Hrossakaup á þingi

XOÞað verður að teljast vond byrjun hjá nýkjörnum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar að fara í hrossakaup með atkvæði sín á þingi. Af málflutningi þingmanna hreyfingarinnar hefur mátt ráða fram til þessa að þeir væru hlynntir aðildarviðræðum. Öðru vísi er ekki hægt að vita hvað er í boði sögðu þau. Nú hyggjast þrjú þeirra versla með atkvæði sín rétt eins og hefur stundum tíðkast hjá öðrum stjórnmálaflokkum.

Þetta eru forkastanleg vinnubrögð. Ef þau hafa skoðanir á Icesave málinu þá eiga þau að framfylgja þeirri stefnu á þingi.  Skoðun þeirra á aðildarviðræðum við ESB á að birtast í atkvæðagreiðslunni um það mál. Það gengur ekki að reyna einhverskonar hrossakaup með atkvæðin. Ef þau haga sér svona í þessum málum - á hverju má þá eiga von í framtíðinni?


mbl.is „Bregðast trausti kjósenda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Persónulega, finnst mér þetta vera áhugaverð leið, sem þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa nú komið fram eð, enda er vitað að ef Icesave deilan, stendur enn yfir þegar umsókn um ESB, væri sett in á fund utanríkisráðsherra ESB, þá væri ráðherrum Breta og Hollendinga, mjög í lófa lagið, að koma í veg fyrir afgreiðslu umsóknarinnar.

Flóknara er það ekki.

Það, er ekki hægt að láta eins, og þessi mál hafi enga tengingu. Samfylkingin, vill ekki hrófla við Icesave samningnum, vegna ótta við, nákvæmlega þ.s. ég er að lýsa.

Síðan, í kjölfar þessa tiltekna fundar, utanríkisráðherra aðildarríkjanna, hafa ríkin 2. mjög mörg önnur tækifæri, til að þvæla, tefja eða stöðva málið - nokkurn veginn, hvar sem er í ferlinu.

Með öðrum orðum, Icesave verður að leysa, til þess að innganga sé yfirleitt möguleg.

Sýnt hefur verið fram á að Icesave samningurinn, sé það slæmur að semja beri upp á nýtt. En, sú aðgerð inniber þá áhættu, sem öllum ætti að vera ljós, að umsókn Íslands muni tefjast, meðan á ný samningalota um Icesave, muni standa yfir.

Hvað viltu gera?

Er, innganga í ESB, svo stórt mál, að það einfaldlega verði að gangast undir Icesave?

Ég bendi á nýlegar hagspár, dökka spá Framvkæmdastjórnar ESB, um framtíðarhorfur í efnahagsmálum ESB, og spá AGS um horfur í heiminum öllum:

"Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"

"IMF : Recession Loosens Grip But Weak Recovery Ahead "

Kynntu, þér þessar skýrslur.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 12:23

2 identicon

Óvenjulegar aðstæður krefjast óvenjulegra viðbragða. Náttúruréttur nefnist þetta og er hafinn yfir öll loforð, flokkssamþykktir og hvaðeina. Flott hjá þeim.

Klumpur (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 12:42

3 Smámynd: Guðrún Kr. Óladóttir

Algjörlega sammála þér. Velti því fyrir mér hvort þingmenn Borgarahreyfingarinnar sem lofuðu okkur breyttum vinnubrögðum á þingi hafi fengið 10 á prófi um proktókólreglur og viðteknar venjur á Alþingi........

Guðrún Kr. Óladóttir, 15.7.2009 kl. 12:56

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hvað er þetta, er það eitthvert aðalatriði að vera heilagri en páfinn, en láta svo valta yfir sig?

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, sýna að þeir þora að taka djarfa afstöðu.

Hitt þ.s. þið viljið, væri ekkert annað en undirlægjuháttur og aumingjaskapur - sem hefði þær afleiðingar einar, að Samfylkingin myndi vinna, og hvar verður Ísland statt þá.

Samfylkingin, skilur eingöngu 'hardball' þ.e. stálin stinn, þ.e. þ.s fulltrúar Borgarahreyfingarinnar, hafa loks skilið og eiga þakkir skilið fyrir þá dirfsku, það þor - ekki það að hraunað sé yfir þau, af fíflum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 13:55

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er mikið rætt um að þingmenn skuli engu bundnir nema samvisku sinni. Samviskan hlýtur að hvísla mönnum í eyra hverju sinni hvað þeim finnst um hin ýmsu mál. Nú virðist sem samviskan sé komin skör lægra og önnur atriði en hún fái að ráða afstöðu í sumum málum. Við getum auðvitað velt því fyrir okkur hvort „hin stóra“ samviska vegi og meti öll mál með tilliti til stöðunnar hverju sinni og málum sé hagað þannig með hliðsjón af „heildardæminu“.

En þá sýnist mér að menn séu komnir út á hálan ís - og allt komið á uppboð.

Hjálmtýr V Heiðdal, 15.7.2009 kl. 14:05

6 identicon

Tja... þér er greinilega annt um að fólk standi við loforð sín. Ég skil það vel. Fólk á að standa við það sem það segir fyrir kosningar. Annað er að sjálfsögðu svik við kjósendur. Við erum þó sammála um það.

Ég bíð þ.a.l. eftir pistli frá þér um þessi skyndilegu og óvæntu pólskipti VG í ESB málinu. Sá pistill hlýtur að fara að koma, sennilega tímaskortur hjá þér, eða eitthvað.

Ég er alveg tilbúinn til að skipta á atkvæðum Borgarahreyfingar og VG í ESB málinu, því að ef menn taka nú tillit til þessarar sjálfsögðu kröfu þinnar um að þingmenn standi við loforð sín, þá lítur út fyrir að ESB umræðan sé steindauð og skítfallin á þingi.

En hvernig finnst þér annars um samstarf Samfylkingar við kosningaloforðasvikarana í VG? 

Hilmar H (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 14:32

7 Smámynd: Sævar Finnbogason

Borgarahreyfinginn hefur alltaf talið að fara ætti í samningaviðræður og þjóðin ætti að hafa síðasta orðið. Það er skýrt.

Það að fara að þvæla ESB og Icesave saman með þeim hætti sem þingmenn okkar gera nú er ekta framsóknarmennska. Því er ekki að undra að FRAMSÓKNARMAÐURINN Einar Björnvaði nú á milli bloggsíð og mæri aðferðina.

Sævar Finnbogason, 15.7.2009 kl. 14:56

8 identicon

Hæ Týri

Ég skil nú ekki hvað þú ert að eyða púðri í að skrifa um svona hegðun stjórnmálamanna enda er hún ekkert ný af nálinni og það væri hægt að skrifa langar greinar um vinkilbeygjur sem stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa tekið í hinum ýmsu málum.  Hitt er svo annað að þetta útspil Borgarahreyfingarinnar til að koma Icesave út af borðinu er lofsvert þar sem sýnt hefur verið framá svo ekki verður um villst að þessi samningur er handótnýtur eins og hann lítur út núna og ég held að við getum ekki átt von á góðu í aðildaarviðræðum við ESB ef samninganefndir ríkisstjórnarinnar eru ekki burðugri en þetta.

Núverandi stjórnvöld virðast vera að detta í sömu gildru og þau fyrri þ.e.a.s. að hlusta ekki á gagnrýnisraddir, heldur svara þeim með sem mestum skætingi.  Reyndar er stórninni nokkur vorkunn þar sem hún er skipuð reynslulitlu fólki í þeim stöðum sem það gegnir í dag enda er hér um að ræða stjórnmálamenn sem eytt hafa mestum sínum tíma í að rífa kjaft og vera á móti öllum mögulegum og ómögulegum hlutum.  Þeir eru einfaldlega ekki búnir að vera nógu lengi við stjórnvölin til að valda því erfiða hlutverki sem við stöndum frammi fyrir.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 15:08

9 identicon

Hjálmtýr,það er kannski erfitt að venjast heiðarleika frá ´flokksræflum´ en það er okkar eina von. Ef þessir 3 borgarhreyfinarfulltrúar hafa rök fyrir skoðanskiptum, rök sem eru sterkari en þau að halda sig við fyrri skoðun þá þarf kjark til þess að skipta um skoðun. Ef þau hinsvegar hafa fært sig yfir í flokksræfladeildina þá er þeirra framtíð vonandi ekki í stórn landins, eða hugsanlega gæti einmitt það orðið þeirra trygging.

Hins vegar held ég og treysti að þessi hópur fylgi sinni sannfæringu, það er huggun harmi gegn í hvaða málefni sem um er og verður að ræða.

Að síðustu bið ég og vona að við förum að vaxa upp úr þessu nuddi og skítkasti endalaust.

gerður pálmadóttir (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 17:16

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hrossakaup er eins og önnur verslu. Það þarf kaupanda og það þarf seljanda. Sá sem kaupir er í sömu siðferðilegu stöðu og sá sem selur.

 Hverjir eru það nú aftur Hjálmtýr, sem standa í þessum viðskiptum?

Ragnhildur Kolka, 15.7.2009 kl. 18:21

11 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessir þrír þingmenn sögðu fyrir kosningar að þau vildu sjá hvað væri í boði hjá  ESB.  Þau hafa líka sagt eftir kosningar að þau væri á móti Icesave samningnum.  Þetta vill Hjálmtýr Woods ekki meðtaka og kallar svik.  Svik við kjósendur og svik við ESB elítuna.  En í hverju liggja svikin?  Láta ekki valta yfir sig og nota eina trompið sem þau hafa, eitt atkvæði á mann.  Er Hjálmtýr á móti samningaviðræðum almennt eða bara þegar það truflar föðurlandssvik.  Kannski vilja þessi þrjú ganga í ESB samt sem áður en félagar Hjálmtýrs í Samfokkinu neyða þau til að spila eftir leikreglum lýðræðisins.

Björn Heiðdal, 15.7.2009 kl. 18:49

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nákvæmlega - Björn - þ.s. er að gerast á Alþingi, knýr á um harðari 'taktík' - en flestir vildu kjósa að viðhafa. En, ef gott fólk neitar að berjast, þá sýnir sagan - að þá er einfaldlega vaðið yfir það.

Stundum, þarf einfaldlega, að beita meðulum, sem maður myndi frekar kjósa að beita ekki, en punkturinn er sá, að ef nauðsyn raunverulega knýr á dyr, þá er það akkúrat siðferðislega rétt, að berjast - en siðferðislega séð uppgjöf að gera það ekki.

Við búum einfaldlega, í raunheiminum, og verðum að takast á við, raunveruleikann eins og hann er, en ekki eins og við vildum að hann væri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 19:22

13 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Mín spá er sú að áður en kjörtímabilið er hálfnað verða þessi þrjú frá Borgarahreyfingunni komin í Framsóknarlokkinn. Þráinn verður kominn í Samfylkinguna og Borgarahreyfingin fyrir bí.

Það er furðulegt hátterni að ætla að styðja ruglaðar Sjálfstæðisflokkshugmyndir um að kjósa um að kjósa ekki um mál eftir að þau hafa verið kynnt og rædd. Það væri líkast því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort það eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem það stendur til að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kanski ætti að hafa þá fyrst þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort það eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort það eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.....

Hjálmtýr V Heiðdal, 15.7.2009 kl. 19:56

14 Smámynd: Björn Heiðdal

Hvernig væri nú að hafa lög um þjóðaratkvæðagreiðslur áður en farið er í þjóðaratkvæðagreiðslur.  Vill Hjálmtýr að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB sé bindandi eða ráðgefandi?

Björn Heiðdal, 15.7.2009 kl. 21:23

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég man ekki betur en stjórnarflokkarnir hafi ætlað að gera  nauðsynlegar breytingar á Stjórnarskránni fyrir síðustu kosningar, m.a. til að gera það mögulegt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök mál, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem nú vill tvennar þjóðaratkvæðagreiðslur um sama hlutinn, stoppaði það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2009 kl. 21:52

16 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er dáldið sérstakt að kalla það hrossakaup hjá Borgarahreyfingunni að vara við Icesave samningnum og krefjast þess að hann verði endurskoðaður frá grunni. Græðir Borgarahreyfingin eitthvað á því umfram aðra?

Dæmi um hrossakaup væri t.d. að semja við Breta og Hollendinga um að þeir styðji við aðildarumsókn Íslands á móti því að Alþingi ábyrgðist Icesave.

Því miður hafa þingmenn Borgarahreyfingarinnar talað fyrir daufum eyrum um Icesave inni á Alþingi þar sem ESB aðildarumsókn fyllir alla króka og kima. Það er eins og að þingmenn Samfó hafi hreinlega ekki minnsta áhuga á að kynna sér Icesave hryllinginn að eigin frumkvæði. Ekki gleyma því að það er full mappa af skjölum sem eru trúnaðarmál og alþingismenn mega alls ekki tjá sig um. Væri ekki hugsanlegt að þar liggi hundurinn grafinn?

Sigurður Hrellir, 15.7.2009 kl. 23:41

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður, (16) BH gerðu samning við stjórnina um stuðning við aðildarumsóknina, sviku hann en sögðust tilbúin að draga svikin til baka, yrði gengið að nýjum kröfum þeirra. Það er rétt hjá þér að hæpið sé að kalla þetta hrossakaup, því þetta er auðvitað ekkert annað en kúgun, af verstu sort.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.7.2009 kl. 07:53

18 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Hrellir

Ég get ekki fellt mig við þessa framkomu þeirra - það er mikill lúðrablástur hjá þingmönnum um að eigin samviska skuli loksins hafa forgang og svo reynist það ekki svo. Ég kalla það hrossakaup þegar mál eru sett á sölulista með þessum hætti. Þór Saari sagði það blákallt að hann væri að versla með atkvæði sitt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.7.2009 kl. 09:11

19 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hjálmtýr:

Sammála er ég þér algjörlega. Borgarahreyfingin var fljót að læra hvernig "gamaldags stjórnmál" virka.

Í vetur velti ég því fyrir mér að kjósa þetta fólk - þ.e.a.s. áður en ég ákvað að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og reyndi að "reformera" hann - mér varð hins vegar ljóst að það var eitthvað skrítið við þann ósamstæða hóp, sem stóð að baki Borgarahreyfingunni. Þetta var samansafn fólks, sem var óánægt með ástandi og óánægt með íslensk stjórnmál. Ég var þessum atriðum sammála, en það dugir bara ekki til, því fólk þarf að vera sammála um stefnumál framtíðarinnar, en stjórnmál snúast um þá hluti! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.7.2009 kl. 09:31

20 identicon

Þór Saari og þeir þingmenn í Borgarahreyfingunni sem með honum standa eiga heiður skilið. Þau fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Það er áhugavert að fylgjast með hvernig Samfylkingarmenn gera nú áhlaup á þessa þingmenn á blogginu og í fjölmiðlum. Loksins er komið fólk á þing sem tekur þjóðarhagsmuni fram yfir eigin. Ég tek undir með Sigurði, fólk verður að kynna sér icesave samninginn til þess að átta sig á því hvílík ógn hann er við tilveru Íslands. Ég hvet fólk til þess að fara á island.is og lesa samninginn á ensku þar. Hjálmtýr kallar þetta hrossakaup! Ég kalla þetta kjarkaða ákvörðun. Menn ættu frekar að hafa áhyggjur af pukrinu sem Jóhanna og Steingrímur hafa í kring um ESB og icesave málin. Er það eðlilegt að þingmenn fái ekki að kynna sér gögn um icesave nema undir lögrelglueftirliti! Hvað er verið að fela? Málflutningur þeirra sem deila á Þór Saari, Margréti og Birgittu er snautlegur og ber þess glögglega vitni að menn hafa ekki haft fyrir því að kynna sér málin. Ekki frekar en Jóhanna Sigurðardóttir eða Steingrímur J.

Helgi (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 09:39

21 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er að vísu satt og rétt að menn eiga ekki að ganga á bak orða sinna. Þannig sést t.d. hvernig þingmenn Borgarahreyfingarinnar eru ólíkt samsettir: Þráinn stendur við yfirlýstan stuðning við frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem mér finnst virðingarvert, þó svo að hann sé alfarið á móti því að samþykkja Icesave samninginn óbreyttan. Hinir þingmennirnir þrír líta svo á að Icesave málið sé svo alvarlegt að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum fallast á óvandaða meðferð á því í þinginu. Þau fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Stundum er sagt að nauðsyn brjóti lög - þetta er að vissu leyti sambærilegt að mínu mati.

Að því sögðu er ég algjörlega hlyntur aðildarviðræðum við ESB og eiginlega frekar ósáttur við að nota það sem skiptimynt.  En Icesave samninginn má ekki undir nokkrum kringumstæðum samþykkja og bendi ég á álit Elviru Méndez Pinedo sem mikilvægt innlegg í þessa umræðu, sjá hér og hér.

Sigurður Hrellir, 16.7.2009 kl. 10:10

22 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Icesave málið er helvítis fokking fokk. Það er ljóst að þjóðin mun verða að borga þennan reikning í einu formi eða öðru.

Ef þingið vill ekki ganga frá þessu máli eins og það stendur þá verður mikil óvissa í okkar efnahagsmálum. Það gegtur orðið töluvert verra ástand en nú er. Farm til þessa hefur ekki verið áberandi vöruskortur og viðskipti við útlönd ganga sæmilega. Meða aðildarviðræðum þokast málin áfram - það er verið að taka skref sem skifta máli og þau sýna að þjóðin ætlar ekki að nota afturábakgírinn og bakka út í skurð.

Með því að neita að ganga að þessum samningi og leita nýrra leiða - dómstólar (Sjálfst.fl.) - nýri samningar (Frams.fl ofl.) - þá fer eins og Steingrímur Joð hefur sagt; allt á byrjunarreit og sennilega ekki alveg sama reit. Hann verður verri en októberstaðan.

Tvær leiðir: Leið 1. Áfram í eðlilegum samskiptum - borgum „okkar“ klúður og lærum okkar lexíu - göngum í ESB. Erfitt tímabil framundan en smátt og smátt náum við betra lagi á þjóðarbúskapinn. Ný mynt, lægri vextir, engin verðtrygging, lækkandi vöruverð og aukin kraftur hjá þjóð sem finnur að hún er orðin hluti af stærri heild. ESB aðildin losar nýja krafta úr læðingi. Nöldurskjóðum og dómsdagspredikurum fækkar smátt og smátt.

Leið 2. Missum allt traust annarra þjóða, verðum áfram um ófyrirsjánlega framtíð með molbúahagkerfi. Fyrirtæki fara úr landi - fólk fer úr landi.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.7.2009 kl. 11:11

23 identicon

Við megum ekki gleyma því að þessi tvö mál þ.e.a.s. Icesave og ESB eru nátengd enda er það frumskilyrði fyrir ESB umsókn að búið sé að ganga frá Iceave málinu annars getum við gleymt möguleikum okkar að mati margra.  Þessi staðreynd litar afstöðu manna til Icesave þannig að þeir virðast tilbúnir til að samþykkja hvað sem er til að klára málið.  Þetta eru kannski stærstu hrossakaupin í þessu öllu þ.e. að lofa að borga annars fáum við ekki inngöngu.

Og vegna þess að þú (Hjálmtýr) kaust að snúa útúr tillögu Sjálfstæðisflokksins um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu þá langar mig til að benda á að íslensk samninganefnd fengi mun betri vinnufrið ef um tvöfalda atkvæðagreiðslu yrði að ræða enda hefði hún það bakland sem til þarf þ.e.a.s. ef hún yrði samþykkt.  Þess vegna skil ég ekki andstöðu Samfylkingarinnar við þessa tillögu sem var reyndar upphaflega líka tillaga VG.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 11:16

24 identicon

. . . Leið 3.  Varðveita réttarstöðu okkar sem þjóð meðal þjóða, borga það sem okkur ber samkvæmt þeim lögum og reglum sem gilda og sýna þannig að við stöndum 100% við allar okkar skuldbindingar sem þjóð.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 11:34

25 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hjálmtýr - hvaða tímaramma, ertu með í huga, þegar þú heldur að hægt sé að taka upp Evru?

Skv. framkomnum upplýsingum, eru heildarskuldir ríkisins, 2,5 VÞF.

Mín skoðun 15 - 20 ár.

Einnig, eru framkomnar upplýsingar, aðila sem halda því fram, að hægt sé að borga niður erlend lán, mjög ósannfærandi:

  • óraunhæfar væntingar um hagvöxt.
  • óraunhæfar væntingar um afgang af gjaldeyrisjöfnuði.
  • skv. Framkv.stj. ESB - verður hagvöxtur í Evrópu lélegur, næstu árin á eftir kreppu - sem mun hvort tveggja, minnka okkar eigin hagvöxt og draga úr gjaldeyristekjum. Sko, ef hagvöxtur í Evrópu, verður um 0,7% - fyrstu árin eftir kreppu, og síðan fari hann smá hækkandi- þá er engin leið að við verðum á sama tíma með hagvöxt milli 6 - 7% eins og spá Seðlab. Ísl. miðast við.

Það skiptir ekki máli, að við séum öll að vilja gerð, til að borga - ef það er raunverulega þannig, að dæmið gangi ekki upp.

"Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.7.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband