Glóparnir

viggaVigdís Hauksdóttir sagði á þingi að IPA styrkir frá ESB væri illa fengið glópagull (!).
Nú hefur Gunnar Bragi utanríkisráðherra (þessi sem sendi skemmtilegu SMS skeytin) lýst því að ESB valdi honum vonbrigðum þegar sambandið skrúfar fyrir „illa fengna glópagullið“.

Gunnar Bragi skrifar á heimasíðu sína að „Núna hefur Evrópusambandið brugðist þeim fjölmörgu aðilum sem það hefur gert samninga við um IPA styrki“.

Spurningin er: Eru þessir tveir framsóknarmenn að ræða sama hlutinn?

Getur einn flokkur haft uppi margar stefnur svo gjörólíkar að undrun vekur hjá þeim sem kunna að lesa sér til gagns? (skv. PISA).

Svarið er: Já það getur Framsóknarflokkurinn. Sá flokkur getur t.d. lagt fram kosningaloforð sem reynist vera lygi frá pólitískum andstæðingum þegar á reynir. 


Umræðan um Vatnsmýrarvöllinn.

vatnsmyri loftmynd1Ég heyrði sveitarstjórnamann utan af landi halda því fram að fyrir stjórnsýsluna sé mikilvægt að geta flogið til Reykjavíkur að morgni og heim að kvöldi.

Ég hef flogið að morgni til Kaupmannahafnar til fundarsetu og aftur heima sama dag. Lenti vélin þó á Kastrup en ekki Kóngsins nýja torgi.


Það er vandlifað

Halld J

Halldór Jónsson verkfræðingur, sá sem fær illt í augun ef hann horfir á homma eða lesbíur, hefur fleiri áhyggjur. Nú eru það múslimar sem erta skynfæri hans og hann skrifar á bloggið sitt:

„Íslendingar eru hvítur kynstofn með eigin tungu og kristin gildi mannréttinda og jafnréttis. Af hverju er ljótt að bera hag hans fyrir brjósti? Ef innflytjendur vilja ekki semja sig að okkar siðum þá geta þeir hypjað sig til síns heima þar sem þeir vilja síður vera en hér“.

Þessi setning gæti verið skrifuð þegar ofsóknir gegn gyðingum stóðu sem hæst. Í apríl 1938 skrifaði Íslendingur sem ekki var hrifinn að innflytjendum sem voru gyðingar eða afkomendur gyðinga í Morgunblaðið: „vonandi sjá yfirvöld til þess, að útlendingum verði sem minnst veitti hér landvistarleyfi". Gyðingum sem hingað flúðu undan ofsóknum nasista var vísað frá og nokkrir þeirra enduðu líf sitt í höndum böðla þriðja ríkisins.

Orsakir þess að múslimar sem sækja til Íslands eru margvíslegar. Hér eru t.d. flóttamenn frá Palestínu, Sýrlandi og víðar. Krafan um að menn semji sig að okkar siðum, ella hypji þeir sig burt, er fáránleg. Þú ert sá sem þú ert og það er yfirleitt ekki fyrr en í þriðju kynslóð að aðfluttir aðlagast að fullu. Þetta er hægt að sjá á sögu Vestur- Íslendinganna og fleiri þjóðarbrota sem hafa flutt úr heimahögunum.

Halldór og aðrir fordómafullir afturhaldssinnar geta ekki skilið þessa einföldu hluti vegna þess að þeirra eigin fordómar byrgja þeim sýn.


Hann þótti geðfelldur hann Bogi

b71e003660 380x230 o

Áhangendur hægristjórnarinnar gera harða hríð að starfsfólki Ríkisútvarpsins um þessar mundir. Nýjasta dæmið eru orð Vigdísar Hauksdóttur, þar opinberar hún hugmyndir um refsingar ef starfsmenn RÚV „standa sig ekki í fréttaflutningi“. Þegar þessi grein er skrifuð hefur enginn flokksfélagi hennar lýst vanþóknun á hótun hennar og er það varla undrunarefni. Framsóknarmönnum virðist vera eðlislægt að reyna að stýra fréttaflutningi, bæði með hótunum og beinum aðgerðum.

Einn þeirra sem skrifaði nýlega um RÚV, og er „ósáttur“ , er Gunnlaugur M. Sigmundsson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins (Mbl. 24.7.).

Það sem sérstaklega áhugavert í skrifum Gunnlaugs er hve lítt dulin hótun hans er gagnvart starfsfólki RÚV. Gunnlaugur, sem er áhrifamaður innan Framsóknarflokksins, velur þann kostinn að gera einn starfsmann RÚV, Boga Ágústsson, að beinu skotmarki til að koma hótunum sínum til skila. Fyrirsögn greinarinnar er „Bogi, RÚV og Mogginn“ og rauði þráðurinn hjá Gunnlaugi er sá að RÚV verður fyrr eða síðar tekin til endurmats og færð til nútímalegra horfs“ og  að „starfsmenn geta vafalítið þvælst fyrir og tafið endurskipulagningu um tíma en farsælla væri að horfast í augu við staðreyndir og bregðast við með því að eiga sjálfir frumkvæði að breytingum“

Á mannamáli þýðir þetta að starfsfólk RÚV sem lætur í ljósi óæskilegar skoðanir, þ.e. skoðanir sem valdhöfum hugnast ekki, skal rutt úr vegi og þeir sem eftir sitja skulu vita hvað klukkan slær.

Skrif Gunnlaugs um að færa stofnunina í „nútímalegt horf“ eru ekki studd neinum ábendingum um hvað er gamaldags í starfi RÚV. Nútíminn sem hann ræðir um er tíminn sem tók við þegar ráðuneyti Sigmundar Davíðs tók við valdataumunum, það er nútíminn. Hið nútímalega horf virðist einna helst eiga að felast í því að fallast á gagnrýni Davíðs Oddssonar á RÚV „sem oftar en ekki eru gædd meitluðum texta og skýrri sýn á menn og málefni“ að mati Gunnlaugs.

Bogi fær ekki alla ádrepuna þótt hann sé settur í aðalhlutverkið. Gunnlaugur nefnir einnig „svokallaðan „fréttaritara“ RÚV í London“ sem mun vera Sigrún Davíðsdóttir og bullar ómælt að mati Gunnlaugs.

Hvað hafa Bogi og Sigrún aðhafst sem verður „fyrr eða síðar tekin til endurmats“? Það eina sem ég veit um er að þau hafa flutt fréttir, bæði erlendar og innlendar, með miklum ágætum. Hvað er hægt að endurmeta í starfi þeirra? Gunnlaugur nefnir engin dæmi en segir þau flytja óhróður, níð og bull.

Gunnlaugur rembist við að niðurlægja Boga og skrifar að hann „þótti geðþekkur á skjánum, talinn vel lesinn og með á nótunum. Þetta var fyrir tilkomu internetsins þegar fréttalesarar höfðu enn það hlutverk að segja okkur hvað var að gerst úti í hinum stóra heimi.“  Bogi, sem þótti geðþekkur og talinn vel lesinn „fréttalesari“, er afskrifaður hjá Gunnlaugi. Nú er það internetið, BBC, CNN og Sky sem gilda hjá fólki sem á tölvur og enginn á að þurfa að hlusta á Boga (sem „vegna fyrri vinsælda er enn eitt af andlitum RÚV.“)  og „svokallaða fréttaritara í London“.

Gagnrýni Gunnlaugs beinist gegn meðhöndlun RÚV á innlendum fréttum, eða eins og hann skrifar: Pólitísk fréttastofa og pólitísk efnistök Spegilsins eiga stóran þátt í fallandi velvild í garð stofnunarinnar“. En umsögn hans um starf Boga ofl. hjá RÚV endar í því að þörfin fyrir starfskrafta þeirra sé hverfandi því „með tilkomu internetsins er þörfin fyrir fréttastofur og menn sem endursegja fréttir frá Reuters minni en áður“. Það hlýtur að vakna sú spurning hvort Gunnlaugur telji að minnkandi þörf sé fyrir íslenskar fréttastofur, eigum við að láta það nægja að mestu það sem kemur frá Reuter? Hverjir skrifa fréttir fyrir Reuter? Er engin pólitík þar á ferð? Er það bara fréttastofa RÚV sem er á röngu róli og þarf að „færa til nútímalegs horfs“?

Þriðji framsóknarmaðurinn sem ég nefni hér er Frosti Sigurjónsson. Hann stofnaði fésbókarsíðu „Eftirlit með hlutleysi RÚV“. Á síðunni er stanslaus áróður gegn RÚV byggður á síbyljunni um „vinstri slagsíðu“ og „ást til ESB“. Dæmin sem tínd eru til standast enga skoðun en eru samt uppistaðan í málflutningi síðumanna.

Frosti lýsti því í útvarpi að pistlahöfundar í RÚV, t.d. Hallgrímur Helgason, ættu að skilja pólitískar skoðanir sínar eftir heima þegar þeir mæta að hljóðnemanum. Hér stígur Frosti stórt skerf til ritskoðunar, sumar skoðanir mega koma fram en aðrar ekki.

Meginástæða þess að framsóknarmenn reyna samtímis að draga úr trúverðuleika RÚV og berja á starfsmönnum stofnunarinnar er sú að flokkurinn er í mjög erfiðri stöðu. Kosningaloforð flokksins voru afdráttarlaus en efndirnar eru ekki enn farnar að líta dagsins ljós. Margvíslega gagnrýni hefur komið fram á hugmyndir þeirra um „aðgerðir í þágu heimilanna“ og framtíðargengi flokksins byggir á meðferð þessara mála.

Afstaða framsóknarmanna til frjálsar umræðu er hættuleg lýðræðinu.

 

 


Ísraelsk lög byggja á misrétti

VagnÍ gleðigöngunni á hinseginn dögum var vagn sem skartaði fánum þeirra þjóða sem lengst eru komnar að viðurkenna réttindi samkynhneigðra. Á vagninum var ísraelski fáninn áberandi eins myndin sem ég tók sýnir.

Stjórnarfar Ísraels byggir á etnískum grunni, þ.e. réttindi manna fara eftir uppruna þeirra en ekki þeirri einföldu reglu að allir séu jafnir burtséð frá kyni, litarhætti, kynhneigð etc. Lög landsins mismuna.

Svo er þetta ríki eitt síðasta vígi nýlendustefnunnar í heiminum. Hálf milljón íbúa landsins hafa sest að í landi nágranna sinna í skjóli hervalds. Daglega eru frumbyggjar landsins drepnir og/eða hraktir af heimilum sínum.

Í ljósi þessa þykir mér miður að landinu sé hampað í göngu sem snýst um mannréttindi.


IPA styrkir fyrir drykkjumenn

images

Íslenskir alkóhólistar sem hafa dottið út af vinnumarkaði eiga þess kost að fá styrki og fara á námskeið til þess að aðlaga sig að þeim markaði.

Þessir styrkir kallast IPA styrkir (Icelanders prone to Alcohol).

Ef viðkomandi styrkþegi fer ekki eftir þeim reglum sem eru settar varðandi nýtingu styrksins, eða að að hann „dettur í það“ og þykist geta lifað sínu lífi eftir sínum eigin (rugluðu) hugmyndum, þá falla styrkirnir niður.

Þetta vita mennirnir ósköp vel, en það kemur fyrir að þeir reyni að kenna öðrum um sínar ófarir. Það er eitt einkenni drykkjusjúklinga.


Skýrslur eru skemmtilegar

Forsetinn og núna forsætisráðherrann ræða gjarnan á tyllidögum um hinn merkilega kynstofn sem þeir stýra. Ekkert virðist þessari kappaþjóð ofviða. Þetta er ímyndin sem þessir skemmtikraftar bjóða uppá.
Svo eru gerðar skýrslur sem sýna að fSDGramámenn menn þessarar þjóðar klúðra nánast öllu sem þeir eru kjörnir til og treyst fyrir. Þrátt fyrir augljósa vanhæfni eru klúðrararnir kjörnir á ný og þjóðin borgar. 
Um helmingur kjósenda virðist ekki skilja þótt skelli í tönnum og gervigómum. Þeir fá væntanlega nýjan skammt af lofi í næstu tyllidagaræðu foringjanna.

Hringekja fjármagnsins?

HringekjaFrosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar, segir (á vef Viðskiptablaðsins) að skuldari húsnæðisláns taki á sig skell „upp að einhverju marki en eins og í öllum samningum þegar verður forsendubrestur með þessum hætti og svona gríðarlegar breytingar frá því sem menn bjuggust við, þá er rétt að báðir aðilar beri það sameiginlega sem er utan við einhverjar eðlilegar væntingar“. 

Það merkilega er að „báðir aðilar“ eru annars vegar skuldararnir og hinsvegar lífeyrisþegar (í gegnum lífeyrissjóðina) og skattgreiðendur (í gegnum ríkissjóð). Þetta er sem sagt fólkið (skuldarar) sem á að semja við fólkið (eigendur lífeyrissjóðanna sem eiga kröfurnar að stórum hluta) sem einnig greiðir skatta sem fara í ríkissjóð sem ber ábyrgð á Íbúðalánasjóði. 

Ég fæ ekki betur séð en að hér eigi skuldarar að semja við sig sjálfa þar sem skuldarar eru yfirleitt bæði greiðendur í lífeyrissjóði og skattgreiðendur. Sirkushringekja Framsóknarflokksins?

Gleymdist að upplýsa Vigdísi Hauks?

vigga„Íslendingar vilja ekkert hafa að gera með Evrópusambandið“ segir Vigdís Hauksdóttir á Bylgjunni. Hefur enginn sagt henni frá EES samningnum?

Öryggisventill fyrir hverja?

UnknownÖryggisventillinn á Bessastöðum vill ekki að fram fari þjóðaratkvæði um aðildarsamning við ESB. Fyrir liggur þó að meirihluti þjóðarinnar vill klára málið og kjósa. Öryggisventillinn, eða stöðvarstjórinn á síðustu stoppistöð eins og hann kallaði sig í hita forsetakosninganna, vill ekki að vilji þjóðarinnar, sem kom skýrt fram í atkvæðagreiðslu 20. okt. s.l. um nýja stjórnaskrá, nái fram að ganga.

Ég spyr: hverjum þjónar þessi „öryggisventill“?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband