19.7.2009 | 17:08
Friðarferlið hjá Ísraelum
Palestínumenn mótmæla stækkun landtökubyggðanna af öllum mætti sínum. Ísraelski herinn beitri mikill hörku gegn mótmælendum. Eftirfarandi upplýsingar sendi Íslendingur sem staddur er á Vesturbakkanum: Ísraelski herinn hefur tekið á ný upp notkun á efnavopnum. Það nýjasta er einhverskonar efni blandað í vatn sem sprautað er á mótmælendur. Þetta lyktar einsog skolp blandað við rotnandi lík og lyktin festist á þér í 2 - 3 daga og eyðileggur föt þín. Afleiðingar eru einnig mikil uppköst og ógleði. Ísraelskur dómstóll dæmdi í september síðastliðnum, að notkun á þessu vopni væri bönnuð, en þeir eru semsagt byrjaðir að nota það á ný
Hafnar kröfum Bandaríkjamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Um er að ræða mannúðlegar aðferðir a.m.k. ef miðað er við byssukúlur og TNT. En annars hafa stjórnvöld í Ísrael rétt á að dreifa mótmælendum líkt og íslensk stjórnvöld hér hafa rétt til þess. Meirihlutinn ræður og meðan gyðingarnir vilja hafa Jersúsalem fyrir höfuðborg eru þeir í rétti til þess. Þeir eru í meirihluta í sínu landi og ráða för. Þetta heitir meirihlutinn ræður og ætti öllum lýðræðisþenkjandi Íslendingum að vera ljóst. Auðvitað gera þeir einstaka sinnum mistök og drepa kannski nokkur hundruð smábörn en mistök ber að fyrirgefa.
Björn Heiðdal, 19.7.2009 kl. 18:48
Þú virðist líta ESB alvarlegri augum en grimmdargerpin í Ísrael. Finnst þér að íslenska víkingasveitin eigi að gera strandhögg í Færeyjum?
Hjálmtýr V Heiðdal, 19.7.2009 kl. 18:56
Ef lýðræðislegur meirihluti er fyrir því þá á auðvitað að gera strandhögg og þó fyrr hefði verið. ESB elítan og Ísrael eru vinir, ég er bara að reyna að sætta mig við ástandið. Hætta að skammast út í Ísrael og ESB. Ganga í VG og láta Hannes Hólmstein grilla mig á kvöldin. Hætta að vera með gagnrýna hugsun og fá mér nokkrar gleðipillur. Taka mark á öllu sem stjórnvöld segja og alveg sérstaklega ef Davíð Oddsson segir eitthvað eða Jóhanna Sig. Meirihlutinn ræður og hlýtur líka alltaf að hafa rétt fyrir sér hér sem og í Ísrael.
Björn Heiðdal, 19.7.2009 kl. 20:33
Var þessi íslendingur kannski Sveinn Rúnar? Shalom
Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 23:17
Björn. Þarna gleymir þú aðalatriðinu. Ísraelar eiga ekki Jerúsalam. Hún er partur af ólöglegur hernámssvæði þeirra. Þetta er því ekkert annað en landrán og þó meirihluti Ísraela sé hlynntur því þá breytir það ekki því að Ísraelar hafa engan rétt til að þenja út byggðir sínar á stolnu landi.
Ísraelar ástunda þjóðernishreinsanir í þessari stolnu borg sinni með því að þennja út byggðir sínar en heimila ekki Palestínumönnum, sem þar búa og hafa gert alla sína tíð, að byggja hús fyrir sig til dæmis þegar ungt fólk er að flytja úr foreldrahúsum
Sigurður M Grétarsson, 20.7.2009 kl. 01:32
Hvernig getur eitthvað verið ólöglegt ef landslög og meirihluti þjóðarinnar styðja þessar gjörðir? Ég vil benda á að mörg önnur lönd en Ísrael hafa stækkað lönd sín á kostnað minnihlutahópa. Kína, Tyrkland, Bandaríkinn, Danmörk, Frakkland, England, Holland. Sum þessara landa hafa stækkað sin svæði á kostnað meirihlutahópa og það get ég ekki stutt en minnihlutahópa er vel réttlætanlegt. Ísrael er bara að fara eftir lögum, reglum og alþjóðahefðum sem aðrar þjóðir fara líka eftir. Skrítið hvað Hjálmtýr Heiðdal hugsar lítið um vini okkar í Færeyjum og Grænlandi. Maður líttu þér nær.
Björn Heiðdal, 20.7.2009 kl. 07:54
Jæja Björn - er ekki komið nóg af gríni úr þínum herbúðum? Fólk er farið að misskilja þig rétt.
Ásleug - Þetta var ekki Sveinn Rúnar. Það eru til fleiri vinir Palestínumanna hér á landi. Ísland sker sig reyndar úr hvað varðar stuðning við málstað Palestínumanna - heil 70% og ekki nema 3% sem styðja Ísraelska hernámið.
Hjálmtýr V Heiðdal, 20.7.2009 kl. 09:10
Áslaug - fyrirgefðu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 20.7.2009 kl. 09:11
Hjálmtýr Heiðdal getur ekki hrakið efnislega staðreyndir með rökum. Stríð og hergagnaframleiðsla eru líka góð fyrir hagvöxtin. Við mættum alveg læra af frændum okkar í Ísrael og framleiða vopn. Borga Icesave með vopnasölu.
Björn Heiðdal, 20.7.2009 kl. 12:01
Sæll Hjálmtýr!
Hver er þessi Íslendingur,
staddur á "Vesturbakkanum", sem segir þessa sögu???
Shalom kveðja.
Ólafur Jóhannsson, 21.7.2009 kl. 22:04
Og heyrist ekkert frá nasista-zíonistanum Vilhjámi Erni um þetta? Skrítið.
Jens Guð, 22.7.2009 kl. 01:05
Sæll Ólafur
Þú verður að finna út úr því sjálfur. Ég þekki hann og veit að hann segir rétt og skýrt frá. Hér er tilvitnun í grein með frásögn þingmanns og læknisins Mustafa Barghouthi :
„They were shot by the IDF with what the villagers call “bad smell water”— a substance that is chemically treated with sulfurs and other noxious smells. The water was sprayed onto protestors, causing many to vomit“
Þetta er samskonar eitursull sem þeir lýsa. Ég veit að þú trúir engu illu um „þína menn“ - en her sem lætur sér ekki muna um að drepa börn í stórum stíl vílar ekki fyrir sér að búa til eitrað drullumall og sprauta á fólk sem stendur á rétti sínum.
Sæll Jens
Villi á rétt á sínu sumarfríi eins og aðrir.
Hjálmtýr V Heiðdal, 22.7.2009 kl. 08:48
Ofdekraðir ESB andstæðingar á moggablogginu
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/918743/
Páll Blöndal, 23.7.2009 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.