Fulla ferð áfram!

Ég sé fyrir mér að eftir birtingu og umfjöllun um skýrslu rannsóknarnefndarinnar verði stefna allra framfarasinnaðara afla sett á nýja stjórnarskrá. Fulla ferð.

Millilending á stjórnlagaþingi þjóðarinnar - eins opið og fjölmennt og tæknilega mögulegt með netinu, útvarpi og sjónvarpi.

Samin verðir stjórnarskrá þjóðarinnar af þjóðinni - gjöf hennar til sjálfrar sín eftir hremmingarnar og ruglið.

Þetta verður endurmenntun heillar þjóðar sem hefur aldrei stigið til fulls skrefið frá flokkapoti, baktjaldamakki, klíkuklækjum og frekju forræðismanna.


mbl.is Viðbúið að hundruð frambjóðenda stígi fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get þá glatt þig með því að sú vinna er að hefjast :)

Við gerum þetta bara sjálf.. fólkið í landinu. Þurfum ekkert að bíða eftir því að alþingi bjóði okkur upp á handónýtt fyrirkomulag við þetta

Heiða B Heiðarsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 14:42

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Öll framfarasinnuð öfl skrifaði ég. Þau eru ekki endilega á þinginu. Hinsvegar tel ég rangt að sneiða hjá stjórnmálaflokkunum alfarið. Það eru 85% þjóðarinnar sem hafa kosið þá og það eru tugþúsundir sem eru skráðir til leiks innan þeirra (þótt það séu ekki margir sem eru virkir). En ef einhver býður uppá handónýtt fyrirkomulag þá er sjálfgert aðhafna því.

Hjálmtýr V Heiðdal, 15.3.2010 kl. 14:58

3 identicon

Alþingi hefur margsýnt að það er ekki vilji til róttækra breytinga á stjórnarskrá. En það meiga allir senda inn tillögur

Heiða B Heiðars (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 15:02

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Hvernig fór þessi fundur um stjórnlagaþingið?

Er hægt að nálgast upplýsingar einhverstaðar?

Hjálmtýr V Heiðdal, 15.3.2010 kl. 15:55

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þingið hefur klikkað á alvöru stjórnarskrárbreytingum í áratugi og það hefur ekki getða tryggt landsmönnum jafnan kosningarétt. Grasrótin á næsta leik.

Hjálmtýr V Heiðdal, 15.3.2010 kl. 15:58

6 identicon

Hæ,

Loksins er ég sammála þér Týri þó ég sé hóflega bjartsýnn á þetta allt saman.  Er nokkur von til þess að við náum að stíga til fulls skrefið frá flokkapoti, baktjaldamakki, klíkuklækjum og frekju forræðismanna?  Hefur þetta skref einhversstaðar verið stigið spyr ég?

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 17:11

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Af hverju þarf nýja stjórnarskrá.  Af því bara eða þannig sko?  Viltu leggja af þingræðið, forsetann, mannréttindakaflann eða eitthvað annað?  Fyrir mitt leyti er allt tal um breytingar hættulegt ef engin skýr tilgangur liggur fyrir.  Er þetta ekki bara spurning um að geta hent þjóðinni inn í ESB á met hraða án þess að hafa hana með í ráðum. 

Björn Heiðdal, 15.3.2010 kl. 18:10

8 identicon

Fundurinn var allur tekinn upp. Ég skal ýta á eftir því að hann fari á vefinn. Hann verður þá birtur á heimasíðunni okkar htt://xo.is

Heiða B Heiðars (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 19:01

9 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Góður pistill hjá þér Hjálmtýr. Og aldrei þessu vant erum við að mestu sammála. Þó held ég að þú sérð heldur bjartsýnn að halda að það taki svo stuttan tíma að snúa við blaðinu. Þá kann ég ekki við orðið ,,endurmenntun" í þessu samhengi.  

Svo óska ég þér til hamingju með sjónvarpsmyndina um prófessorinn í gær. Áhugavert efni, stórgóðar sögulegar myndir og  góður söguþráður.

Að þessu sögðu þá þurfum við að taka rökræðu um deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs við tækifæri. Er ekki alveg tilbúin í þá rimmu ennþá. 

Jón Baldur Lorange, 15.3.2010 kl. 22:24

10 Smámynd: Snorri Hansson

"Þetta verður endurmenntun heillar þjóðar sem hefur aldrei stigið til fulls skrefið frá flokkapoti, baktjaldamakki, klíkuklækjum og frekju forræðismanna."

Þú ætlar semsagt að gera þetta einn og sjálfur.

Snorri Hansson, 15.3.2010 kl. 23:43

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Jón Baldur

Endurmenntun er jákvætt fyrirbrigði í mínum huga. Ekki eins og hjá alræðisstjórnum s.s. Kín, þar var endurmenntun það sama og innræting þóknanlegra skoðanna. Endurmenntun Háskólans er jákvætt fyrirbrigði.

Skil þig ekki Snorri Hansson.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.3.2010 kl. 09:04

12 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Gunni og sæll Björn frændi

Gunni - þú spyrð hvort þetta hafi tekist einhversstaðar. Ég hef ekki hugað að því og efa það. En einhverntíman er allt fyrst. Og þjóðin þarf á því að halda.

Björn

ESB glýjan er orðin meiri hjá þér en mér.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.3.2010 kl. 09:06

13 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Þetta hljómar nú frekar eins og vísir að handriti fyrir þína nýjustu mynd . . . sem er það sem þú ættir bara að halda þig við!

Magnús V. Skúlason, 16.3.2010 kl. 10:59

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Magnús V.

Björn Heiðdal, frændi minn, hefur einkarétt á því að reyna að vera fyndinn á minn kostnað.

Og þú verður að sætta þig við það.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.3.2010 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband