningur minn við baráttu þjóðanna í Indókína byggðist á andstöðu gegn heimsvaldasinnum USA. Ég vissi að bæði í Víetnam og Kambódíu voru hugmyndir aflanna sem börðust gegn árás USA ekki samstíga mínum um lýðræði og mannréttindi. En meginmálið var réttur þeirra til að losna undan erlendri áþján. Hvað menn voru síðan tilbúnir að gera til þess að framfylgja hugsjónum um skipulag þjóðfélagsins að fengnu frelsi sýndi sig síðar.
Einar ætti kanski að bæta við sína færslu einhverju sem kemur inn á það sem menn eru að ræða hér á undangengnum færslum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 4.7.2009 kl. 10:53
Sæl Soffía Sigurðardóttir
Ég hef ekki sagt að Sigmundur beri ábyrgðina. Ég set fram spurninguna hvort hann sé mesti loddari Íslandssögunnar (með spurningamerki vel að merkja) í framhaldi að ummælum hans. Fjóshaugurinn er stór (kanski eigum við ekki að nota líkingu við afurðir blessaðra beljanna - þær eiga enga sök) og það verður að klára málin með reisn. Ísland verður að losna úr þessari stöðu og það er aðeins hægt með aðstoð frá erlendum aðilum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 4.7.2009 kl. 11:07
Björn S. Lárusson vill að ég bíði með kröfur um uppgjör Framsóknar þar til að Samfylkingin sé búin með sín heimaverkefni. Og hann telur að ég eigi ekki að gala eins og hani á haug meðan Samfylkingaruppgjörið liggur ekki fyrir.
Ég skrifa um það sem ég tel brýnt og viðbrögð mín við orðum Sigmundar og upptalning mín á fortíðaraðgerðum flokks hans eru tilkomin vegna þess að ég tel það fráleitt að hann geti talað svona verandi í þeim flokki sem hann nú stýrir. Samfylkingin á sínar syndir og fortíð - en registrið verður fátæklegt miðað við syndaregistur Framsóknar og Sjálfstæðis. Þetta er óumdeilanlegt - sama hvernig menn reyna að koma Ingibjörgu Sólrúnu eða öðrum forystumönnum Samfylkingarinnar í fremstu víglínu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 4.7.2009 kl. 11:15
Hjálmtýr það er svolítið erfitt að skilja þig nákvæmlega. Í einni færslunni skrifar þú að Sigmundur Davíð spili ógeðfelldan leik með allra sínar pólitísku syndir á bakinu og svo skrifar þú stuttu seinna að þú sért ekki að segja að Sigmundur beri ábyrgðina!!! Og talandi um uppgjör Hjálmtýr þá finnst mér nú Samfylkingin þurfi að fara í slíkt uppgjör hafandi orðið uppvís að einhverju mesta tómlæti sem um getur í íslenskri pólitík ásamt Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda hrunsins. Uppgjör Framsóknar hófst stuttu eftir hrun og stendur enn, og það er meira en aðrir flokkar geta sagt.
Svo langar mig að ítreka það að þjóðstjórn er eina leiðin til að leysa þessi mál til lykta með friðsömum hætti.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 11:32
Þjóðstjórn, ha, ha. Skiptir ekki meira máli hvað er gert heldur en hverjir gera það? Nema Gunnar sé að segja að þetta sé leikrit sett á svið. Í raun séu allir sammála en fólkið í stjórnarandstöðu lætur illa til að ganga í augun á kjósendum. Það skapi ákveðin óróa og pressu á stjórnvöld. Pressu sem gott væri að losna við. Hvernig væri að hafa bara einn flokk og einn formann. Eina valdaklíku sem tali einni röddu. Jón Ásgeir og Björgólfur þyrftu þá bara að skrifa eina ávísun en ekki þrjár eða fjórar.
Björn Heiðdal, 4.7.2009 kl. 12:07
Jóhanna Guðný er með bestu athugasemdirnar hér! Stutt, hnitmiðað og hittir beint í mark!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Himmalingur, 4.7.2009 kl. 16:00
Ég verð að segja að þú gerir lítið úr mörgum samfylkingarmönnum þegar þú segir að Sigmundur Davíð sé mesti loddarinn.
Í mínum huga fer ekkert á milli mála að samylkingin ber mikla ábyrgð á þeim hörmungum sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag. Hún átti duglausa ráðherra í bankahrunsríkistjórninni og tók þátt í spillingunni. Þáði höfðinglegar gjafir frá útrásarvíkingum og svo mætti lengi telja
Í stað þess að sýna ábyrgð hefur samfylkingin ekkert tekið til í sínum röðum. Mútuþegar eru þar enn innanborðs.
Ekki er það til þess að bæta stöðuna að ESB áráttan virðist hafa murkað alla dómgreind úr forystu flokksins.
Nei framsókn er ekki við völd núna heldur er það annar flokkur sem er hættulegur þjóðinni.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.7.2009 kl. 06:25
Hjálmtýr Heiðdal átti nú
í Hoxha dýrkun forðum.
Mikil var sú mæta trú
og mannvin undir borðum.
Menn sem trúa á Hoxha hljóta að hafa verið á mjög sterkum skynvillulyfjum. Ég mætti nú bara á einn fund og forðaði mér síðan út. Það er eitt að vera kommi, en að trúa á Pol Pott og Hoxa er bilun.
Ertu ekki með fundargerðarbækurnar ennþá Hjálmtýr?
Sigurður Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 19:55
P.s. Sigmundur Davíð er vissulega loddari. Undirhökurnar hans eru feik. Greinilega bara botox eða eitthvað sílicon.
Sigurður Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 19:57
Aldrei treysta Framsóknarmanni. Það er "prinsipp". Kominn hátt á sextugsaldur hefur mér lærst þetta. Vissi það reyndar alltaf. Sigmundur Davíð staðfestir þetta viðhorf mitt.
Jens Guð, 7.7.2009 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.