Reynt að ná í skottið á höfuðpaurnum

Bubbi kóngurNiðurstaða Alþingis er það næsta sem verður komist til að ná í skottið á helstu sökudólgum úr hópi stjórnmálamanna. Geir er búinn að eiga þátt í öllu brallinu sem Davíð, Halldór og Finnur stóðu fyrir. Geir verður nú að standa sig fyrir Landsdómi og sýna fram á hvað gerðist og hvenær.

Þetta er hans uppskera fyrir fylgispekt sína við feigðarflanið sem upphófst þegar hugmyndir Eimreiðarhópsins tóku að stýra þjóðarskútunni. 


mbl.is Flokkspólitísk yfirstétt sló skjaldborg um sjálfa sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Aumingja Týri, verður þú ekki að fá þér stoðtæki með þessa Davíðsfóbíu þína.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.9.2010 kl. 19:16

2 identicon

Aumingja haturmálastjórinn, Altli Gísla, tapaði 3:1 í dag. Ömurlegt fyrir hann.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 21:27

3 identicon

Aumingja hvað? Eru einhverjir sárir? Þetta er hárrétt hjá þér, Hjálmtýr. Best væri ef Geir tækist að sanna fyrir dómi og þar með þjóðinni að Davíð og Halldór beri ábyrgðina og það ættu að vera þeir sem væru ákærðir og dæmdir fyrir landráð, svikráð við þjóðina, í þjónkun við auðmagn og útrásarglæpona (ekki kenna þá við víkinga, takk!).

Guðmundur Sæmundsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 22:22

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Guðmundur

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort þjóðin sé nokkuð bættari með Geir á sakamannabekknum. Það getur verið hættulegt að draga einn mann fyrir dóm þegar það er svo margt sem hefur haft áhrif á ferlið sem hann var hluti af. Það togast á ýmis öfl - margir vilja sjá sem flesta stjórnmálamenn svipta „kjól og kalli“. Það er ekki óvænt þar sem íslensk stjórnmála hafa ekki verið mjög gæfurík og gefandi fyrir þjóðina. Og stjórnsýslan og efnahagsstjórnunin ekki uppá marga fiska. En er til einhver leið sem getur skilað lærdómi og þroska til okkar? Fyrir löngu þá bloggaði ég um n.k. sáttaleið að hætti Suður Afríkumanna. Þeir héldu opna fundi þar sem menn komu og sögðu frá sínum þætti í atburðum, mörgum ljótum morðum ofl. Þeir sem sýndu iðrun og yfirbót gafst tækifæri til þess að ná sáttum við þjóðina - og í stað hefnda og Þórðargleði þá kom samhugur og nýir tímar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.9.2010 kl. 23:09

5 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Getur ekki verið Hjálmtýr að þú sért að snúa einhverju á hvolf.  Í öllum venjulegum sakamálum verður saksóknari að sanna með óyggjandi hætti að sá sem réttað er um sé sekur, það á ekki að vera hlutverk ákærða að sanna sakleysi sitt. Vonandi gleymist sú regla ekki, þó svo að það sé Geir Haarde sem málið snýst um.

Kjartan Sigurgeirsson, 29.9.2010 kl. 09:12

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Kjartan

Þetta mál er allt frekar á hvolfi. Ég tel að þingmenn hefðu ekki átta að fara þessa leið. Tillögur Jóhönnu um að endurskoða Landsdóm hlutu ekki náð á sínum tíma og nú er uppskeran skv. því. Það er rétt hjá þér að það er saksóknarans að sanna sökina. En þetta mál fer óvenjulega leiða þar sem ákæran er óhjákvæmilega með pólitísku ívafi og það á ekki að eiga sér stað í lýðræðisríki. Ég vona að Geir gangi allt í haginn og að málin skýrist í réttarhöldunum. Ekki veitir af hjá þjóð sem er jafn ráðvillt og sú sem við tilheyrum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.9.2010 kl. 09:19

7 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Sammála!

Kjartan Sigurgeirsson, 29.9.2010 kl. 10:14

8 identicon

Þetta er bara leikrit sem þeir eru að spila fyrir ykkur í leikhú.. úps alþingishúsinu.

Það er pottþétt að þetta var ákveðið fyrirfram, að Geir einn færi fyrir dóm, liggur í augum uppi, deginum ljósara.


doctore (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband