Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

ÞAÐ SEM EKKI MÁ SEGJA.

Raphael SchützRaphael Schütz, sendiherra Ísraels á Íslandi, segir í viðtali við Fréttablaðið 28. október:

„Það sem ég get ekki sætt mig við er að farið sé yfir rauðu strikin, þegar notast er við lygar eins og þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og nýlenduríki. Öllu þessu ætti að útrýma úr orðabók umræðunnar ef við viljum taka af einhverri alvöru þátt í uppbyggilegum samræðum. Annars teljum við þetta vera haturs-herferð gegn ́srael.“

Schütz sendiherra er, eins og nafn hans segir okkur, að verja framferði Ísraelsstjórnar. Og hann gengur galvaskur fram og lýsir því að ef menn fara yfir „rauðu strikin“ hans í umræðunni þá séu menn í vondum málum, allt handan strikanna er „haturs-herferð gegn Ísrael“. Hann nefnir orðin sem skilgreina „rauðu strikin“ og eru lygar að sögn Schütz.

Orðin eru „þjóðarmorð“ (Genocide), „aðskilnaðarstefna“ (Apartheid), „þjóðernishreinsanir“ (Ethnic cleansing) og „nýlenduríki“ (Colonialism).

Schütz vill „útrýma“ þessum orðum til þess að umræðan verði uppbyggilegri. En áður en við föllumst á það skulum við skoða þessi orð og merkingu þeirra.

Þjóðarmorð

Þjóðarmorð er skilgreint sem “aðgerðir gegn hópi manna sem miða markvisst að því að skapa þeim lífsskilyrði sem leiðir til útrýmingar hópsins að hluta eða að fullu“. Þessi skilgreining er sett fram í ályktun Allsherjarþings SÞ árið 1951.

Herkvíin og árásirnar á Gaza skapa Gazabúum lífsskilyrði sem hefur kostað þúsundir lífið. Sameinuðu þjóðirnar ræða nú í alvöru að með áframhaldi aðgerðum Ísraelshers þá verði Gazaströndin nær óbyggileg eftir rúm fimm ár.

Aðskilnaðarstefna

Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu aðskilnaðarstefnu árið 1973 sem „ómannúðlegar aðgerðir sem miða að því viðhalda yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum kynþætti með skipulagðri kúgun“.

Síonistar skilgreina gyðinga sem kynþátt og í Ísrael gilda ýmis lög og reglugerðir er veita gyðingum réttindi umfram aðra. Þ.á.m. eru lög sem snúa m.a. að búsetu. Á Vesturbakkanum eru svæði sem herinn bannar Palestínumönnum búsetu á grundvelli uppruna og þar eru lagðir vegir sem gyðingar einir fá að aka um.

S-Afrískir afkomendur gyðinga sem hafa heimsótt Ísrael og hernumdu svæðin, segja að það ríki aðskilnaðarstefna í Ísrael, meira að segja verri en sú sem þeir kynntust í sínu heimalandi. Og þeir þekkja ófreskjuna af eigin reynslu og segja frá því óhikað. Þeir viðurkenna ekki „rauðu strikin“ hans Schütz.

Þjóðernishreinsanir

Árið 1993 skilgreindu Sameinuðu þjóðirnar þjóðernishreinsanir sem „skipulagða og vísvitaða aðgerð til að fjarlægja kynþátt með valdi eða ógnunum með því markmiði að skapa einsleita búsetu á tilteknu svæði“.

Áður en Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 höfðu herir síonista hrakið um 300,000 Palestínumenn af heimilum sínum með hervaldi og lagt fjölmörg þorp í rúst. Á þeim rúmu sjö áratugum sem Ísrael hefur verið við lýði hefur rúm ein milljón Palestínumanna verið hrakinn frá heimilum sínum. Og í stað þeirra hafa gyðingar og afkomendur þeirra yfirtekið landið.

Nýlenduríki

Orðabók Oxford skilgreinir nýlendustefnu sem stefnu sem felur í „sér yfirtöku ríkis á landi annarar þjóðar að hluta eða að fullu með hernámi, innflutningi landnema og nýtingu landsgæða“.

Ólöglegar landtökubyggðir síonista á Vesturbakkanum þar sem landtökumenn stela ræktarlandi og vatnsbirgðum, falla vel að þessari lýsingu.

Sendiherrann vill stjórna umræðunni um Ísrael og framferði þeirra gagnvart Palestínumönnum með „rauðum strikum“. Hingað og ekki lengra segir Schütz - að öðrum kosti verður ekki tekið mark á orðum ykkar. Slík orð vekja mann auðvitað til umhugsunar um hvaða „rauðu strik“ gilda í árasarstríði Ísraelshers gegn fólkinu sem býr innikróað á Gaza? Kann einhver að segja frá þeim „rauðu strikum“? Þegar þúsundir Gazabúa, að meirihluta börn, konur og óbreyttir borgarar liggja í valnum eftir fjórar stórárásir á innan við áratug - þá er erfitt fyrir okkur að sjá hvar morðingjaherinn dregur línuna.

Línan er vissulega rauð, roðin blóði fórnarlambanna.

 


SÆKJAST SÉR UM LÍKIR - SÍONISTAR OG FASISTAR FALLAST Í FAÐMA

334429932 640Netanyahu forsætisráðherra Ísraels kom mörgum á óvart á dögunum. Í ræðu sinni á þingi Heimshreyfingar síonista sagði hann að Hitler hafi í fyrstu ekki viljað útrýma gyðingum, hann vildi reka þá úr landi. 
En forystumaður Palestínuaraba, Haj Amin al-Husseini hafi lagt til við Hitler að gyðingarnir yrðu brenndir.

Í Ísrael hafa þessi orð Netanyahu vakið furðu, í fyrsta skipti í sögu Ísraels hefur forystumaður síonista reynt að draga úr ábyrgð nasista á Helförinni samtímis því að hann freistar þess að varpa ábyrgðinni á Palestínumenn.

Allir helstu sérfræðingar í sögu Helfararinnar og forystumenn stjórnarandstöðunnar segja lýsingu Netanyahu fáránlega vitleysu. M.a. hafa þeir bent á að Haj Amin al-Husseini hitti Hitler mörgum mánuðum eftir að skipulögð útrýming gyðinga hófst. Ennfremur er ljóst að útrýming gyðinga var rædd a.m.k þremur árum áður en al-Husseini átti fund með þýska ríkiskanslaranum.

Ísrael hefur eignast nýja vini á undanförnum árum. Meðal þeirra eru Geert Wilders, hollenski hægriöfgamaðurinn, Brevik, norski fjöldamorðinginn, bandarískir trúarofstækishópar, austuríski Frelsisflokkurinn sem nasistadaðrarinn Jörgen Haider stofnaði, Svíþjóðardemókratarnir og flokkur Filip Dewinter í Belgíu sem er þekktur fyrir tengsl við fyrrverandi SS-menn.

Útspil Netanyahu fellur vel að þessari þróun; þekktir gyðingahatarar og fylgjendur fasisma fallast í faðma við flokk Netanyahu. Sá flokkur á rætur sínar í s.k. revisióniskum síonisma sem Ze'ev Jabotinsky stofnaði. Jabotinsky þessi var þekktur fyrir aðdáun sína á ítalska fasistaleiðtoganum Mussólini. 

Jabotinsky var þeirrar skoðunar allt frá byrjun að einasta leiðin fyrir landtöku síonista væri leið ofbeldis gegn frumbyggjum Palestínu. Hann benti á þá einföldu staðreynd að aldrei í mannkynssögunni hefðu frumbyggjar lands látið jarðir sínar af hendi án mótstöðu.
Og þráðurinn milli Netanyahu og Jabotinsky er ekki langur, faðir Benjamins Netanyahu var Benzion Netanyahu - hægri hönd Jabotinsky. Við þessa mynd má síðan bæta nafni hryðjuverkamannsins Menachem Begin sem síðar varð forsætisráðherra Ísraels. Begin var fylgismaður Jabotinskys.


VIÐBRÖGÐ SÍONISTANS

YairMeðal þeirra sem hafa brugðist við samþykkt Reykjavíkurborgar um sniðgöngu gagnvart Ísrael er Yair Lapid fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels. Viðbrögð hans og fleiri talsmanna síonistasamtaka varpa ljósi á það sem skiptir máli; Ísraelsstjórn á undir högg að sækja og árangur sniðgönguhreyfingarinnar á heimsvísu hefur skotið henni skelk í bringu.

Grein Yair Lapid er fullkomlega í anda síonista; Allar staðreyndir um árásarstríð þeirra, kúgun og landrán koma hvergi við sögu í grein hans.

Í stað þess að fjalla um orsök ófriðarins málar hann hryllingsmyndir og skrifar „Ef her okkar myndi leggja niður vopn og við myndum aftengja Iron Dome, yrðum við myrtir innan sólarhrings“. Yair segir að tilgangur Palestínumanna sé „ekki stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraels, heldur Palestínuríkis á brunarústum Ísraels“.

Þessi afstaða, sem er ráðandi afstaða Ísraelsmanna sbr. yfirlýsingu Netanjahu um að Palestínuríki yrði ekki stofnað á hans vakt, býður ekki uppá marga kosti til lausnar á deilunni. Heimsmynd síonistans leiðir hann áfram; landránið verður æ víðtækara og morðvopnin sem beitt er, gegn nær vopnlausum Palestínumönnum, fullkomnari með hverri árásarhrinunni.

Yair Lapid skrifar að „Ísrael er líflegt lýðræðisríki sem berst fyrir tilveru sinni við erfiðar aðstæður“. Þessi fagra mynd trosnar töluvert þegar litið er nánar á atburði sem lýsa ástandinu innanlands. Nýlega reyndu yfirvöld að leggja niður stjórnmálafræðideild Ben-Gurion háskólans vegna ásakana um vinstri slagsíðu. Menningarmálaráðherra Ísraels, Miri Regev, hefur ítrekað lýst því að gagnrýni frá listamönnum verði ekki liðin og opinber stuðningur skorinn niður hjá stofnunum sem fylgja ekki línu stjórnvalda. Ísraelsk stjórnvöld einskorða sig ekki við eigin landamæri, nýlega tókst síonistum að koma í veg fyrir að haldin yrði ráðstefna við háskólann í Southampton í Englandi. Umræðuefnið var Ísrael og alþjóðalög.

Hið líflega við lýðræðið sem Yair lýsir er í raun andstæða lýðræðis, grundvallaratriði lýðræðis eru frjáls skoðanaskipti.

Samkvæmt formúlu síonista eru þeir fórnarlömbin í málinu og Yair skrifar að „Aðalsynd okkar að mati heimsbyggðarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur er sú að við höfum betur í þessu stríði“.

Heimsveldi hafa liðið undir lok og ríki þar sem kúgun ríkti hafa horfið af yfirborði jarðar. Hugmynd Yair um að síonistar hafi unnið stríð sýnir hve skammsýnn hann er. Ríki sem byggir á hernámi, landráni og nýlendutöku mun ekki sigra sitt dauðastríð.


Gunnar Bragi á röngu róli

GBGunnar Bragi utanríkisráðherra segir, skv. frétt Fréttablaðsins, sniðgöngusamþykkt Reykjavíkurborgar áhrifalausa. Ennfremur veltir hann fyrir sér lagalegum hliðum málsins og lætur að því liggja að samþykktin stangist á við lög um opinber innkaup.

Um áhrifaleysi samþykktarinnar er nægilegt að skoða viðbrögð bæði hér heima og í Ísrael. Það vita allir að efnahagsleg áhrif eru hverfandi eða engin. En pólitísku áhrifin eru þegar komin fram og er það í raun hinn eiginlegi tilgangur samþykktarinnar. Borgarfulltrúar sem samþykktu tillögu Bjarkar gera sér grein fyrir þessari hlið, og Dagur borgarstjóri sagði að þetta er fyrst og fremst stuðningur við mannréttindabaráttu Palestínumanna.

Í stað þess að agnúast út í borgarstjórn ættu viðbrögð Gunnars Braga frekar að vera samkvæmt þeim skyldum sem Ísland hefur undirgengist í baráttunni gegn mannréttindabrotum. 
Ísland er aðili að ályktunum SÞ og hefur undirgengist Mannréttindasáttmála SÞ.
Þar eru ákvæði sem kveða á um að ef aðildarríki SÞ uppgötvar alvarlegt brot annars ríkis á sáttmálum SÞ er það ófrávíkjanleg skylda allra ríkja að viðurkenna ekki lögbrotin og ber að vinna gegn þeim. Ennfremur eiga öll ríki að freista þess að stöðva brotin. Þau ríki sem bregðast í þessu hafa sjálf brotið alþjóðasáttmála. 

Áhersla Gunnars Braga hefði réttilega átt að vera sú að með hernámi sínu brýtur Ísrael gegn alþjóðasáttmálum og mannréttindum Palestínumanna. Síðan hefði hann getað tjáð sig um að hann hefði litla trú á áhrifum samþykktar meirihlutans í Reykjavík. Og kannski hefði það verið viðeigandi að hann hefði í framhaldinu velt fyrir sér því furðurlega ástandi að Ísrael nýtur friðhelgi til að ganga æ lengra gegn réttindum Palestínumanna.

Og honum til umhugsunar þá er rétt að nefna tölur um erlenda fjárfestingu í Ísrael sýna að efnahagsleg áhrif af kúgun þeirra gegn Palestínumönnum kostar sitt. Á árunum 2013 og 2014 féll erlend fjárfesting um 46% meðan lækkun í örðum þróuðum ríkjum var 16%. Og þessi þróun hefur haldið áfram á yfirstandandi ári.


Sniðgangan

BDSSNIÐGÖNGUHREYFING
Umræðan um samþykkt meirihlutans í Reykjavík, um að borgin sniðgangi vörur frá Ísrael meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir, tekur á sig ýmsar myndir.

Mikið ber á upphrópunum um að þetta sýni gyðingahatur. Jón Magnússon lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifar „Óneitanlega er það dapurt að borgarstjórn Reykjavíkur skuli haldin slíku Gyðingahatri“ og Júlíus Hafstein, einnig framámaður úr Sjálfstæðisflokknum skrifar að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi „farið af stað með Gyðing-haturs herferð eins og tíðkaðist í seinni heimstyrjöldinni“.
Aðrir, þ.á.m. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar meirihlutann um tvískinnung og hræsni. Hann segir ennfremur að næsta skref hljóti að vera að samþykkja viðskiptabann á Kína sem einnig stundi mannréttindabrot.

Landránið á Vesturbakkanum og herkvíin um Gaza eru ólöglegar aðgerðir skv. alþjóðasáttmálum og því ber öllum ríkjum og opinberum aðilum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að vinna gegn framferði ríkja sem brjóta alþjóðalög um mannréttindi og samskipti ríkja. 
Af ýmsum ástæðum hefur Ísrael getað haldið sinni ólöglegu stefnu til streitu. Sama hve langt þeir ganga þá halda BNA og mörg ríki Evrópu verndarhendi yfir þeim. Hvert sinn sem tillaga um að Öryggisráð SÞ beiti sér gegn stefnu Ísraels þá nýta BNA neitunarvald sitt.

Sniðgönguhreyfingin gegn framferði Ísraels er vaxandi víða um heim. Útbreiðsla sniðgöngunnar er farin að valda ráðamönnum í Ísrael áhyggjum og segir það nokkuð um árangurinn. Þessi sniðgönguhreyfing er grasrótarhreyfing og má sjá hve víðtæk og árangursrík hún er á heimasíðum s.s. http://www.bdsmovement.net

MÁLFLUTNINGUR SJÁLFSTÆÐISMANNA
Rökþrota stuðningsmenn ísraelsríkis grípa ætíð til upphrópana um „gyðingahatur“ þegar menn gagnrýna hernámið á Vesturbakkanum og umsátrið um Gaza. Þessi málflutningur er fáránlegur og eignar öllum gyðingum glæpi síonista í Ísraelsríki. Þetta er jafn fáránlegt og að kenna öllum múslimum um glæpi ISIS og öllum kristnum mönnum glæpi Breivik og annarra glæpamanna sem segjast vera kristnir.

Skrif Júlíusar Hafstein um að hér sé á ferðinni „gyðingahaturs herferð eins og tíðkaðist í seinni heimstyrjöldinni“ er ótrúlega heimskuleg. Gyðingahatur og ofsóknir gegn þeim trúflokki eru aldagamalt fyrirbrigði sem náði hámarki með skipulagðri útrýmingaherferð nasista í seinnni heimstyrjöldinni. Samlíking Júlíusar er því fáránleg og lýsir þekkingarleysi og getuleysi höfundarins til að hugsa rökrétt.

Hugmyndir Kjartans um að ef það eigi að fordæma mannréttindi einhverra þá verði allur pakkinn að fljóta með er bara hræsni. Auðvitað eiga allir mannréttindasinnar að fordæma öll brot gegn réttindum einstaklinga og þjóða. En aðstæður hverju sinni eru breytilegar og geta manna til að ná áhrifum mismunandi sökum þess.
Hreyfingin sem starfar að sniðgöngu gegn glæpum Ísraels vinnur samkvæmt hvatningu frá Palestínumönnum sjálfum. Þeir biðja um hjálp og þeir vita að sterk sniðgönguhreyfing hjálpar þeim í þeirra baráttu.

Í Ísrael er málfrelsi og frjáls fjölmiðlun þótt það fjari undan lýðræðinu undir stjórn Netanjahu. Þess vegna skilar það sér til landsmanna þegar almenningsálitið í heiminum er ekki tilbúið að samþykkja landránið og hernámið á Vesturbakkanum og umsátrið um Gaza.
Og það getur hægt og bítandi haft áhrif á stjórnvöld.

Andstaða gegn hernámi Kínverja á Tíbet getur ekki skilað sér með sama hætti og sniðgangan gegn Ísrael getur gert. Í Kína er alræði og engin frjáls fjölmiðlun né frjáls skoðanaskipti. Menn verða alltaf að velja sér stað og stund fyrir mannréttindabaráttuna . Ríkisstjórnir margra ríkja láta kínverska ráðamenn heyra af andúð sinni á framferði þeirra í mannréttindamálum. En almenningur hefur takmarkaðan vettvang til að beita sér.
Tal Kjartans um hræsni meirihlutans í borginni er því að mestu marklaust og er í raun tilkomið vegna þess að hann fylgir sömu stefnu og Bjarni Benidiktsson formaður flokksins hefur lýst með orðunum „það verður að taka tillit til hagsmuna Ísraels“. Kjartan er því bara málpípa fyrir mannréttindabrot.


Tækifærissinnar taka flugið

10274065 1417161608550562 2471258822886209244 nUmfjöllun um svokallað flugvallarmál afhjúpar hve ómerkilegur málflutningur tíðkast í röðum stjórnmálamanna.

Skýrslan sýnir að það er til skynsamleg leið í málinu sem þjónar þeim tilgangi að bæta innanlandsflugið og um leið bæta hag Reykjavíkur.

Flugvöllur í Hvassahrauni kostar 23 - 25 milljarða, kostnaður við endurbætur á Keflavíkurflugvelli eru áætlaður um 24 milljarðar á næstu árum. Í Vatnsmýrinni verður að ráðst í endurbætur ef völlurinn á að þjóna innanlandsfluginu til framtíðar og talið að kostnaður hlaupi á 19 - 32 milljörðum.

Kostirnir eru mjög skýrir; það þarf að setja milljarða í flugvellina sem þjóna innanlands- og millilandafluginu.

Og augljóslega er besti kosturninn að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Þar verður góður völlur með stækkunarmöguleika og getur þjónað bæði sem innanlandsflugvöllur og varaflugvöllur fyrir millilandaflugið í nágrenni höfuðborgarsvæðisns. Ábatinn af byggingu vallarins er talinn 30 - 50 milljarðar.

Geysi verðmætt land losnar í hjarta Reykjavíkur og búsetuskilyrði borgarbúa batna við að losna við hávaða og slysahættu.

Maður skyldi ætla að hér yrði fögnuður ríkjandi þegar svo margar flugur nást í einu höggi.

En skynsemin og hagsýnin er ekki alltaf á dagskrá í stjórnmálunum. Eftir birtingu skýrslunnar sést skýrt hvaða tilgangi flugvallamálið þjónar hjá Framsóknaflokknum.

Helstu forkólfar flokksins hafa stokkið fram og lýst skýrslugerðina tímaeyðslu (Höskuldur Þórhalsson) og að það komi ekki til greina að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni (Gunnar Bragi).

Flugvallarmálið hefur verið notað í þeim tilgangi að skapa sundrungu milli landsbyggðar og þéttbýlis og
einnig til þess að r gegn﷽﷽﷽﷽﷽nig til þess að rndsbyggðinnia nlugvöllur fyrir millilandaflugið dur og þváðast gegn borgarstjórn Reykjavíkur og meirihlutaflokkunum.


Við skulum gleðjast

Það er gaman að sjá gleðisvipinn á Sigmundi Davíð og Bjarna Ben þessa dagana. Þeir stíga fram sem hinir miklu stjórnvitringar sem nú hafa komið þjóðinni á braut mikilla framfara.
Ég vil auðvitað ekki spilla gleði þeirra. En það væri við hæfi að þeir sýndu pínulitla hógværð og segðu alla söguna.

Sagan kemur að vísu að hluta fram í þeim frumvörpum sem þeir leggja nú fyrir þingið til að koma haftalosuninni áleiðis.
Þar segir: „ Viðamestu breytingar á undanþáguheimildum föllnu fjármálafyrirtækjanna voru gerðar 12. mars 2012“ og „Enn fremur varð breytingin til þess að fallin fjármálafyrirtæki gátu ekki lengur flutt út endurheimtur frá innlendum aðilum í erlendum gjaldmiðlum, heldur þyrfti að leggja þær inn á reikninga hér á landi“. 

Einmitt: 12. mars 2012 voru samþykkt lög til þess að ná erlendum eignum þrotabúanna inn fyrir varnarmúr gjaldeyrishaftanna. Og þessi lög eru grundvöllurinn að því að samkomulagi sem nú er búið að gera við þrotabúin um að þeir skilja eftir íslensku krónurnar en eiga áfram erlendu eignirnar. Milljarðahundruðin sem Bjarni Og Sigmundur Davíð gleðjast svo yfir nú eru þannig til komnar. 

Það gerðist hinsvegar á þingi þ. 12. mars 2012 að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn „viðamestu breytingunum“ og Framsókn sat hjá. Ef þessir flokkar hefðu stjórnað málum væri Seðlabankinn nánast vopnlaus gagnvart kröfuhöfum.

Að auki má benda á að vinnan sem nú hefur leitt til þessarar góðu niðurstöðu var unnin að stórum hluta í tíð fyrri ríkisstjórnar. En það var reyndar „versta ríkisstjórn Íslandssögunnar“ eins og Sigmundur Davíð bendir sífellt á - og bætir við að „hún var verri en Hrunið“.

Þetta er bara stutt ábending frá leikmanni.


LÝÐRÆÐI ER EKKERT GRÍN

Ihald israelÍsraelsríki er um margt furðuleg. Stuðningsmenn þessa ríkis segja það vera eina lýðræðisríkið í Mið-austurlöndum og benda á að þar fari fram kosningar og að þar starfi frjálsir fjölmiðlar. En stuðningmenn Ísraels er ekki kröfuhart fólk þegar kemur að málefnum lýðræðisins.

Nú gengur hluti íbúa landsvæðisins sem er undir yfirráðum ríkisins að kjörborðinu og kýs um örlög hinna sem þar búa en geta ekki gengið að kjörborðinu til að stjórna sinni framtíð.
Heildar íbúafjöldi í landinu sem ríkisstjórnin Ísraels ræður er um 13 milljónir. Atkvæðisbærir íbúar er um 5,5 milljón og íbúarnir sem ekki fá að kjósa eru um 4,5 milljónir.

Allir frambjóðendur sem eiga von til að hafa áhrif að loknum kosningum hafa sagt að réttur þeirra sem ekki fá að kjósa verður í engu virtur. Þeir styðja allir áframhald kúgunar og meira landráns.

Ef þetta er lýðræði þá er ég guð almáttugur.

Til að bæta í grínið þá var upplýst í vikunni að til stæði að stofna nýjan stjórnmálaflokk á Íslandi. Nafn flokksins skal vera Íhaldsflokkurinn. Meðal stefnumála flokksins er að styðja Ísraelsríki. Þetta telja flokksmennirnir gott veganesti í vegferð þeirra í lýðræðinu sem við þekkjum. Kannski eru þetta spaugarar, líklegra er þó að þetta sé safn fordómafullra, þröngsýnna og þekkingarsnauðra Íslendinga.


TVÍFARI UTANRÍKISRÁÐHERRA

GG

Nýlega hefur komið í ljós að tvífari Gunnars Braga utanríkisráðherra gengur laus. Tvífarinn, sem enn er ekki búið að bera kennsl á, kemur iðulega í ræðustól Alþingis og fjölmiðlaviðtöl og segir tóma vitleysu um ESB, ástandið í Úkraníu ofl. Svindlið hefur ekki uppgötvast fyrr þar sem Gunnar Bragi og tvífarinn eru svo nauðalíkir að nánustu samstarfsmenn hafa verið grandalausir. Ennfremur hefur það villt um fyrir flokksfélögum Gunnars Braga að hann hefur yfirleitt verið fámáll og hlédrægur og hefur því skort viðmið til að afhjúpa skúrkinn.

Gunnar Bragi, sem að jafnaði er heimakær í Skagafirðinum og selur pylsur, er að vonum sárlega svekktur yfir þessu og hefur misst af fjórum utanlandsferðum þegar tvífarinn hefur m.a. farið til Brussel og hitt bæði stækkunar- og sértilminnkunarstjóra Evrópusambandsins. Þykir Gunnari Braga þetta sérlega sárt „því ég hef sárasjaldan komið til útlanda“.

Nú liggur mikil vinna framundan til að reyna að greina á milli vitleysunnar sem tvífarinn hefur sagt og skrifað og stefnu hins raunverulega Gunnars Braga. En ljóst er að sú vinna verður erfið og flókin.

Forsætisráðherra hefur sagt að hann gruni að „tvífarinn sé krossfari úr háskólasamfélaginu“.

Aðrir hafa bent á að málfar tvífarans bendi ekki til þess að hann hafi mikla menntun að baki.

Takmarkalaus ósvífni tvífarans birtist t.d. í því að þegar Gunnar Bragi (sá ekta) lét sér vaxa skegg þá var svindlarinn farinn að skarta samskonar skeggi nær samstundis.

Það var frændi Gunnars Braga, Einar Sveinn Bragason (ESB), sem uppgötvaði svindlið þegar hann sat við hlið Gunnars heima hjá honum á Króknum og horfði á sjónvarpið. Frændinn fylltist grunsemdum þegar tvífarinn birtist í beinni útsendingu frá Alþingi en frumeintakið sat við hlið hans í sófanum. Gunnar Bragi sjálfur sýndi heins vegar engin viðbrögð og sagði seinna að hann „væri ekki svo vel að sér svona í tæknimálum“.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði eftir afhjúpunina „nú fer ég loksins að fatta það sem var í gangi“.

Bjarni Benidiktsson, aukaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að hann „þekkti Gunnar Braga að góðu einu“. Sagðist hann reyndar halda að Gervi Gunnar (GG) væri  sannur framsóknarmaður. „Svona geta engir nema framsóknarmenn talað“ sagði Bjarni um grínræðu GG um ESB. 


AÐ FLYTJA LÍK, FANGA OG FLUGVELLI

IMG 1095

Á fimmtudaginn s.l. skoðaði ég gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu ásamt hópi áhugafólks. Leiðsögn var í höndum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings og Heimis Janusarsonar umsjónarmanns garðsins. Stórskemmtileg og fróðleg ganga sem Félag þjóðfræðinga skipulagði.

Það eina sem truflaði þessar 80 sálir sem mættu var stöðugur flugvélagnýr, annað hvort yfir hausamótum okkar eða frá flugvellinum þegar vélarnar voru að undirbúa flugtak. Niðurstaða mín er sú að það er ekki gott að halda svona samkomu í miðborg Reykjavíkur nema með hljóðmögnun.

 

Í frásögn Sólveigar kom fram að upphaflega var kirkjugarður Reykvíkinga í sjálfri Kvosinni við Aðalstræti. Eftir 800 ár var hann fullur og nýi garðurinn við Suðurgötu var tekinn í notkun 1838. Síðan fylltist hann og eftir það varð til Fossvogsgarður og síðar Grafarvogsgarður.

Í borgum Evrópu sáu menn fljótt að kirkjugarðar voru ekki vel settir í miðbæjum og þeir því fluttir út fyrir byggð eftir því sem kostur var. Nýja garðinum við Suðurgötu var því valinn staður fyrir utan bæinn. (Til gamans má geta þess að þegar staðsetningin var kynnt fyrir Reykvíkingum komu fram mótmælaraddir; Leiðin frá Dómkirkjunni væri allt of löng.)

Byggðin þróaðist og Suðurgötugarðurinn er nú inni í miðri borg.

Flugvéladynurinn vakti hjá mér ýmsar hugsanir. Stjórnarráð Íslands við Lækjartorg var eitt sinn fangelsi. Það var staðsett fyrir austan Læk, fyrir utan bæinn sem þá var lítið meira en byggðin kringum Aðalstræti. Byggðin þróaðist og brátt var þörf fyrir nýtt fangelsi og því var valinn staður fyrir utan bæinn; Við Skólavörðustíg. Og bærinn elti það uppi og ný fangelsi voru byggð við Litla hraun og Síðumúla, langt fyrir utan miðbæinn. Fangelsið við Skólavörðustíg er að vísu enn notað, það er búið að vera á undanþágu í marga áratugi og bíður eftir Hólmsheiðarfangelsinu sem nú er í byggingu - fyrir utan borgina.

Og þá kemur flugvélagnýrinn aftur til sögunnar. Kirkjugarðar og fangelsi eiga ekki heima í miðborgum og er valinn staður samkvæmt því. Flugvellir eiga ekki heima í miðborgum en samt sitja Reykvíkingar uppi með þennan hávaðavald.

Þjófar, lík og flugvélar eiga ekki heima í miðborg Reykjavíkur.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband