Nú þarf ég að fá áfellishjálp

VH andinnÉg fór að rýna betur í orð Vigdísar Hauks, hins gustmikla þingmanns Framsóknarflokksins, varðandi stjórnarskrármálið. Ég þóttist hafa skilið það sem hún sagði og gerði smá grín. 

Tilvitnunin í Vigdísi sem flaug um netið er svona: „Framtíðarsýn okkar framsóknarmanna er að eftir fimm ár verði hér á landi í gildi stjórnarskrá sem stjórnlagaþing hefur sett“. Það er auðvitað tóm vitleysa að stjórnlagaþingið setji nýja stjórnaskrá, einungis Alþingi er fært um slíkt.

Vigdís vildi leiðrétta stefnun flokksins, sem hún taldi vera vitlausa en var í raun bara hennar rangtúlkun, og í viðtali við DV sagði hún „Þetta er bara kvót í stefnuskránna sem þá var“ og sú stefna er ekki í samræmi við landslög. Vigdís vildi fylgja „landslögum og skipti um skoðun, að sjálfsögðu“ eins og hún orðaði það.

En nú kemur í ljós, eftir örlitla rannsókn, að viska Vigdísar er flóknari en við blasti í fyrstu. Hún segir að það sé „manndómsmerki“ Framsóknarflokksins „að viðurkenna að stefna flokksins hafi verið röng á þessum tíma í þessu máli“.

En þingmaðurinn Vigdís vitnaði vitlaust í stefnu flokksins sbr. orð hennar: „Það var á stefnuskrá Framsóknarflokksins að fara af stað með bindandi stjórnlagaþingskosningu. Svo þegar ég fór að skoða málið, samkvæmt stjórnarskrá, þá brýtur það gegn stjórnarskránni. Þannig að ég fer lögum og skipti um skoðun.“ Hún las stefnuplaggið vitlaust og leiðrétti svo stefnu flokksins sem hún hafði rangtúlkað, og var því ekki sú sem Vigdís sagði. Og síðan skipti hún um skoðun á stefnu flokksins sem var aldrei stefna flokksins!

Hið rétta er að stefna Framsóknarflokksins var "Við viljum ... að ný og nútímaleg stjórnarskrá verði samin af stjórnlagaþingi þar sem eiga sæti þjóðkjörnir fulltrúar". Ekkert bull um að „stjórnlagaþing setji“ nýja stjórnarskrá.

Samantekið er málið svona: Vigdís fer rangt með stefnuna, trúir á eigin rangfærslu og telur að flokkurinn hafi leiðrétt ranga stefnu og sýnt þar með manndómsbrag. En flokkurinn gerði ekkert á meðan Vigdís fór nokkra hringi, flokkurinn var bara hinn rólegasti og hafði aðra stefnu en Vigdís sagði hann hafa og misskildi síðan eigin misskilning og leiðrétti hann svo vitlaust og... æ ég er búinn að týna þræðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Er það furða þó formaður flokksins hafi flúið norður í land. !!

Stefán Þ Ingólfsson, 24.10.2012 kl. 20:53

2 identicon

Mikið ráðherfuefni.

GB (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 10:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er áfellishjálp nýyrði?   Eða er þetta bara í anda Vigdísar?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2012 kl. 14:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

P.S. flott mynd annars.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2012 kl. 14:22

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þetta var hugsað sem eitthvað sem gæti komið frá Vigdísi. Hún sagði eitt sinn að framtíðin væri falin í okkar höndum - og fleira gott.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.10.2012 kl. 15:13

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Góður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2012 kl. 17:19

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er það eitthvað skrýtið að allir Íslandsbúar þurfi daglega áfellishjálp?

Við náum víst ekki að rétt-leiðrétta Ísland, ef við föttum ekki einu sinni að pólitískar skotgrafir eru best til þess fallnar, að grafa allt sem heitir mannréttindi og réttlæti!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.10.2012 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband