Hið nýja Ísland verður í ESB

ESBHörðustu andstæðingar ESB aðildar vilja ekki einu sinni fara í aðildarviðræður. Þeim hugnast ekki að þjóðin geti tekið upplýsta afstöðu til málsins.  Þeir halda því fram að hlutirnir séu á hreinu, Bændasamtökin eru búin að skoða landbúnaðarmálin og LÍU hafi sýnt fram á að fiskveiðiauðlindirnar fari undir erlenda yfirstjórn.

Þeir sem hafna aðild að ESB hafa engar lausnir aðrar en langa þrautargöngu með ónýtan gjaldmiðil, ekkert lánstraust og vonlaus viðskiptakjör. Sumir reyna að benda á leiðir til að losna við krónuna en jafnóðum kemur í ljós að það gengur ekki upp. Bjarni Ben formaður Sjálfstæðisflokksins reynir að feta leið sem hann veit fullkomlega að er ófær, evran verður ekki tekin upp nema með aðild að ESB.

Margir Íslendingar hafa rætt málin í útvarpi og sjónvarpi. Sumir opinbera yfirgripsmikla vanþekkingu á ESB, menn segja að ESB yfirtaki hér allt, Íslendingar verði kallaðir til herskyldu og Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar samtaka ESB andstæðinga, sagði í Kastljósi „að við munum hverfa undir yfirráð ESB“.

Andstæðingar ESB sem í raun trúa því sem þeir segja ættu manna mest að fagna aðildarviðræðum. Í samningaferlinu munu þeirra verstu spár auðvitað rætast og við þjóðinni blasir hið óttalega skrímsli með allar sínar kröfur og klæki. Þjóðin yrði ekki í neinum vafa þegar þetta opinberast og hafnar að sjálfsögðu aðild sem leiðir til „yfirráða ESB“.

En kjósandinn getur ekki tekið afstöðu með fordóma og rangfærslur að leiðarljósi. Hann verður að meta málið út frá sínum aðstæðum í dag og framtíð sinnar fjölskyldu. Þá vega þungt verðlags- og vaxtamál nútíðarinnar auk þeirrar eðlilegu hugsunar að foreldrar vilja búa börnum sínum góða framtíð við lífvænlegar aðstæður í því góða landi sem Ísland getur verið.

Eftir hrun bankakerfisins, afhjúpun sápukúlufjármálasnillinganna og skuldbindinganna sem mislukkaðir stjórnmálamenn skópu þjóðinni var byrjað að tala um nýtt Ísland.Draumurinn um nýtt Ísland er í rauninni óskin um lýðræðislegt þjóðfélag jöfnuðar og réttlætis. Andstæðan er flokkavaldið, ójöfnuðurinn í tekjum og aðstöðu, ójöfnuðurinn sem flokkaklíkur sköpuðu og óréttlæti ólýðræðislegra klíkustjórnmála, afhending lífsgæða til útvalinna, afhending verðmæta úr sameign í séreign. Einna hæst bar þetta skipulag ójafnaðar og flokksræðis þegar ríkisbankarnir voru seldir aðilum sem voru flokksklíkunum þóknanlegir og fiskveiðikvótar voru afhentir og meðhöndlaðir sem einkaeign.

Nú er ástandið þannig að efnahagur þjóðarinnar er í molum, lífsnauðsynleg samskipti við önnur lönd ganga illa sökum álitshnekkis og gjaldeyrishafta og gjaldþrot hlutskpti margra fjölskyldna og fyrirtækja og sömu örlög bíða fleiri ef ekki tekst að sporna við fótum.

Aðild að ESB er leið hins nýja Íslands. Með aðild yfirgefur þjóðin mislukkað peningakerfi undir stjórn sérhagsmunahópa. Þjóðin skipar sér loks að fullu í raðir þeirra þjóða sem vilja standa saman um framfarir og félagslegt réttlæti. Þetta er eina leiðin sem gerir ungu fólki fært að búa hér við þau skilyrði sem menn sætta sig við í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Hjálmtýr, sem þið önnur, hver geyma hans síðu og brúka !

Hjálmtýr !

Hvaða andskotans svartagallsraus; er þetta, hjá þér, núna. Tækifærin blasa við, um allan heim. Rússland - Kína - Indland - Ameríkurnar þrjár, svo aðeins sé nefnt.

Lítt er hugnanlegt; það viðhorf þitt - sem nokkurra annarra, að við samansúrrum okkur, við þau lönd, sem komin eru, nú þegar, undir Fjórða ríki Nazistanna, á Brussel völlum, Hjálmtýr minn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 00:21

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sem þegn í ESB getur þú ekki stutt HAMAS lengur, því þá verður þú kærður fyrir stuðning við hryðjuverkasamtök, sem eru á lista ESB yfir hryðjuverkasamtök.

Þú hljómar eins og "isti" sem byrjar á N: "Neues Island!" Þú veist greinilega ekki hvað ESB er.  Þið sem eltist við ESB hljómið vissulega eins og einhverjir sem viljið þjóna Fjórða Ríkinu. En þegar Ísland er komið inn, verður ykkur ljóst að þið eruð komin í helvíti skriffinnanna.

Það eru ekki til nógu margir Íslendingar til að velta þeim pappírum sem þarfa að velta í tengsl við ESB, til að fylgjast almennilega með. Íslendingar hafa ekki ráð á því að vera í ESB!!!!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.4.2009 kl. 05:52

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Vilhjálmur og Óskar opinbera ekki bara yfirgripsmikla vanþekkingu - þeir krydda skoðanir sínar með fordómum og slettu af heimsku.

Þeir sýna á hvaða stigi umræðan er hjá sumum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.4.2009 kl. 08:15

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Þeir sem hafna aðild að ESB hafa engar lausnir"

ertu ekki að rugla saman og snúa við? Er það ekki meira að ESB sinnar hafa engin önnur ráð, hugmyndir eða lausnir aðra en trú sína á að ESB bjargi öllu.

Hið mislukkaða peningakerfi er til komið vegna aðildar okkar að EES og þar með lögum um frjálst fjármagnsflæði til og frá ESB ríkjum. Vandi okkar í dag væri lítill ef við hefðum ekki verið í ESS. 

ESB er ekki lausnin á núverandi vanda. Miklu nær væri að kanna hvort að uppsögn á EES samningnum myndi hjálpa okkur út úr þessum vanda. 

Fannar frá Rifi, 23.4.2009 kl. 08:32

5 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Góður pistill hjá þér, Hjálmtýr. Ég bjó í Svíþjóð í 19 ár, frá 1981-2000. Umræða um aðild að ESB kom upp þar í kjölfar bankakreppunnar 1992. Það var tekist harkalega á um hvort svíar ættu að fara inn í sambandið, og þar komu öll sömu rök og sömu fordómar fram sem við sjáum í umræðunni á Íslandi í dag. Sænskur landbúnaður myndi fara á hausinn, stóru þjóðirnar útí Evrópu myndu gína yfir öllu, þýskir tannlæknar myndu kaupa upp öll sumarbústaðarlönd, osfr, osfr. Það var mjótt á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild, en Já hreyfingin sigraði. Í stuttu máli sagt kom ekkert af því fram sem hrakspármenn höfðu hrætt almenning með. Þvert á móti komst á stöðugleiki í efnahagsmálum, verðbólga hjaðnaði, vextir lækkuðu og verð á vörum og þjónustu lækkaði um allt að 30%. Sænskur landbúnaður er í góðum málum. Leið Finnlands til ESB aðildar var svipuð, en þar var yfirgnæfandi meirihluti finna fylgjandi aðild. Auðvitað breyttist margt í Svíþjóð við ESB aðildina. Ég met það svo að ESB aðildin hefði verið mikið framfaraspor fyrir Svíþjóð. Svíþjóð var gott land að lifa í fyrir aðild að ESB, en betra land að lifa í eftir aðild.

Staðreyndin er sú að við vitum ekki hvað ESB aðild mun þýða fyrir Ísland nema fara í samningaviðræður. Þegar niðurstöður liggja fyrir og hafa verið kynntar getur hver og einn metið á hvort hann/hún telji aðild vera æskilega eða ekki. Þetta er eðlileg leið í lýðræðissamfélagi. Þá gefst almenningi og hagsmunahópum gefast kostur á að bera saman núverandi ástand/aðstæður og þess sem vænta má við aðild. Síðan greiða menn atkvæði.

Ólafur Ingólfsson, 23.4.2009 kl. 08:56

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Óli

Auðvitað eru það sömu vitleysurnar sem haldið er að fólki hér og áður í Svíþjóð. Afturhald er í eðli sínu alltaf svipað.

Fannar frá Rifi

Það væri ágætt að þú reifaðir helstu hugmyndir þínar um íslenskt efnahagslíf eftir uppsögn EES samningsins. Þú getur byrjað á því að tína til allar þær lagabætur sem komu með samningnum. T.d. varðandi opnari stjórnsýslu.

Einnig væri fróðlegt hvort þú ert með svipaðar hugmyndir og Stulli bílstjóri útskýrði í sjónvarpinu í gær. Hann vill ganga í NAFTA, efnahagssvæði Suður- og norðurríkja Ameríku.

Hvernig hyggst þú höndla krónumálið? Hafna besta kostinum og finna annan verri til að fylgja þjóðinni um slíka lausn líkt og Bjarni Ben.

Þú talar um „mislukkað peningakerfi“ og ert ekki hrifinn af „frjálsu flæði fjármagns til og frá ESB ríkjum“. Útskýrðu þá hvaðan fjármagn má flæða eða hvort það eigi alls ekki að flæða.

útskýrðu það fyrir þeim sem reka fyrirtæki og stunda milliríkjaviðskipti.

Ég bíð.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.4.2009 kl. 09:18

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

fylkja þjóðinni á það að vera

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.4.2009 kl. 09:21

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Nokkrar spurningar sem Hjálmtýr ætti að svara a.m.k. í hljóði ef hann leggur ekki í að svara þeim hér.

1) Mun Ísland þurfa að aðlaga sig að stefnu ESB í utanríkismálum?

2) ESB skýrslan sem sýndi 30% lækkað matarverð með inngöngu var birt þegar gengið var í kringum 90kr fyrir eina evru í dag er hún á 168kr.  Skiptir gengishrunið þá engu í dag?

3) Upptaka Evru tæki 4 ár samkvæmt kosningatali Samfylkingarinnar en allt að sjö árum samkvæmt öðrum.  Höfum við efni á að bíða í 4-7 ár?

4) Hefur hann kynnt sér þær grundvallarbreytingar sem verða á Sambandinu við lögleiðingu Lissbons sáttmálans?

5) Er Hjálmtýr tilbúinn að upplýsa lesendur um bein fjárhagsleg tengsl sín við ESB?

Björn Heiðdal, 23.4.2009 kl. 10:06

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Svör til Björns frænda

Sæll og takk fyrir innlitið og spurningarnar.

Ég er meira en tilbúinn að svara þér hér og nú fyrir opnum tjöldum.

1) Mun Ísland þurfa að aðlaga sig að stefnu ESB í utanríkismálum?

ESB ríkin móta sameiginlega stefnu í mörgum málum sem snúa að ríkjum utan sambandsins og málum sem snerta alla heimsbyggðina.

Dæmi um slík mál eru aðgerðir í mengunarmálum, t.d. s.k. gróðurhúsaáhrif. Einnig er þróunarhjálp tekin sameiginlegum tökum og almenn milliríkjaviðskipti s.b.r. EES samninginn. Samstarfið hefur þróast í átt að frekara samstarfi efrtir því sem þjóðir sambandsins telja sér henta. Þar má nefna öryggis- og varnarmál. Hvert ríki hefur þó sína eigin utanríkisstefnu, sum eru t.d. í NATO en önnur ekki. Það verður reyndar að skoðast sem hluti af utanríkisstefnu hvers lands að ganga í ESB. Skref Íslands inn í sambandið er stórt utanríkispólitískt skref. ESB ríkin geta haft mismunandi áherslu í þeim málum sem eru rekin sameiginlega en í heildina þá kemur sambandið fram sem sterkt afl á heimsvísu. Þessi stefna er byggð á langri reynslu átaka og fórna Evrópuþjóða. Eftir styrjaldir og viðskiptastríð hafa menn fundið leiðina til þess að gera Evrópu að vettvangi friðar og framfara.

2) ESB skýrslan sem sýndi 30% lækkað matarverð með inngöngu var birt þegar gengið var í kringum 90kr fyrir eina evru í dag er hún á 168kr. Skiptir gengishrunið þá engu í dag?

Þarna kemur þú með spurninguna sem á rót sína í hinni hrikalega vondu aðstöðu okkar með ónýta krónu. Ég hef allt frá 4. ágúst 1968, þegar ég fór í mín fyrstu utanlandsferð, verið með hálfgerða skömm á blessaðri krónunni. Gengishrunið skiptir máli – en því fyrr sem við tökum upp evru því fyrr losnum við úr vítahringnum. Þig langar örugglega á lygnari sjó eins og meirihluti þjóðarinnar.

3) Upptaka Evru tæki 4 ár samkvæmt kosningatali Samfylkingarinnar en allt að sjö árum samkvæmt öðrum. Höfum við efni á að bíða í 4-7 ár?

Því miður hefur stjórnmálamönnum tekist að tefja þetta mál árum saman og súpum við seyðið af því. Ég vona að þetta sé hægt á skemmri tíma – en biðin verður áfram skrifuð á þinn reikning (og þinna líka).

4) Hefur hann kynnt sér þær grundvallarbreytingar sem verða á Sambandinu við lögleiðingu Lissbons sáttmálans?

Ég sé ekki betur en að þær þjóin þeim tilgangi að bæta sambandið og auka lýðræði.

5) Er Hjálmtýr tilbúinn að upplýsa lesendur um bein fjárhagsleg tengsl sín við ESB?

Þú ert auðvitað að vísa í MEDIA styrkina sem ég hef fengið til kvikmyndagerðar. Ég sagði síðast frá þeim á Rás 2 í gærmorgun.

Eitthvað fleira?

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.4.2009 kl. 12:36

10 identicon

Sæll Hjálmtýr,

Mikið væri nú óskandi að draumsýn ESB sinna væri veruleiki og það væri hreint dásamlegt ef við gætum boðið þjóðinni uppá samning sem tryggir skilyrðislaus yfirráð okkar yfir auðlindunum og að landbúnaðurinn yrði skilgreindur sem heimskautalandbúnaður.  Og að sjálfsögðu eigum við að sækja um sem fyrst og láta á þetta reyna og til þess að tryggja að okkur verði ekki boðinn ónýtur samningur þarf Framsóknarflokkurinn að hafa aðkomu að samninganefndinni.

En hvernig svo sem þetta ESB mál okkar þróast þurfum við aðgerðir hérna innanlands strax og þar skiptir mestu máli að koma til móts við þær þúsundir heimila og fyrirtækja sem þurfa nú að bera byrðar af lánum sem hafa hækkað ótæpilega, sum jafnvel meira en tvöfaldast.  Það er aðallega þrennt sem hefur orsakað þessar gífurlegu hækkanir lánanna.  Í fyrsta lagi eru það örfáir svokallaðir útrásarvíkingar sem ætluðu sér að sigra heiminn með óábyrgum fjárfestingum í útlöndum.  Í öðru lagi eru það misvitrir og reynslulausir bankamenn sem lánuðu fyrir þessum fjárfestingum gegn litlum og/eða engum tryggingum.  Og síðast en ekki síst eru það sofandi stjórnmálamenn sem létu ótal viðvaranir sem vind um eyru þjóta og sögðu okkur skuldurunum vísvitandi ósatt um ástandið.  Lántakandi sem tók t.d. 40 milljóna myntkörfulán árið 2006 stendur núna uppi með tæplega 100 milljóna króna skuld og má færa rök fyrir því að viðbótin sé skuld sem aðrir stofnuðu til með óábyrgum hætti.  Það er þess vegna réttlætismál að ALLIR skuldarar fái leiðréttingu þó ekki sé nema að hluta til, burt séð frá því hvort viðkomandi geti borgað eða ekki.

Það kom skýrt fram hjá Össuri Skarphéðinssyni á RUV í gær að niðurfellingin myndi koma til framkvæmda og hann gekk meira að segja svo langt að yfirtrompa Framsóknarflokkinn með því að segja að í sumum tilfellum yrðu lán afskrifuð um 50%.  Eini munurinn á þessum flokkum er sá að Samfylkingin vill bíða með aðgerðir þar til heimilin eru komin í þrot og handvelja þá sem eiga að fá aðstoð á meðan Framsóknarflokkurinn vill gera þetta strax með 20% niðurfellingu á línuna.  Framsóknaflokkurinn vill legga til aðtoð við alla skuldara, ekki bara útvalda.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:44

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna er vanþekkingin enn á ferð Björn Heiðdal og ekki að undra þar sem alkyns fordómar ráða för á svo mörgum sviðum þessarar umræðu. Það ætíð svo að ef þú þekkir ekki hlutinn þá kemur óttinn og sögur fara á keyk.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.4.2009 kl. 13:48

12 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég er bæði tilbúinn að ræða þessi ESB mál í gríni og alvöru en Hjálmtýr frændi og Hólmfríður vilja greinilega hafa þetta á einhverju Morfís plani.  T.d. kallar Hólmfríður það fáfræði að vilja fá einföld svör við einföldum spurningum.  Hún tengir líka þetta spurningaflóð hjá mér við "alkyns fordóma" hvað sem það nú þýðir.  Varðandi svar Týra við fyrstu spurningunni þá líst mér einfaldlega ekkert á þessa "sameiginlega stefnu í mörgum málum".  Ísland á að vera leiðandi í friðarmálum og rödd skynseminnar á vettvangi alþjóðamála.  Við eigum ekki að þurfa að bugta okkur og beygja fyrir stefnu Tonys Blair/George Brown eða Sarkozys Frakklandsforseta.  Var ekki nógu slæmt að vera leppur Bandaríkjanna í 60 ár?

Síðan skil ég ekkert hvernig Týra dettur í hug að gera lítið úr gegnisfalli krónunnar og áhrifum á forsendur verðútreikninga í þessum skemmtilegu ESB skýrslum.  Það bara skiptir öllu máli á hvaða forsendum við tökum upp Evru eða berum saman verð milli landa.  Hér þarf ekki hagfræðiprófessora heldur dugar einfaldur barnaskóla útreikngur.

En eitt getum við öll verið sammála um.  Innganga í ESB og hugsanleg upptaka Evru ef veður leyfir yrði feiknanlega atvinnuskapandi.  Það þarf fleiri hundruð manns til að manna allar nefndir og sinna hagsmunagæslu fyrir hönd Íslands.  Síðan í lokinn smá efni til umhugsunar fyrir alla þá sem halda að Lissbon sáttmálinn auki lýðræði en fækki ekki röddum í heimi alþjóðastjórnmála!

"The Treaty introduces a single legal personality for the Union that enables the EU to conclude international agreements and join international organisations. The EU will therefore be able to speak and take action as a single entity."

Björn Heiðdal, 23.4.2009 kl. 14:47

13 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég er sammála þér Hjálmtýr og sérlega athyglisvert er að lesa innlegg nr 5 um Svía fyrir og eftir Evrópusambandsaðild. Ég þekki sænska kerfið allvel, vinn þar stundum. Halda menn virkilega að Svíar hafi afsalað sér sjálfstæði og auðlindum eftir inngöngu í Evrópusambandið? Hafa sænskir stjórnmálamenn ekkert hlutverk lengur? Það er nú eitthvað annað. Ég held við ættum ótrauðir að halda landinu opnu fyrir nýjum áhrifum, nýjum kúltúr. Það hefur alltaf reynst best að tengjast öðrum þjóðum. Íslendingshátturinn hann drepst ekki svo glatt - hann getur þvert á móti eflst. Við skiljum okkar sérstöðu eingöngu í samhengi við aðrar þjóðir.

Guðmundur Pálsson, 23.4.2009 kl. 14:48

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Guðmundur

Nýir menningarstraumar eru góð búbót, en menn verða alltaf að kunna fótum sínum forráð og fylgja fordæminu sem Sævar Karl auglýsti: „ég vel aðeins það besta“.

Það er einhver heimóttarskapur ráðandi hjá svo mörgum í umræðunni um ESB. Tökum Björn frænda minn sem dæmi. Hann er duglegur að vera á móti og sér ESB sem óttalegt bákn sem valtar yfir smátittlinga eins og okkur. Hann gengur ekki jafn langt og Villi og Óskar hér fremst í athugasemdadálknum. Þeir bulla og bölva um „fjórða ríkið“ með tilvísun til þriðja ríkisins. Þeir gefa staðreyndum langt nef og gefa skít í þá staðreynd að stofnun og þróun ESB tengist m.a. lærdómunum Evrópu af stríðinu 39-45.

Stundum undrast ég rökræðulistina sem er ástunduð, þetta er líkara skotgrafahernaði en framsetningu hugmynda og röksemdafærslu með og á móti - jafnvel mitt á mill.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.4.2009 kl. 15:11

15 identicon

Góðan dag; Hjálmtýr, og þið önnur, hér á síðu !

Hjálmtýr ! Ber þá; að túlka orð þín (í athugasemd. no. 3), sem orð manns, sem er svo gáfaður, að allir aðrir kunni ekki, að draga vitrænar ályktanir, nema þú ?

Hyggilegast; líklegast - að ónáða ekki slík ofurmenni, sem þú þykist vera, Hjálmtýr minn.

Og; afsakaðu, margfaldlega,......... ónæðið - rökheldi maður !

Með; kveðjum, í styttingi nokkrum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:13

16 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bendi á að maður sækir annað hvort um ESB eða sækir ekki um ESB. Aðildarviðræður eru orðskrípi.

Héðinn Björnsson, 23.4.2009 kl. 15:18

17 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunnar

Þú ætlar að kjósa Framsóknarflokkinn sem fór í lúsahreinsun. Þú gleymir kanski einu í orsakaupptalningunni: flokkspólitískri glæpamennsku þegar bankanir voru seldir sérvöldum (VSOP) gæiðngum.

Þótt þú ætlir að kjósa Framsókn þarft þú ekki að aðlaga þig gleymskutrikkinu þeirra (þeir vildu örugglega eiga tæki eins og notað var í myndinni Men in black).

Þú segir ef „við gætum boðið þjóðinni uppá samning“. Ertu kominn lengra innundir hjá Maddömu Framsókn en ég vissi?

Lestu svo grein á bls.33 í Mogganum eftir Björn Matthíasson hagfræðing.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.4.2009 kl. 15:19

18 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Óskar

Ályktunin er mín og getur verið heimskuleg eða vitræn. Þetta eru bara viðbrögð við því sem þú settir fram - maður dregur óhjákvæmilega einhverjar ályktanir um ástand manna þegar framsetningin er glannaleg.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.4.2009 kl. 15:23

19 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Héðinn.

Eru ekki aðildarviðræður eitthvað sem tekur við eftir að ríki sækir um? Þetta er heljarinnar vinna býst ég við. Í mörg horn að líta. Passa auðlindirnar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.4.2009 kl. 15:27

20 identicon

Sæll; Hjálmtýr !

Hvar; þú svaraðir mér, af einurð nokkurri - má ég til, að benda þér á, að þegar Franskir sjómenn, og bifreiðastjórar, leituðu til Sarkozy´s, um aðstoð stjórnar hans, vegna hins himinháa olíuverðs, upp úr miðju sumri, 2008, gat hann ekki; einhliða, komið þessum stéttum til liðs - heldur; varð hann að gæta samráðs, við Merkel kerlinguna þýzku, sem og ''framkvæmdanefndina''í Brussel, áður af stað yrði farið, með einhverjar aðgerðir.

Segir þetta ekki okkur; allt, sem segja þarf - um Brussel valla ofríkið ?

Með; mun mildilegri kveðjum, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:32

21 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Jæja Björn frændi

Röðin komin að þér. Ég er sammála þér að við eigum að tala fyrir friði og skynsamlegum samskiptum manna og þjóðríkja. Ég get ekki séð að við missum röddina þótt við séum í ESB. Við erum áfram sjálfstæð þjóð og erum í SÞ. Stundum margvísleg samskipti við aðrar þjóðir e.t.c. Þið andstæðingar ESB megið ekki falla í eigin gildru ef svo má segja. Þú ert búinn að mála skrattann svo stóran og sterkan á vegginn að hann er orðinn alltumlykjandi og ógnarlegru. Í umsóknarferlinu (ánægður Héðinn?) getur þú slakað á og tekið hvert atriði sem upp kemur og skoðað og metið hvort ástæða er til að óttast eður ei.

Ég geri ekki lítið úr gengisfallim krónunnar - hún er búinn að plaga mig allt mitt líf. Ég var námsmaður erlendis þegar helvítið féll um tugi prósenta. Þekki þetta af eigin „raunum“.

Ræðum betur um Lisbonsáttmálann seinna. Þarf að sinna öðru rétt núna. Kosningar nálgast.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.4.2009 kl. 15:35

22 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Illa upplýstir frambjóðendur.

Svandís veit þó hvað hún er að tala um varðandi ESB aðildarumsókn. V-G,  Frjálslyndir og Sjálfstæðisflokkur gera sér grein fyrir því hvað ESB stendur fyrir.

Hinir flokkarnir nálgast ESB af fullkomnu þekkingarleysi og  ætla bara að prófa að ræða við risann og sjá til hvað hann býður. Hvar hafa þessir frambjóðendur haldið sig undanfarin ár? Hafa þeir ekkert fylgst með fréttum af spillingu og valdníðslu ESB? Hafa þeir ekki hlustað á gagnrýnisraddir almennings í aðildarlöndunum? Að halda það að ESB sé að bjóða íslendingum einstök kjör sem önnur ríki ESB geta ekki látið sig dreyma um, er álíka heimskulegt og að prófa að tala við Kínverja og bandaríkin og sjá til hvort að þessi ríki bjóði íslendingum einhverskonar aðildarsamninga sem eru gjörsamlega frábrugðin allri stefnu þeirra.

Það verður þokkalegt þegar að íslendingar verða kallaðir í ESB herinn sem rætt er um að stofna, og ekki veitir af Evrópuher eftir að Tyrkland er komið inn í ESB, því þá liggja landamæri hinnar sameinuðu Evrópu að Íran og Írak!

En hvað með það þó svo að íslendingar verði í framtíðinni að gegna herskyldu vegna fáfræði Framsóknaflokks Borgarahreyfingarinnar, Samfylkingarinnar og Lýðræðishreyfingarinnar? Við fáum þó Evru! En mun evran lifa kreppuna af?  Af hverju ekki að bíða með gjaldmiðlaskipti þar til að við erum búin að ná okkur upp úr botninum og heimskreppan gengin yfir? Þá væri upplagt að taka upp þann gjaldmiðil sem er hægt að treysta til framtíðar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.4.2009 kl. 15:36

23 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Óskar - örstutt:er þetta skjaldarmerki þitt eitthveert rússneskt royalistatákn? Erfitt að ráða í það.

Ég er hrifinn af ritstíl þínum. Þú misskilur eitthvað með „kellinguna„ og Sarkosky - er þetta ekki reglan um bann við mismunun samkeppnisaðila? Þetta er einn markaður.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.4.2009 kl. 15:40

24 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég kíkti á bloggsíðu Guðrúnar og varð margs vísari. Hún bloggaði m.a. um að Íslendingar ættu að taka upp vöruskipti vegna hinnar ónýtu krónu.

Hér er sýnishorn af hugmyndum Guðrúnar:

„Saltfisk sem greiðslu fyrir hótelgistingu á Spáni og Portúgal

Eldislax, reyktan og grafinn sem greiðslu á ítölskum vörum.

og jafnvel sjúkrahúsaðgerðir sem greiðslu fyrir bandarískan innflutning“

Nú vil ég vita hvað CCP á að biðja um í staðinn fyrir evrur og dollara? Þeir eiga mikil viðskipti við einstaklinag.

Svo skil ég ekki hvernig á að borga gistingu á Spáni með saltfisk? Á ég að kaupa saltfisk og taka með eða á ég að semja við saltfiskútflytjanda um að hann borgi fyrir mig með saltfiski óbeint. Er ekki berta þetta með Visa og Euro (eða evró)?

Guðrún er skemmtileg viðbót við flóru ESB andstæðinga.

Dæmi: „og ekki veitir af Evrópuher eftir að Tyrkland er komið inn í ESB, því þá liggja landamæri hinnar sameinuðu Evrópu að Íran og Írak!“

Tyrkland hefur sjálft mjög öflugan her og spurning hvort ungir Íslendingar bættu einhverju við varnargetu þeirra. Hér er ekki her og ekki herskylda og verður svo ef við ákveðum það. Þetta er enn eitt dæmið um þvílíkan rugludallatilbúning menn reiða fram til þess að efla ótta sinn við ESB.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.4.2009 kl. 16:09

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem ég er samt svolítið hissa á er, hvað ýkjusögur  varðandi esb eiga miklu fylgi að fagna meðal þjóðarinnar.

Þetta er að verða að sérstakri þjóðaríþrótt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2009 kl. 16:10

26 identicon

Komið þið sæl; enn !

Hjálmtýr !

Skjaldarmerkið; er að sönnu, að stofni til, hið forna tákn Miklagarðsríkis (hins Austur- Rómverska - stundum nefnt; Gríska keisaradæmið 395 - 1453, síðar Rússneska keisaradæmisins), hvað var í miklum metum hjá mér, og er enn, þó ekki væri; nema fyrir Halldór Snorrason (goða, Þorgrímssonar), og aðra þá Væringja - á sinni tíð - um þá las ég mikið, á bernskuárum mínum, á Stokkseyri.

Hvað þá Sarkozy - og sjómenn og bifreiðastjóra varðar, vísa ég til upprifjunar (úr mínum kolli - án hjálpar Wikipediu, eða annarra gagnaveitna), en misminni mig ekki, hafði Sarkozy ekki tök á, einhliða aðgerðum - það er; Í HVELLI, á nútíma íslenzku, þessum greinum hins Franska atvinnulífs, til handa - svo mikið, er víst.

Þannig; að þunglamalegt skrifræðis bákn - ætti hvergi, að eiga sér stað, á þeirri tækniöld, á hverri við lifum - hvað þá; skrímsli, eins og ESB, gott fólk.

Með; ágætum kveðjum, sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 16:12

27 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Góð ábending Einar.

Sumir halda að ESB málið sé bara um krónur og evrur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.4.2009 kl. 16:29

28 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hjálmtýr, vöruviðskipti eigum við að nota til hliðar við hefðbundin gjaldeyrisviðskipti en ekki í staðinn fyrir þau.  Við getum sparað mikinn gjaldeyri og aukið hér verðmætasköpun og atvinnusköpun með því að efla vöruviðskipti. Sem myndu leiða til styrkingar ísl,krónunnar og lækkunar vaxta. Sem myndi þá einnig búa krónuna betur undir hugsanleg gjaldmiðilsskipti, en þau ættum við að athuga þegar að kreppan er að baki og þá fyrst getum við valið þann gjaldmiðil sem hentar ísl. efnahagslífi.

Til að útskýra dæmið með saltfiskinn gæti það litið svona út. Ferðaskrifstofan greiðir fyrir hótelgistingu á Spáni og Portúgal þar með sparar hún gjaldeyrinn og eflir atvinnu hér.

Ríkið gæti samið við Svía og Finna um að greiða fyrir allan pappír sem fer til stjórnsýslunnar skóla og heilbrigðiskerfisins með fiski, sem þeir gætu síðan nýtt í skólum sínum og sjúkrahúsum Svíar og Finnar eiga við mikinn samdrátt að stríða í útflutningi núna í kreppunni, við gætum svo að sjálfsögðu leitað til þeirra eða annar ESB þjóða til að kaupa lyf fyrir heilbrigðis og tryggingageirann sem við greiðum fyrir mð fiski.

Við eigum vel menntað og reynslumikið viðskiptafólk sem gengur um atvinnulaust,. Við ættum að gefa því tækifæri til að koma á vöruskiptasamningum.

ESB her er grafalvarlegt mál og þú afgreiðir það mál af furðulegri léttúð.

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.4.2009 kl. 16:37

29 identicon

Komið þið sæl; enn á ný !

Einar Hansson og Hjálmtýr ! Einar.

Hafir þú gluggað; á mína síðu, mættir þú sjá, hversu oftlega ég hafi bent á Norðurhjara samstarf : Kanada - Grænlands - okkar - Færeyja - Noregs og Rússlands, meðal annars. Svo ekki sé nú talað um, Vesturheim, sem og fjarlægari Austurlönd.

Ætli; Norðmenn muni ekki enn - nokkuð margir, brölt Þjóðverja, sem yfirgang allan, í heimsstyrjöldinni 2., ágætu drengir ?

Líkast til; hefðu sigurvegararnir, 1945 átt, að splundra Þýzkalandi, í sínar gömlu frumeindir - líkt og verið hafði, fram á 19. öldina sem þá voru, konungdæmi - hertogadæmi - erkibyskupadæmi og svo framvegis.

Þjóðverjar eru; og hafa verið - leiðinlegasta ribbalda þjóð okkar álfu, aldirnar um kring, og viljað stjórna öllum málum, í þökk; eða óþökk nágranna sinna, nær, sem fjær.     

En; ekki skortir þá ögunina - né skipulagshæfileikana, þessa andskota.

Hyggilegast er því; að hafa þá, sem fjærst okkur, um ókomin ár enn, ágætu drengir.

Legg til; að íslenzki ESB söfnuðurinn fái skjól, í garðholu Merkel kerlingarinnar - um aldur og æfi, og láti okkur hin í friði vera - þaðan í frá.

Með ágætum kveðjum; sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 16:50

30 Smámynd: Björn Heiðdal

ESB sinnar eru skringilegur söfnuður rétt eins og þeir sem vilja ekki ESB.  Hvað á t.d. Hjálmtýr Heiðdal sameiginlegt með Jóni Ásgeiri?  Þeir vilja báðir aðild að ESB og telja sig vera að berjast fyrir réttlæti og lægra matarverði.  Gengishrunið sem Jón Ásgeir, Davíð Oddsson og fleiri glæpamenn bera ábyrgð á hefur séð til þess að við fáum ekki lægra matarverð með inngöngu.  Sá draumur skreið í klósettið með fallinu!  Hvort sem mér eða ykkur líkar betur eða verr þá hefur íslensk framleiðsla orðið samkeppnisfærari með krónufalli. 

Nú skal spurt hvað græða íslenskir bændur á inngöngu landsins í ESB?  Alvöru svar óskast ekki kosningabrandarar!

Björn Heiðdal, 23.4.2009 kl. 18:58

31 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hjálmtýr:

Frábær pistill hjá þér og ég er sammála þér í nær öllu.

Ég vil þó meina að skilgreining þín á hinu Nýja Íslandi nái aðeins til vinstri manna. Við hægri menn viljum líka sjá nýtt Ísland, sem á þó ekki helst að byggjast á jöfnuði í tekjum, en tekur undir orð þín varðandi jöfnuð í aðstöðu, jöfnum tækifæra fyrir alla sem land þetta byggja. Undir kröfu þína um lýðræðislegra þjóðfélag geta allir tekið undir, hvar sem þeir eru í flokki og sömu sögu má segja um flokksklíkur og klíkustjórnmál, afhendingu lífsgæða til útvalinna, en get ekki tekið undir með þér varðandi "afhendingu" verðmæta úr sameign í séreign.

Ef maður ber þessa áherslupunkta okkar saman, sér maður muninn á vinstri og hægri stefnu, sem er mjög skýr.

Umræðan um aðild að ESB er ekki af þessum toga spunnin, snýst ekki um hægri/vinstri pólitík!

Óskar:

Mikið er þetta Þjóðverjahatur ykkar andstæðinga ESB mikið. Ég vil minna á að aðrar þjóðir hafa einnig farið ránshendi um Evrópu og heiminn allan. Nægir þar að nefna Rússa, Frakka, Breta, Bandaríkjamenn, Japani o.s.frv. Þjóðverjar báru vissulega ábyrgð á tveimur heimsstyrjöldum á síðustu öld, en Frakkar báru einnig ábyrgð á stórum styrjöldum á 19. öld. Það eru alltaf stórríki, sem standa fyrir stórum styrjöldum og liggur það í hlutarins eðli. Smáþjóðir hafa einfaldlega ekki burði til slíkra hluta. Ég bjó á meðal Þjóðverja í 12 ár og eignaðist börnin mín með þýskri konu. Þjóðverjar eru upp til hópa yndislegt fólk og menning þeirra stórkostleg, ég vil segja næstum einsdæmi. Þeir eru heiðarlegir og orðheldnir og vinir vina sinna. Ég lærði margt af dvöl minni þar og er þeirrar skoðunar að við gætum lært ýmislegt af þeim varðandi skipulagningu, ráðdeildarsemi og nægjusemi.

Ég hef ekkert á móti stjórnmálaflokkum,  Andstæðan er flokkavaldið, ójöfnuðurinn í tekjum og aðstöðu, ójöfnuðurinn sem flokkaklíkur sköpuðu og óréttlæti ólýðræðislegra klíkustjórnmála, afhending lífsgæða til útvalinna, afhending verðmæta úr sameign í séreign.

Að sjálfsögðu geta Frakkar ekki einhliða tekið upp styrki til sinna sjávarútvegsfyrirtækja eða fyrirtækja sem starfa við vöruflutninga. Öll þessi fyrirtæki starfa á sama markaði og slíkir styrkir myndu bæta stöðu franskra fyrirtækja í þessum atvinnugreinum gagnvart svipuðum fyrirtækjum annarsstaðar innan ESB.

Héðinn:

Það er mikill misskilningur hjá þér að maður sæki bara um aðild líkt og maður sækir um vinnu.

Hver einasti aðildarsamningur ESB við nýtt ríki er sérsaumaður, þótt ekki sé hægt að fá undanþágur frá grundvallarsjónarmiðum ESB.

Eitt af grundvallarsjónarmiðum ESB er einmitt að semja um hlutina á málefnalegan og réttsýnan hátt. Það er ekki stefna sambandsins að "valta" yfir aðildarríkin, heldur að skapa sátt um málefni. Af þessum sökum er stundum tímafrekt að ná niðurstöðu. Ósætti og deilur milli aðildarríkjanna eru mjög sjaldgæf.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.4.2009 kl. 19:50

32 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Einar Hansson, og Guðbjörn tollheimtumaður Guðbjörnsson !

Jú; líkast til, megið þið, hafa þetta Þjóðverja dekur, fyrir ykkur, ágætu drengir.

En; minnumst jafnframt, átaka Englendinga, frænda okkar, við Hansa kaupmenn og erindreka Þýzkalandskeisara, hér heima á Íslandi, á 15. og 16. öldunum, meðal annars. Þar áttum við; Englendingum að þakka - mestan part, að Þjóðverjar komu sér burtu; því,, ekki voru Danir, einar helztu undirlægjur Þýzkalands í dag, svo burðugir, að taka á málum, þó heita ætti, að Ísland væri, undir þeirra stjórn.

Einar ! Ég hygg; að frekar megi segja mig, staðinn að eftirá dómum - fremur en fordómum, gagnvart þessum andskotum, ágæti drengur.

Með ágætum kveðjum; að nýju /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 20:44

33 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þeir sem vilja alveg loka á aðild að ESB verða að svara þessum spurningum:

  1. Vilja þeir hafa 20-30% okurvexti á fólk og fyrirtæki? Vextir munu eitthvað lækka en fróðir menn telja að vextir hér verði alltaf a.m.k. 5-6% hærri en í nágrannalöndum okkar miðað við óbreytt ástand í peningastjórnun.
  2. Hvernig á að koma í veg fyrir sveiflur á gengi krónunnar í framtíðinni, allt að 100% eins og við höfum upplifað og þar með gjaldþrot heimila og fyrirtækja í þúsundatali? Ég veit að það er kreppa í heiminum, en það var gengishrun upp á 30-40% fyrir 6-7 árum síðan, fyrir utan hinar tíðu gengisfellingar á sjöunda til og með tíunda áratug síðustu aldar.

Theódór Norðkvist, 23.4.2009 kl. 21:17

34 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er lítið mál að svara Theódóri ef hann vill hlusta.  Vextir á Íslandi eru stjórntæki en ekki náttúrlögmál eins og góða veðrið í Brussel.  Þeir voru keyrðir upp til að moka gjaldeyri undir rassinn á þessum útrásarglæpamönnum og hjálpa til við fjármögnun Kárahnúkavirkjunar.  Ef jafnvægi ríkti í þjóðarbúskapnum og skynsemi réði för þyrftu vextir ekki vera mjög háir.

Hvað varðar gengissveiflur á gjaldmiðlum þá er það ekkert sér íslenskt fyrirbæri.  Bretar standa í sömu sporum og við, síðan kvarta mörg ítölsk útflutningsfyrirtæki undan sterkri Evru.  Aldrei er hægt að gera öllum til hæfis en kannski væri ráð að takmarka fjármagnsflæði milli landa.  Svo er ein spurning til ESB sinna.  Ef Ísland fengi að taka upp Evru þyrftum við þá ekki lengur að afla gjaldeyris og allir gætu farið að strauja skyrtur og selja innflutt föt?  Hvernig verða Evrur til á Íslandi?

Björn Heiðdal, 23.4.2009 kl. 22:16

35 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Theodor, er evran að bjarga Lettlandi?

Það fer ekki endilega saman að vera á móti inngöngu í ESB og samþykkja það að ísl. krónan verði okkar eilífðar gjaldmiðill.  Andstaðan er eingöngu bundin við það að fara inní ESB.

Það er fyrirsjáanlegt að við verðum að styrkja hér undirstöður landsins áður en við skiptum um gjaldmiðil, annars myndi venjulegur skrifstofumaður á  VR taxta vera sambærilegur og skrifstofumaður í austur-Evrópu í launum en við hljótum öll að vilja að þessi VR taxti væri nær launum skrifstofumanns í V-Evrópu. Þessvegna verðum við með öllum ráðum að styrkja gengi ísl. krónunnar og það getum við gert m.a. með því að efla vöruviðskipti og efla atvinnu og verðmætasköpun hér á landi. það er vel hægt. Þegar að það hefur tekist, getum við tekið upp annan gjaldmiðil sem mun þá hafa staðið af sér heimskreppuna.

Hátt gengi Evru hefur kostað Spánverja og Portúgala túrismann, og lágt gengi ísl. krónunnar hefur fært okkur íslendingum túrismann. það væri vonlaust að efla tekjur af ferðamönnum ef við værum hér með evru. Og það er blátt áfram grátlegt að fylgjast með ESB sinnuðum frambjóðendum Samfylkingarinnar lofa stöfum innan íslensku ferðaþjónustunnar ásamt upptöku evru, sem myndi einmitt rústa íslenskri ferðaþjónustu! það er ekki bæði sleppt og haldið.

Það er alheimskreppa. austur-Evrópa er að draga þjóðir ESB niður og margir  sérfræðingar spá því að ESB muni ekki lifa þessa kreppu af. 

En ég þarf að útskýra betur vöruviðskiptin fyrir Hjálmtý.
Grunnur þeirra byggist á að spara gjaldeyrinn, við höfum reyndar ekki um neitt að velja eftir að AGS tók okkur uppá sína arma. 

Gistingu á Spáni og Portúgal væri hægt að kaupa af þarlendum veitingahúsa/hótelkeðjum sem tækju íslenskan saltfisk sem greiðslu. þessar keðjur ganga í gegnum mikinn samdrátt vegna heimskreppunnar og hás gengis evru gagnvart öðrum gjaldmiðlum, og þess vegna eru að opnast allskyns leiðir fyrir viðskipti af þessu tagi. En semsagt væri þá íslenska ferðaskrifstofan að kaupa saltfisk af íslenskum framleiðendum til að nota sem greiðslumiðil. Með þessu móti eflist verðmæta/atvinnusköpun hérlendis, og styrkist grundvöllur allra þeirra sem starfa við ferðaþjónustuna.

Hvalkjöt seljum við til Japans fyrir bíla og tæknivörur ef ekki er hægt að selja kjötið fyrir gjaldmiðil.

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.4.2009 kl. 22:29

36 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Athyglisverðir punktar.  ESB aðila hefur alltaf snúist um lífskjör.  Annað hvort hafa lönd gengið inn í ESB til að viðhalda sínum lífskjörum eða til að bæta þau.  Öll Evrópulönd sem eru með þjóðartekjur undir ESB meðaltali hafa alltaf sótt um aðild.  Fyrir Ísland þýðir þetta að það er bara tímaspursmál hvenær við sækjum um, ekki hvort.  Launataxtar lægst launuðu á Íslandi hafa fallið um tæp 40% í evrum á innan við 2 árum og eru nú sambærilegir við suður og austur Evrópulönd.  Því meir sem við drögumst aftur úr því meiri þrýstingur verður á að sækja um aðild.  Spurningin er aðeins hversu mikið þurfa þjóðartekjur að falla áður en sótt er um?

Ps.  Þeir sem eru að hugsa um sjávarútvegsstefnu ESB bendi ég á að lesa nýja skýrslu Joe Borg sjávarútvegsstjóra ESB. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.4.2009 kl. 22:56

37 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Skemmtilegar umræður, enda á vísan að róa þegar spjallvinur minn Óskar Helgi er annars vegar.

Guðrúnar rök eru þó heldur furðulegri, ..... og nenni ég ekki að fara út í aðrar "ljósku ásakanir" af hennar hálfu, það hálfa væri nóg.  Hér boðar Guðrún alveg nýja og ferska hagfræði og útskýrir af gaumgæfni, hvernig vöruskiptahagkerfi nútímans gæti virkað,  svona rétt eins og þegar krydd austurlanda var þeirra helsti gjaldmiðill á fornöldum.

Við verðum fyrst að gera og gera, er söngur sem hljómað hefur s.l. 20 ár, þegar ESB / EVRU umræðunni skýtur upp.  Hún svarar því ekki þó hvaða vörur hugbúnaðarfyritækið CPP gæti hugsanlega tekið við í skiptum fyrir þeirra vöru, og hvað þeir ættu svo að gera við þá vöru.  Eða er verið að boða "vöruskiptamiðstöð Íslands hf"

Óskar Helgi, ég reyni að elta þig inn í hverja þá umræðu um ESB sem þú kýst að stinga þér inní, og nú er mér farið að skiljast að andstæða þín er fyrst og fremst bundin andskotans nazistunum og þeirra hundum.

Væri þá rétt að álykta að þú myndir ljá máls á samvinnu við "ófögnuðinn" ef þeir væru ekki þarna inni?

Það má alveg viðhalda andúð og ógeði á þjóðum vegna synda forfeðra þeirra, rétt eins og Bretar og Frakkar gera leynt og ljóst, þó maður sé í sama klúbbi og þeir á Brussel völlum.  Er ekki betra að þekkja óvininn augliti til auglitis fremur en af afspurn?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.4.2009 kl. 23:23

38 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Theódór !

Hvaða helvítis ambögur; eru þetta, hjá þér, ágæti drengur ? Man ekki betur, en að Argentínumenn hafi, á snaggaralegan hátt, rétt af kúrsinn, hjá sér.

Og annað; nú ríður á - í harðnandi heimi, að við gætum auðlegða okkar, sem aldrei fyrri. Möðkuðu mjölsalarnir; Danir, horfa nú upp á - algert öngþveiti, í vatnsbúskap sínum, á sumri komanda. Ætli væri ekki nær; að verðlagningu vatnsins yrði stjórnað; frá Reykjavík - fremur en; af ''innri markaði''Brussel inga, í framtíðinni, Theódór minn ???

Jenný Stefanía !

Jú; ég álpaðist til, að koma með mínar þjóðerniskenndu hugmyndir - sem ályktanir, inn á þessa ágætu síðu Hjálmtýs, og afrakstur allan sérð þú núna, kæra spjallvinkona. Stórskotahríð ESB liða; á okkur Guðrúnu Sæmundsdóttur - með öllum þeim kynngi krafti, sem þeim krötum (Samfylkingar fólki) og Kommúnistum (VG í felulitum) sem og; nokkrum Sjálfstæðis- og Framsóknarmönnum, er möguleg, en,........ fátt bítur á okkur Guðrúnu, þegar að þýlind afsprengi þræla ætta, gamalla - sem fordekarðir útlendinga glýju pjakkar eiga í hlut, þá espumst við Guðrún; miklu fremur, til andsvara allra.

Verð samt; að viðurkenna, að heldur sækir ritletin á mig, enda,....... kaffið og sígarettan ágengari við mig, í seinni tíð. Þó; tókst Brussel snötunum, að skerða tjörumagnið, í sígarettu ræflunum, úr 20 millígrömmum - í 10, núna um árið, og þú mátt nærri geta - hvort skriffinna hyskið, í Brussel og nágrenni, hafi ekki froðufellt, af áfergju, fyrir að lengja hið auma jarðlíf okkar stórnotenda, hugsanlega,, um nokkur andskotans misseri, Jenný mín. 

Með; beztu kveðjum - sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 00:45

39 identicon

Hjálmtýr Heiðdal og lærissveinn hans, Jón Frímann, ganga út frá því sem gefnu að góða verðið komi með Brussel.  Þá taki sólin við og byrji að skína sérstaklega á fyrirtæki eins og efnalaugina Drífu og Byko.  But I got news for your pals, It ain´t gona happen!  Síðan er ég með nokkrar góðar hugmyndir handa Guðrúnu og hennar vöruskiptum.  Ísland gæti t.d. framleitt smokka úr kindagörnum og selt Spánverjum í staðin fyrir hótelgistingu.  Það mætti líka hugsa sér útflutning á atvinnulausum Sjálfstæðismönnum í skiptum fyrir pólskar konur.

Símon G. (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 00:59

40 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Heil og sæl öll sömul, og þá aðallega minn uppáhaldsspjallvinur Óskar Helgi.

Óskar minn, vona að þú sýnir umburðarlyndi töluvert, þá er ég skeyti og klippi aftur orðræðu þá er ég við þig hafði á spjallsíðu vinkonu okkar.   Þó í mér montna genið finnist vart, í öllum mínum frumum og litningum, þá fannst mér, þokkalega til takast, þá er ég reyndi, að tileinka mér þinn heillandi ritstíl, ævinlega Óskar minn.

Hef hingað til talið að við berum öll sama metnað fyrir hönd okkar Ísalands í norðrinu mikla.  Þrátt fyrir góðan hug, gæsku og visku vora, gátum við ekki höndlað græðgi örfárra víkingasprota, hverjir keyrðu okkur í kaf, um langa, stranga ókomna framtíð.  Sprotar af sama meiði, muldu enda undir sig, óveiddan fisk í tvær ófæddar kynslóðir að minnsta kosti.

Og hvað er þá til ráða Óskar minn. 

Upp í hugann kemur ljóslifandi lýsing Guðna sveitunga þíns um afa sinn, þegar hann lýsir örbirgðinni á Eyrarbakka, og hvernig fólkið tuggði í sig lífið á þurrkuðum þorskhausum, sem aðallinn henti við dyrastafinn þeirra.

Hugmyndin að baki NAFTA er að gera Bandaríki Norður Ameríku stærri og voldugri en nokkru sinni fyrr.  Það eru bullandi auðlindirnar í norðri (Kanada) og líklega undirgefið vinnuafl í suðri ( Mexíco) sem glórulausir auðvaldssinnar í miðju (Bandaríkin) ásælast.   Þó við Íslendingar séum stór, fjölmenn  og öflug þá er ekki borðleggjandi að við gætum hrint þeim hinum síðastnefndu út af borðinu.

Punkturinn Óskar minn, er sáraeinfaldlega sá; það er sama rassgatið undir öllu þessu liði, hvort sem það er skáeygt, svarthært, ljóshært eða brúneygt.

Og myndi það ekki taka nokkur hundruð misseri í viðbót, að ýta bát úr vör og herja á þær slóðir sem þér líkar betur.  En þá verðum við líklega bæði dauð, þrátt fyrir niðurhal nikótíns áfergjuliðsins í Brussel.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.4.2009 kl. 07:14

41 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jenný, CCP og aðrir útflytjendur eiga náttúrulega að koma með gjaldeyririnn inní þjóðarbúið. Það styrkir hagkerfið mikið ef ekki þarf svo að eyða þeim gjaldeyri í Spánargistingu.  Dæmið er nú svo einfalt að við tvær "ljóskurnar" ættum að geta skilið það

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.4.2009 kl. 10:31

42 Smámynd: Theódór Norðkvist

Til Óskars gullaldaríslenskumanns:

Það gildir um vatnið eins og fiskinn að ég veit svei mér þá ekki hvort er verra að láta brislinga (ágætis orð yfir Brusselvaldið?) stjórna verðlagningu auðlinda okkar eða íslenska vatns- eða íslenska kvótagreifa á Flórídaströndum.

Það hefur sýnt sig að íslenskir kvótagreifar eru svo grímulausir eiginhagsmunaseggir að þeir hafa ekki hikað við að setja heilu byggðarlögin í eyði, hafi þeir séð fram á nokkur hundruð milljóna gróða við að selja fiskinn við Íslandsstrendur og geta haft það náðugt í ríkidæmi sínu.

Ég hef enga ástæðu til að ætla að íslenskir landeigendur geri ekki það sama við dýrmætar vatnsauðlindir á lendum sínum. Sennilega eru þeir of seinir til þess þar sem flestar jarðir eru eign erlendra banka í gegnum veð þeirra í íslensku bönkunum sem aftur eru með veð í jörðunum.

Annars mátt þú svara spurningum mínum hér í 39. innleggi sem enginn hefur svarað hingað til. Ég skal endurtaka þær:

  1. Vilja ESB-andstæðingar hafa 20-30% okurvexti á fólk og fyrirtæki? Vextir munu eitthvað lækka en fróðir menn telja að vextir hér verði alltaf a.m.k. 5-6% hærri en í nágrannalöndum okkar miðað við óbreytt ástand í peningastjórnun.
  2. Ef ekki hvernig ætla þeir að tryggja heilbrigt vaxtaálag á fólkið í landinu?
  3. Hvernig á að koma í veg fyrir sveiflur á gengi krónunnar í framtíðinni, allt að 100% eins og við höfum upplifað og þar með gjaldþrot heimila og fyrirtækja í þúsundatali? Ég veit að það er kreppa í heiminum, en það var gengishrun upp á 30-40% fyrir 6-7 árum síðan, fyrir utan hinar tíðu gengisfellingar á sjöunda til og með tíunda áratug síðustu aldar.

Theódór Norðkvist, 24.4.2009 kl. 11:38

43 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi sending er ætluð Jóni Frímann og lærisneiðum hans, Theódóri von Norðkvist og öllum þeim konum sem halda að franskir karlar kyssi betur.  Hvað eigum við að gera á meðan beðið er eftir Evru.  Biðja?

Björn Heiðdal, 24.4.2009 kl. 13:39

44 identicon

Dæmið er ofureinfalt.  Þið ESB sinnar hafið talað um að esb reddi öllu, nú talið þið um að það sé skref í að redda öllu.  Þið talið um að þeir sem eru á móti esb þekki engar staðreyndir sem má vel vera.  En segið mér þá hvernig þekkið þið staðreyndir þegar þið hafið ekki clue um hvað kemur úr aðildarviðræðum annað en það sem forsvarsmenn esb hafa alltaf sagt.  Ísland fær engar undanþágur. 

Þannig er nú reyndar að þeir útlendingar sem ég er að vinna með formæla allir esb.  sumum hugnaðist reyndar að flytja til síns heimalands í kjölfar hrunsins sem varð hérna en snéru frá þeirri hugsun þegar þeir sáu fram á að ástandið í þeirra esb landi er verra en ástandið hérna. 

Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 14:27

45 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég frábið mér að ég hafi sagt að ESB-aðild reddi öllu. Það er rangt, ég hef aldrei sagt það.

Þið megið kalla mig ESB-sinna ef þið viljið. Málstaðir mínir eru aðeins þessir tveir: Mitt líf og hagsmunir og hvernig þjóðfélagið í heild getur best komist út úr gjaldþrotinu.

Björn Heiðdal: Ég held við þurfum að biðja hvort sem ESB-aðild kemur til greina eða ekki. Ég tel að við séum samt betur stödd með hruninn gjaldmiðil, bankakerfi, heimili, atvinnulíf, lánstraust og orðspor með því að fara í þetta ferli, frekar en að sitja ein og yfirgefin í rústunum og verða Norður-Kórea eða Kúba ( ætti maður kannski að segja Kúpa?) norðursins.

Theódór Norðkvist, 24.4.2009 kl. 16:01

46 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef einhver kemur með raunhæfar lausnir á liðum 1-3 hér í 51. athugasemd skal ég ekki gera neinar kröfur um að við förum í aðildarviðræður við ESB.

Theódór Norðkvist, 24.4.2009 kl. 16:38

47 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir með Theódóri, og ítreka að eins mörg og við erum, þá erum við sem betur fer misjöfn.

Persónulegar skoðanir manna litast oftar en ekki af eigin reynslu og hughrifum, nema fjandans hverju!

Frá mínum bæjardyrum séð, þá missti ég gjörsamlega trúna á íslensku krónuna fyrir mörgum árum. Ég hataði að vakna á morgnana og heyra gengið féll um 20% í morgun, og frétta síðan eftir á að “góðkunningjarnir” voru allir einmitt búinir að leysa út nýja bíla og sjónvörp, rétt fyrir fallið.

Ég hataði líka 100% verðbólguna 1984, var komin með hálfgert ofnæmi fyrir óstöðugleikanum, þegar Halldór og Davíð bundust síðan einkavinaböndum í stjórn 1996, tók ég fljótlega til fótanna og yfirgaf eyjuna sem mér þykir svo vænt um.

Ég treysti hvorki íslenskum stjórnarmálamönnum, né íslensku krónunni þá, og síður nú, en  þrái að sjá landa mína lifa við sæmilegan stöðugleika sem er forsenda framtíðarplana.

Þess vegna vil ég fara í aðildarviðræður við ESB.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.4.2009 kl. 17:07

48 Smámynd: Björn Heiðdal

"Haltu kjafti bara sjálfur" (ónefndur höf.)

Þessi grein Einars er mjög fín og tekur á þeim málum sem um er verið að snúast.  Hún sýnir að ESB trúboðar nota villandi málflutning.  Hvernig eykst traust umheimsins á Íslandi með aðildarviðræðum.  Er verið að tala um álit almennings í Danmörku á Íslendingum almennt og þeirra fyrirtækjum?  Er kannski verið að meina þýska banka eða eigendur japanskra yena?  Svona innihaldslausir frasar einkenna stjórnmálaþras og því miður hefur Hjálmtýr Heiðdal og Einar tekið þennan ósið upp. 

ESB viðræður auðvelda íslenska ríkinu ekki að borga skuldir!  Gæti ekki eitt skilyrða fyrir aðild Íslands að ESB verið upptaka Evru strax á hagstæðu gengi.  Annað skilyrði væri síðan að ESB borgaði allar Icesave skuldir Björgólfs en ekki ég og frændi minn.  Semjum um eitthvað sem skiptir okkur máli í dag, strax.

Björn Heiðdal, 24.4.2009 kl. 21:23

49 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það gengur ekki að ESB andstæðingur hafi síðasta orðið í þessari góðu umræðu.

Björn veltir því fyrir sér hvaða áhrif það gæti haft á ýmsa aðila sem hann nefnir ef Íslendingar færu í aðildaviðræður.

Til þess að hann skilji þetta betur þá set ég fram dæmi: Drykkjusjúklingur nokkur er búinn að brenna flestar brýr að baki sér.

Nánasta fjölskyldan er uppgefinn á hin um og hanns ráðslagi. Siggi frændi, sem alltaf gaukaði að honum einhverjum aur þegar á þurfti að halda, er steinhættur og lokar buddunni. Allt er komið í eindaga - þá hysjar okkar maður upp um sig buxurnar og fer í meðferð. Á snúruna eins og það er kallað. Hann sækir hjálp til að komast á lappir. Siggi frændi verður hugsi og breytir um afstöðu. Fjölskyldan sér að sjúklingurinn hefur heiðarlegan tilgang með aðgerðinni og vill verða maður með mönnum aftur.

Hann fær loks vinnu sem hann stundar vel og stendur við sínar skuldir við Sigga og ...

Hjálmtýr V Heiðdal, 24.4.2009 kl. 21:44

50 identicon

Komið þið sæl; enn, sem fyrr !

Theódór ! 

Sem svörum; við lið (no. 51); skal eftirfarandi, fram tekið.

I. Nei; vextir ættu að vera, að hámrki 2 - 3%, og vel að merkja; með afeitrun ýmissa milliliða skratta, í bankakerfinu - hverjir hirða, tugi prósenta, í helvítis slugs, auk, þess, sem hagkerfið yrði sniðið, að ÍSLENZKUM aðstæðum, ágæti drengur. Já; og sótraftar ýmsir - utan bankanna, sbr. Djöfuls Lífeyrissjóða Lénsherrarnir, vel að merkja, þó all marga fleirri, mætti tína til.

0 stilling; kann að verða nauðsynleg, til þess, að svo megi verða.

II. Þannig; mætti tryggja - heilbrigt vaxtaálag, Theódór minn.

III. Sveiflum; í gengi krónunnar, mætti afstýra, að mestu, með því, að úldnar afætur - innlendar; sem útlendar, fengju ekki, að valsa; hindrunarlaust, inn og út úr landi okkar - og;;;; flottræflum öllum, yrði haldið, í skefjum, um ókomnar aldir.

Jenný Stefanía - Theódór, já,, og þið öll hin athugi ! Ísland skuli, utan ESB verða, um aldur og æfi - það er ekki okkar, hér á Fróni, að tryggja einhverjum krata gerpum, stofu hita væddum, héðan að heiman, einhver vesaldar störf, suður á Brussel völlum - og fórna landi og fólki og fénaði, undir þetta andskotans slekti Jóhönnu Sigurðardóttur YFIRLIÐLESKJU Íslands, gott fólk.

Vatnið okkar - Fiskurinn okkar - Kjötmetið okkar - Grænmetið okkar, sem og  möguleg olía og jarðgas, munu verða hungruðum heimi; öllum, mikið keppikefli að öðlast, ekkert langt liðið, inn á líðandi öld.

Svo; er aftur allt annað mál ! Eru Íslendingar; almennt, nógu siðmenntaðir, sem hófsamir, til þess, að hafa taumhald, á sjálfum sér, sem verðmætunum öllum ???

Það; er stóra spurningin - heiðursfólk allt, hver hér njótið gestrisni, hins umburðar lynda, Hjálmtýs V. Heiðdal.

Afsakið mig; mér dvaldi, um skeið, með frændum mínum, Rangæingum, í mínum erindum, fram eftir degi - kom frekar seint heim - en,....... náði þó, að millilenda, á sjóhunda stofu þeirra Guðjóns Arnars og Grétar Mar, hjá Selfysskum, undir Aftan (rétt; fyrir kl. 18:00).

Með; hinum beztu kveðjum, sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason       

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 22:29

51 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þakka góðar umræður á köflum nokkrum, en Óskar svíkur aldrei.

Þótti spjallvinur minn vera andstuttur nokkuð, eftir fund við sjóhundana tryggu.

Vona að það sé í besta falli ofskynjun hjá mér. 

Það yrðu óafturkræf mistök, ef raddir sjóhundanna ærlegu Guðjóns Arnars og Guðjóns Mars, þögnuðu á Alþingi, eða hver ætti þá að berjast fyrir óréttláta kvótakerfinu, sem var upphaf ógæfu vorrar þjóðar, sannarlega.

Góðan og gæfuríkan kosningadag kæru landar.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.4.2009 kl. 23:54

52 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég sé að vitræn umræða við síðuhöfund er vita gagnslaus.  Heldur virðast virka gamansögur og brandarar best.  Þjóðverji, Tyrki, Íslendingur með staf, þrír Frakkar, einn Rúmenni, sautján fullir Pólverjar og fjórir Ísraelar af bandarískum ættum ganga hönd í hönd inn á breska krá.  Eigandinn spyr, er þetta eitthvað grín?

Góðu fréttirnar eru þær að ESB er með eitt sameiginlegt tungumál.  Slæmu fréttirnar?  Það er víst eistneska.

Íslenskar agúrkur uppfylla ekki ESB staðla þær þykja of bognar.  Í staðin á að kalla þær íslenskar melónur.

Hvað sagði atvinnulausi Spánverjinn við kærustuna sína?  Eigum við að flytja til Póllands.

Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sig. stóðu fyrir framan gullna hliðið í Brussel þegar sjálfur framkvæmdastjórinn stingur höfðinu út og spyr "Hvað viljið þið."  Við viljum komast inn og borða allt græna grasið og drekka kampavín með fallega fólkinu.  "Hafið þið gert eitthvað sem verðskuldar það?", spyr hann.  Jóhanna segist hafa læknað sjúka og gefið örykjum líf.  "Frábært, okkar vantar tvo smiði svo þú færð inngöngu".  Ingibjörg gengur á eftir Jóhönnu brosandi.  Skyndilega er gripið í öxlina á henni og hvöss rödd segir.  "Ég sagði tveir smiðir en ekki einn ómálaður kynskiptingur".

Björn Heiðdal, 25.4.2009 kl. 00:51

53 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Flottur pistill en anstæðingar aðildar hafa óhemju besservískar hugmyndir um hvað aðild hefur í för með sér. Athugasemd númer 5 í þessari færslu segir í raun allt sem þarf.
Það veit enginn hvað aðildarumræður hafa í för með sér. Þess vegna þarf að sækja um strax. Fara yfir samninginn og að lokum leggja hann undir þjóðina. Allt þetta karp er gagnslaust blaður út í loftið áður en samningur liggur á borðinu. Engin þjóð hefur gert eins aðildarsamning.

Páll Geir Bjarnason, 25.4.2009 kl. 04:10

54 Smámynd: Björn Heiðdal

"Það veit enginn hvað aðildarumræður hafa í för með sér."  Hér er dæmigert grín ESB grínara á ferðum.  Takið eftir að notað er orðið umræður í stað viðræður um þessi mál.  Síðan er hneykslast á því að þjóðin "karpi" um þessi mál áður en samningur liggur á borðinu.  Það er eins og Páll vilji að umræður um aðild hefjist eftir að samingur er kominn í höfn.  Lýðræðislegt, tja varla.

Það má líka lesa þá hugsun út úr skrifum Páls að hann viti ekki hvað svona samingur hefur í för með sér fyrir íslensku þjóðina.  Þvílík heimska að vilja gera eitthvað sem "enginn" veit hvað hefur í för með sér.  Enginn, ertu alveg viss?  Fáum við inngöngu eða ekki.  Fáum við Evru eða ekki.  Fá íslenskir bændur ESB styrki eða ekki.  

Best bara að bulla og segja heimatilbúna brandara.  Hér er einn í viðbót.  Tveir íslenskir ESB sinnar voru á leiðinni til Helvítis þegar annar segir erum við örugglega á réttri leið? Hinn segir "það skiptir engu máli því ég er með nesti".

Björn Heiðdal, 25.4.2009 kl. 08:07

55 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Aftur kominn tími til að einfalda málið Björn:

- ESB sinnar líta ekki á aðild sem töfralausn. Aðild er leið til stöðugleika og uppbyggingar.

- Umsókn er undanfari aðildarviðræðna og umræður meðal Íslendinga um samningsdrög eru undanfari þjóðaratkvæðagreiðslu.

- Þetta er mikið alvörumál fyrir íslenska þjóð og ekki tilefni til endalausra útúrsnúninga og brandarasmíði.

- Enginn ESB sinni mun ljá máls á því að afhenda auðlindir þjóðarinnar.

- Það eru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem leiða sameiginlegar auðlindir undir erlenda auðsöfnun með ofuráherslu sinni á stóriðju sem gleypir megnið af okkar orkuauðlindum mörg ár fram í tímann. Þetta ættu álverssinnar að hugsa um.

- Menning og menntun eru auðlindir.

- Íslenskum landbúnaði mun líklega farnast mjög vel í ESB.

- Íslenskur sjávarútvegur verður í svipaðri stöðu og hann er nú. Mesta hættan liggur í því að kvótinn verði áfram „einkaeign“. Áður en við göngum í ESB þá verður að vera búið að setja lög um auðlindir í þjóðareign (og það skal vera til þjóðareign líkt og einkaeign) og vinda ofan af verstu göllum kvótakerfisins.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.4.2009 kl. 08:38

56 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Já Björn. Gerðu lítið úr mér og dragðu vitsmuni mína í efa. Ég veit ekkert frekar en aðrir hvað ESB-aðild hefur í för með sér fyrir okkur og þykist ekkert vita um það hvort hagsmunum okkar er betur borgið innan eða utan. En ég veit að ef aðildarviðræður fara fram og samningur liggur fyrir er hægt að hefja viti bornar umræður um málið og ekki fyrr. Ég veit líka að innan sambandslandanna höfum við allt aðrar aðstæður en hér. Lægri vexti, enga verðtryggingu og lægra matvöruverð. Þessi skotgrafahernaður er magnaður og algerlega út úr kú varðandi málið. Það sést hvað skilnings- og túlkunargeta þín er á háu plani þegar þú telur mig gegn umræðu um málið. Ég tek skýrt fram að karp er gagnlaust blaður út í loftið án samnings og síðast þegar ég vissi var karp ekki það sama og umræður. Svo ég fari aðeins á þitt plan þá virkar þú á mig sem klassískur hrokafullur sauður sem telur sig vita allt mest og best um alla hluti. Til hamingju með það.
Ég tek frekar mark á mönnum eins og Ólafi Ingólfssyni hér í aths. nr. 5 sem getur lýst raunverulegum atburðum en sama gjamminu um hræðilegar afleiðingar andstöðukórsins. Öll rök þeirra eru jafnan hrakin á trúverðugan hátt. Svo ég botni þennan slaka brandara þinn þá erum við á hraðleið til helvítis núna, og það án nestis.

Páll Geir Bjarnason, 25.4.2009 kl. 10:51

57 identicon

Við hvað eru menn hræddir?

Af hverju má ekki fara og tala við ESB?  Why? 

Ef það sem kemur út úr því er ekki nógu gott, á kjósum við bara NEI!! 

Þetta minnir mig á svona barn sem stingur puttunum í eyrum og segir: "LA LA AL AL AL NENNI EKKI AÐ HLUSTA LA LA LA!"

Gaupi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 12:06

58 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég er nú ekki viss um að það borgi sig að einfalda málið svo mikið að ekkert standi eftir nema Evra og fiskur.  ESB með Lissbon sáttmálanum er nú aðeins meira en það.  T.d. fær sambandið möguleika á útgáfu skuldabréfa.  Þetta þýðir einfaldlega að það fær leyfi til að stofna til skulda.  Skulda sem þarf að borga með aukinni skattheimtu á ESB þegna. 

Sambandið mun koma fram sem einn lögaðili fyrir hönd allra aðildarlanda.  Skrifa undir samninga og taka sæti í alþjóðastofnunum.  Í dag hefur sambandið áheyrnarfulltrúa á flestum stöðum og ríki sambandsins reyna að móta sameiginlega stefnu sem stundum tekst ekki.  

Með Lissbon sáttmálanum fær ESB aukna "möguleika" til að vernda þegna sambandsins gegn hryðjuverkum og glæpum.  Væri Hjálmtýr Heiðdal til í að fletta þessu upp og svara í hverju þessir auknu möguleikar felast.  Gangi þér vel að finna þetta!  

Björn Heiðdal, 25.4.2009 kl. 15:37

59 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Fáum ESB-samninginn SVART Á HVÍTT og neitum svo eða játum!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.4.2009 kl. 03:22

60 identicon

En það er allt svo gott og fínt hjá okkur og lausnir á hverju strái er það ekki?? við megum allsekki fara gera eitthvað öðruvísi en það sem kom okkur á hausinn er það nokkuð?? Við höfum niðurstöður áratuga reynslu af því að standa utan esb og hér drýpur smjör af hverju strái er það ekki? Nei esb er sko vont! ekki reyna að gera eitthvað nýtt! Það væri nú slæmt

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband