Við hverju bjuggust menn?

Bjarni BenNú ræða menn um að atkvæðagreiðslan hafi verið pólitísk – við hverju bjuggust menn?

Þrír flokkar ráku málið eftir flokkspólitískri línu en tveir létu sína flokksmenn ráða atkvæði sínu eftir eigin sannfæringu. Geir Haarde ofl. reyna að setja upp það sjónarspil að þingmenn Samfylkingarinnar hafi stundað pólitísk hrossakaup – þrátt fyrir að staðreyndirnar sýni allt annað.

Samfylkingarþingmenn greiddu atkvæði í samræmi við ákvæði í stjórnarskránni sem kveður á um að samviska þingmanna ráði för. Hluti þingflokksins greiddi m.a.s. atkvæði gegn eigin flokksmönnum.

Í þessu samhengi er fróðlegt að lesa leiðara Morgunblaðsins. Þar skrifar fyrrverandi æðstráðandi til sjós og lands að Sjálfstæðisflokkurinn gerði rangt í því að taka þátt í „ógæfuleiknum“ eftir að ljóst var að Geir yrði ákærður. Að mati ritstjórans þá áttu sjálfstæðisþingmenn að hætta þátttöku í þingstörfum við þessar aðstæður. Augljóst er að hann telur að flokks„samviskan“ ráði en ekki trúnaður einstakra þingmanna við eigin hug.


mbl.is Pólitísk fingraför á málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ef hálfur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði greitt atkvæði með ákæru á Ingibjörgu Sólrúnu en gegn ákæru á hina og náð þeim árangri að Ingibjörg færi ein fyrir landsdóm, hefðir þú þá skrifað um að sjálfstæðismenn hefðu látið sannfæringu sína og samvisku ráða en ekki pólitík?

Gísli Sigurðsson, 29.9.2010 kl. 17:38

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ef hálfur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði greitt atkvæði eins og þú lýsir þá hefði hann brotið gegn flokksaganum og farið eftir eigin sannfæringu ef hún hefði verið á þessa lund. En dæmið þitt styðst ekki við raunveruleikann og hjálpar því ekki mikið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.9.2010 kl. 20:17

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

28. gr. Sakborningur á rétt á að fá upplýsingar um sakarefni áður en skýrsla er tekin af honum út af því eða við handtöku ef til hennar kemur

63. gr. Sá sem gefur skýrslu skv. 61. gr. skal fyrst spurðurum nafn, kennitölu og heimili.  Skýrslugjafi á rétt á því að fá vitneskju um það, þegar mál
er orðið svo skýrt að þess sé kostur, hvort hann er spurður vegna gruns á hendur honum um refsivert brot eða hvort hann er kvaddur til vitnisburðar.

64. gr. Ef sakborningur hefur ekki fengið upplýsingar um sakarefni skal honum gerð grein fyrir því við upphaf skýrslutöku, sbr. 1. mgr. 28. gr. Sakborningi er óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök. Ber þeim sem skýrslu tekur að benda sakborningi ótvírætt á þennan rétt hans.

Þetta eru úrklippur úr lögum nr 88 frá 2008 Lög um meðferð sakamála.  Telja menn almennt að ákvæði þessara greina hafi verið höfð til hliðsjónar við málatilbúnað gegn 4 fyrrverandi ráðherrum? eða þurfa höfundar laganna ekki að fara eftir þeim.  Þetta minnir svolítið á foreldri sem hefur ekki fyrir því að taka út úr sér sígarettuna þegar það er að banna barni sínu að reykja.

Kjartan Sigurgeirsson, 30.9.2010 kl. 14:38

4 identicon

Hæ Týri,

Ég held að það sé hægt að snúa þessum rökum þínum á alla kanta varðandi flokkspólitískar línur.  Ég skil hinsvegar ekki hvernig fólk getur komist að þeirri niðurstöðu að sækja beri einn mann til saka fyrir það sem gerðist líkt og Skúli Helgason gerir.  Svo skrifar þú að þetta sé það næsta sem komist verði í að ná í skottið á sökudólgunum!!!  Lítur þú á þetta sem friðþægingu líkt og Jóhanna gerir?  Ertu sáttur við niðurstöðuna?  Og ef það er nóg eins og þú segir að Geir hafi verið með Davíð & Co og þurfi að svara fyrir það, væri þá ekki hægt að segja það sama um Ingibjörgu, Björgvin, og Árna Matt sem tóku þátt í brallinu með Geir?

Svo vogar Steingrímur sér að segjast helst hafa viljað ákæra annann mann þ.e. Davíð Oddsson !!! en það hafi bara ekki verið í boði.  Þetta sýnir best það sem ég hef margoft skrifað hér á þessa síðu að stjórnmálamenn eru í eðli sínu prinsipplausar druslur, alveg sama hvaðan þeir koma.  Það sem er svo verst í þessu öllu saman fyrir ykkur X-D hatarana að þetta mun líklega styrkja þann flokk sem aldrei fyrr.  Sé þig svo á Austurvelli í kvöld.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 16:10

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég skrifaði þetta um daginn: „Ég tel að þingmenn hefðu ekki átta að fara þessa leið. Tillögur Jóhönnu um að endurskoða Landsdóm hlutu ekki náð á sínum tíma og nú er uppskeran skv. því. Það er rétt hjá þér að það er saksóknarans að sanna sökina. En þetta mál fer óvenjulega leiða þar sem ákæran er óhjákvæmilega með pólitísku ívafi og það á ekki að eiga sér stað í lýðræðisríki. Ég vona að Geir gangi allt í haginn og að málin skýrist í réttarhöldunum. Ekki veitir af hjá þjóð sem er jafn ráðvillt og sú sem við tilheyrum“

Þar sem enginn hefur gengist við neinu og fáir sýnt auðmýkt þá er lítil von til þess að andlega ástandið skáni hjá okkar þjóð.

Ég hef fyrir löngu bent á leið sátta og uppgjörs sem felst í því að menn gangist við sínum þætti - líka kjósendur - og hljóti uppreisn í kjölfarið. Hér er ég að tala um alla sem ekki beinlínis brutu lög. Ég tel að Landsdómsleiðin hafi verið slæm.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.10.2010 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband