12.7.2009 | 12:26
Herra Ariel vill hafa hreint í kringum sig
Rasismi felur í sér að sá sem fylgir þeirri stefnu telur annað fólk sér óæðra. Á íslensku er fyrirbrigðið nefnt kynþáttahygga; að menn séu dæmdir á grundvelli kynþáttar og uppruna.
Rasismi er fordæmdur meðal allra þjóða og einstaklinga sem aðhyllast lýðræði og mannréttindi. Rasisminn er nátengdur kynjamisrétti, konur verða því sumstaðar þolendur tvöfaldrar kúgunar, sem hluti af kúgaðrir þjóð eða þjóðarbroti og sem konur í þeim þjóðfélögum þar sem réttindi þeirra eru lítil sem engin.
1948 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar yfirlýsingu um mannréttindi þar sem í fyrstu og annari grein er skráð:Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvisku, og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim og því frjálsræði, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.
Núverandi forseti Bandaríkjanna er af kynþætti sem löngum naut minni réttinda í heimalandi sínu vegna rasisma. Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjamanna frá árinu 1776 og bandaríska stjórnarskráin kveða á um að allir menn séu bornir jafnir. Það tók samt meir en 200 ár að ná þeim áfanga að bandarískur blökkumaður gengdi embætti forseta landsins. Það væri því eðlilegt að álykta að maður með slíkan bakgrunn legði sérstaka áherslu á baráttu gegn kúgun sem byggir á rasisma; misrétti sökum uppruna manna.
Afstaða Bandaríkjanna til Ísraels er prófsteinn á trúverðugleika Obama, raunveruleg prófraun í afstöðunni til kynþáttamisréttis. Núverandi ríkisstjórn Ísrael er skipuð mörgum ráðherrum sem aðhyllast rasisma. Einn þeirra er innanríkisráðherrann Ariel Atias, þvottekta strangtrúargyðingur sem fylgir útþenslustefnu og brottrekstri araba frá landinu helga.
Það nýjasta sem þessi ráðherra hefur tekið sér fyrir hendur er að að hindra Palestínumenn sem eru borgarar í Ísrael búi nærri gyðingum í Galelíu. Herra Ariel lýsti því yfir að ef við höldum okkur við núverandi stefnu þá munum við missa Galelíu. Þjóðarbrot (populations), sem eiga ekki að búa nálægt öðrum, þeim fjölgar þar. Ég held að það sé ekki viðeigandi að þetta fólk sé nálægt öðrum.
Herra Ariel er hér að tala um araba og að þeir skuli ekki eiga samneyti við gyðinga. Hann telur að aröbum fjölgi of mikð og vill grípa til ráðstafana. Þær felast i því að flæma þá burt, ráðstafa þeim þannig að herraþjóðin hafi sitt svigrúm og þurfi ekki að umgangast óæskilegt fólk. Það sérstaka við þessa stefnu stjórnvalda í Ísrael er það hún er beintengd stefnu kynþáttaaðskilnaðarstjórnarinnar sem stjórnaði S-Afríku og rasisma nasistanna sem stjórnuðu Þýskalandi.
Hörmungarnar sem dundu á blökkumönnum og gyðingum á valdatíma þessara stjórna endurtaka sig nú í ríkinu sem var stofnað vegna kynþáttaofsókna nasista. Nú eru það arabar sem skulu víkja sökum þess að þeir eru af röngum kynstofni. Þrátt fyrir að hafa búið í Galelíu í þúsundir ára þá eru rasistarnir sem nú stjórna Ísrael staðráðnir í að taka land þeirra. Bæði innan Ísrael og á þeim svæðum sem Ísraelar hafa hertekið.
Og nú kemur að þætti Obama. Hann hefur lýst því yfir að hann sé stálsleginn (stahlwart) stuðningsmaður Ísrael. Hann hefur einnig lýst því yfir að stöðva beri stækkun landtökubyggðanna á Vesturbakkanum. En hann hefur ekki lýst andstöðu við rasismann sem ræður gerðum Ísraelsstjórnar.
Ef Palestínumenn væru svertingjar - skyldi Obama þá minnast á mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og bandarísku stjórnarskrána og segja svona gera menn ekki við stjórnvöld í Ísrael? Það er ekki mögulegt að taka mark á afstöðu Bandaríkjastjórnar í öðrum málum þar sem mannréttindi eru til umræðu - svo lengi sem eitt ríki nýtur þeirra sérstöðu að ástunda rasisma undir sérstakri vernd Obama - þá eru orð hans um mannréttindi og lýðræði innantóm.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Facebook
Athugasemdir
"if we go on like we have until now, we will lose the Galilee. Populations that should not mix are spreading there. I don't think that it is appropriate [for them] to live together." (sjáið frumheimildina með því að klikka á setninguna)
þetta þýðir þú:
„ef við höldum okkur við núverandi stefnu þá munum við missa Galelíu. Þjóðarbrot (populations), sem eiga ekki að búa nálægt öðrum, þeim fjölgar þar. Ég held að það sé ekki viðeigandi að þetta fólk sé nálægt öðrum."
Þú ert loddari Heiðdal, annars kannt þú ekki ensku, nema hvortveggja sé.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.7.2009 kl. 15:48
„Housing Minister: Spread of Arab population must be stopped“
„Housing Minister Ariel Atias on Thursday warned against the spread of Arab population into various parts of Israel, saying that preventing this phenomenon was no less than a national responsibility.
"I see [it] as a national duty to prevent the spread of a population that, to say the least, does not love the state of Israel," Atias told a conference of the Israel Bar Association, which focused on a reforming Israel's Land Administration.“
Þetta er úr frumheimildinni - enskan mín er kanski ekki sú besta. En ég skil andann og stefnuna sem í ummælunum felst. Hvernig vilt þú útskýa málið Vilhjálmur?
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.7.2009 kl. 15:57
Maður á ekki að fremja blogg með lauslegri þýðingu, og leggja alt múlígt í það. Atias, sem greinilega er stórorður maður eins og sumir Heiðdælir, hefur rétt fyrir sér um það að Palestínumenn elski ekki beinlínis Ísrael. Meirihluti þeirra viðurkennir ekki Ísrael, sumir þeirra vilja sprengja þá í tætlur og enn aðrir vilja heldur ekki búa með gyðingum.
En ef hægt er að leggja það mat í orð ráðherrans sem þú gerir, er ég ekki sammála honum. En ég sé ekki neitt annað í afstöðu araba gegn Ísraelsmönnum. Arabískur apartheid eða gyðinglegur, sami hluturinn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.7.2009 kl. 16:07
Eru það ekki gömul og ný sannindi að sundurlyndum hjónum líður betur sitt í horu lagi?
Sigurður Þórðarson, 12.7.2009 kl. 17:02
Við erum að fjalla um stefnu ríkis gagnvart hluta þegna sinna. Stór orð eða stórar áætlanir - allt stefnir að sama ósi: flæmum arabana burt - þeir elska okkur ekki. Þú skrifar að sumir þeirra vilja ekki búa með gyðingum Þá bera að skoða þá staðreynd að gyðingunum var troðið inn á búsetusvæði arabanna og þar gilda nú lög „gyðingaríkisins“
Ísrael. Það er grátbroslegt að sjá til þín Vilhjálmur, þú styður gyðingaríkið Ísrael en reynir síðam að láta eins og að arabarnir séu gerendur í því sem til verri vegar snýr. „Arabaiskt apartheid“- það eru ekki þeir sem stýra og setja stefnumiðin. Ég tel að framtíð Ísrael liggi í fjölmenningarsamfélagi þar sem á bak og burt er allt sem heitir síonismi og islamismi (ef við notum það orð yfir þá sem reka stefnu haturs á grundvelli trúar) - lýðræðisríki á öllum 27þúsund ferkílómetrunum. Erum við ekki sammála hér?
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.7.2009 kl. 17:03
Hvað sem þýðingunni líður þá stend ég með Palestínumönnum í þessum hildarleik við Ísraela. Ísraelsmenn hafa alltaf átt vísan stuðning USA..... þar eru allir peningarnir sem Ísraelsmenn nota óspart til að pynta Palestinumenn.
Eitt sinn var send þingmannanefnd til Palestinu og reyndar til Ísrael og hvernig Ísraelsmenn komu fram við Palestínumenn er einn alsherjar hryllingur. Ísraelsmenn ættu að skammast sín fyrir að nota sömu aðferðir og notaðar voru á þá.....Helförin....
Palestínumenn eru að verja heimili sín fyrir þessum árasaher sem Ísraelsmenn eru.
Ég tek það fram að ég er ekki rasisti ég á barnabörn og tengdabörn sem eru ekki af okkar litarhætti.....svona til öryggis tek ég þetta fram.
Hvernig myndi okkar lika það að innrásarher mætti við húsdyrnar hjá okkur ....og segði....út með ykkur ég ætla að búa her. Myndum við ekki snúast til varnar. Það er mannlegt. Og þannig bregðast Palestíumenn við.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.7.2009 kl. 17:14
Er það ekki yndislegt þegar lítil múslímsk börn vilja gerast "shahid" fyrir Allah og drepa "gyðinga svínin" ???? Margir voru óánægðir þegar blóðpeningar frá Saddam hættu að berast eftir að hann hrökklaðist frá völdum. Hvernig væri að útskýra fyrir fólki fyrir hvað Saddam var að senda peninga inn á Gaza svæðið.!!!
Aðalbjörn Leifsson, 12.7.2009 kl. 19:28
Þetta er nú meira ruglið í þér Hjálmtýr. Hvernig dettur þér í hug að nota hugtök eins og "racismi" í umræðu þar sem múslímar eiga í hlut, af hvaða uppruna sem er. Íslam er ekki þjóð, ekki frekar en kristnir eða gyðingar. Mér sýnist að lykilsetningin í þessu rugli þínu sé:
Þú ert að verja hér fólk sem ber enga virðingu fyrir trúarbrögðum annarra. Múslímar, hvort sem þeir heita arabar eða eitthvað annað meðhöndla kristna jafnt sem gyðinga sem annars flokks borgara, þ.e. ef þeir eru ekki annaðhvort hraktir úr landi eða bara teknir af lífi. Og það er nú einmitt það sem er markmið Palestínuaraba. Útskúfun og morð heitir þetta á mannamáli. Um leið og þú íhugar þetta ættirðu að minnast þess að gyðingar hafa líka búið í Galelíu í þúsundir ára eða jafnlengi og arabarnir sjálfir.
Lýðræði og mannréttindi eru dekurhugtök Vesturlandabúa. Þegar þeim er veifað þarf að huga að hvort þeir sem gera kröfuna um að þessi gildi séu í heiðri höfð skilji hvað þau merkja. Mér sýnist þú ekki gera það.
Ragnhildur Kolka, 12.7.2009 kl. 20:20
Ragnhildur - mér „dettur“ í hug að nota hugtakið rasismi þegar ég skrifa um atburði sem bera því vitni að þeir sem til umræðu eru fylgja slíkri stefnu. Þetta er ekki flókið mál. Það er kanski vottur af rasisma hjá þér þegar þú ræðir um múslima sem eina heild og stunda „útskúfun og morð“. Ég veit að gyðingar hafa átt samastað í Galelíu, en ég tel ekki að þeir hafi þann rétt sem þeir taka sér - að úthýsa öðrum, setja lög sem beinast gegn öðru fólki vegna þess að það er ekki af sama stofni. Hvað meinar þú með „dekurhugtök Vesturlandabúa“? Ef ég skli ekki þessi hugtök með sama hætti og þú þá væri fróðlegt að fá þína sýn.
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.7.2009 kl. 21:22
Ég kalla það dekurhugtök, þegar fólk eins og þú notar hugtök sértækt, að vild þegar því hentar, en lokar svo augunum þegar önnur sjónarmið eru sett fram. Í íslömskum löndum þar sem enn fyrirfinnast gyðingar eru þeir annars flokks fólk. Kúgaðir og eiga enga aðkomu að opinberu lífi hvað þá æðstu embættum. Aðeins Tyrkir hafa látið þá njóta sannmælis og haft vit á að nýta hæfileika þeirra.
En þú hefðir nú varla getað verið óheppnari en að nota kvennakúgun til að útskýra racisma. Og það á sama tíma og þú ert að fordæma Ísraelsmenn sem hafa í tvígang valið konu í forsætisráðherrastólinn. Þetta er það sem maður kallar að tala um snöru í hengds manns húsi.
Kvennakúgun er innbyggð í íslam og konurnar á Gaza, sem grátbáðu Hamas-liðana um að senda ekki börnin þeirra í sjálfsvígsárásir vita það betur en flestir aðrir?
Ragnhildur Kolka, 12.7.2009 kl. 23:03
Af viðbrögðum kommentera á þessarri síðu má ætla að rasistarnir sem líta við öðru hvoru á síðuna þína séu með RSS-áskrift að henni.
Rasismi Ísraela felst ekki í því að þeir séu annarrar trúar en þeir sem rasismi þeirra beinist gegn, heldur annars kynþáttar. ísraelskir rasistar hafa nefnilega ekki fyrst og fremst á móti múslimum, heldur aröbum. Þetta er sama heilkennið og hjá nasistum sem voru á móti gyðingum sem kynþætti, hvort sem fólk af þeim kynþætti var kristið eða gyðingatrúar.
Svo sé ekki eðlismun á því að hatast við annað fólk út af kynþætti þess, trú eða menningu. Það er samskonar rasismi.
Það er líka rasismi að réttlæta kúgun á til teknu fólki með því að einhverjir aðrir af sama kynþætti eða sömu trúar stundi illvirki. Með sömu rökum mætti kúga Íslendinga vegna þess að kristnir aríar hafi framið illvirki á gyðingum.
Sá sem gagnrýnir kúgun Ísraelsríkis á Palestínumönnum er ekki með því að réttlæta nein önnur illvirki. Ekki heldur illvirki þeirra sem telja sig með þeim vera að rísa upp gegn kúgurunum.
Ragnhildur, er sá rasismi sem Ísraelsríki beitir Palestínumenn, til þess að koma í veg fyrir kvennakúgun? Skiptir ekki meira máli hvernig stjórnandi stjórnar heldur en hvort hann mígur sitjandi eða standandi? Er Magga Tatcher sérstakt fagnaðarefni allra kvenna frekar en Ronald Regan? Vantar okkur konur við stjórnvölinn sem skilja grundvallaratriðin jafn vel og Helga, næsti kommentari á undan þér?
Soffía Sigurðardóttir, 13.7.2009 kl. 01:32
Nauðsynlegt er að halda því til haga sem satt og rétt er. Í fyrsta lagi er Ísrael lýðræðisríki eins og ESB löndin. Í annan stað er mikið af góðu fólki sem býr í Ísrael eins og ESB. Í þriðja lagi er mjög náið samstarf milli stofnanna ESB og Ísraels. Í fjórða lagi er ESB að semja við Ísrael um aðild að sameiginlegum markaði og her í þessum töluðum orðum. Heldur Hjálmtýr Heiðdal að ESB væri að tala við einhverja rasista sem kúga nágranna sína og eigin þegna vegna trúar eða kynþáttar. Er Hjálmtýr Heiðdal algjörlega út að aka í þessum málum. Auðvitað er Ísrael ekkert fullkomið og stundum eru gerð mistök. Eitt og eitt smábarn drepið óvart o.s.fr. en í heildina litið eru stjórnvöld í Ísrael óspillt og lýðræðisleg.
Hjálmtýr segir "Hörmungarnar sem dundu á blökkumönnum og gyðingum á valdatíma þessara stjórna endurtaka sig nú í ríkinu sem var stofnað vegna kynþáttaofsókna nasista." Er ekki allt í lagi með hausinn á þér? Væru Þjóðverjar að gefa Ísrael kafbáta með kjarnasprengjur ef það stundaði sambærilegar kynþáttaofsóknir og nasistar? Það eru hreinlega lög í þýskalandi sem banna þjóðverjum að selja kafbáta sem geta borið kjarnabombur einhverjum nasistum eða eftirmönnum þeirra.
Í þessari grein og mörgum fleirum snýr Hjálmtýr hlutunum á haus. Svart verður hvítt og íslenskur bóndi breytist í fyllibyttu í Breiðholtinu sem vill borga Icesave og ganga í ESB. Ég vil minna Hjálmtýr Heiðdal á mannréttindayfirlýsingu Sameinuðuþjóðanna og kaflan um grundvallarréttindi sem ESB byggir mannréttindastefnu sína á. Væri ESB að díla við Ísrael ef það kúgaði þegna sína líkt og nasistar gerðu á sínum tíma. Hverslag djöfullsins rugl er þetta hjá þér. Þessu er bara ekki svaravert!
Björn Heiðdal, 13.7.2009 kl. 03:56
Sæl Soffía. Gott innlegg hjá þér.
Það er smá hópur sem stendur með síonistunum í grimmdarverkum þeirra gegn Palestínuaröbum. Og hvert sinn sem einhver skrifar líkt og ég þá er sem menn hafi stigið á líkþorn. Þrír þeirra sem hér skrifa þykjast vita betur en aðrir um ástandið og saka mig um fáfræði ofl. Þau virðast haldin íslam-fóbíu og sjá ekki að ég er að skrifa um fólk en ekki trúflokk. Vörn þeirra fyrir framferði Ísraela byggir á því að þeir séu útvörður siðmenningarinnar gegn hinu ógurlega Íslam. Og þá er allt leyfilegt.
Helga Ingólfsdóttir telur að múslimar eigi engan rétt, þeir séu partur af alheimssamsæri. Löngum var því haldið fram að gyðingar stjórnuðu alheimssamsæri og það voru skrifaðar bækur um það.
Ísraelum er enginn greiði gerður með þessari vörn fyrir augljósa og hreina kynþáttahyggju. Sú ríkisstjórn sem þar situr nú er samsett úr fulltrúum öfgaflokka að stórum hluta. Stuðningur við farmferði hennar er vatn á myllu annarra öfgaafla.
Hjálmtýr V Heiðdal, 13.7.2009 kl. 08:27
Einar Einarsson aðhyllist rasisma - það sjá menn sem heimsækja bloggsíðuna hans.
Aðalbjörn Leifsson er skv. eigin lýsngu: „Kjötiðnaðarmaður, Guðsmaður, Kristinn Zionisti og Sjálfstæðismaður flokksbundinn“
Björn er frændi minn og á móti ESB. Hann á það til að vera fyndinn.
Hjálmtýr V Heiðdal, 13.7.2009 kl. 08:37
Afhverju viltu ganga í ESB þar sem margir æðstu embættismenn sambandsins eru zionistar og styðja Ísrael 110%. Jafnvel þeir sem ekki eru yfirlýstir zionistar segja að Ísrael eigi rétt á að verja sig. Þegar Ísrael réðst á Gasa síðast lýsti forysta ESB því yfir að Ísrael væri að verja sig og hefði fullt leyfi til þess. Ertu nokkuð tvær persónur Hjálmtýr Heiðdal?
Björn Heiðdal, 13.7.2009 kl. 11:11
Frændur eru frændum verstir, 2 heiðdælir sýna okkur það. Hver var að tala um frændurna fyrir botni Miðhjarðarhafs, þegar frændur við botn Faxaflóa er jafn heitt í hamsi og hér kemur fram?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.7.2009 kl. 14:29
Já Vilhjálmur - þeir geta verið erfiðir frændurnir. Björn er á móti ESB en ég vil inn og er búinn að kaupa sérstaka skó til að ganga í ESB. Við erum hinsvegar nokkuð sammála þegar Ísrael ber á góma.
Hjálmtýr V Heiðdal, 13.7.2009 kl. 14:47
Sjáið hvernig Hamas fer með bræður sína. http://www.youtube.com/watch?v=DnuDg2316dk
Hverjir eru rasistar?Sjáið og heyrið hvað Abbas segir um Ísrael: http://www.youtube.com/watch?v=KPsOe9yRqTU
Hver var að tala um Aparheid?Sjáið hvað Palestínumenn sjá í leikhúsinu: http://www.youtube.com/watch?v=E8IV6ZnzoDY&eurl=http%3A%2F%2Fwww%2Epmw%2Eorg%2Eil%2FBulletins%5FApr2009%2Ehtm&feature=player_embedded
Hver er að tala um útrýmingar?Sjáið hvað trúarleiðtogar Palestínumanna segja um Gyðinga: http://www.youtube.com/watch?v=7VtwOaVx2J4Sjáið hvað Palestínumenn kenna börnunum sínum http://www.youtube.com/watch?v=Vy25WhwcVwE&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=YIBNRVgq59Y
http://www.youtube.com/watch?v=QESeyj0GZUc
Stríðið á Gaza með orðum Hamas: http://www.youtube.com/watch?v=RTu-AUE9ycs
Talar þessi stúlka í óráði, Hjálmtýr? http://www.youtube.com/watch?v=uoi0TGyx_uA
eða ert þú algjörlega úti á þekju?
Lygi og sjálfsblekking er það sem virðist efla anda Palestínumanna þessa dagana. Það er vandi Palestínumanna. Þeir eru á veruleikaflótta. Það eru sömu kenndir og efla stuðningsmenn ESB-aðildar. Fela, falsa – og þýða rangt. Reyndu að vitkast Hjálmtýr. Stuðningur þinn við hryðjuverkaöflin á Gaza er lélegur málstaður.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.7.2009 kl. 15:18
Þegar þú varst i Gaza, fékk maðurinn sem er barinn á fyrsta myndinni gervilim frá Össur hf ? http://www.youtube.com/watch?v=DnuDg2316dk
Hvers konar stuðning veitir þú Palestínumönnum, Hjálmtýr? Ég er nokkuð viss um að ekki einu einasta mannsbarni gagnast þessar öfgafullu skoðanir þínar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.7.2009 kl. 15:31
Þú vilt sýna Palestínumenn sem algjörar ófreskjur - það er augljóst.
Þetta er þjóð sem hefur búið undir járnhæl síonista í áratugi. Allt sem þú sýnir á sínar skýringar - það eru grimm átök meðal Palestínumanna og þau eiga sér ekki síst rót í því helvíti sem vinir þínir hafa búið þessari þjóð.
Það eru til kvikmyndir af ísraelskum hermönnum þar sem þeir brjóta fætur og hendur arabískra unglinga - það eru til myndir af þúsundum fórnarlamba ísraelskra loftárása - á Gaza og í Líbanon. Ef þú hefur sérstakan áhuga á myndasýningum þá skaltu skoða þær. Það eina sem þessar syrpur þínar segja mér umfram sem ég vissi fyrir víst er að þú ert fullur af hatri og fordómum. Þú ert ófær um að meta hluti í öðru ljósi en ljósi síonismanns. Þú vogar þér að tala um veruleikaflótta Palestínumanna - þjóð sem hefur verið á flótta undan böðlum sem þú styður af hug og hjarta. Þú ættir að skammast þín. En það gerir þú auðvitað ekki.
Hjálmtýr V Heiðdal, 13.7.2009 kl. 16:16
Voða er þetta ódýr afgreiðsla hjá Helgu og fleirum. Líkja Palenstínuaröbum við blóðþyrsta stríðsmenn Múhammeds með heimsyfirráð á heilanum. Ætli meirihlutinn sé ekki bara konur og börn sem þurfa lyf og mat? Vilhjálmur Örn er síðan dottinn í videomyndir sem hann hefur greinilega ekki skoðað eða skilið textann. Abbas segir t.d. að hann vilji ekki að Ísrael sé gyðingaríki og Vilhjálmur túlkar það sem rasisma. Þetta er svona eins og kona frá Asíu, köllum hana bara frú Abbasínu, segi að hún vilji ekki að Ísland sé bara fyrir Kristna. Rassismi eða fjölmenning? Litla stúlkan sem Villi tók viðtal við segir að Hamas beri ábyrgð á öllum stríðsátökum. Ekkert um að Hamas hafi drepið fjölskyldu hennar eins og Villi virðist vera að gefa í skyn. Ef besta heimild Vilhjálms um innbyrðist átök palenstínumanna er fimm ára stúlkubarn er ég farinn að skilja ýmislegt í hans málflutningi.
Björn Heiðdal, 13.7.2009 kl. 23:10
Björn tekur ekki mark á börnum, en trúir blóðugum hryðjuverkamönnum. Hjálmtýr var eitt sinn stuðningsmaður Rauðu Kmeranna og Envers Hoxa, en Björn Heiðdal er víst alveg að koxa. Abbas skrifaði "doktorsritgerð" í Moskvu, það sem gyðingar eru ekki skilgreindir sem trúarhópur, heldur sem þjóðflokkur, kynþáttur. Enginn sem stúderað hefur fortíð Abbas getur vaðið í villu um hvað hann á við. Hann er eins og heilaþvegnu börnin á Gaza. Útrýming gyðinga er aðalmálið.
Hverjir eru rasistarnir hér á síðunni? Það mun sagan sýna okkur. Hvað þurfti mörg mannslíf til að fullvissa Hjálmtý um að hann hafði stutt útrýmingarherferð á heilli þjóð? Þetta er maður sem hefur hyllt þjóðarmorðingja. Hvað heillaði hann við Hoxa? Sultur og seyra milljóna manna í Albaníu?
Eitt sinn Kmer Rouge og nú Hamas, lítið hefur víst breyst, Heiðdal. Fólk sem er haldið veruleikaflótta er oft heillað af veruleikaflótta annarra.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.7.2009 kl. 07:13
Þeir munu sitja við sinn keip „vinir“ Ísraels - og frekar en að ræða málið út frá fyrirliggjandi gögnum þá reyna þeir að stúta sendiboðanum. Nú vilja þeir fara í beinan samanburð á Hoxa og Sharon og krydda með Pol Pot.
Hjálmtýr V Heiðdal, 14.7.2009 kl. 08:39
Vilhjálmur tekur meira mark á danskri sultu en vitleysunni sem vellur upp úr honum sjálfum. Til hvers er hann að birta linka á video sem afsanna hans málflutning. Skilur hann ekki innihaldið eða treystir á að fólk nenni ekki að kynna sér efnið. Demba bara nógu mörgum linkum á video og textadoðranta sem hann sjálfur virðist ekki hafa skoðað eða skilið.
Björn Heiðdal, 14.7.2009 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.