Skýrslur eru skemmtilegar

Forsetinn og núna forsætisráðherrann ræða gjarnan á tyllidögum um hinn merkilega kynstofn sem þeir stýra. Ekkert virðist þessari kappaþjóð ofviða. Þetta er ímyndin sem þessir skemmtikraftar bjóða uppá.
Svo eru gerðar skýrslur sem sýna að fSDGramámenn menn þessarar þjóðar klúðra nánast öllu sem þeir eru kjörnir til og treyst fyrir. Þrátt fyrir augljósa vanhæfni eru klúðrararnir kjörnir á ný og þjóðin borgar. 
Um helmingur kjósenda virðist ekki skilja þótt skelli í tönnum og gervigómum. Þeir fá væntanlega nýjan skammt af lofi í næstu tyllidagaræðu foringjanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Þú mátt náttúrlega ekki gleyma kjósendum V og S en þeir kjósendur er jafn sekir og aularnir sem merkja við B og D á kjörseðlinum.  Góður vinur minn sem hefur starfað fyrir einn af fjórflokknum og verið nánast ómissandi í flokkstarfinu átti aldrei neinn séns að komast nálægt toppnum.  Skýringin er einföld.  Hann hefur alltof sjálfstæðar skoðanir og tilheyrir ekki réttu fjölskyldunni.

Er t.d. eitthvað vit í því að Thoroddsen fjölskyldan eigi stóran part af forystusveitum þriggja stærstu stjórnmálaflokka landsins.  Er eitthvað vit í því að Thorsættin sé jafn vel tengd inni í Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn?  Hvenær ætla kjósendur fjórflokksins að vakna og kjósa eitthvað annað. 

Björn Heiðdal, 6.7.2013 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband