Framsóknarsiðferði

Hösk„Eins og ég hef vikið að fæ ég ekki á nokkurn hátt séð að Íslendingum beri lagaleg, hvað þá siðferðileg, skylda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar að kröfu Breta og Hollendinga.“

Þetta eru orð Höskuldar Þórhallssonar,  þingmanns á vegum Framsóknarflokksins.

Varðandi lagalegu hliðina þá er augljóst að íslensku bankarnir störfuðu erlendis í krafti þess að íslenska ríkið er aðili að samningum sem gerðu þeim það mögulegt. Baktrygging fólksins sem lagði inn fé á Icesave reikninga útibús Landsbankans í Englandi og Hollandi var tilvist innistæðutryggingasjóð sem stofnaður var skv. ákvörðun Alþingis Íslendinga.

Þar er tekið skýrt fram að viss lágmarkstrygging er fyrir hendi. Þetta ákvæði gildir einnig um íslenska innistæðueigendur. Orð þingmannsins eiga við þá ákvörðun hvort íslenska ríkið skuli standa við þessa innistæðutryggingu, lágmarkið sem samið var um.

Hann sér ekki lagalegu skylduna.

Þá er rétt að líta á siðferðilegu skylduna. Eins og fyrr segir þá hefur íslenska ríkið tekið á sig lagalegar skuldbindingar um tryggingu innistæðna upp að vissu hámarki. Ef þeirri skuldbindingu fylgja engar siðferðilegar kvaðir þá eru þjóðir heims í vondum málum. Og Íslendingar geta þá ekki vænst þess að siðferði annarra þjóða gagnvart okkur sé betra en okkar eigið.

Og áfram með siðferðisspurninguna. Hún fær visst vægi þegar þingmaður Framsóknarflokksins kveður sér hljóðs með þessum hætti. Hann er nefnilega þingmaður flokksins sem stóð að þeirri gjörð sem setti þessar lagalegu og siðferðilegu spurningar á dagskrá þingsins. Það var einkavæðing bankanna sem hratt málinu af stað. Málið er tilkomið vegna þess að flokkarnir sem höfðu forystu um þetta stóðu þannig að því að allt er nú sem ein rjúkandi rúst.

Nú vitum við hvernig þessi þingmaður tekur afstöðu án þess að skilja lagalegar og siðferðilegar hliðar málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég má til með að árétta að að innstæður á innlánsreikningum Landsbankans ( Icesave ) tóku fyrst kipp og urðu þjóðarbúinu viðsjárverðar eftir að Samfylkingin komst til valda. Þeir stjórnarflokkar áttu að grípa í taumana, ekki síst ráðherra bankamála. Hins vegar má segja að sá sem  veldur upphafinu veldur miklu. En það hefði þurft feiknamikið ímundunarafl við einkavæðingu bankana að sjá atburðarás síðustu ára fyrir. Síðan var það mikið ólán að gangast undir flest öll regluverk ESB með aðild að EES án þess að fá að taka upp Evru. Um langa hríð höfum við verið skuldbundin að bjóða út verk á EES svæðinu og greiða fyrir þau til verktaka í gjaldeyri,t.d. Óshlíðar, Héðinsfjarðargöng ofl. Þarna fer ómældur gjaldeyrir úr landi.  En takk fyrir mjög góðar og málefnalegar greinar.

Sigurður Ingólfsson (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 13:15

2 identicon

Sæll Hjálmtýr,

Þú skrifar hér greinilega af yfirgripsmikilli vanþekkingu um það regluverk sem við gengumst undir varðandi innstæðutryggingasjóð.  Það er gert ráð fyrir því að sjóðurinn standi undir lágmarkstryggingum og að sjóðurinn skuli vera sjálfseignarstofnun og ekki á ábyrgð ríkissjóða viðkomandi landa.  Þetta er grundvallaratriði.  Það gleymdist alveg að gera ráð fyrir að um allsherjar bankahurn væri að ræða og hvernig bregðast ætti vð því.  Þess vegna eru evrópuþjóðir svo uggandi um okkar stöðu því afstaða okkar gæti kollvarpað öllu evrópska bankakerfinu og jafnvel valdið áhlaupi.  Þú talar um samkomulag sem við gengumst undir með stofnun innstæðutryggingasjóðs með ákvörðun alþingis.  Það er alveg rétt hjá þér að við fórum í einu og öllu eftir því sem þessi tilskipun kvað á um en þar er hvergi talað um að ríkissjóður eigi að ábyrgjast eitt eða neit umfram það sem sjóðurinn getur greitt.  Það sem eftir stendur af kröfum mun einfaldlega fara sem forgangskröfur þrotabú gömlu bankanna svo framarlega sem neyðarlögin standast.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 13:23

3 identicon

Bankarnir voru einkavinavæddur undir handleiðslu Framsóknarflokksins og bankamálum hér klúðrað á ríkisstjórnartíma Framsóknarflokksins. Nú vill Framsóknarflokkurinn haga sér eins og stóri bróðir, Sjálfstæðisflokkurinn, þ.e. að vera bara óábyrgur og í bullandi afneitun.

Stefán (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 13:42

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Jæja - tveir mættir til að tjá sig. Gott.Sigurður Ingólfsson misskilur tilgang minn með þessari bloggfærslu. Ég er að reyna að sýna fram á að við höfum skyldur og verðum að axla þá ábyrgð sem sannanlega er fyrir hendi. Icesave málið er allt eitt helvítis fokking fokk. En við getum ekki snúið berum afturendanum framan í heimsbyggðina og múúnað allt heila klabbið.

Gunnar Jó - Þú ert ekki búinn að lesa nóg um þetta mál. Þú hefur stoppað þar sem þér hentaði. Mín „yfirgripsmikla vanþekking“ byggir á staðfastri afstöðu þinni allt sem grænt er vænt. Sérðu ekki hvað þingmaðurinn - sem þú valdir á þingið - er á hálli braut.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.7.2009 kl. 14:11

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunnar Jó - það gleymdist ekki að gera ráð fyrir allsherjarhruni. Davíð Oddsson vitnaði í skýrslu sem einmitt fjallar um það.

„A deposit guarantee scheme is thus an essential part of

the “safety net” thrown around financial institutions, which also includes the

authorisation arrangements needed to ensure that an institution meets all the

conditions it is required to fulfil before starting business; the supervisory

regulations designed to ensure that it observes the rules of sound management; and

the insurance and liquidation arrangements which ensure that depositors do not

suffer excessive loss if an institution has to close.“

„It is accepted that deposit guarantee schemes are neither meant nor able to deal with systemic

banking crises, which fall within the remit of other parts of the "safety net",

e.g. supervisors, central bank, government.“

Það er rétt hjá að tryggingasjóðirnir áttu ekki að duga við bankahrun - en þá taka við

FME, SÍ og ríkið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.7.2009 kl. 14:18

6 identicon

Týri, það er einmitt það sem er að gerast núna þ.e.a.s. fme, sí og ríkið grípa inní og reyna að tryggja fjármálastarfssemi hér á landi,  það er ekki minn skilningur að ríkið eigi að borga það sem uppá vantar um allan heim ef því er að skipta, enda var það aldrei meiningin.  Getur þú t.d. ímyndað þér hvernig Bresk stjórnvöld myndu bregðast við álíka áföllum og við höfum mætt?  Ef allt Breska bankakerfið hrynur þá gæti ríkissjóðurinn breski aldrei tekið á sig viðlíka skuldbindingar og verið er að bjóða okkur nú enda dytti þeim það ekki í hug eina einustu mínútu.  Þú virðist ekki vera að átta þig á því að það er verið að kúga okkur í krafti stærðar og þú virðist bara vera sáttur við það og tilbúinn að gefast upp baráttulaust.  Ekki ég.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 16:21

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunni Jó - ég er að reyna að segja ykkur framsóknarmönnum að það er ekki hægt að haga sér eins og sveitastrákur alla tíð. Nú eruð þið komnir í bæinn og sveitasakleysið fyrir bí. Ef menn stofna til skuldbindinga - eins og við ræddum áður um að lána veð í húsinu sínu - þá verður að standa við það.

Það þýðir ekkert að reyna að ímynda sér hvernig bresk stjórnvöld hefðu brugðist við - það eru íslensk stjórnvöld sem leyfðu vitleysuna og það er málið.

Þú ætlar ekki að gefast upp baráttulaust. Í hvaða átt ætlar þú að snúa þér til að komast í orrustuna.

Baddi prentari biður að heilsa. Ég er hjá honum núna. Hann er að prenta DVD kápur fyrir mig. Hann er ekki ánægður með xB hjá þér. Hann er blár og tilbiður Davíð

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.7.2009 kl. 17:27

8 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Líklega er borin von að framsóknarfólkið losni úr afneituninni á næstunni og það er ekki nema von. Það getur ekki verið bærilegt fyrir saklaust og heiðarlegt fólk að horfast í augu við hvert gjörðir og/eða aðgerðaleysi þeirra í límkenndri stjórnarsetu hefur leitt okkur. Hins vegar er ef til vill hægt að reikna með að er frá líður þá brái af þeim og þau átti sig á gjörðum sínum og nái áttum. Núna eru þau í afneitun, síðan kemur sektarkenndin og ef ég þekki þau rétt fylgir á eftir einlægur vilji til að bæta fyrir það sem gerðist með öllu mögulegu móti.

Ingimundur Bergmann, 6.7.2009 kl. 18:35

9 Smámynd: Björn Heiðdal

Ingibjörg Sólrún viðurkenndi að Icesave skuldbindingar Íslands væru pólitískar í eðli sínu.  Við þyrftum að borga til að geta fengið önnur lán t.d. AGF lánið.  Ekki gleyma þessu Hjálmtýr.  Ef þetta er ekki spurning um lögfræði og alþjóðarétt heldur eitthvað annað er þá ekki rétt að leggja áherslu á það í málflutningi sínum.  Væri ekki nær að gefa veiðileyfi á Björgólf Thor og félaga.  Afhverju heldur Samfylkingin verndarhendi yfir vinum Davíðs?  Eru þetta ekki bara líka þeirra vinir.

Heimtum hausinn á Björgólfi og eignir hans, strax.

Björn Heiðdal, 6.7.2009 kl. 18:46

10 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunnar - Björn og aðrir „við borgum ekki“ víkingar; lesið þetta og tölum svo saman.

http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/netgrein.html?art_id=82641

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.7.2009 kl. 20:09

11 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi grein Ólafs breytir engu um þá staðreynd að íslenska þjóðríkið sem slíkt hefur ekki efni á að borga þetta.  Hún breytir ekki heldur ábyrgð Ingibjargar Sólrúnar á þessu rugli nema síður sé.  Hún sannar að Samfylkingin ber 50% ábyrgð á þessu og Framsóknarflokkurinn kannski 10%.  Grein Ólafs setur sökina í kjöltu Björgólfs, Sjálfstæðisflokksins og Ingibjargar Sólrúnar.  Framsókn kom ekki nálægt þessu.  Hjálmtýr ætti nú að lesa þess grein sjálfur og hætta að kenna Framsókn um hrunið.  Þeir seldu bankana en komu ekki nálægt hruninu að öðru leyti.  Það var Samfylkingin/Björgvin G. sem stöðvaði flutning Icesave til Breta og þeirra trygginga.  Ingibjörg, Davíð og Geir eru sökudólgarnir.  Jibbí!

Björn Heiðdal, 6.7.2009 kl. 23:02

12 identicon

Kæri Hjálmtýr,

það þarf ekki nema að lesa fyrstu málsgreinina í þessari grein til þess að dæma hana.  Hann skrifar -  "Á undanförnum mánuðum hafa lögspekingar skrifað hverja greinina af annarri með nokkuð sannfærandi rökstuðningi fyrir því að íslenska ríkið hefði átt að höfða mál fyrir dómstólum gegn stjórnvöldum Hollands og Bretlands"  - Það hefur enginn talað um að við ættum að höfða mál á hendur einum né neinum, heldur hefur því verið haldið fram að  þeir sem telja sig eiga sökótt við okkur ættu að höfða mál á hendur okkur til þess að fá sitt fram.  Þarna er mikill munur á og það má segja að greinin sé öll meira og minna öfugsnúin í þessa veru.  Hjálmtýr það er kominn tími til þess að þið áttið ykkur á því að íslenska ríkð hefur aldrei gefið út neitt veð fyrir starfssemi bankanna, ekki frekar en starfssemi Seylunnar er á ábyrgð ríkissjóðs.  Það er ekki erfitt að skilja það.  Og það skiptir engu máli hverjum þú kýst að kenna um hvernig komið er Týri minn því staðan er einfaldlega þessi:  Okkur ber ekki skylda til að gangast við svona kúgun, hvorki lagaleg né siðferðileg.  Eina skyldan sem gæti knúið okkur til að gangast við þessu er tilætluð hollusta við forráðaþjóðir ESB til þess að eiga möguleika á inngöngu sem fyrst.

Annars held ég að það sé kominn tími á aðra heimsókn til þín gamli vin, því þú ert á villigötum.

kv

Gunni

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 00:29

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Eins og fyrr segir þá hefur íslenska ríkið tekið á sig lagalegar skuldbindingar um tryggingu innistæðna upp að vissu hámarki," segirðu, Hjálmtýr. Þetta er alröng forsenda sem þú gefur þér. Sjálfseignarstofnun, Tryggingasjóður innistæðistæðueigenda og fjárfesta (TIF), tók þetta að sér, EKKI íslenzka ríkið. Ríkið mátti ekki einu sinni leggja neitt til þess sjóðs samkvæmt reglunum. Og enginn stjórnmálamaður hefur nokkurn tímann leitað þangað, sem hann hefði þurft að leita, þ.e. til Alþingis, að biðja um ríkisábyrgð á skuldbindingum TIF. – Jú, að vísu einn: Jóhanna Sigurðardóttir. Hún bað um þetta, en fekk svarið: NEI ! – Sbr. þetta úr Mbl. sl. sunnudags, s. 16:

"Jóhanna Sigurðardóttir lagði það hinsvegar til í annarri umræðu [á Alþingi, um innleiðingu EES-tilskipunar hér á landi, 1999 (innsk. jvj)] að einstaklingar skyldu fá kröfur sínar vegna tryggðra innstæðna greiddar að fullu, en sú breytingartillaga var felld eftir að Jóhanna hafði meðal annars rökstutt hana þannig: „Hér er sem sagt lagt til að full tryggingavernd sé hjá þeim sem eiga innstæður sínar í innlánsstofnunum og bönkum, þannig að þeir geti verið rólegir hvað sem á dynur, hvaða skakkaföll sem verða í bankakerfinu, þá munu þeir að fullu og öllu fá sínar innstæður greiddar.“

Þetta síðastnefnda um tillögu Jóhönnu, sem felld var, sýnir, að Alþingi (1999) vildi EKKI búa til ríkissjóðs-baktryggingu innistæðukerfisins, heldur láta það nægja, sem fólgið var í tryggingu TIF sjálfs, en hann hafði sín iðgjöld frá bönkunum og mátti að auki taka LÁN til að auka ráðstöfunarfé sitt, ef þess gerðist þörf.

Hvergi nokkurs staðar í lögum er ákvæði um eina einustu krónu sem ríkið eigi að leggja TIF til né um peningalega ábyrgð ríkisins á sjóðnum.

Q.e.d., Hjálmtýr minn, og áttaðu þig á þessu í stað þess að binda trúss þitt við málstað brezkra og hollenzkra ofríkismanna. Þú ert of góður maður til þess.

Jón Valur Jensson, 7.7.2009 kl. 03:08

14 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Það að lemja hausnum við steininn og skrifa feitletraðan texta breytir ekki staðreyndum. Icesave er íslenskt klúðurframið af íslendingum með fulltingi íslenskra stjórnvalda. Takk fyrir að benda á greinina.

Ingimundur Bergmann, 7.7.2009 kl. 12:42

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu þvílíkur kjáni, Ingimundur B. Garðarsson? Er ríkissjóður og skattgreiðendur og næsta kynslóð ábyrg fyrir hvaða "íslenzka" klúðri sem er, hvaða Íslendinga sem er? Landsbankinn var einkabanki, sættu þig við það, þótt það komi kannski illa við þinn sócíaldemókratíska, evrókratíska smekk. Ríkissjóður er ekki ábyrgur fyrir skuldum einkafyrirtækja, hjálpar aðeins til með launatryggingu manna sem þar missa vinnuna, og menn eins og Jón Sigurðsson í FME, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, sem mæltu með klúðrinu, sem og ýmsir í fyrri ríkisstjórn, Árni Math., Geir o.fl., gátu ekki skuldbundið ríkið til neinna greiðslna nema með þeirri aðferð, sem þeir notuðu ekki, þ.e. löggjöf þar um. Sættu þig við það, að við ætlum ekki að tapa hundruðum milljarða króna að ósekju í kjaftinn á brezka ljóninu og Hollendingunum ljúgandi!

Jón Valur Jensson, 7.7.2009 kl. 13:43

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er kannski full-harkalegur við þig, Ingimundur, en sérðu ekki, að þú gerir flokki þínum ekkert gott með því að halda áfram að berjast með Icesave-vitleysunni? Bezt væri honum, að sem flestir meðlimir hans tækju sig til og sönsuðu forystuna til. Þetta er orðið nokkuð augljóst eftir Mbl.fréttina af áliti lögfræðistofunnar brezku, að ekkert bendi til skldu okkar til að borga fyrir þennan einkabanka (sjá þessa grein mína: Össur sat á brezku lögfræðimati sem sýndi að Bretastjórn hefur engin gild lagarök til að krefjast ábyrgðar Íslands á Icesave-milljarðahundruðum!).

Jón Valur Jensson, 7.7.2009 kl. 14:06

17 Smámynd: Ellert Júlíusson

Þangað til að álfar (taki það til sín sem eiga) eins og þið skríðið upp úr illa lyktandi pytt flokkahugsunar ykkar er ekki mark takandi á einu einasta orði sem þig segið.

Þið eru sorglegir. Á meðan þjóðin brennur, eru menn ennþá að finna blóraböggla og vælandi um vondu kallana í hinum flokknum. Þið eruð ástæða þess að við stöndum svona í dag. Ef menn hefðu einbeitt sér að því að vinna saman en ekki eyða megninu af tíma sínum í að drulla yfir aðra þá væri kannski búið að vinna aðeins í málinu.

Ég er kannski harkalegur, en þetta er staðreynd. Flokkahugsunin er að drepa okkur!

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 9.7.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband