Skæruliðinn setur „a spanner in the works“

david bjorgolfur geirÞað er einkenni á hernaði skæruliða að þeir reyna að birtast óvænt á réttum stað og valda sem mestum usla – og hverfa svo þar til næsta árás er gerð.

Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi borgarstjóri, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi Seðlabankastjóri er nú um stundir ofurskæruliði íslenska lýðveldisins.

Nú eru fjórar skæruliðaárásir að baki hjá DO:

Kastljósviðtalið („við borgum ekki“)

Ræðan hjá Verslunarráði („ég veit af hverju Bretar settu hryðjuverkalögin á Ísland)

Ræðan á landsfundi Sjálfstæðisflokksins („norski seðlabankastjórinn lygari eða með alzheimer)

og nú viðtal í Mbl. með flennifyrirsögn á forsíðu.

Enn á ný kemur Davíð Oddsson skeiðandi inn á völlinn, gamli bardagajálkurinn tilbúinn í slaginn.

Nú vakir það fyrir honum að fella ríkisstjórnina með pólitísku sprengjukasti. Viðtalið mun styrkja andstöðuna gegn ríkisábyrgðinni á Icesave skuldunum og mögulega sprengja stjórnina. Á ensku heitir þessi aðgerð „ to throw a spanner in the works“ (kasta skrúflykli í tannhjólin). Hún var einkum stunduð af verkamönnum sem sáu framá atvinnumissi þegar vélar leystu þá af hólmi. Í skemmdarverkinu birtist örvænting þeirra sem finna vanmátt sinn gagnvart þróuninni. Þeir ráða ekki lengur við veruleikann og snúast til vanmáttugrar varnar sem engu getur skilað nema tímabundinni truflun.

Davíð er sem fyrr, í eigin túlkun, hrópandinn í eyðimörkinni (að vísu staddur heima hjá sér) og hann spilar út þekktum trompum : Svíagrýlan, ESB andstaðan og andskotinn hún Ingibjörg Sólrún.

Í viðtalinu vísar Davíð í bréf sem hann veit að eru til en hann hefur ekki séð og skýrslur sem eiga að sanna að Icesave reikningurinn á ekki að falla á íslenskan almenning. Enn og aftur vísar hann í einkasamræður sínar (sem Geir kannaðist að vísu ekki við á sínum tíma), þar er hann boðandi hrun á sama tíma og skýrslur Seðlabankans og opinber viðtöl við hann sjálfan segja allt annað. Hann vill fara dómstólaleiðina en veit að hún er ekki í boði.

Og hann skorar, hér er afstaða Agnesar innsend á vefinn eyjan.is: „ Ég er ein af þeim sem vildi helst sjá Davíð Oddsson sem forsætisráðherra.
Það eru ótrúlega margir sem hafa sömu skoðun og ég og þess vegna skora ég á Davíð að koma aftur í pólitíkina.  

Ísland þarf mann eins og Davíð hann einn getur bjargað okkur“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Er þetta grín með orð Agnesar? Er þetta Agnes Bragadóttir?

AK-72, 5.7.2009 kl. 16:18

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Í nýlegu einkasamtali sem ég átti ekki við Davíð Oddsson kom fram að hann vildi bæði borga og ekki borga. 

Björn Heiðdal, 5.7.2009 kl. 16:33

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Nei - þetta er einhver önnur Agnes - það fylgdi ekkert eftirnafn. Það skyldin þó aldrei vera??

Björn - var þetta ekki misheyrn. Hann vildi orga og ekki borga.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.7.2009 kl. 16:54

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. þetta er allt með hefðbundnu sniði.  Fastir liðir eins og venjulega.

Sterkt hjá honum og þjóðlegt að koma með svíagrýluna inn í dæmið.  Alveg frá upphafi nánast hefur veri tíska að agnúast útí svía.    Hann var sænskur maður, segja fornsögurnar og þá veit lesandinn að þar fer sennilega vondur maður.  Nú, svo eru þeir sósíalistar víst.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 17:22

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Davíð gefur í skyn, lætur í veðri vaka, ýjar að, slítur úr samhengi og menn falla fram í tilbeiðslu. Í frétt á Vísir.is í dag var greint frá því að Davíð hefði vitnað í ranga skýrslu. Sjá hér. Hann vitnar í hálfa setningu og slítur allt úr samhengi. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2009 kl. 17:33

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta viðtal vantar í upptalninguna hjá þér - Kastljós 24. febrúar 2009.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.7.2009 kl. 18:03

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Gat DO Seðlabankastjóri komið fram á fundum í febrúar 2008 og á ársfundi bankans 2007 og sagt  ´´ bankakerfið hér er ónýtt ´´ og það stendur ekki steinn yfir steini ?. Á

erfitt með að sjá að það hefði hann getað gert . Áttu ekki pólítíkusarnir að gera það ?? og sjá til þess að hreinsun færi fram og bankarnir seldir eða lokað ?? Geir Haarde og IGS vissu bæði að þetta var svikamylla en kusu að fara á Roadshow með Kaupthief.. Hefur hann ekki nokkuð til síns máls í viðtalinu ?? Sé ekki að það sé neitt verri kostur að borga ekki.Það þýðir einangrun en að borga þýðir líka fátæktareinangrun. Held að erlendir bankar láni aldrei aftur hingað og um sé að kenna spillingunni sem hér er.Sem þýðir að lánveitendur ( erlendir ) eru í mjög hættulegu umhverfi ( engin lögregla, stjórnmálastétt í afneitun og sambandslaus við þjóðina , kunningja, mægða og vinaráðningar.Dætur forsetans hjá Baugi, náfrændur Ingu Jónu Haarde hjá Gnúpi, félagsmálaráðherrann hjá Glitni, saksóknarinn hjá Kaupthiefi og Existu. IGS og borgarfulltrúarnir með í að stela eiginfé SPRON.Finnur og framsóknarflokkurinn á sínum stað,Kjartan Gunnarsson í Landsbanka.Þetta er slík ormagryfa að hingað myndi ég ekki lána peninga væri ég amerískur lífeyrissjóður.

Einar Guðjónsson, 6.7.2009 kl. 01:06

8 Smámynd: Björn Jónsson

Þessar upptalningar þínar úr skæruhernaði, er þetta lærdómur sem þú namst frá félögum þínum frá Asíu, Pol Poot og svoleiðis ,, mannvinum " hérna á árum áður? Er haldnir voru baráttufundir þessum ,, mannvinum " þínum, þá skyldist manni að fyrirmyndarríkin væru í nánd þarna, Þú og flestir trúbræður þínir eruð hérna enn, hvað veldur ?

Það er talið að þessir loftbólufjárfestar hafi stundað krosseignatengsla leiðina tit að villa um og gera eftirlitsaðilum erfiðra fyrir. Nú notar Steingrímur J. Þessa sömu aðferð,

talar í kross, fyrir og eftir Ráðherrastól. Svo sé ég að sumir í ykkar hjörð eru búin að uppgötva það sem General Gobbels gerði á sínum tíma, Taka hreyfimyndir, stilla þeim upp og klippa saman til að þjóna pólitískum hagsmunum ykkar. Það er þó gott að þið getið nýtt ykkur þekkingu sem þessir ,, friðelskandi " menn tileinkuðu sér.

Björn Jónsson, 6.7.2009 kl. 07:11

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Æ, elsku besti Björn Jónsson. Reyndu að halda þig við málefnin sem eru til umræðu. Davíð var að vísa í bréf sem eru ekki til og vísar í leyniskýrslur sem eru ekki leynilegar. Hann kann ekki að googla. Hann er alltaf að reyna að hvítþvo sjálfan sig. Skæruhernaðarsamlíkingin er ekki lærdómur minn - þetta er alþekkt aðferð eins og þú kanski veist.

Það er einhver lenska hjá sumum að ráðast á þá sem skrifa en ekki endilega á það sem þeir halda fram. Villi Köben er t.d. alltaf kominn með gyðingahatursstimpilinn á loft og vill afgreiða allt með honum. Svo eru allrahanda bloggarar sem eru mest uppteknir af því að reyna að klekkja á fólki en ekki að taka þátt í vitrænni umræðu.

Aðferðin við að klippa saman myndir með Hannesi Hólmstein, Davíð O, Árna Johnsen ofl. er ekki sótt í smiðju Göbbels. Þetta er skemmtileg tilbreyting og dregur oft fram í dagsljósið vitleysurnar sem hafa komið fram í sjónvarpsviðtölum og ræðum.Engu breytt frá upprunalegri mynd. Bara skeytt saman og verður ansi fróðlegt þá.

Göbbels gerði annað - hann bjó til sinn eigin sannleika með miskunarlausri, síendurtekinni lygi um gyðinga og pólitíska andstæðinga nasista. Hann hafði þann tilgang að brjóta allt lýðræði á bak aftur og koma fólki fyrir kattarnef.

Þessi samlíking þín er alvitlaus og hittir ekki í mark.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.7.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband