10.7.2009 | 19:43
Brennandi hjörtu
Í gamla daga sáu menn teikn á himnum þegar stóratburðir voru í uppsiglingu. Það var þegar menn áttu minni möguleika á að kynna sér málin og rökræða af þekkingu. Prestar reyndu gjarnan að skjóta skelk í bringu almúgans - reiði drottnanna vofði yfir ef menn ekki höguðu sér rétt. Enn eru til menn af gamla skólanum sem sjá teikn á himnum. Það er ágætt - fjölbreytnin er skemmtileg. Það eru margir sem sjá brunanum á Þingvöllum í þessu ljósi: umræðan um ESB á Alþingi - ó vei ó vei!.
Hér eru nokkur sýnishorn:
Það er táknrænt að Hótel Valhöll á Þingvöllum er brunnið til grunna - hótelið sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur var kennd við enda var sú ríkisstjórn mynduð á þeim stað. Þar kyssti Geir Ingibjörgu frægum kossi. Sá koss átti eftir að reynast þjóðinni dýr
Bruninn er líka táknrænn fyrir það að þetta gerist á sama tíma og þingsályktartillaga um aðild Íslands að Evrópusambandinu er tekið til umræðu á Alþingi Íslendinga. Mun reykurinn sem leggur yfir Þingvelli hafa áhrif á hæstvirta alþingismenn Íslendinga í umræðunni um það málefni sem er eitt af stærstu sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun - jafnvel frá stofnun Alþingis á Þingvöllum?
Alveg er það ótrúlega táknrænt að þetta stóra hús á þingvöllum þar sem er vagga lýðveldis á íslandi (þ.e.a.s ef það hefur einhverntíma verið lýðræði á Íslandi, dæmi hver fyrir sig.) skuli brenna til kaldra kola á þessum tímapunkti og endurspegla þar með Ísland sem þjóðfélag sem er að verða rústir einar.
Það þarf ekki að segja neitt annað þetta er táknrænt. Þingið er í gíslingu græðgisfulls minnihlutaflokks sem er með þjóðina og þingið í gíslingu vélráðana og ESB- landráðana!
Táknrænt. Valhöll á Þingvöllum brennur meðan ESB-umræðan á Alþingi er í hámarki. Meðan landssölulíðurinn gerir alvarlegustu atlögu að fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar frá upphafi.
Nú vantar bara að Samfylkingin kveiki í Alþingishúsinu. Þá væru hræðslu og óttaherferð Samfylkingarinnar fullkomnuð. Samfylkingin hefur kynt elda undir ótta almennings frá því hrunið varð í október. Spinnur vef sinn á ótta almennings. Annars hefði þetta andskotans ESB mál ekki séns. Hyski
Fyrst voru það jarðskjálftarnir á Reykjanesi, nú brennur Valhöll, hvað kemur næst.
Hvort þetta er tákn umhnignun sjálfstæði landsins þegar stjórnvöld og EU sinnar eru svo ólm aðafhenda landið EU með manni og mús.
Það er táknrænt að bruniskuli koma upp á Þingvöllum, helgasta stað íslendinga þegar að umræðan um inngönguí ESB stendur sem hæst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Facebook
Athugasemdir
Mikið rétt hjá þér.
Rauða Ljónið, 10.7.2009 kl. 19:56
Táknræn atvik á mikilvægum tímum eru ekki ný á Þingvöllum. Þau vöfðust ekki fyrir mönnum þá. Samanber,
Hverju reiddust goðin er eldar their brunnu sem vér nú stöndum á?
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 20:23
Já. Hjörtu mannanna hafa áorkað miklu. Án þeirra hefðu sjúkrahús aldrei verið fundin upp eða aðstoð við þá sem minna meiga sín.
Maðurinn er fyrst og fremst tilfinningavera. Það eru tilfinningar mannsins sem búa til þá velmegun sem skaffar efniviðinn í velferð til svo margra.
Einungis frjálsar tilfinningaverur geta búið til þau verðmæti sem skaffa stuffið í velferðina. Þetta atriði mun verða ESB að falli og búa þar til ríki fátæktarinnar. Þetta er nú þegar vel á veg komið. Stjórnmálamenn og embættismenn geta ekki búið til velmegun (sem er ekki það sama og velferð)
Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2009 kl. 20:39
Ég þakka þér Hjálmtýr að vitna þarna í upphafi í bloggið mitt, þó það komi ekki fram. Ég hélt að kvikmyndagerðarmenn eins og þú hefðir skilning á þessari myndlíkingu. Ég skammast mín ekki fyrir að vera kenndur við ,,gamla skólann" ef það m.a stendur fyrir gömul og kristileg gildi.
Jón Baldur Lorange, 10.7.2009 kl. 20:51
Ein hugljómunin var að þetta væru skilaboð frá Bjarna Ben, en í dag eru víst 39 ár frá þeim hörmungaratburði þegar forsætisráðherrahjónin fórust á Þingvöllum ásamt dóttursyni sínum.
Þegar er byrjað að kalla eftir endubyggingu hússins. En það er nákvæmlega engin eftirsjá í húsinu sem slíku, það var af matsmönnum dæmt handónýtt fyrir 2 eða 3 árum.
Hér er komið gullið tækifæri að færa hótel og veitingareksturinn út fyrir þinghelgina, þar á hann á ekki heima.
Hvort menn ákveða svo að reisa nýtt hótel á öðrum stað á Þingvöllum, eftir teikningum frá 1920 er svo annað mál.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2009 kl. 21:21
Er þetta ekki táknmynd þess sem var, og þegar er brunnið og úr sér gengið? Endalok Valhallar, sbr. þess sem Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur hefur því miður staðið fyrir (ekki endilega upphaflegt markið fhans rá því 1929)!
Boðar þetta ekki nýtt upphaf? Nýjar hugmyndir í framkvæmd? Nýtt Ísland!
Það finnst mér.
Eiríkur Sjóberg, 10.7.2009 kl. 23:31
Þetta er bara tilviljun!
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.7.2009 kl. 00:28
Tilviljun. En samt skilaboð?
Eiríkur Sjóberg, 11.7.2009 kl. 00:31
þau voru nú magnaðari táknin og bendingarnar sem síra Jón Steingríms lýsir í undanfara skaftárelda, taka ber eftir því að hann telur að Guð hafi verið aðm refsa íbúunum og þá líklega vegna ólifnaðar og syndugs lífernis:
,,1783 tók sá alvitri guð að, bæði í vöku og svefni að benda mér og öðrum að vér skyldum taka vara á oss og búa oss við yfirhangandi og ókomnu straffi. Eldroði sást á lofti og teikn, ormar og pestarflugur á jörðu, skrímsli í vötnum og eldmaurildi á jörðu, item; hljóð og veinan í hennar iðrum, vanskapan á nokkrum lömbum. Drambsemin sté upp, sem ávallt er fallinu næst. Marga skikkanlega menn dreymdi það sem eftir kom.''
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.7.2009 kl. 14:52
Ef ég væri æðra máttarvald og vildi koma skilaboðum til lýðsins þá er bruni Valhallar varla nægilega skýr vísbending um eitt eða neitt. Enda eru menn í vandræðum með að túlka þetta svo vel sé og skiljanlegt. Ef guðirnir eru andstæðir ESB (eins og sumir túkarnir virðast halda) þá færi betur á kröftugum jarðskjálfta samfara eldgosi á Austurvelli og drepsótt.. nei slæmu kvefi meðal ESBsinna á þingi. Then we are talking.
Hjálmtýr V Heiðdal, 11.7.2009 kl. 16:31
Hjálmtýr: Ef þú hefur túlkað skrif mín með þeim hætti ,,að guðirnir séu andstæðir ESB" þá er það mistúlkun enda vona ég að Guð hafi mikilvægari málum að sinna en deilum Íslendinga um ESB. Hins vegar finnst mér þú leggjast lágt í niðurlagi athugasemdar þinnar og ljóst að þú ert ekki guðhræddur maður Hjálmtýr.
Jón Baldur Lorange, 11.7.2009 kl. 20:09
Ég viðurkenni að trú á guði er ekki mín sterka hlið. Guðhræðsla er merkilegt fyrirbrigði.
Hjálmtýr V Heiðdal, 11.7.2009 kl. 21:54
Hjálmtýr trúir á ESB og allt fari til fjandans ef Island gengur ekki þar inn. ESB trú er merkilegt fyrirbrigði.
Björn Heiðdal, 13.7.2009 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.