Skynsemin ræður II

Gumundur Gunnarsson jpg 340x600 q95Það eru margir hérlendis sem sjá í gegnum bullið og blaðrið sem helríður umræðu um Evrópusambandið hér á landi.

Einn þeirra er Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins. Guðmundur er reynslubolti úr atvinnulífinu sem m.a. hefur það á sinni ferilsskrá að hafa verið virkur í Sjálfstæðisflokknum.

Það er viðeigandi að vitna í hans skrif hér í bloggi nr. 2 undir fyrirsögninni SKYNSEMIN RÆÐUR:

„Útflutningur er forsenda búsetu í landinu og áhrifamikill um gengi krónunnar. Náttúrulegar sveiflur í fiskveiðum ásamt sveiflum í verðlagi hafa verið leiðréttar með handafli stjórnvalda í gengi krónunnar. Aukning orkubúskapar og aukinn iðnframleiðsla hefur unnið að nokkru á þessum sveiflum hefur skapað aukna möguleika á stöðugleika, þ.e.a.s. ef efnahagsstjórnun er rétt.



En stjórnendur fjármálakerfisins þróuðu með sér nýtt form forréttinda fólgið í að útvöldum stóðu til boða gríðarleg lán án þess að þurfa að leggja fram tryggingar, sem nýtt voru til þess að gíra upp hlutabréf og ná út úr hagkerfinu milljörðum króna. Ofurlaun, bónusar, premíur, styrkir auk pólitískra hyglinga og kúlulána varð að skiptimynt innan útvalins hóps. Greiðandinn var hinn sami og áður, almennir launamenn og skattgreiðendur.

Það er einungis ein leið út úr þessum vanda, hún felst í því að koma stjórnkerfinu inn í annað umhverfi þar sem stjórnmálamenn komast ekki upp með jafn óvandaða stjórnarhætti og þeir hafa þróað í tíð ríkisstjórna síðustu 18 ára. Við komumst ekki lengra eftir "þetta reddast" braut stjórnmálamannanna, enda greiðslubyrði almennings þrotin.


Ná verður stöðugleika og lágri verðbólgu. Það er forsenda lágra vaxta og endanlegu afnámi verðtryggingar, eða hvaða nafni sem bankamenn og stjórnmálamenn kjósa að kalla greiðlsudreifingarform okurlána. Upptaka annars gjaldmiðils mun taka einhvern tíma. Eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að hefja þetta ferli með því að endurskoða vísitölugrunninn og halda ákveðin áfram við undirbúning inngöngu í ESB og upptöku Evru með aðstoð Seðlabanka Evrópu.“ (Eyjan 12. 03. 10)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þú kætist mjög yfir ESB  glamúr skrifum þessa verkalýðs-forstjóra sem heitir Guðmundur og er einn af sjálfskipuðum hálaunaaðli hinnar svokölluðu verkalýðsfoystu Íslands.

Forystu sem haldið hefur uppi endalausum áróðri fyrir ESB innlumuninni eins og yfir jólasveinn ASÍ foystunnar Gylgi Arnbjörnsson.

Fyrir þessa forystumenn skiptir engu hvort þeir tali fyrir umboði verkalýðsins sjálfs eða almennings í landinu.

Þeir eru sérfræðingarnir og hinn sjálfskipaði verkalýðs- aðall með sín ofurlaun og ofurhlunnindi líka.

Minnir mjög á gíruga og spillta valdastétt Sovéttsins sáluga sem aftur minnir æ meir á lýðræðislaus tilskipanavöld ESB-ráðanna og sérfræðinefndanna þeirra í Brussel. 

Þú og þessi aðall getið áfram haft ykkar blautu drauma um innlimun Íslands í þetta ESB- stórríki en ykkur mun aldrei takast að koma Íslensku þjóðinni undir krumlu þessa apparats. ALDREI !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 13:36

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Gunnlaugur

Ert þú sjálfskipaður andstæðingur ESB eða sjálfskipaður krumlufræðingur?

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.3.2010 kl. 14:19

3 identicon

Sæll Hjálmtýr.

Þetta eru nú útúrsnúningar hjá þér en ég tek því sem gríni.

Það er enginn sjálfskipaður ESB- andstæðingur, en mjög margir verða það á því að kynna sér vel hvernig þetta valdaapparat starfar og stjórnar og völd þessa apparats eru stöðugt að færast meir og meir frá fólkinu yfir til ráðana og nefndanna óskeikulu. 

Yfirleitt er það svo að því meiri umræða um ESB því meira vex andúð almennings á þessu apparati svo hefur orðið hér.

Eitt sinn var ég frekar hlynntur þessu samstarfi ólíkra nágranna þjóða.

En það er langt síðan ég algerlega snérist gegn þessu ómanneskjulega og miðstýringarkerfi sem.

Ekki síst eftir að hafa undanfarin næstum 5 ár búið innan landamæra þess og séð þetta í raun, fyrst í Englandi og nú á Spáni og því hef ég getað séð þetta frá svolítið öðrum vinkli en margir heima á okkar ástsæla föðurlandi.

Kærar kveðjur og góða helgi.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 15:45

4 Smámynd: Björn Heiðdal

iðmælandi minn var líka á því að til að losna við hagsmunaárekstra og framapot þyrfti þjóðin að ganga í ESB. Ekki þorði ég að andmælu þessu og fékk þá að heyra þennan gullmola. “Fólkið í ESB mundi aldrei sætta sig við vinagreiða og klíkuskap í mannaráðningum.” Þar eru allir ráðnir samkvæmt hæfni og reynslu, bætti hann síðan við. En er það svo að klíkuskapur í ESB sé ekki til og allir ráðnir samkvæmt hæfni. Ekki samkvæmt sænska utanríkissráðherranum, Carl Bildt, sem hefur kvartað mikið yfir þeirri ákvörðun Barroso að skipa persónulegan vin sinn og fyrrum skrifstofustjóra hjá sér í embætti sendiherra í Washington. Vill hann meina að þessi skipun Barroso sé ekki í samræmi við þá vigt sem nýr sendiherra þarf að hafa. Í viðtali segir Bildt að hann skilji ekki tilganginn að senda fyrrum skrifstofusjóra Barroso til Washington og vill vita ástæður þess. Hann efast líka að skipunin sé í samræmi við nýja Lissbon sáttmálann.

Fréttaskýrendur í Brussel vilja meina að með þessu sé Barroso að styrkja sína persónulegu stöðu innan kerfisins. Hann sé jafnvel að reyna að draga úr áhrifum nýja utanríkisráðherra sambandsins. Einn virtasti ESB skýrandinn segir að þessi ákvörðun Barroso sé hættuleg fyrir ESB og kunni að leiða til þess að hæft fólk sæki síður um hjá nýstofnuðu utanríkisráðuneyti sambandsins. Það sjái ekki tilganginn ef klíkuskapur skiptir meira máli en hæfni. Nú er bara að vona að Össur og Jóhanna séu í náðinni hjá Barroso annars þurfa þau bara að fara aftast í röðina.

Björn Heiðdal, 12.3.2010 kl. 21:35

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Björn frændi er með allt á hreinu. Líka það sem er óhreint.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.3.2010 kl. 22:42

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Unræðan verður víst alltaf svona: ef maður segir að Íslenskt þjóðfélag sé spillt þá er ESB milljón sinnum spilltara hvað sem maður segir. Svo ef maður spyr við hverja eigum við þá að hafa samstarf og viðskipti? Er svarið Kína, Bandaríkin, Canada, Japan,Rússland einsog það séu eitthvað til fyrirmyndar ríki. Að íslendingar geti vafið þessum stórveldum sér um fingur lítil þjóð og sæt með stór brjóst. Við hverja hafa íslendingar mest viðskipti og vaxandi? ESB? Af hverju getum við aldrei feisað raunveruleikann?

Gísli Ingvarsson, 12.3.2010 kl. 23:26

7 identicon

Hæ,

Ég ætla nú ekki að hafa mörg orð um þennan pistil þinn Týri.  Ég vona bara fyrir þina hönd að Guðmundur Gunnarsson sé ekki beittasti hnífurinn í skúffunni þinni.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 00:02

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Gorgeir. Hef lesið bloggið hana Guðmundar Gunnarssons undanfariðog hann talar um þessi mál af mikill þekkingu og gríðarlegu raunsægi. Hann þekkir þjóðmálin vel og hefur verið með puttann á púlsinu í mörg ár. Það er svo mikill og öflugur áróður nú sem stendur gegn ESB og þar tel ég að forsvarsmaður mjólkuriðnaðarinns og um leið einn af stærstu sláturleyfishöfum á Íslandi, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki stendur örugglega á bak við bændastéttina og hvíslar í eyrun á þeim. Svo vita náttúrlega allir um LÍÚ og þá blokk alla. Þetta eru að mínu álit stóru aðilarnir á móti aðild, enda eru gríðarlegir hagsmunir þarna á bak við.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.3.2010 kl. 01:26

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Týri minn, mér finnst eins og að ég sé að lesa blogg frá trúarklúbbi. Þetta er góða fólkið versus vonda fólkið. Gáfaða fólkið versus heimska flókið. Það sem forðast er mest er að koma fram með rök og gagnrök. Þeim mun meira sem fjallað er um ESB þeim mun meira fjölgar þeim sem eru á móti að gagna í ESB.

Einn af ESB sinnunum er Hólmfríður frá Hvammstanga. Hún heldur að ástæða fyrir aukinni andúð fyrir ESB er að menn séu að hvísla í eyrun á landanum. Nýlega sagði hún þjóðinni að hún væri teygð á asnaeyrunum. Nú veit ég ekki hvað er hvíslað í þessi asnaeyru, en það virkar nú ekki mjög gáfulegt.

Sigurður Þorsteinsson, 13.3.2010 kl. 09:27

10 Smámynd: Björn Heiðdal

Kæra Hólmfríður

Ég er búinn að tala við nokkra nágranna þína á Hvammstanga eða fyrrverandi nágranna skulum við segja.  Þeir bera þér söguna vel en segja jafnframt að þú sért þrjóskari en andsk....  Þessi þrjóska kemur berlega í ljós í skrifum þínum um inngöngu Íslands í ESB.  Gallar ESB eru afgreiddir sem lygar kvótagreifa og kostirnir við aðild ýktir upp úr öllu valdi.  Auðvitað hefur þú leyfi til að hafa þessar skoðanir en ást þín og virðing fyrir náunganum er afar takmörkuð.  Ég á ekki að þurfa að vera í Samfylkingunni eða ESB ef ég kæri mig ekki um það.  

En þennan rétt telur þú mig ekki hafa og vilt skrá mig þarna inn.  Þetta er hreinræktaður dónaskapur og yfirgangur af verstu sort.  Spurning hvort ég eigi ekki að skrá þig í Kommúnistaflokk Norður Kóreu enda ást og umhyggja fyrir náunganum þar öllu æðra.

kveðja,

Björn

Björn Heiðdal, 13.3.2010 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband