27.9.2009 | 09:56
Of stór skammtur
Verandi einn þeirra sem hafa nú sagt upp áskrift að Mogganum þá vil ég útskýra málið frá mínu sjónarhorni: Ég hef alltaf vitað um hið innsta eðli blaðsins. Ég var virkur í Víetnamhreyfingunni 1968-1975 og þá lá alltaf ljóst fyrir hvar hjarta blaðsins sló með heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Allt Kalda stríðið kom Moggin til dyranna eins og hann var klæddur og gat enginn viti borinn maður verið í vafa um flokkshollustuna og sterk tengsl. Hinir innmúruðu hafa alltaf haft úrslitavaldið í máefnum blaðsins.
Þegar ég hóf eiginn búskap þá keypti ég Þjóðviljann og síðar einnig Moggann. Mogginn átti erindi við mig sem öflugt menningarblað og sem áhugamaður um stjórnmál þá las ég hann af áhuga.
Þjóðviljinn dó og Mogginn þokaðist í átt til meira frjálsræðis. Fréttablaðið var góð viðbót en náði ekki að skáka Mogganum á mörgum sviðum. Þess vegna hélt ég tryggð við þetta blað og skrifaði all margar greinar sem það birti.
Öll ríkisstjórnarár Davíðs Oddssonar var ég sífellt minntur á eðli blaðsins og þátttöku þess í þeirri öfugþróun sem síðar leiddi til hruns efnahagslífsins.
En blaðið hafði tvö andlit og hefur alltaf haft innanborðs fólk sem stundaði vandaða fréttamennsku og umfjöllun um menningarmál. Svo verður sjálfsagt áfram. En þegar Davíð var ráðinn ritstjóri, maðurinn sem á svo stóran þátt í vegferð okkar til vandræða, þá gat ég ekki lengur haldið tryggð við þetta blað. Skammturinn var of stór.
Þegar ég hóf eiginn búskap þá keypti ég Þjóðviljann og síðar einnig Moggann. Mogginn átti erindi við mig sem öflugt menningarblað og sem áhugamaður um stjórnmál þá las ég hann af áhuga.
Þjóðviljinn dó og Mogginn þokaðist í átt til meira frjálsræðis. Fréttablaðið var góð viðbót en náði ekki að skáka Mogganum á mörgum sviðum. Þess vegna hélt ég tryggð við þetta blað og skrifaði all margar greinar sem það birti.
Öll ríkisstjórnarár Davíðs Oddssonar var ég sífellt minntur á eðli blaðsins og þátttöku þess í þeirri öfugþróun sem síðar leiddi til hruns efnahagslífsins.
En blaðið hafði tvö andlit og hefur alltaf haft innanborðs fólk sem stundaði vandaða fréttamennsku og umfjöllun um menningarmál. Svo verður sjálfsagt áfram. En þegar Davíð var ráðinn ritstjóri, maðurinn sem á svo stóran þátt í vegferð okkar til vandræða, þá gat ég ekki lengur haldið tryggð við þetta blað. Skammturinn var of stór.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Facebook
Athugasemdir
Vonandi gengur þér betur að segja upp áskriftinni af Mogganum en mér Fréttablaðinu.
Björn Heiðdal, 27.9.2009 kl. 11:11
Fólk þolir mis stóra skammta og ég er ekki hissa þó margir segi blaðinu upp. Ef ég væri ein á búi, væri ég búin að segja upp áskriftinni. Ekki það að bóndinn sé aðdáandi flokksins, nema síður sé. Honum finnst einfaldlega notalegt að lesa ýmisleg í blaðinu, annað en stjórnmál og ég mun una honum þess enn um stund.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.9.2009 kl. 11:14
Margir sem eru núna að segja upp áskrift að Morgunblaðinu eru með því að mótmæla DO sem yfirhönnuði efnahagshrunsins.
Jens Guð, 27.9.2009 kl. 13:39
Við eigum að hafa skoðanir og það að segja upp Morgunblaðinu núna er nokkuð sterk skilaboð um hvað við viljum. Hingað til höfum við ekki haft mikið að segja um hvað Davíð Oddsson hefur verið að bauka en með því að segja upp Mogganum þá kann að verða breyting á því.
Sigurður Sigurðsson, 27.9.2009 kl. 13:46
Ótrúlega vitlaust að segja blaðinu upp vegna D.O. og sýnir einfaldlega að þú hefur manninn á heilanum. Væri ekki nær að sjá til hvernig blaðið þróast með hinum tveimur nýju ritstjórum og taka afstöðu að því loknu?
Engin málefnaleg afstaða er tekin til blaðsins, einungis hatur á einum manni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 16:35
Þú ert að lýsa þinni afstöðu Gunnar og það er þitt sjónarmið að hér sé „ótrúlega vitlaus“ aðgerð í gangi af minni hálfu.
Ég met hlutina öðruvísi. Að hafa DO „á heilanum“ er vinsæll frasi Davíðssinna. Agnes Braga talar t.d. um Davíðs-fóbíu. Það að taka afstöðu til stjórnmálastefnu DO og fyrirgangs hans í embættum og störfum er eðlilegasti hlutur í heimi. Reyndu að skilja það Gunnar og allt gengur betur.
Ég hata ekki nokkurn mann en vil ekki bíða eftir að DO fari að dandalast á síðum blaðsins. Ég vel þetta vegna þess að mælirinn er fullur - ráðning DO er liður í sókn afturhaldsins.
Hjálmtýr V Heiðdal, 27.9.2009 kl. 16:41
Skil bara ekki hvernig maður á kæmist af án Moggans? Það er nú nóg samt sem maður neitar sér um í kreppunni
Soffía (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 16:53
Er nokkur von til þess að þú hættir að blogga svo einlægur í trúnni sem þú ert?
Yngvi Högnason, 27.9.2009 kl. 17:47
En þetta snýst nú ekki bara um Moggann. það þarf að hugsa allt spilið upp á nýtt. Við þurfum nýtt þjóðskipulag og nýtt kerfi. Reynslan sýnir að það er hægt að spila endalaust á núverandi kerfi og örfáir einstaklingar geta skarað eld að sinni köku endalaust. Ég efast um að ráðning Davíða að Mogganum dragi úr þessari vitleysu.
http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/
Sigurður Sigurðsson, 27.9.2009 kl. 18:01
Einu sinni sagði ég upp mogganum, ég var blankur en las hann upp til agna hvar sem ég komst í hann líkt og ég veit að þú munt gera hér eftir sem hingað til. Ég vona bara að uppsagnirnar verði ekki nógu margar til að knésetja blaðið því ekki viljum við að Fréttablaðið verði eina blaðið (tel DV ekki með). Reyndar má segja að eigandi Fréttablaðsins eigi einhvern stærsta þátt í vegferð okkar til vandræða, enda frumkvöðull í íslenskri útrás og fyrirmynd margra sem á eftir komu. Sjálfur tel ég nokkuð langsótt að rekja aðdraganda hrunsins áratugi aftur í tímann líkt og þú gerir og tengir allt enum manni.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 21:52
Sæll Gunni Jó
Það er furðulegt með jafn vel gefinn mann og þig - að „röksemdir“ þínar eru engar aðrar en að gera mér upp skoðanir.
Þú segir að ég muni eltast við Moggann þrátt fyrir uppsögnina. Bull. Þú segir að ég tengi „allt einum manni“ - bull.
Ég tel að hrunið eigi sér aðdraganda. Fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans (man ekki við hvað hann starfar núna) sagði að ýmsar efnahagslegar aðgerðir gætu verið varasamar og þyrfti aðgæslu við hverju sinni. Nefndi hann risaverkefni s.s.Kárahnjúka, gjörbreytingu á húsnæðiskerfinu, skattalækkanir , einkavæðingu bankanna og þenslu ríkiskerfisins. En að framkvæma þetta allt á tiltölulega stuttum tíma sagði hann að væri efnahagslegt Harakiri. Þetta var gert undir forystu Davíðs og Halldórs.
Hjálmtýr V Heiðdal, 28.9.2009 kl. 00:00
Hjálmtýr, þú hefur gert ágætlega grein fyrir afstöðu þinni. Skil þig vel og virði. Þrátt fyrir hægri slagsíðu Moggans um áratugi vill þjóðin að hann lifi. Með ráðningu DO tók hann sjálfur þá afstöðu að deyja. Hafandi verið áskrifandi í 35 ár vil ég ekki missa af því dauðastríði. Held því minni áskrift áfram. Þar til dauðinn aðskilur.
Björn Birgisson, 28.9.2009 kl. 00:23
Hjálmtýr, ég stið þig eindregið í því að vera ekki áskrifandi að Mogganum það er þinn réttur, ætli það sé ekki hluti af málfrelsinu að hlusta ekki. Ég verð samt að segja að hæfileikar Davíðs eiga eftir að njóta sín betur á Morgunblaðinu en í Seðlabankanum og því ættir þú að fagna með mér að DO hafi loks lent á réttri hillu. Þú ert ávalt velkominn að kíkja í kaffi og lesa blaðið ef þú hefur þörf fyrir að blóta á laun
Kári Sölmundarson, 28.9.2009 kl. 09:29
Kári, hrunið og allt því tengt hefur verið og verður á komandi misserum aðalumfjöllunarefni fjölmiðla, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá var DO gerandi í þeirri atburðarás, beint og óbeint. Það er því í hæsta máta undarleg túlkun að hann sé kominn á rétta hillu þegar hann stjórnar núna umfjöllun eins helsta fjölmiðils landsins um sína eigin aðkomu að mestu óáran sem hent hefur þessa þjóð.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2009 kl. 16:34
Sæll Kári
Vissulega er Davíð í öðruvísi aðstöðu til að valda skaða á ritstjóri en sem Seðlabankastjóri. Hann setti Seðlabankann á hausinn eins og kunnugt er. Og það er töluvert afrek út af fyrir sig. Ritstörfin skila skemmdunum seinna með eitri í huga þjóðarinnar.
Ég kíki á Þórsgötuna er eitthvað krassandi kemur frá DO. Þú getur hringt í mig þegar þú telur eitthvað bitastætt á ferðinni.
Hjálmtýr V Heiðdal, 28.9.2009 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.