Næst fæ ég Nóböllinn í kjarneðlisfræði

Það kæmi mér ekki á óvart að ég fengi Nóbelsverðlaunin í kjarneðlisfræði. Ég hef lagt álíka mikið af mörkum á þeim vettvangi og Obama í friðarmálum. Ég verð bæði undrandi og auðmjúkur - og verð ekki í vandræðum með að eyða milljónunum sem mér hlotnast.
mbl.is Undrandi og auðmjúkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Hann hlýtur að vera vel að þeim kominn fyrst hann fær þau.  Ekki er um neitt samsæri að ræða til að lyfta honum upp á einhvern stall.  Tilbeiðslu stall?

Björn Heiðdal, 9.10.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér sýnist að nafnið á verðlaununum sé rangt, samkvæmt réttlætingum nefndarinnar. Þetta eru hvatningarverðlaun Nóbels. Annars eru þessi verðlaun, löngu búin að missa merkingu. Verðlaunahafar eins og Jasser Arafat, Simon Peres og Henry Kissinger, segja allt um þetta.  Menn geta svo skoðað hversu margir forsetar USA hafa fengið þetta áður. Herskáustu þjóð veraldar.  Engin þjóð hefur verið jafn mikil ógn við heimsfriðinn (auk Ísraelsmanna).

Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2009 kl. 21:40

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef bandaríkjamenn ráðast ekki á einhverja þjóð á tímabilinu Jan-nóv á einhverju einu ári, þá fá þeir friðarverðlaun. Obama fær þau nú fyrir að auka herafla í Afganistan og svo einnig fyrir mælsku, sem enn hefur ekki sést að innistæða sé fyrir.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2009 kl. 21:43

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er afar ánægð með Obama forsta Bandaríkjanna sem handhafa Friðarverðlauna Nóbels.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.10.2009 kl. 23:27

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég heyrði á BBC nú áðan að valið hefði staðið milli Bin Laden, W. Bush og Obama.  Nóbel nefndin hefði reynt mikið að hafa upp á Bin Laden en ekkert gengið og Bush forseti hefði verið upptekinn.  En Obama hefði verið laus og til í að taka á móti þeim.  Rökin fyrir að veita þessum mönnum friðarverlaunin voru víst þau að Bin Laden hefði gefið ungum múslimum von og trú á framtíðina.  Bush hefði stuðlað að lýðræði í Írak og Afganistan.  Aðalrökstuðningur nefndarinnar fyrir Obama var sá að ef hann klúðraði einhverju seinna yrði erfitt að réttlæta verðlaunaveitingu þá.

Björn Heiðdal, 10.10.2009 kl. 04:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband