18.11.2012 | 09:37
Hvað myndir þú gera?
Síonistar halda því fram að Ísraelsher sé að verja landið eftir ítrekaðar flugskeytaárásir frá Gaza. Þeir hafa birt meðfylgjandimynd sem sýnir Big Ben, Frelsisstyttuna og Eiffelturninn og spyrja: Hvað myndir þú gera? - ef yfir þig rignir flugskeytum.
Barack Obama hefur einnig varpað fram þessari spurningu og einnig síonistinn Alan Dershowitz sem kom hingað í heimsókn 2008. Hann vildi að Reykvíkingar reyndu að setja sig í spor Ísraela með eftirfarandi samlíkingu í Mbl.: Hvað myndu Reykvíkingar gera ef Grænlendingar byrjuðu að skjóta eldflaugum og fela sig bak við almenna borgara. Þið mynduð ekki líða slíkt (hann endurtók þessa samlíkingu í Silfri Egils 6/4 08)
Vissulega yrðu Reykvíkingar hlessa ef eldflaugum yrði skotið frá Grænlandi, sérstaklega þar sem við höfum ekki verið að abbast uppá Grænlendinga. Eiginlega ekki síðan Eiríkur Rauði var þar á ferð. Ef Reykvíkingar hefðu hins vegar, í marga áratugi, stundað það að stela landi af Grænlendingum, byggt þar ólöglegar nýlendur fyrir Íslendinga, varpað niður sprengjum úr flugvélum á Grænlendinga, skotið með fallbyssum á byggðir þeirra, farið þar um á skriðdrekum og drepið menn unnvörpum, þá ætti það ekki að koma okkur mjög á óvart þótt þeir reyndu að svara fyrir sig. Reykvíkingar eru varla þau fífl að halda að þeir kæmust upp með slíka glæpi gegn grönnum sínum átölulaust og án afleiðinga.
Ef talsmenn Reykvíkinga færu síðan um víðan völl og segðu umheiminum að Grænlendingar (sem efalaust yrðu stimplaðir hryðjuverkamenn) væru sífellt að hrella íbúa borgarinnar og að friður væri það eina sem hugurinn þráði â þá væri hætt við að það yrði ekki mikið mark tekið á þessum útlistunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sem minnir á tímann kringum 1920 þegar sumir íslendingar vildu meina að Ísland ætti í raun Grænland.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.11.2012 kl. 10:24
Eg er alveg sammála Hjálmtý í þessu máli. Það er ógeðslegt að þetta skuli viðgangast. Það er stórskrýtið að fólk finnist sem verji þetta. Það lætur mig alltaf fá óbeit á þeirri manneskju og ég hef slitið bloggvinasambandi út af þessu máli með öðru.
Elle_, 18.11.2012 kl. 19:57
Nina Hagen
that I could LiVE ! And NOW i am begging Israel to STOP the MURDER , End the bloodshed and CEASE the fire ,
I am a grand-daughter of a jiddish holocaust-victim ,
who was tortured and murdered in a fashist Concentration-Camp and i am the offspring of a holocaust-survivor ,
who was freed by courageous russhian & american brothers , so
so The Children Of Israel & Palestine Can LiVE !
i am praying and crying for PEACE in the MiDDLE-EAST !
For The Truth To Prevail !
For Our Love to Never Fail !
Jens Guð, 19.11.2012 kl. 00:15
https://www.youtube.com/watch?v=FuzODnRZjXw
Jens Guð, 19.11.2012 kl. 00:17
Stundum er sannleikurinn einfaldur, það eru að koma kosningar í Palestínu og ekkert er betra en eitt stk stríð svo að fólk fari nú ekki að kjósa einhverja vitleysu. Að pota í stóra volduga nágranna með priki er auðveld og ódýr aðferð til að reka áróður fyrir samtök í Palenstínu sem vilja halda völdum enda er aðferðin alþekkt þar um slóðir. Það er ekki sérlega sigurstranglegt að reka áróður fyrir friði, eins og Fata þekkir úr kosningunum 2006, þegar limlestingar eigin þegna af völdum "vondu kallanna" tryggir betri árangur í kosningum.
Sérlega áhugavert að sjá móðursýkina sem heltekur suma Íslendinga þegar kosningabaráttan í Palestínu nær hámarki enda er sú barátta óneitanlega með öðru sniði en Íslendingar og Grænlendingar eiga að venjast.
http://en.wikipedia.org/wiki/Palestinian_general_election,_2012
Eggert Sigurbergsson, 19.11.2012 kl. 09:50
Við venjulegar aðstæður má gera góðlátlegt grín að fávisku þinni Eggert - en þegar her síonista drepur tugi manna á hverjum degi þá er besta að segja þér það beint: þú ert fáfróður og ættir að halda því fyrir sjálfan þig.
Hjálmtýr V Heiðdal, 19.11.2012 kl. 10:20
Eggert minn, ég var ekkert að hugsa um kosningar í Palestínu, heldur dráp Ísraelshrotta á Palestínubörnum og foreldrum. Ekki halda að Gyðingar og Ísraelsmenn almennt vilji þetta þó nokkrir fáfróðir Íslendingar vilji það: Fjöldi Gydinga og óbreyttra Ísraelsmanna í virkri baráttu gegn grimmdinni.
Hinsvegar ætti Össur ekki að semja við eða styðja Fatah eða Hamas, alls ekki. Og Össur ættum við að losa okkur við fyrir að vinna dag og nótt gegn fullveldi og sjálfstæði okkar til gamalla nýlenduvelda í Evrópu. Það gerir þessi vitringur á meðan hann vill hjálpa öðrum þjóðum við að fá fullveldi og sjálfstæði.
Elle_, 19.11.2012 kl. 19:37
Skrifaði gegn Valdimar um Palestínumálið þarna fyrir 2 dögum en hann birti það ekki.
Elle_, 19.11.2012 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.