Engin nýlunda

Gaza2012Morðárásir Ísraelshers á Palestínumenn á Gaza um þessar mundir er engin nýlunda.

Benny Morris, ísraelskur sagnfræðingur og síonisti, hefur rannsakað fjöldamorð og nauðganir sem herir síonista beittu gegn palestínumönnum 1948 og 49.

Hann skýrir frá því að í skjalasöfnum ísraelska hersins séu skjöl sem sýna að fyrirskipanir um þjóðernishreinsanir. Hann skýrir einnig frá því að Ben Gurion hafi látið þagga málin niður.

Benny Morris er síonisti eins og fyrr segir og telur að fjöldamorðin hafi verið réttlætanleg.

Hér er smá úrdráttur úr viðtali við hann:

According to your findings, how many acts of Israeli massacre were perpetrated in 1948?

"Twenty-four. In some cases four or five people were executed, in others the numbers were 70, 80, 100. There was also a great deal of arbitrary killing. Two old men are spotted walking in a field - they are shot. A woman is found in an abandoned village - she is shot.

There are cases such as the village of Dawayima [in the Hebron region], in which a column entered the village with all guns blazing and killed anything that moved. "The worst cases were Saliha (70-80 killed), Deir Yassin (100-110), Lod (250), Dawayima (hundreds) and perhaps Abu Shusha (70). There is no unequivocal proof of a large-scale massacre at Tantura, but war crimes were perpetrated there. At Jaffa there was a massacre about which nothing had been known until now. The same at Arab al Muwassi, in the north. About half of the acts of massacre were part of Operation Hiram [in the north, in October 1948]: at Safsaf, Saliha, Jish, Eilaboun, Arab al Muwasi, Deir al Asad, Majdal Krum, Sasa.

In Operation Hiram there was a unusually high concentration of executions of people against a wall or next to a well in an orderly fashion. "That can't be chance. It's a pattern. Apparently, various officers who took part in the operation understood that the expulsion order they received permitted them to do these deeds in order to encourage the population to take to the roads. The fact is that no one was punished for these acts of murder. Ben-Gurion silenced the matter. He covered up for the officers who did the massacres."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég átta mig ekki alveg á taktíkinni hjá þessum Palestínumönnum sem eru að skjóta flugskeytum og gefa þannig Ísrael ástæðu til að skjóta til baka. Þetta er svona eins og að fangi sé stöðugt að áreita kvalara sinn.  Vissulega getur maður skilið botnlausa heiftina vegna þess sem Palestínumenn hafa mátt þola og þó að "At Jaffa there was a massacre about which nothing had been known until now. " eigi kanski við um almenningsvitund í Ísrael þá er enginn vafi að minningar um þetta ofbeldi lifa meðal Palestínumanna.

En þjóðarhreinsanir!   Hvar skildu nú Gyðingarnir hafa lært það?    Kanski að Vilhjálmur geti svarað því sem annars segir að venjulegast sé nú bara allt í gúddí á Gaza.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 18:08

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það má vissulega velta fyrir sér hvers vegna þessar hreyfingar meðal Palestínumanna halda áfram að senda þessar flaugar yfir á Ísrael. Þær virðast ekki gera mikinn usla og Ísraelsstjórn nota þær sem skálkaskjól til grimmilegra árása. En svo er spurningin sú hvað eiga Palestínumenn að gera. Áratugum saman hafa þeir reynt að semja um eigið land og frið. Þeir hafa samþykkt að gefa eftir 78% af sínu forna heimalandi. Þrátt fyrir þennan mikla fórnavilja sitja þeir enn í heljargreipum hernáms og ofstopaliðs sem sífellt tekur meira og meira land af þeim.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.11.2012 kl. 18:49

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta eru bræðravíg og hafa alltaf verið.   10 árum áður en Ísraelsríki var stofnað formlega í Palestínu voru gyðingar 1/3 af íbúum.  Í blönduðu samfélagi og vinsemd.

Síðar, þegar eftirlifandi evrópskir gyðingar fluttu til Palestínu og vesturveldin keyptu land fyrir Ísraelsríki, var Grand Mufti Huseini af Jerusalem  meðmæltur en King Abdullah af Jórdaníu mótfallinn.   Landfræðilega tilheyrir Jórdanía Palestínu - og öfugt.

Nærtækast væri líklega að spyrja Jórdani hvað þeir græði á þessu ástandi?

Kolbrún Hilmars, 16.11.2012 kl. 20:07

4 Smámynd: Jens Guð

  Fórnarlamb ofsóknar og kúgunar er ekki alltaf í bestu aðstöðu til að bregðast við ofbeldinu á besta rökrétta hátt.  Faðir sem heldur á barni sínu sem hefur verið myrt og stendur í sundurskotnu heimili sínu er ekki í þeirri stöðu að segja að bestu viðbrögð séu að sýna engin viðbrögð.  Nasistarnir í Ísrael eru snillingar í að ögra og espa upp þá herskáustu af þeim kúguðu.  Það er þekkt bragð að planta inn flugumönnum til að ganga lengra í aðgerðum en aðrir ætluðu.  CIA notaði þannig flugumenn óspart í mótmælum innanlands gegn Vietnamhernaðinum.  Við höfum nýlegt dæmi um flugumann sem fór mikinn í mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun.  Hann stóð fyrir íkveikju í Þýskalandi.  Bara svo dæmi sé nefnt. 

Jens Guð, 17.11.2012 kl. 00:43

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Úr því að verið er að draga mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun inn í þetta mál má geta þess að Mývetningar fóru að næturþeli að Miðkvísl og sprengdu stífluna þar 1970. Þeir voru afbrotamenn samkvæmt íslenskum lögum.

Hinir, sem stefndu að því að sökkva Laxárdal undir miðlunarlón ætluðu að gera það á fyllilega löglegan hátt voru með löglegar áætlanir um að veita Skjálfandafljóti í Kráká og Laxá og gera miðlunarlón fyrir sunnan Mývatn sem yrði stærri en það.

Málið var einfalt, það sem þurfti var tekið eignarnámi.

Þess ber að geta að á þessum tímum voru Akureyringar að glíma við rafmagnsleysi vegna krapa við Laxárvirkjun, sem gat staðið í sólarhringa og töldu hinir framkvæmdasæknu virkjanasinnar það sér til málsbóta.

En þeim fannst þeir verða niðurlægðir ef þeir yrðu að fá rafmagn með "hundi að sunnan" eins og það var kallað og því komust slíkar stórvirkjanir í sovétstíl á teikniborðin.

Á Mývatnsflugvelli er ágætt útsýni yfir þann víða völl, sem ætlað var að flæma Skjálfandafljót um, og þegar ég greini samferðarfólki mínu þar frá þessum áætlunum verður þeim orðfall.

Síðustu 20 ár hefur ekki verið rafmagnsleysi hér á landi svipað því sem Akureyringar glímdu við um 1970 og ekki hægt að nota það sem afsökun fyrir virkjun með mestu óafturkræfu og neikvæðu umhverfisáhrifum sem hægt er að framkvæma.

En fróðlegt er að sjá þegar maður er spyrtur við brennuvarga fyrir það að ganga niður Laugaveginn á algerlega löglegan hátt.

Ómar Ragnarsson, 17.11.2012 kl. 01:29

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ágæta Kolbrún

Þú hefur ekki góðar upplýsingar um þetta mál og því lendir þú í hafvillum. Þú segir að 10 árum fyrir stofnun Ísraels hafi gyðingar verið 1/3 af íbúum. Þar sem þetta voru að langmestu leiti nýinnfluttir evrópumenn þá segir þín tala ekki alla söguna. Síonistar hófu strófelldan innflutning fólks fyrir heimsstyrjöldina síðari og juku hann eftir það.

Í blönduðu samfélagi og vinsemd skrifar þú. þetta er ekki rétt, það voru milkil átök eftir að frumbyggjum Palestínu varð ljóst hvaða markmið síonistar höfðu; að taka yfir alla Palestínu. Þú getur lesið um uppreisnir þeirra og átökin við bæði síoniska skæruliða og breska herinn. T.d. hér http://www.newjerseysolidarity.org/resources/kanafani/kanafani4a.html

Vinsemdin var því lítil á þessum tíma. En um aldamótin 1900 bjuggu um 35,000 gyðingar í Palestínu, aðallega í jerúsalem. Þeir voru ekki síonistar og bjuggu í sátt og samlyndi við múslima og kristna.

Þú skrifar að vesturveldin hafi keypt land fyrir Ísraelsríki. Þetta er alrangt. Síonistar voru búnir að kaupa um 6% landsins en restin var tekin með hervaldi þegar síonisku herirnir tóku næstum alla Palestínu 1948 - 1949. Vesturveldin keyptu aldrei einn einasta hektara. Landfræðilega tilheyrðu Palestína og Jórdanía s.k. Stór Sýrlandi áður. Ég veit ekki hvaða merkingu þessa pælingar þínar um Jórdaníu hafa.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.11.2012 kl. 08:20

7 identicon

Jens, það var nú farið að verða nokkuð friðvænlegra á Gaza, þar með varla vitstola feður sem skjóta eldflaugunum yfir til Israel.  Það er ekki annað að sjá en þetta sé úthugsuð aðgerð til að hleypa öllu í bál og brand. Þá er spurningin:Hvers vegna?   Það geta ekki verið hagsmunir palestínumanna á Gaza að fara þessa leið í baráttu sinni við Ísrael. Eru þetta  kanski öfgaöfl frá Íran að spila með fjöregg Gazabúa?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 08:24

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Bjarni, þú eins og margir aðriri ert illa upplýstur um málin sem við ræðum hér.

Ísraelar eru mjög glaðir að segja frá því að þeir eigi mjög nákvæm vopn og birtu morðið á Hamasmanni á Youtube. Beint í mark. Þessi vopn eru bandarísk að mestu og þú hefur efalaust heyrt um hversu „smartar“ smartbomurnar eru. Finna sitt skotmark af nákvæmi og öryggi.

Af þessum sökum greip mikil reiði um sig á Gaza um daginn þegar Ísraelsk flugskeyti drápu tvo drengi sem voru að æfa fótbolta - og það á sitt hvorum deginum. Vísvituð morð til að hleypa öllu ´9i bál og brand. Viðbrögð við þessu voru nokkrar flaugar frá Gaza yfir á ísrael - án þess að neinn slasaðist.

Það eru nefnilega að koma kosningar í ísrael og um 69% kjósenda (af gyðingum) styðja aðgerðir hersisns.

Hættu nú að styðja síonismann - stórhættulega stefnu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.11.2012 kl. 09:04

9 identicon

I krig sker alltid övergrepp. I kriget 1948 skedde övergrepp och grymheter från BÅDA sidor men det förtiger Hjalmtyr. I bok Benny Morris:" 1948 The First Arab-Israel War" skriver Benny Morris att araberna hade färre tillfällen till mord och övergrepp men att de visst förekom. Han skriver ordagrant på sid. 405 så här:

" Arab rhetoric may have been more blood curdling and inciteful to atrocity than Jewish public rhetoric -but the war itself afforded the Arabs infinitely fewer apportunities to massacre their foes. Thus, in the course of the civil war the Palestinian Arabs , besides killing the odd prisoner of war, committed only two large massacres-involving forty workers in the Haifa oil refinery and about 150 surrendering or unarmed Haganah men in Kfar Etzion ( a massacre in which Jordanian Legionaires participated- though other Legionaires at the site prevented atrocies).

Some commentators add a third "massacre", the destruction of the convoy of doctors and nurses to Mount Scopus in Jerusalem in mid-April 1948, but this was actually a battle, involving Haganah and Palestine Arab militiamen, though it included, or was followed by, the mass killing of the occupants of a Jewish bus, most of whom were unarmed medical personnel"

Så långt Benny Morris. Som säger i en intervju tidigare iår att han har skrivit sin sista bok om konflikten och att han inte längre tror på tvåstatslösning .....för att Palestinierna vill ha HELA LANDET och de inte är intresserade av överenskommelse med israelerna.

Benny Morris har ju tidigare gjort sig känd för att kasta skulden på israelerna.

S.H. (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 11:51

10 identicon

Hjalmtyr bagatelliserar problemet med raketbebeskjutningen från Gaza. Över 1000 raketer av varierande styrka har skjutits från Gaza under året. Jag har mig närstående familj som bor i närheten av Kiryat Malachi där civila israeler dödades i förgår. Under denna tid har familjen flera gånger inte kunnat skicka barnen till skolan, de har 17 sekunder på sig att med ett spädbarn och en åldring ta sig i säkerhet!

Man rapporterar inte om den återkommande raketbeskjutningen från Gaza i isländska medier, det har inget nyhetsvärde längre. Hur mycket skall den israeliska civilbefolkningen tåla?

Israel har både rättighet och skyldighet att försvara sina medborgare.

Turkiet bombade ju Syrien nyligen när bomber fallit över turkiskt område. Någon som reagerade?

S.H. (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 12:13

11 identicon

Hjálmtýr, það er alveg rétt ég er örugglega illa upplýstur um þessi mál, eins og líklega svo margir Íslendingar.  En að ég sé að styðja síonisman er eitthvað ég get ekki skrifað undir.  Ég get ekki séð betur en að Palestínumenn séu og hafi verið beittir ofboðslegum órétti, en þar með er ekki sagt að ég sé tilbúin að gleypa allan fréttaflutning hráan. Ég get ekki séð að það þjóni tilgangi fyrir hinn almenna íbúa á Gaza að öfgamenn svari ofbeldi Ísraela með svo til gagnslausum eldflaugaskotum sem gerir Ísrael og svo þeim sjálfum kleift að beita enn meira ofbeldi, eða finnst þér Hjálmtýr að viðbrögð Bandaríkjaforseta feli í sér mikla samúð með málstað Palestínumanna? Það er líkast því að hann telji þá vera gerendurna.

Ég get ekki betur séð en að almenningu á Gaza sé annarsvegar undir hælnum á Ísrael en á hinn bóginn í klóm öfgamanna (jafnvel frá Íran sbr. hvaðan eldflaugarnar eru sagðar vera) sem vilja sem mest blóð og dauða síns eigin fólks til að réttlæta málstaðinn.

En ef þetta er rangt hjá mér þá endilega upplýstu mig ;-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 13:14

12 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er til lítils að ræða fréttaflutning og yfirlýsingar stríðsaðila fram og aftur. Það eina sem skiptir máli er að síonistar eru enn að ræna landi af Palestínumönnum. Viðbrögð Palestínumanna eru margskonar og menn geta kallað þá hryðjuverkamenn og haft mikla samúð með Ísraelsríki. En það flýr enginn frá grundvallar staðreyndum þessa mál: Ísrael er stofnað á landi þar sem fyrir bjó annað fólk og allt frá 1947 hafa síonistar verið að taka meira og meira af þessu landi. Allt annað eru viðbrögð frumbyggjanna eða framhald þessa landráns. Síonisminn er evrópsk nýlenduhreyfing sem upphófst formlega 1897 og þar var starx ákveðið að reyna að leggja undir sig Palestínu með hjálp nýlenduvelda. Það hefur tekist. En þar sem þjóðernishreinsanirnar eru er fullkláraðar þá heldur stríðið áfram.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.11.2012 kl. 13:18

13 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

SH skrifar á sænsku.„I krig sker alltid övergrepp. I kriget 1948 skedde övergrepp och grymheter från BÅDA sidor men det förtiger Hjalmtyr“. Fyrir þá sem ekki skilja sænsku þá er dulnefnið SH að segja að það verði alltaf ofbeldi í stríð og að 1948 hafi báðir beitt ofbeldi - einnig sakar hann mig um að þegja um þessar staðreyndir.

Besta ráðið gegn ofbeldi sem verður í stríði er auðvitað að hafa ekkert stríð. Um það þarf ekki að deila. Stríð á sér orsakir og í færslunni hér fyrir ofan skráði ég grundvallar orkaskir þessa stríð. Andspyrna Palestínumanna er réttmæt og er studd af mannréttindasáttmála SÞ. Framferði síonista sem stjórna Ísrael er er óréttmætt stríð, þeir stunda þjóðernishreinsanir, nýlendutöku og kynþáttaaðskilnað (apartheid). Allt ólögmætt skv. alþjóðasáttmálum sem þeir hafa skrifað undir.

Ef síonistar hættu árásum og leggðu af kynþáttastefnu síonismans þá yrði ekki mikið skotið af rakettum frá Gaza. Á meðan síonistar reyna að útrýma Palestínumönnum í Palestínu (því það er nákvæmlega það sem er að gerast) þá hafa Palestínumenn fullan rétt til andspyrnu. Í ljósi þess hve öflugur ísraelsher er þá er vopnuð barátta auðvitað ekki það sem mun sigra síonismann. En friðsamleg barátta, sem er megin baráttuaðferð palestínumanna, á mjög erfitt uppdráttar þar sem síonistaherinn beitir mikilli grimmd gegn vopnlausu fólki - og hefur drepið fjölda friðsamlegra mótmælenda. Nægir að nefna frægt dæmi: morðið á Rachel Corrie. Mörg þúsund palestínumenn hafa verið drepnir eða særðir í friðsamlegum mótmælum.

Samúð SH gagnvart Ísraelsmönnum er mikil en illa ráðstafað. Samúð á aldrei að vera með árásaraðilanum. Það er mjög öfugsnúið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.11.2012 kl. 13:30

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Og athugasemd SH varðandi Tyrkland og Sýrland er þessu máli ekki viðkomandi - það er bara frásögn af öðrum átökum og af þeim er jú nóg. Átök og morð annarsstaðar réttlæta ekki né draga úr glæpum síonista.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.11.2012 kl. 13:33

15 Smámynd: Björn Heiðdal

Össur og ríkisstjórn Íslands styðja hryðjuverkamenn í Sýrlandi sem hafa drepið hátt í 40.000 óbreytta borgara.  Er ekki bara í fínu lagi að drepa nokkra Palenstínumenn og börn í leiðinni.  Bandarískir og sænskir vopnasalar eru með útsölu! 

Björn Heiðdal, 17.11.2012 kl. 16:16

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hjálmtýr, við erum öll í "hafvillum" hvað varðar samskiptin þarna austur frá.  Þín skoðun er lituð af því sem þú hefur lesið og heyrt, mín líka.

En ef við gleymum forsögunni, upprunanum, sem ég lít meira til en afleiðinganna í nútímanum og setjum upp alveg nýtt dæmi: 

Segjum að ísraelar taki allt sitt hafurtask og rými Ísraelsríki.  Þeir taka auðvitað ekki með sér allar endurbætur á eyðimörkinni sem þeim var upphaflega fengin til umráða, en gerum því samt skóna að ísraelar skilji við landið eins og þeir tóku við því og taki allt annað með sér. 

Hvað heldur þú að taki við í framhaldinu?

Að öllum palestínskum flóttamannabúðum verði lokað í nágrannaríkjunum og flóttamönnum hleypt "heim"?   Og í kjölfarið verði allt í lukkunnar velstandi á þessum slóðum?

Kolbrún Hilmars, 17.11.2012 kl. 17:01

17 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ágæta Kolbrún

Þú ert ennþá á röngu róli. Síonistar fengu bestu hluta Palestínu við skiptinguna 1947 en ekki bara eyðimörk. Og svo hertóku þeir restina. Hugleiðingar þínar hafa enga fótfestu í veruleikanum og það er fáránlegt að hugsa þá hugsun að íbúar Ísraels bara pakki saman og fari. Og þegar þú skrifar „ísraelar“ þá verður þú að athuga að 25% þeirra eru ýmist arabar, drúsar en ekki afkomendur innflytjendanna (aðallega frá Evrópu) sem þangað flykktust fyrri hluta 20. aldar. Það sem þarf að gerast er ekki brottflutningur heldur sátt og friður. Síonisminn, sem er kynþáttastefna og viðurkennir aðeins rétt útvalinna, verður að líða undir lok sem ráðandi afl í ísrael.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.11.2012 kl. 17:57

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ágæti Hjálmtýr

Ég spurði þig einfaldrar spurningar sem vel má vera að verðskuldi ekki einfalt svar.  Einmitt vegna þess sem þú nefnir; að innan Ísraelsríkis búa margir kynþættir aðrir en gyðingar.   Í sátt og samlyndi.

En samt; hvað er fáránlegt við að gyðingarnir pakki saman og fari?  Er það ekki það sem andstæðingar þeirra  krefjast - að Ísraelsríki verði útrýmt?

Kolbrún Hilmars, 17.11.2012 kl. 18:18

19 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Jæja Kolbrún

Nú verð ég að upplýsa þig um að það ríkir ekki sátt og samlyndi í ísrael. (og gyðingar eru ekki kynþáttur - þeir eru trúflokkur sbr. kristnir menn eru ekki kynþáttur). Innan Ísraels ríkja síonistar og ríkið nefnist Hið lýðræðsilega gyðingaríki Ísrael. Hvernig litist þér á ef Íslenska lýðveldið héti Ísland, lýðveldri hvítra - eða annað eitthvað álíka vitlaust.

Það gilda margvísleg lög (s.k. grunnlög, e. Basic law) og í þeim er skýrt tekið fram að þau eru fyrir afkomendur gyðinganna sem komu frá Evrópu. Þetta eru síonisk lög og þau myndu jafngilda því hér á landi að tekið væri fram í stjórnarskránni að 60,000 Íslendingar nytu ekki sömu réttinda og hinir. Það er varðandi búsetu, ýmsa atvinnu, landakaup ofl. ofl.

Einnig eru átök meðal gyðinga, þeir skiptast í hópa og það er misrétti þar á milli - t.d. eru gyðingar frá Afríku yfirleitt ver settir en evróipugyðingar (Askenazi) og svo er fullt af Rússum sem eru ekki gyðinaafkomendur. Þetta er blandsa af fólki eins og víða en einn hópurinn hefur mest réttindi og það er ekki í anda lýðræðis.

Það eru ekki margir svo vitlausir að krefjast þess að ísrael verðir útrýmt - enda ógerlegt og óæskilegt. Ég endurtek fyrri orð: það er síonisminn sem þarf að hverfa.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.11.2012 kl. 18:47

20 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Hjálmtýr.

Ég er þér algjörlega sammála hvað þessar þjóðernishreinsanir varðar. Þjóðarmorð er þó líklega rétta lýsingarorðið yfir þennan hrylling.

Jónatan Karlsson, 17.11.2012 kl. 18:53

21 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jæja, Hjálmtýr, ég er að læra af þér.   Læri líka að draga ályktanir af lærdómnum.

Þú veist að Hamas hefur það að takmarki að útrýma Ísrael.   Sem hefur auglýst það rækilega.  

Er þetta þá aðeins í nösunum á Hamas; vilja þeir bara yfirtaka Ísrael með gögnum og gæðum?  Snýst málið nú orðið um það sama og víðast annars staðar; peninga, völd og aðstöðu?

Kolbrún Hilmars, 17.11.2012 kl. 19:29

22 identicon

Hjalmtyr nämner " mordet" på Rachel Corrie. Han måtte väl veta att så sent som under detta år dömde en israelisk domstol i det mål som hennes föräldrar drev mot den israeliska staten. Domstolen fann att Corries död var en tragisk olyckshändelse och ingenting annat.

Hjalmtyr ägnar sig åt desinformation eller också är han okunnig.

Och på tal om att aldrig försvara angriparen.( Samúð á aldrei að vera með árásaraðilanum. Það er mjög öfugsnúið ) Vem försvarade Hjalmtyr när Röda Kmnererna bestialiskt mördade 1,2 miljoner människor i Kambodja? Det är alltid vanskligt att kasta sten i glashus.....

S.H. (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 19:37

23 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæl Kolbrún

Hamas hefur enga burði til að eyða Ísrael og þeir vita það. Þeir hafa fallist á að gefa eftir 78% af hinum fornu heimkynnum Palestínumanna eins og aðrar hreyfingar í Palestínu. Hinsvegar eru síonistarnir ekki til viðtals um neinn frið eða eftirgjöf. Þeir hafa sent 500,000 ólöglega landtökumenn yfir á Vesturbakkann og þeir kremja líftóruna úr Gazabúum eins og fréttir bera með sér. Markmið síonista er að ná allri Palestínu (og reyndar dreymir suma um hluta Jórdans og Líbanon) og hafa þar gyðinga í meirihluta eða allsráðandi. Ef þú leggur saman tvo plús tvo þá sérðu að þetta er svona - þróun síðustu sextiu ára sýnir það.

Málið snýst um rétt manna til að lifa í eigin heimalandi við frið, öryggi og mannréttindi. Ekki flókið í sjálfu sér.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.11.2012 kl. 11:45

24 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

SH vill enn halda nafni sínu leyndu - hann virðist skilja íslensku en kýs að tjá sig á sænsku. En það skiptir engu máli hvort hann kemur fram undir nafni eða hvaða tungumál hann notar. Hann styður síonismann og það litar hans málfæutning. Hann segir mig breiða út rangar upplýsingar (eða lygi) eða þá að ég sé illa upplý´stur sjálfur. Honum til leiðinda verð ég að upplýsa að ég reyni alltaf að hafa það sem rétt er - en é´g´er ekki fullkominn og kann því að falla í gildrur. En ég hef alltaf það að leiðarljósi að leiðrétta rangfærslur - hvaðan sem þær koma.

Rachel Corrie var myrt - alveg sama hvað síoniskur dómstóll segir.

Varðandi Rauðu Khmerana þá voru þeir í upphafi baráttuhreyfing gegn USA imperialismanum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.11.2012 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband