13.10.2009 | 13:26
Lánleysi framsóknarforystunnar
Frá því að Höskuldur Þórhallsson hitti norskan bónda þ. 30. september s.l. hefur miklum tíma verið varið í að fjalla um þetta ferðalag og þeirra fund. Nú er öllum orðið ljóst að bóndinn á ekki þessa peninga sem hann talaði svo fjálglega um í eyru Höskuldar og málið endar sem eins stærsta ekki-frétt árins.
Flokksformaður Höskuldar er þó ekki af baki dottinn. Nú segir hann að allt hafi strandað á einbeittum brotavilja Jóhönnu forsætisráðherra - hún vilji hvorki heyra né sjá aðrar lausnir en þær sem eru í boði skv. margítrekuðum yfirlýsingum norskra ráðamanna - síðast í morgun þegar Kerstin Halvorsen sagði það sama og Stoltenberg nokkrum dögum áður.
Eftir þennan fjölmiðlasirkus hljóta stuðningsmenn framsóknarförumannanna að spyrja sig um hvað málið snérist í raun. Í hvað var verið að eyða tíma þjóðarinnar á meðan hringekjan snerist? Sigmundur McCharty Gunnlaugsson verður nú að hugsa upp nýja fléttu til að komast í fjölmiðlana. Vonandi verður hann lánsamari í þeirri tilraun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég má til.
Fyrst þú skilur ekki hvað málið serist um í raun þá var þetta tilraun til að forða okkur frá þeim hriðjuverkum sem við okkur blasa af hálfu AGS sem eru að því er virðist einu alþjóðlega viðurkenndu hriðjuverkasamtök sem til eru. Það er engu líkara en að þú og fleiri hafi tekið það svo bókstaflega þegar á okkur voru sett hriðjuverkalög að við yrðum þess vegna að binda trúss okkar við slík samtök og standa þannig undir nafni sem sannir hriðjuverkamenn. Það sé EINA leiðin.
Þú veist það sjálfur að AGS hefur hvergi náð tilsettum árangri og það er ekkert sem bendir til þess að hann geri það hér. Í því ljósi eru viðbrögð Jóhönnu óskiljanleg, nema að hún trúi því virkilega vinnubrögð AGS muni verða með öðrum hætti hér.
Og fyrst þér finnst svo fyndið að uppnefna fólk þá held ég að það sé betra að fylgja Sigmundi "McCarthy" Gunnlaugssyni heldur en Jóhönnu "Bin" Sigurðardóttir. Nú er kominn tími til að þú vaknir Hjálmtýr til meðvitundar um það sem er að gerast í kringum þig.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 13:52
Þetta var nú bara gildra til að veiða þig Gunni vinur.
Hjálmtýr V Heiðdal, 13.10.2009 kl. 14:04
Það hlaut að vera. Gat ekki verið að þú værir ekki farinn að átta þig.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 14:51
Týri minn við sem þurfum að búa á hér út í ballarhafi, höfum nú meiri áhyggjur af því að skútan rekur stjórnlaus. Þegar einhverjir hvort það séu nú framsóknarmenn eða einhverjir aðrir leitast við að fá hjálp, þá vælir allt samfylkingarliðið. Nei Sigmundur Ernir fagnaði ferð þeirra félaga. Ég er farinn að halda að hann sé sá eini sem er ófullur af liðinu.
Sigurður Þorsteinsson, 13.10.2009 kl. 15:14
Já Sigurður minn - þetta á allt sínar skýringar. Sumar eru raunverulegar en aðrar eru tilbúningur. Þú bara velur.
Hjálmtýr V Heiðdal, 13.10.2009 kl. 16:10
Gunni - hryðjuverk eru með ypsiloni. Sennlega dregið af hroða - hroðalegur - hroðalegt (eins og sumt sem tengist Framsóknarflokknum-sem sýnir að það er stutt í hryðjuverkin hjá þeim). Engin hriðjuverk gegn tungunni.
Hjálmtýr V Heiðdal, 13.10.2009 kl. 16:12
Ja ekki frétt, veit það nú ekki. Það er nú dáldil frétt sem Framarar hafa upplýst að Norsk stjórnvöld standa bara og sitja eins og Íslensk stjórnvöld segja þeim í það og það skiptið.
Nú til dæmis stillti Jóhanna Nojurum bara upp við vegg og skipaði þeim að lána ekki fram hjá IMF. Heimtaði að það yrði lánað samkv. IMF prógramminu og að icesave yrði tengy þar inní. (Og mogginn hefur staðfest að eitt heljarmikið plott þar að lútandi.) Jóhann fjarstýrir í rauninni norskum stjórnvöldum !
Hefur einhver heyrt íslensan stjórnmálamann bera aðra eins þvælu á borð fyrir alþjóð ? Eg veit ekki en mér er það til efs. Allavega þvælu af þessari gerð sem Framarar eru með núna.
Td. hefði Guðna Ágústs aldrei dottið í hug svona rugl og hvað þá framkvæmt það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.10.2009 kl. 19:32
Ferð án fyrirheits, ferð án væntinga? Ferðin sem aldrei var farin? Sigmundur segir að ferðin hafi gengið framar vonum! Líklega var þetta bara skemmtiferð til að skemmta Skrattanum, svo mikið er víst að það tókst ágætlega!
Ingimundur Bergmann, 13.10.2009 kl. 19:59
Fyrirgefðu Týri, ég reyni alltaf að passa uppá þetta.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 20:23
Ómar - já, mikill er máttur Jóhönnu ef marka má þínar hugmyndir um heiminn.
Heimssýn framsóknarforystunnar er dálítið bundin vcið hentugleika.
Hjálmtýr V Heiðdal, 13.10.2009 kl. 20:31
Mesta lánleysi Íslands er Samfylkingarfólk og skratti sem nefnist Davíð Oddsson. Bæði þessi fyrirbæri halda að þau séu yfir lög landsins hafin í krafti valds og fyrirlitningar á venjulegu fólki. Dæmi um fyrirlitningu er gagnrýni Hjálmtýrs Heiðdal á vin sinn Gunnar Jóhannsson. Eflaust hefur Gunnar rangt fyrir sér í gagnsemi Noregsfarar Sigmundar Davíðs Kögunarsonar en hann vill vel og styður förina í góðri trú. En í staðin fyrir að taka viljann fyrir verkið finnur Hjálmtýr þessu allt til foráttu. Hjálmtýr talar um dóma og það þurfi að dæma Framsóknarmenn fyrir Íraksstríðið, kvótasvindlið og einkabankavæðinguna og sjálfsagt fyrir að gleyma að kveikja á sólinni. Allt sem í heiminum fer úrskeiðis er Davíð og Framsókn að kenna.
Fyrst Hjálmtýr gat stutt Sjálfanseskú og öll brosandi börnin í Rúmeníu eða var það Albanía? Þá hlýtur hann að geta elskað Framsókn og vin sinn Gunnar eða hvað.
Nikulás (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 07:17
Þetta mál er nú að mestu búið. Sprengjan er sprungin. Nú má deila um hvort einhverjir og þá hverjir hafi skaðast við hvellinn. Ein lítil spurning: Borga skattgreiðendur ferðalög Framsóknarmannanna eða gera þeir það sjálfir með þjóðarhag í huga?
Björn Birgisson, 14.10.2009 kl. 09:40
Þetta hefur staðið í 2 vikur og flestum ljóst að þetta var bóla og upphlaup. Mennirnir eru auðvitað á þingfarakaupi á flakkinu og þannig að hluta á okkar framfæri.
Leiðari Morgunblaðisns í gær var helgaður bændaför framsóknarforystunnar og meintum skemmdarverkum Jóhönnu forsætisráðherra.
Hádegismóri, sem ritstýrir blaðinu, skrifar:„auðvitað hefur henni þótt óþægilegt að forystumenn Framsóknarflokksins væru að vinna verkið, sem henni bar að sinna“. Þegar ferðin fræga hefur endanlega verið afgreidd af tveimur norskum ráðherrum sem erindisleysa þá kemur móri til hjálpar og reynir að láta hljóma eins og að framsóknarmenn hafi verið að vinna þjóðþrifaverk. Athyglisvert er að þessi samstaða milli framsóknarforystunnar og ritstjóra Moggans botnar í þeirri sýn hans að það „er aðeins eitt að gera og best að gera það fljótt“
Hér er átt við að skipta um ríkisstjórn. Og hvað tekur þá við?
Hjálmtýr V Heiðdal, 14.10.2009 kl. 10:03
Varla getur það versnað.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 10:41
Ekki er Sjálfstæðisflokkurinn til í tuskið, nema að undangengnum kosningum, ef marka má fjölmörg ummæli úr þeirra herbúðum. Þeir treysta eigin þingliði illa og vilja mikla endurnýjun, lái þeim hver sem vill.
"Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að fara í stjórn á þessu kjörtímabili, meiri endurnýjunar er þörf í þingliði hans áður en ég mæli með stjórnarsetu." (LAÞ)
"Sjálfstæðismenn tala um að hreinsa þurfi til í þingliðinu því þar eru margir alltof tengdir bankahruninu." (BH)
Björn Birgisson, 14.10.2009 kl. 11:07
Mig langar að koma því að, mér sýnist lítið um skemmtilega persónuleika á Alþingi núna. .. Að ég nú ekki tali um framsóknar-draslið. Í þessum flokki hef ég aldrei séð skemmtilega persónu, hvernig ætli að standi á því ?
Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 12:39
Sumir eiga í vandræðum með hvar yfsilonið á að vera og hvar ekki. Ég þekki konu sem var slök í þessu í skólanum og kennarinn var ötull við að leiðbeina henni. Í einni ritgerðinni tókst konunni að skrifa orðið gryfja á réttan hátt og kennarinn varð glaður í bragði og spurði hversvegna það væri yfsilon í gryfja. Jú, það er komið af oinu í hola.
Sigurður Sveinsson, 14.10.2009 kl. 12:54
Hér er hægt að skoða framgang lánamálsins í norska stjórnkerfinu:
http://www.stortinget.no/no/Saker-og-publikasjoner/Saker/Sak/?p=42931
Hér er herra Lundteigen að mæla fyrir málinu á þingi:
"De nordiske nasjonene Danmark, Finland, Norge og Sverige har satt som forutsetning for lånet at Island følger stabiliseringsprogrammet som er avtalt med IMF. I dette ligger bl.a. at Island overholder sine internasjonale forpliktelser. Det legges opp til at lånevilkårene i hovedsak skal følge prinsippene for IMFs lån til Island."
Gegnum alla pósta norska kerfisins er þetta grunnurinn - og í raunnin skilyrði fyrir láninu. IMF prógrammið, ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar etc. Taka skal líka eftir því hve mikil áhersla er lögð á að Norðurlönd hafi samvinnu um málið.
Svo halda einhverjir framarar að þessu sé hægt að snarsnúa sisona. Bara púff alle vekk og eitthvað algjörlega nýtt komið upp o.s.frv. Og í framhaldinu að hitt og þetta sé "pantað" frá Nojurum og virtir fjölmilar taka undir malbikið.
Nei eg skal segja ykkur það að, eins og maður nokkur sagði, Það eru ekki til lýsingarorð yfir framkomu sumra í umræddu máli. Þau orð finnast ekki í íslensku.
Simmi og Hössi verða að segja af sér þingmennsku.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.10.2009 kl. 12:59
Mér hefur alltaf skilist að Ríkisstjórnin og Seðlabankinn sjái um lánamál þjóðarinnar út á við. Þau séu ekki á könnu einstakra þingmanna í stjórnarandstöðu. Þeir mega svo sem mín vegna fljúga í austur og vestur og spjalla við félaga sína, svo lengi sem þeir borga flugmiðana sína sjálfir. Það væri þokkalegur fjandi ef allir íslenskir ferðamenn á erlendri grundu tækju upp á því að panta viðtöl við flokksformenn hist og her í heiminum - og biðja um peninga í skröltandi ríkiskassann!
Björn Birgisson, 14.10.2009 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.