Af kögunarhóli Þorsteins Pálssonar

ÞP

Nú hefur enn einn sjálfstæðismaðurinn bæst í hóp þeirra sem sjá ný og óvænt tækifæri í atkvæðum þeirra Íslendinga sem ekki mæta á kjörstað. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður flokksins,  skrifar í Fréttablaðið 27. 10. 12. um svör minnihlutans og þögn meirihlutans“ í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þögn meirihlutans“ er hið nýja fagnaðarerindi og kemur í stað hefðbundinna úrslita í l staðreynd að  kemur upp oða þessa „kr  skrifar 8umar u sköpuðu þeim orðst fyrr? ýðræðislegum kosningum. Þorsteinn viðurkennir að  nýja „leiðin er að sönnu krókóttari“ „því að menn vita ekki hvað meirihlutinn vill“.  En menn eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að ná til nýrra stranda og þótt leiðin sé „að sönnu krókóttari“, skal hún samt farin að mati Þorsteins!

Þorsteinn varpar fram spurningu um „hvort skynsamlegt sé að líta svo á að meirihlutinn sé svo hugsunarlaus og skoðanalaus um þessi efni að ekki eigi að gera tilraun til að ná til hans“.  Það sem fyrst kemur upp í hugann er sú staðreynd að boðað var til kosninganna með öllum tiltækum ráðum og þær voru frjálsar öllum Íslendingum með atkvæðisrétt. „Tilraun“ sú sem Þorsteinn ræðir um hefur því þegar verið framkvæmd, þ.e. hér fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla. En „tilraunin“ fór ekki að óskum Sjálfstæðisflokksins og því er hún ekki marktæk - þetta er raunverulega innihaldið þegar orðskrúði manna um annan tilgang sleppir.

Þetta afhúpast ágætlega í eftirfarandi hugmynd Þorsteins um að „Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram heildstætt frumvarp að endurskoðaðri stjórnarskrá og geri kröfu um að þjóðin fái að velja á milli tveggja kosta samhliða næstu alþingiskosningum. Slíkri kröfu er ekki unnt að hafna málefnalega í ljósi þess að meirihluti kjósenda hefur ekki lýst viðhorfum sínum“. Sem sagt, á meðan meirihluti kjósenda hefur ekki greitt atkvæði samkvæmt vilja Sjálfstæðisflokksins er ekki „unnt að hafna kröfu“ hans um nýjar aðferðir til að sætta þjóðina við vilja hans.

Þorsteinn telur að viðhorf sín geti helgast af málinu sem er til meðferðar, sjálfri stjórnarskrá lýðveldisins og mikilvægi sátta um slíkt stórmál.

Vissulega er stjórnarskráin grundvallarmál sem þjóðin tekst á við og hefur ferlið verið í þeim anda. Boðað var til þjóðfundar með slembiúrtaki, stofnaður var hópur sérfræðinga og valinna leikmanna til að vinna úr niðurstöðum þjóðfundarins sem síðan lagði málið í hendur Stjórnlagaráðs. Kosið var til stjórnlagaþings með opinni kosningu sem allir atkvæðisbærir gátu tekið þátt í. (Millileikur Hæstaréttar er á skjön við reglur réttarríkisins og verður ekki ræddur hér). Stjórnlagaráð starfaði fyrir opnum tjöldum og var í sambandi við þúsundir manna sem lögðu orð í belg. Og stuttu fyrir atkvæðagreiðsluna var gefinn út vandaður bæklingur sem útskýrði málið lið fyrir lið.

Tvær skoðanakannanir voru framkvæmdar fyrir kosningar og sýndi sú sem hefur verið birt (MMR) nánast sömu niðurstöðu og kosningin sjálf. Af óútskýrðum ástæðum hefur Capacent ekki viljað birta niðurstöðu skoðanakönnunarinnar sem þeir gerðu.

Vandaður undirbúningur, opið ferli og skoðanakannanir eru andstæða „krókóttu leiðarinnar“ sem Þorsteini líst svo vel á.

Viðhorf Þorsteins Pálssonar mótast af mislukkaðri aðför sjálfstæðismanna ofl. að ríkisstjórninni sem kom þessu ferli af stað með stuðningi meirihluta Alþingis. Niðurstaða Þorsteins er sú „að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan ríður feitum hesti frá þessari atkvæðagreiðslu“.  Hann er fastur í flokkshagsmunum og átökum við stjórnarflokkana. Hann víkur ekki einu einasta orði í greininni að efnisatriðum í stjórnarskrártillögunum, ekkert skrifar hann um það hvaða vandamál hann sér í þeim. Hann einblínir á tæknileg atriði vegna þess að þar sér hann tækifæri til þess að flokkurinn stjórni för eins og þeir hafa vanist.

Framferði þeirra er aðför að lýðræðinu en ekki tilraun til að skapa okkur betri framtíð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þó að Þorsteinn Pálsson Hafi á árum áður verið formaður Sjálfstæðisflokksins, þá er hann í dag ekki Sjálfstæðis maður.  Bara svona til að koma því á framfæri Hjálmtýr V. Heiðdal að þá er þorsteinn Pálsson rola og dæmigerður Íslandskrati og slíkir finnast hvergi annarstaðar á Jörðinni.   

Varðandi óvenju dýra skoðanakönnun vegna hugmynda sem fulltrúar í svo nefndu stjórnlagaráði sem  Jóhanna smíðaði handa sjálfri sér með fjármunum sem hún stal frá fólki sem þurfti á þeim að halda .  Þá er frá því að segja að meirihluti þjóðarinnar neitaði að taka þátt í þeirri aðför Jóhönnu Sigurðardóttur að stjórnarskránni okkar.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 28.10.2012 kl. 10:08

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég óska þér gæfu og gengis - og ekki síst gleðilegra daga Hrólfur. Þorsteinn er sjálfstæðismaður með aðrar skoðanir en þú. Svona er lífið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.10.2012 kl. 10:49

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar kosið var um Icesafe og niðurstaða kosninganna fór ekki að óskum vinstriflokkanna, þá töluðu þeir um að 75% kosningaþátttaka hefði verið dræm. Í þessari "skoðanakönnun" um stjórnarskránna var 50% þátttaka.

Hin dræma skoðanakönnunarþátttaka um stjórnarskránna hlýtur að vera umhugsunarefni. Um helmingur þjóðarinnar þótti greinilega ekki mikið til hennar koma. Hugmynd um að tengja slíka skoðanakönnun við þingkosningar er ekki galin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2012 kl. 11:07

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Raunverulega þjóðaratkvæðagreiðslu er í lagi að hafa sérstaklega, en þó sjálfsagt að slá tvær flugur í einu höggi og halda hana samhliða þing eða sveitarstjórnarkosningum. Það tryggir betri þátttöku og sparar peninga. "Lýðræðið kostar peninga" er bullfrasi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2012 kl. 11:12

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunnar TH - það er eitt að ræða um kosningaþátttöku og annað að ætla sér að reyna að nota það í þeim tilgangi að fá niðurstöðu löglegra kosninga hnekkt.

Ég hef bent á að það voru 45% þjóðarinnar sem sagði nei í seinni kosningunni um Icesave. En það rýrir ekki á neinn hátt hver niðurstaðan var.

Þorsteinn Pálsson og fleiri sjálfstæðismenn hafa upphafið furðulegan túlkunarmáta á niðurstöðu kosninganna. Við getum ekki gert betur en að boða til kosninga, ræða málin og sjá svo hvað þjóðin segir. Samræmið á milli úrslita og niðurstöðu skoðanakannanna segir okkur að þær tugþúsundir sem tóku þátt sýna vilja þjóðarinnar. Hinsvegar getum við ekki látið skoðanakannanir ráða stefnunni, þær eru vísbendingar. Ég vona Gunnar að við séum sammála um grundvallaratriði lýðræðisins. Nýja stjórnarskráin - þegar hún tekur gildi - eykur möguleika á að kanna vilja þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.10.2012 kl. 12:27

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Týri, hvernig eykur þessi nýja stjórnarskrá möguleika á að kanna vilja þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslum?  Er ekki líka bara miklu ódýrara að nota Gallup? 

Björn Heiðdal, 28.10.2012 kl. 13:10

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þjóðin mætir - þeir sem vilja hafa skoðun og láta hana í ljósi. Einfalt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.10.2012 kl. 13:14

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er grundvallar misskilningur hjá þér, Hjálmtýr. Niðurstaða þessarar könnunar er EKKI bindandi. Ef hún væri það þá væri það brot á núverandi stjórnarskrá. Þess vegna er ekki hægt að tala um að "hnekkja niðurstöðu". Það var engin niðurstaða varðandi hugsanlegar breytingar á stjórnarskránni, því þingmenn eru bundnir af eigin skoðun, sannfæringu og samvisku og þeim ber að nota atkvæði sín á Alþingi í samræmi við það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2012 kl. 13:37

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég skrifaði um löglega kosningu og hugmyndir um að hnekkja niðurstöðum. Það er ekki spurningin um bindandi eða ekki bindandi kosningu eða könnun - þetta er spurning um að fá fram afstöðu þjóðarinnar í máli sem er í vinnslu. Hvar er vilji þjóðarinnar - hvað segir hún um hugmyndir Stjórnlagaþings. Þjóðinni er boðið að segja Alþingi hvað hún er að hugsa um þessi mál. Að vísu að hluta takmarkað vegna spurninganna. Þingmenn eru bundnir af eigin sannfæringu - en það þýðir ekki að þeir eigi ekki að hlusta á þjóðina.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.10.2012 kl. 14:10

10 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er óumdeilt hvað kom upp úr kjörkössunum. Það er líka óumdeilt hversu margir kusu að sitja heima fremur en að kjósa.

Það er öruggt að formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar þingsins leggur fram tillögur stjórnlagaráðs, með viðbættu þjóðkirkjuákvæði fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá.

Svörin við spurningum 2-6 segja þinginu að meirihluti þjóðarinnar vilji hafa ákvæði í nýrri stjórnarskrá, sem ná til þeirra atriða sem spurt var þar um.

Það er ekki hægt að túlka niðurstöðurnar svo að já-in hafi öll viljað tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar sem nýja stjórnarskra. Um það var ekki spurt. Auk þess sem að fólk var beinlínis hvatt til þess að segja já, breytinganna vegna, en ekki endilega tillagnanna vegna.

Það er því í rauninni ansi ríkt svigrúm til breytinga, bæði orðalags og efnislegra þessum tillögum. Svo fremi sem atriðin úr spurningum 2-6 haldist inni í einhverjum mæli.

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.10.2012 kl. 14:35

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Kristinn Karl - það er rétt að það er svigrúm til breytinga - en að það sé ansi ríkt tel ég ekki vera. En umræðan sem ég hóf snýst um hættulega þróun; ef flokkar ætla að fara að vefengja niðurstöðu lýðræðislegra kosninga - hvort sem þær eru bindandi eða ekki -í þeim tilgangi af hafa af kjósendum niðurstöðu sem þeir lögðu fram.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.10.2012 kl. 15:02

12 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mér finnst einfaldlega heimskulegt að leggja fram spurningar í atkvæðagreiðslu sem kostar á bilinu 2 - 400 milljónir, "til að fá vilja þjóðarinnar" fram þannig að það sé kannski hægt að breyta stjórnarskránni í þetta og hitt.

Þetta lýðskrum, ekkert annað.

Það á að kjósa um niðurstöður ekki svona bull.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.10.2012 kl. 15:09

13 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þá þurfum við að vita hvaða niðurstöðu kjósendur lögðu fram. Vildu þeir tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar eða má túlka niðurstöðuna þannig að stuðningur kjósenda við tillögurnar, sé vegna þess að kjósendur vilji breytingar?

Hvað mig varðar, þá sagði ég nei af sömu ástæðu og flest það jáfólk sem ég þekki sagði já. Gat fellt mig við sumt sem í tillögunum er annað hvort óbreytt eða breytt.

En það sem ég óttaðist og benti reyndar þessu jáfólki á, var að niðurstaðan yrði túlkuð þannig, að tillögurnar eins og þær eru verði ný stjórnarskrá. Af þeim sökum t.d. óttaðist ég það að ef ég segði já við einhverju í spurningum 2-6 yrði það túlkað sem svo að styddi tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar, varðandi það sem þar var spurt um.

Mér finnst það einnig jaðra við dónaskap að gera lítið úr þeim atkvæðum sem sátu heima. Því nær öruggt er að flest þeirra geri það ekki í vor.

Að lokum þá finnst mér að sjái þingmaður eða þingflokkur sig knúinn til þess að leggja fram vel ígrundaðar og rökstuddar breytingartillögur við frumvarpið þegar það liggur fyrir og er komið til efnislegrar meðferðar í þinginu, fái að gera það. Án þess að vera úthrópaður sem hagsmunagæslumaður, andlýðræðissinni eða eitthvað þaðan af verra.

Þingmönnum ber vissulega að taka tillit til almennings, að því marki sem það gengur ekki gegn sannfæringu þeirra.

Standist sú sannfæring ekki kröfur kjósenda, þá segja þeir þann hug sinn í þingkosningum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.10.2012 kl. 15:26

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Er ekki dónaskapur við þá sem mættu að reyna að gera lítið úr þeirra fyrirhöfn og yfirlýsingu með því að vera að eltast við þá sem ekki tjáðu vilja sinn að þessu sinni? Þorsteinn Pálsson, Birgir Ármansson og Bjarni Ben sýna okkur sem mættu mikinn dónaskap með þessum vangaveltum um sófafólkið. Það er ekkert sem bannar þingmönnum að leggja fram 100 tillögur - en þjóðin er búin að gefa þeim skilaboð um sinn vilja og þá er ekkert grín að ganga gegn þeim vilja. Skoðanakannanir (MMR og Capacent) sýndu að viljinn er sá sami hjá þeim sem heima sátu eftir því sem best verður séð.

Við það situr að sinni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.10.2012 kl. 16:07

15 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það má eflaust kalla það dónaskap Hjálmtýr. En ber að túlka skilaboðin sem kröfu um að tillögur stjórnlagaráðs renni nánast óbreyttar í gegnum þingið? Eða má túlka þau á svipað hátt og það jáfólk sem ég þekki vildi segja með atkvæði sínu?

Þingmönnum ber í rauninni skylda til þess að gera breytingartillögur við mál, þar sem að þeim finnst eitthvað ábótavant. Ótti þeirra við vilja kjósenda má ekki vera einhver fyrirstaða, hvað það varðar. Breytingartillögurnar þurfa hins vegar að vera vel rökstuddar.

Á sama hátt þurfa þeir þingmenn sem vilja litlu sem engu breyta að geta fært önnur rök en niðurstöðu þessara kosninga fyrir því af hverju þeir telja ekki breytinga þörf.

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.10.2012 kl. 16:51

16 identicon

Hlutfall svarenda sem tóku afstöðu var reyndar svipað og í könnun MMR.

Ég held að áhugamenn um stjórnarskrárskipti þurfi að fara að taka praktískara sjónarhorn á þetta. Stjórnarskrárskipti eða stjórnarskrárbreytingar munu einfaldlega ekki verða að veruleika án tilstyrks þeirra sem sátu heima í kosningunni 20. okt. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um drög að ákvörðun leiðir ekki til endanlegrar niðurstöðu. Raunar má deila um hvort hún leiði yfirleitt til einhvers sem kalla má niðurstöðu og var bent á það mörgum sinnum áður en atkvæðagreiðslan fór fram.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 17:25

17 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Kristinn Karl - það er auðvitað út í hött að ætlast til þess að tillaga stjórnlagaráðs renni óbreytt í gegnum þingið. Við verðum að bíða eftir niðurstöðu sérfræðinganna sem eru núna að skoða málið.

En meginmálið sem ég vil halda til haga er að tilraunir til þess að túlka vilja .eirra sem heima sátu í einhverja áttina eða aðra eru rangar og vondar fyrir lýðræðið.

Hans - tilstyrkur þeirra sem heima sátu verður að koma fram í mætingu/þátttöku. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla er mjög hollt og gott fyrirbrigði og menn skulu ekki lasta það. Og ef þjóðin gefur þinginu vísbendingu þá er það bara af hinu góða.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.10.2012 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband