Afkomuviðvörun

SimmiÞjóðaratkvæðagreiðslan er að baki. Og við blasir hver tilgangur Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins var allan tímann. Hann notaði Icesave málið til þess eins að koma höggi á ríkisstjórnina og nú vill hann komast að.

Nú segir hann: þjóðstjórn strax og kosningar í vor. Icesave málið var bara leið að markinu – lausn þess var aldrei markmið hans. Ferill þessa manns er hreint ótrúlegur. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna var hann ekki á því að hér væri um líf stjórnarinnar að tefla.

En þegar hann telur sig hafa „þjóðina“ á sínu bandi þá kemur hann loksins til dyranna eins og hann er klæddur. Samt þorir hann ekki að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina á þingi!

Stráksskapur hans og pólitískur þroski komu einnig fram þegar hann gjammaði inn í orð Steingríms J. í Silfri Egils (7/3). Þegar Steingrímur minnti á þátt einkavæðingar bankanna til flokkshollra hópa spurði Sigmundur hvort Steingrímur vildi ekki ræða komu Ingólfs Arnarssonar til landsins sem upphaf Icesave!

Hvað segir þett annað en að Sigmundur kærir sig ekki um að aðdragandi málanna sé ræddur í réttu samhengi.

Sigmundur gerir lýðskrum sitt opinskátt er hann segir í Silfrinu um lausn Icesave og þróun efnahagsmála: „eins galið og það er að halda því fram að auknar erlendar skuldir styrki gegni gjaldmiðilsins“ Hér kemur skýrt í ljós að hann er þeirrar skoðunnar að ekki eigi að borga Icesave – því það auki erlendar skuldir. Hann viðurkennir því ekki neina greiðsluskyldu þótt hann aðspurður af Agli svari ekki beint út.

Ég held að það sé kominn tími á afkomuviðvörun – annaðhvort fyrir Sigmund og Framsókn – eða þá fyrir alla þjóðina ef þessi lýðskrumshetja fær sínu framgengt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Af hverju fær hann Simmi svona mikla athygli frá þér en ekk t.d. Bjarni Ben?  Er simmi hættulegri andstæðingur Samf.?

Björn Heiðdal, 8.3.2010 kl. 17:15

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Tek einn í einu. En Bjarni er raunar í meðferð hjá DV vegna Vafninganna. Sigmundur er hinsvegar óþrjótandi uppspretta og

svo er einhver anti-framsóknarpúki sem hleypur í mig. Oft.

Hjálmtýr V Heiðdal, 8.3.2010 kl. 17:39

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Heldur þú virkilega að málið snúist um að borga Icesave eða ekki borga?  Er ekki miklu frekar verið að tala um með hvaða hætti og hversu hratt eignir þrotabús LB ganga upp í Icesave.  Frá mínum bæjardyrum séð á þrotabúið að ganga upp í þessar skuldir en auðvitað er tóm della að láta breska bankamenn græða á þessu fíneríi.  Af hverju á ekki að bæta gömlu konunni á Guernsey það sem hún missti?  Réttlæti fyrir alla en ekki bara suma.

Björn Heiðdal, 8.3.2010 kl. 20:44

4 identicon

Hæ Týri,

Ég veit ekki hvar þú lærðir þína hagfræði en ég hef aldrei vitað til þess að veikari staða þjóðarbúsins geti styrkt gjaldmiðilinn.  Getur þú útskýrt það?  Annars fannst mér þú opinbera þína afstöðu til þessa máls í síðustu færslu.  Eina ástæðan fyrir því að þú hefur viljað samþykkja alla samningana hingað til er sú að þú vilt ekki að neitt þvælist fyrir ESB umsókninni og þar ráða mestu þínir sérhagsmunir sem er fólgnir í betri aðgangi að styrkjakerfinu.  Ef ekki væri fyrir þessa blessuðu umsókn værir þú blóðugur upp fyrir haus í baráttunni gegn því að borga þessar innstæður enda ekki þinn stíll að vilja taka persónulega ábyrgð á prívat skuldum manna á borð við Björgólf Guðmundsson.

Þráinn Bertelsson sagði í síðustu viku að 5% þjóðarinnar væru fábjánar.  Ég er farinn að halda að það séu miklu nær því að vera ca 40% ef marka má þátttökuna í atkvæðagreiðslunni.  Að þingmenn og jafnvel ráðherrar skuli halda því fram að atkvæðagreiðslan hafi verið markleysa ber vott um fábjánaskap enda hefðu lögin tekið gildi ef allir hefðu farið að þeirra fordæmi og sniðgengið kosninguna og þá sætum við uppi með óskapnaðinn.  Það er nú öll markleysan.  Það eitt að Jóhanna og Steingrímur hafi setið heima er nóg ástæða til að víkja, ekki bara úr ríkisstjórn heldur alfarið úr stjórnmálum.  Í mínum augum er þetta hrein og klár vanvirðing við lýðræðið í landinu.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 22:15

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Markmiðið með lántökum hjá AGS og öðrum er fyrst og fremst til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Gjaldreyrisforðinn styður svo við krónuna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.3.2010 kl. 00:11

6 identicon

Hjálmtýr, veistu af hverju Ögmundur fór úr ríkisstjórninni?

veistu hvað Þórunn Sveinbjörnsdóttir sagði og Sigmundur Ernir, þegarr forsetinn neitaði lögunum?

hvað sagði Björn Valur?

ég skal rifja það upp fyrir þig.... " annað  hvort fer forsetinn frá eða ríkisstjórnin" og Ögmundur fór af því að Jóhanna hótaði stjórnarliðum, að  væru ekki allir í takt í Icesave málinu , þá springi ríkisstjórnin... hótun !!!

en flott hjá þér að snúa þessu á hvolf og hylja aumingjaskap ykkar með að klína þessu á Sigmund

siguróli kristjánsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 07:49

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég er ánægður með að Sigmundur á sína vini í bloggheimum, hins vegar er það spurning hvort þeir hjálpa mikið upp á sakirnar.

Björn frændi er að vísu ekki stuðningsmaður SDG en hann vill ekki mikil samskipti við umheiminn og gefur því skít í orðspor þjóðarinnar. Svo hefur hann húmör og veit eins og ég að SDS hefur broslegar hliðar.

Gunnar vinur minn er af einhverjum mér óskiljanlegum ástæðum orðinn svo mikill framsóknarmaður að það er komin fjósalykt í fína jeppann hans. Hann skilur ekki alveg hvert SDG var að fara með orðum sínum um skuldabyrði. SDG er í herðferð gegn ríkisstjórninni og þá er ekkert sparað. Þess vegna nýtir hann þau tækifæri sem Bretar, Hollendingar og forsetinn veittu honum. Hann segir að greiðsla þess sem uppá vantar í uppgjöri Icesave (þega búið er að selja þrotabúið) þyngi erlendar skuldir okkar. Það er rétt, en hann er að segja í raun að það sé hægt að komast hjá þessu með því að fylgja stefnu D: „við borgum ekk skuldir óreiðumanna“. Og þeir sem hafa lagt á sig að skoða málið í heild vita að þessi stefna DO gengur ekki upp að lokum.

Gunnar heldur að sú skoðun mín að okkur væri betur borgið í ESB byrgi mér sýn. Og jafnvel að ég haldi að kvikmyndagerðarmönnum opnist greiðari aðgangur að framlögum frá Evrópu. Hann á að vita að í dag höfum við fullan aðgang að MEDIA kerfi ESB í gegnum EES. Mínir sérhagsmunir, eins og Gunni kallar það, eru því í höfn nú þegar. Svo fer Gunnar inn á hættulegar brautir þegar hann byrjar að ræða um fábjána og reynir að tengja það við mig og fleiri sem heima sátum. Það góða við þessa atkvæðagreiðslu er að hún verur ekki aftur tekin og að helstu farartálmum er kanski rutt úr vegi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum framtíðarinnar. Það gerðist m.a. vegna þess að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkarnir sviku þjóðina 2004 þegar lögum samkvæmt átti að vera atkvæðagreiðsla. Og það hefur alltaf verið' Sjálf stæðisflokkurinn sem hefur verið andsnúinn þessum lýðræðislega vettvangi og þeir hafa alla tíð galað að forsetinn hefði ekki þennan rétt. Nú geta þeir ekki snúið til fyrri afstöðu og haldið andlitinu. Gunnar telur það vanvirðingu við lýðræðið að sitja heima. Þetta sýnir hættulega hugsun sem býr í hugskoti hans. Það er einn af lýðræðislegum kostum hvers manns í lýðræðisríki að taka ekki þátt ef honum sýnist svo. Þetta eru grundvallarréttindi og þau nýtti ég. Það eru til lönd þar sem það er refsivert að mæta ekki á kjörstað. Þar vill Gunni kanski vera?

Siguróli kemur svo með nýja ferska sýn - en misskilur gagnrýni mína á SDG. Ég er að gagnrýna hann fyrir að dylja raunverulegan tilgang sinn. Ekki um að skipta um skoðun eins og þeir sem þú vitnar til hafa kanski gert-eða kanski ekki.

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.3.2010 kl. 08:29

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Hjálmtýr Heiðdal vill girða niður um sig og gefa Bretum og Hollendingum aðgang að dýrðinni.  Þetta kallar hann alþjóðasamstarf og væntanlega kallar hann þjófnað Davíðs og vina líka samstarf og samskipti við umheiminn?  Ég sem er á móti óréttlæti sama hver eða hverjir eiga í hlut er víst einhver alveg sérstakur stuðningsmaður Norður Kóreu.

Þetta eru rökin hjá þér gegn mér sem vil taka í lurgin á Davíð, Björgólfi, Ingibjörgu og hinum þjófunum, ekki gleyma Framsókn!

Samskipti við útlönd en ekki rán og rupl.  Takk fyrir.

Björn Heiðdal, 9.3.2010 kl. 09:22

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Björn frændi

Ég sagði að þú hefðir humööör. En passaðu þig, það er líka til eitthvað sem er kallað sóðahumööör.

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.3.2010 kl. 11:42

10 identicon

Er ekki rökrétt að þau sem heima sátu í kosningunni eða sögðu já á kjörstað,og vilja endilega borga, borgi! Það er ca fylgi samfylkingarinnar. Við hin stöndum með Sigmundi Davíð, Bjarna Ben og þeim  hluta VG sem hugsar rökrænt. Farðu nú að láta af þessum bjánalega áróðri.

Sigurður I (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 12:30

11 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Í dag hitt ég 27 ára gamlan mann sem taldi að íslendingar ættu að borga ALLAR skuldir gamla Landsbankansmeð IceSafe en ekki bara helminginn af forgangskröfunum. Svona eru menn nú illa upplýstir innan um og saman við. Sigmundur Davíð rær lífróður. Hann er ekkert nema þetta óleysta mál IceSafe. Það er hans miði inn og virðist ætla að verða hans miði út. Hann á ekkert erindi í neina ríkisstjórn nokkurntíman.

Gísli Ingvarsson, 9.3.2010 kl. 13:04

12 identicon

Hjálmtýr,

Ég sagði það vera vanvirðingu við lýðræðið þega ráðherrar sitja heima, sérstaklega ráðherrar sem nýverið samþykktu lögin sem um var kosið.  Það er vissulega réttur hvers manns að taka ekki þátt í kosningum ef honum sýnist svo en það er svo annað mál hversu gáfulegt það er að nýta þennan rétt þó sérstaklega í tilfellum Steingríms og Jóhönnu í þessu tilviki.

Svo mátt þú ekki gleyma því að SDG er guðfaðir þessarar ríkisstjórnar því án hans hefði hún ekki orðið til.  Ríkisstjórnin ákvað hins vegar að efna ekki eitt einasta af þeim skilyrðum sem sett voru fyrir stuðiningi Framsóknar og þess vegna ekkert skrýtið þó menn vilji þessa hörmung frá sem fyrst.

Það voru margir sem gáfu ekki mikið fyrir hugmyndir DO um þjóðstjórn en núna er staðan orðin þannig að sá kostur er Íslands eina von!!!

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 13:23

13 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Mér heyrðist svona út undan mér að Jóhanna væri bara ekki ánægð með að fá ekki vantrauststillögu!

Hún og hennar flokkur hafa nú alltaf verið dugleg að sitja þetta Icesafe mál í þann farveg.

Því miður finnst mér nú.

Jón Ásgeir Bjarnason, 9.3.2010 kl. 13:32

14 identicon

Þetta er hættan að svona lýðskrumari komist til valda þegar fólk er orðið nógu ruglað af bulli þessara manna Bjarna og Sigmundar.

Ef einhverjir eru landráðamenn eru það þessir kumpánar sem hugsa bara um eigin rass.

Leifur (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 14:38

15 identicon

"Ég er að gagnrýna hann fyrir að dylja raunverulegan tilgang sinn. " segir þú Hjálmtýr....... og hver er hann?

Leifur....... af hverju er Sigmundur landráðamaður? og hvernig sérðu að hann er að hugsa um eigin rass, er það vegna þess að ef þú værir í þessari stöðu, þá myndir þú gera það ?

hefuru kynnt þér hvað hann stendur fyrir ? og tillögurnar 18 sem hann kom með fyrir rúmu ári síðan og allir hlógu að ? ( t.d.20% niðfellingu skulda) það hlær enginn að því lengur

siguróli kristjánsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband