14.10.2009 | 17:23
Sendum framsóknarförunautin til Moskvu
Nú verður að senda framsóknarförunautin til Moskvu - það dugar ekkert minna. Skv. leiðara Moggans í gær þá eru þeir að vinna verkin sem Jóhanna á að vinna. Simmi og Höski geta haft ráðgjafana með sér, þeir eru sagðir tengjast Björgólfi yngri og hann hefur tengsl í Rússlandi. Einkaþota Björgólfs hlýtur að vera til reiðu þegar svona þjóðþrifamál eru annars vegar! Eftir hverju er verið að bíða?
Rússar hafna láni til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Augnablik ! Var ekki sendiherrann búinn að lofa seðlabankastjóra láni? Var ekki tilkynnt af hálfu Seðlabankans að Rússar ætluðu að lána okkur? Var þetta allt bara einhver ógurlegur misskilningur snemma að morgni þegar hvorugur var almennilega vaknaður og samtalið fór fram á útlensku ?
Eiður Svanberg Guðnason, 14.10.2009 kl. 17:31
Þessu hefur Jóhanna komið til leiðar - eða þá norski seðlabankastjórinn. Johanna líklegri. Hún fjarstýrir jú nojurum og er orðin eins af 50 áhrifamestu einstaklingum í heimi.
Hún fer létt með að fjarstýra rússum - bara með annari hendi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.10.2009 kl. 18:09
Týri minn, einkaþotan hans Björgúlfs var víst dregin í burtu af yfirvöldum fyrir allnokkru. Eina einkaþotan sem eftir er tilheyrir fyrrum eiganda Glitnis og væri alveg tilvalið að ríkisstjórnin færi eins og hún legði sig til Moskvu. Það hlýtur að vera svo miklu meira spennandi að fá lán frá Rússum, enda hafa Norðmenn aldrei þótt neitt sérstaklega róttækir. Þetta yrði þá svona bræðralán. Við þyrftum ekkert að hafa áhyggjur af dagpeningum, enda er Samfylkingin með nógan afgang af styrkjunum frá Baugi. Var svo ekki allt liðið á ,,persónulegum" styrkjum frá samsteypunni. Þú færir svo með líka Týri minn og myndaðir herlegheitin. Við hér heima gerðum síðan ekkert stórmál úr því þó heimferðinni hjá ykkur seinkaði, og seinkaði, og seinkaði........
Sigurður Þorsteinsson, 14.10.2009 kl. 19:03
Hvernig væri að senda Jóhönnu frekar? Hún gæti auðveldlega húkkað far með rússneskri sprengjuflugvél gegn því að flugfreyjast fyrir áhöfnina á leiðinni.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 19:22
Uppáhaldsritstjórinn þinn sendi bloggurum tóninn um daginn. Tók reyndar fram að inná milli væru vel skrifandi og hugsandi menn og konur. Mér sýnist þú vera að mjaka þér niður í "bull" flokk bloggara.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 21:07
Ertu á launum hjá Samfylkingunni við að maka smjörklípu Hjálmtýr? Þú ert alveg útataður!
Guðmundur St Ragnarsson, 14.10.2009 kl. 22:41
Ég viðurkenni að þetta er mjög viðkvæmt mál - fyrir Framsókn. Ég er kanski of glannalegur í skrifum mínum (launalaust). Reyni að draga úr.
En ég varaði ykkur við, framsóknarmenn, strax í fyrsta pistli um málið þegar ég skrifaði „Það verður gaman að fylgjast með framvindu þessa máls.“
Þetta voru orð að sönnu. En gamanið er orðið frekar grátt - ég sé það núna.
Hjálmtýr V Heiðdal, 15.10.2009 kl. 10:51
Ekki vildi ég verða fyrir því að finna þig í utan vegar, og asnast til að reyna að aðstoða þig með rangt flokkskýrteini upp á vasann.
Ég óska Jóhönnu og Steingrími alls hins besta, og ég veit að þau eru að vinna að heilindum fyrir mig og aðra landsmenn, ég ber virðingu fyrir þeim fyrir að takast á við þetta vandasama verk, þó svo að ég sé þeim ekki alltaf sammála.
Hvor ertu efnislega á móti því að þingmenn skoði hvort eitthvað sé hæft í því að önnur þjóð vilji veita okkur lán eða er þetta bara spurning um að "réttir" þingmenn sé fengnir til verksins?
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 11:12
Týri, farðu nú og fáðu þér lækningu við þessu "Framsóknarheilkenni". Þú ert með flokkinn á heilanum.
Ef þú værir svona duglegur að skrifa um öll klaufalegheitin og klúðrið sem "þínir" menn, Vinstri-Grænir og Samfylkingin standa fyrir, væri hægt að taka mark á þér og þú myndir verða trúverðugri. Það er af nógu að taka hjá "þínum" mönnum.
Hvað með allar ráðnignarnar í opinber störf veitt og breytt í stjórnkerfinu sem þínir menn hafa verið að redda pólitískum vinum og kunningjum undanfarið og það ÁN nokkurra auglýsinga? Værir þú ekki til í að skrifa um það? - (Hefur þér kannski verið boðið gott starf innan hins opinbera?). Samfylkingin er orðin stærsta vinnumiðlun landsins, og má segja að nýtt slagorð þessa flokks sé orðið; "Samfylkingin sér um sína". Þú hefðir nú sagt eitthvað ef þetta hefðu verið Framsóknarmenn eða Sjálfstæðismenn sem hefðu staðið fyrir þessu. Þá hefði nú ekki staðið á vandlætingunni hjá þér.
Taktu þig nú saman og skrifaðu eitthvað "neikvætt" um þína menn í ríkisstjórninni, eða ertu kannski svona blindur að þú sérð ekki allt klúðrir sem þessi stjórn stendur fyrir? VG er á móti allri atvinnuuppbyggingu og erlendri fjárfestingu út af einskærri heimsku og vanþekkingu á hugtakinu atvinnulíf, en Samfylkingin vill ekki að hér verði byggt upp blómlegt atvinnulíf, því það á að svelta þjóðina til að játast ESB sem hina einu sönnu "Endlösung" á krónunni og efnahagssveiflum á Íslandi.
Ps. Ég veit þú svarar þessari athugasemd minni með orðunum; ekki svaravert, ómálefnalegt, rökleysa/rökþrot eða einhverju álíka orðum sem vinstrimenn nota þegar þeir eru sjálfir rökþrota eða vilja ekki svara óþægilegum spurningum sem snerta þá sjálfa.
Sveinbjörn B. Kjartansson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 11:14
Hjálmtýr, stríðnispúkinn í þér fer hamförum þessa daganna. Það hvarflaði að mér ástæða þess að Rússar drógu í land með lánið sé fyrirhuguð þotuleiga á Keflavíkurflugvelli sem ætlar að leigja NATO herjum og fleirum rússneskar þotur til æfinga við að skjóta þær niður.
Kristján Ottó Andrésson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 11:20
Sæll Ottó
Kann að vera að rússamálið sé flóknara en við fyrstu sýn.
En vegna áskoranna frá Sveinbirni þá ætla ég hér að skrifa neikvæða færslu um Samfylkinguna:................................þetta er erfitt.
ég verð greinilega að halda mig við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkana. Eitt og eitt skot á Hreyfinguna kemur kanski.
En til að gleðja menn þá fæ ég bara að láni efni frá Sveinbirni: „VG er á móti allri atvinnuuppbyggingu og erlendri fjárfestingu út af einskærri heimsku og vanþekkingu á hugtakinu atvinnulíf, en Samfylkingin vill ekki að hér verði byggt upp blómlegt atvinnulíf, því það á að svelta þjóðina til að játast ESB sem hina einu sönnu "Endlösung" á krónunni og efnahagssveiflum á Íslandi“
Þetta hljómar allt mjög sennilegt þótt ég hafi ekki skrifað það. Verður að duga í bili.
Hjálmtýr V Heiðdal, 15.10.2009 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.