Jólaglaðningur frá Ísrael

gaza by latuffÞessi frétt birtist á vef RÚV. 

„Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna á Gaza-ströndinni hefur hætt dreifingu matvæla til nauðstaddra að því er segir á vefsíðu samtakanna. Þar segir að vegna viðskiptaþvingana Ísraelsmanna séu matvæli á þrotum og hveitibirgðir uppurnar. Búist hafi verið við hveitibirgðum til Gaza 9. og 10 þessa mánaðar, en ekkert hafi orðið úr.Um helmingur íbúa Gaza, eða um 750.000, treysti á matvælaaðstoð frá flóttamannahjálpinni. Formlegt vopnahlé Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna á Gaza rennur út á morgun.“

Og heimurinn horfir á - og fagnar 60 ára afmæli Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Ísraelsríkis! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það er hins vegar til nóg til af eldflaugum á Gaza. 40 þeirra var skotið á Ísrael á síðustu tveimur dögum. Hamas segir að vopnahléinu ljúki á morgun.

Hvaða vopnahléi?

Það vantar ekkert hveiti í Gaza. Þetta er hinn venjulegi söngur UNRWA þegar þeir vita að skjólstæðingar þeirra eru að byrja hasar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.12.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: halkatla

Það ætti að reyna allt annað en svona árásir, hvenær sem er á árinu. Þetta mun bara viðhalda vandanum um ókomin ár. Þvílíkt ástand - og mannvonska. Og þá er ég ekki bara að tala um Ísrael. 

halkatla, 18.12.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Vilhjálmur heldur því fram að nóg sé til af hveiti og íslensku brennivíni á Gasa.  Til að upplýsa hann og aðra sem hafa ekki kynnt sér málið af eigin raun þá mega íbúar Gasa ekki drekka brennivín.  Það er bannað samkvæmt lögum og væri því mjög alvarlegt lögbrot.   Þessari einföldu staðreynd gleymir Vilhjálmur þegar hann segir að 40 eldflaugum hafi verið skotið á Ísrael frá Gasa.  Þetta voru ekki  eldflaugar heldur heimagerðar ragettur.  Ekki ósvipaðar þeim og lítil börn fá að skjóta hér upp á Gamlárskvöld fyrir klukkan átta.

Er ekki nauðsynlegt fyrir VÖV að halda til staðreyndum þegar hann reynir að gera lítið úr sínum eigin málflutningi með röngum staðhæfingum um brennivín og eldflaugar. 

Björn Heiðdal, 19.12.2008 kl. 20:42

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Villi er líkur gömlum húsfreyjum á íslenskum sveitabæjum hér áður fyrr. Þær stukku til - alveg ósjálfrátt - þegar gest bar að garði og helltu uppá og reiddu fram kökuhlaðborð. Um leið og minnst er á Hamas eða Gaza þá fer Villi að telja flugelda. Eða bara bulla eitthvað um Ísrael.

Hjálmtýr V Heiðdal, 19.12.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband