Að núllstilla gáfnamælinn

GáfnamælingEftirfarandi kom í huga minn eftir smá innlit í á vettvang DV þar sem ríkja deilur milli þeirra sem styðja árásarstríð síonista gegn Palestínumönnum og þeirra sem kjósa veg mannréttinda og friðar:

Ef Raunvísindastofnun Háskólans ætlar að núllstilla gáfnamælinn þá virðist kommentakerfið hjá DV vera ágætis vettvangur.

Þar birtast ritsmíðar eftir fólk sem hefur ekki vitsmuni til að greina á milli árásaraðila sem hefur í 60 ár rænt landi og myrt fólk - og þeirra sem eru fórnarlömb árásanna og reyna af veikum mætti að sýna mótspyrnu.

Hér er akurinn fyrir fordóma og fíflaskap.

 

Myndin sýnir núllstilltan síonista. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er fyrrum stuðningsmaður Pol Pots kannski hæfari til að greina á milli sannleika og lyga?

Menn í glerhúsi, ættu ekki að kasta grjóti.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.11.2012 kl. 15:15

2 identicon

Mikið óskaplega geturðu verið rætinn og ómerkilegur, Villi. Hjálmtýr hefur oft og mörgum sinnum gert grein fyrir hvernig honum skjátlaðist þar og síst borið blak af þeim mistökum, en batnandi mönnum er greinilega best að þegja samkvæmt þér.

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 15:08

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er nú dáldið fúll leikur hjá Villa að vera metast við frænda minn, hvort Ísrael eða herra Pól Pott hafi drepið fleiri. 

Björn Heiðdal, 21.11.2012 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband