Góðu gæjarnir

Bjarni BenNú hafa mál þróast með þeim einkennilega hætti hér á Íslandi að skúrkaflokkar Hrunsins eru allt í einu Góðu gæjarnir.

Gæjarnir sem þjóðin ætlar að hefja til vegs með því að fara á kjörstað og kjósa eins og þeim hentar best.

Icesave málið er skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokkurinn á nokkra litninga í króanum.  Það hentar því þessum flokkum best að sem allra mestur hávaði og læti verði í kringum Icesave og að sem flestir segi nei í þessari einkennilegu þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þannig fellur kastljósið síður á það sem skýrslan góða dregur vonandi fram úr skúmaskotum flokkanna sem lögðu línuna sem þjóðfélagið fylgdi fram af hengifluginui. 

Það eina sem getur blásið á þjóðrembuna og sókn Hrunverjanna Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs er að kjósendur sitji heima í stórum stíl.

Sigm. Davíð

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórfenglegur málflutningur.  Flestir kjósendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt ábyrgð sinna manna.  Margir þeirra kusu jafnvel Samfylkinguna og Vinstri Græna í síðustu kosningum.  Vinstri Grænir voru saklausir í þessu hrunamáli en voru tilbúnir að leggja höfuð sitt á stokkinn í við úrlausn þess. 

Samfylkingin eins kerling sem fór full út að keyra með fullum karli sem sat undir stýri og þau voru hirt af lögreglunni.  Fyrir dómi hamast hún við að klína dellunni upp á fulla karlinn sem keyrði og fullu kerlinguna sem einu sinni sat í farþegasætinu, allir málsaðilar eru búnir að viðurkenna sekt sína, allir nema hún.  

Þú furðar þig á því hvernig viðhorf Íslendinga hafi breyst, til forsetans og fleiri.  Sú dapra staða er komin upp að stór hluti þjóðarinnar vildi að núverandi stjórnarflokkar myndu standa sig og jafnvel byggja á þeim grunni sem slegið var upp fyrir í síðustu kosningum.  Staðreyndin er hinsvegar sú að kjörgengi eru samanburðarsport, samkeppnin ræður mestu um það hvernig þú ert metinn.  Hvernig stjórnar konum og mönnum tókst að gera Framsókn og Sjálfstæði kjörgengari en núverandi stjórnarflokka er spurningin sem þú ættir að spyrja þig, ekki hversvegna Íslenskur almúgi er svo vitlaus, láttu Þráinn um að drulla yfir þjóðina.  Steingrímur og Jóhanna hafa viðurkennt að "upphlaup" forsetans hafi valdið því að við séum með a.m.k. 70 milljörðum betri Icesave pakka á borðinu en áður.  Forsetinn er engin hetja, hann hafði samt vit á því að hlusta á þjóðina, hann gerði bara það sem meirihluti landsmanna vildi, ykkur hefur meira að segja tekist að láta hann líta vel út.  Lítið i spegil, og þá sjáið þið kannski af hverju þeim fækkar sem vilja dansa við ykkur. 

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 09:08

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mér finnst ágætt hjá þér að velja þá félaga tvo í flokkinn góða fólkið. Mér finnst þeir báðir vera góðir fulltrúar fyrir okkar framtíðarstjórnmálamenn, þá þarf að bæta við a.m.k. tveimur við úr hinum fjórflokknum. Úr VG gæti verið tilnefnd Lilja Mósesdóttir frekar en Katrín Jakobsdóttir. Vandamálið er með tilnefningu frá Samfylkingunni, því þar eru fulltrúar annað hvort búnir að fela sig undir rúmi, eða á harða harðahlaupum undan þeirri ábyrgð sem þeir bera bæði á hruninu og síðan að hafa mistekist í endurreisninni. Sennilega yrði Jón Gnarr besti fulltrúinn frá Samfylkingunni.

Sigurður Þorsteinsson, 4.3.2010 kl. 09:09

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Hvers vegna nefnir þú ekki bara mig sem fulltrúa Samfó?

En ekki er ég sammála þér um bjartar horfur kringum Sigmund og Bjarna.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.3.2010 kl. 09:46

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hjálmtýr ef þú ert ekki á harðahlaupum undan ábyrgðinni sem Samfylkingin átti í hruninu, væri ekki slæmt að fá kvikmyndagerðarmann í ríkisstjórn. Það er hins vegar afar erfið staða að vera með formann sem ekki er leiðtogi, þá er ekki líklegt að pláss myndast fyrir einhverja arftaka. Þú verður að lofa að berjast fyrir því efla atvinnulífið og útrýma atvinnuleysinu. Þá verður þú tilnefndur í stað Jóns Gnarr, enda hefur hann fengið nóg af tilnefningum. 

Sigurður Þorsteinsson, 4.3.2010 kl. 10:17

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið finnst mér hann Pétur Jóhann alltaf vera vanmetinn þegar skimað er eftir framtíðarleiðtoganum.

Ég verð að segja það.

Árni Gunnarsson, 4.3.2010 kl. 13:30

6 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

það er mikið til í því sem þú skrifar, Hjálmtýr. Mig grunar líka að hrunflokkarnir gera allt til þess að afla sér vinsældar og sleppa kannski við frekara rannsóknir.

Úrsúla Jünemann, 4.3.2010 kl. 15:02

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Æ þetta verður skammgóður vermir. Minni "þjóðarinnar" er nálega ekkert. Það er einsog þeir sem ná hljóðnemanum og syngja hæst fái flesta á bak við sig. Nei Bjarni Ben og Sigmundur hafa ekki sannað sig. Bjarni jafnvel síður enda mun bráðum fara að hrikta í stoðum Sjálfstæðisflokksins vegna óvissunar sem leiðtogastarf hans hefur leitt af sér. Framsókn skiftir bara minna máli nema að þeir komist í odda aðstöðu. Þar eru þeir í essinu sínu.

Gísli Ingvarsson, 4.3.2010 kl. 16:22

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Allir sem ekki eru 100% sammála Týra eru þjóðrembusvín eða eitthvað álíka.  Allir sem vilja búa í lýðræðisríki eru þjóðrembusvín.  Allir sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslur eru þjóðrembusvín.  Allir sem eru á móti ólýðræðislegum vinnubrögðum ESB eru þjóðrembusvín.  Allir sem eru ósammála stefnu yfirstjórn ESB í málefnum Ísraels eru þjóðrembusvín.  Allir sem ekki fýla Ingibjörgu Sólrúnu og skrumið hennar fína eru þjóðrembusvín. 

http://kryppa.com/?p=2487

Lengi lifi ESB remban!

Björn Heiðdal, 5.3.2010 kl. 08:44

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Nú er ég búinn að koma mér upp kladda þar sem ég skrái í tvo dálka.

Í dálk A fara þjóðrembusvínin og í dálk B fara fábjánarnir (skv. skilgr. Þráins Bertelssonar).

Björn Þór frændi er kominn í annan dálkinn - feitt x.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.3.2010 kl. 09:27

10 Smámynd: Björn Heiðdal

Það hlýtur þá að vera svínadálkurinn?

Björn Heiðdal, 5.3.2010 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband