Hin "afskaplega takmarkaða þekking" Bjarna Benediktssonar.

BB israelNú ríkir aftur vopnahlé milli Ísraelsstjórnar og stjórnvalda á Gaza. Þetta vopnahlé er eitt af ótal mörgum sem þessir aðilar hafa samið um, en reynslan kennir okkur að nýja vopnahléð mun brátt falla úr gildi og átök hefjast á ný.

Það er vegna þess að það hefur ekkert breyst, það er enn stefna síonistanna sem stjórna Ísrael að Palestínumenn skulu aldrei eignast eigið ríki. Enn eru við völd í Ísrael yfirvöld þar sem innanríkisráðherran vill „sprengja Gazabúa aftur til steinaldar“ og Ísraelsher mun halda áfram umsátri sínu um Gazaströndina svo lengi sem Ísrael fær stuðning frá ríkisstjórnum og stjórnmálaflokkum á Vesturlöndum.

Ef síonistar hefðu aðrar áætlanir en að gera líf Palestíumanna að helvíti á jörð og hrekja þá burt, þá gætu þeir snúið við blaðinu á morgun, hætt byggingu landtökubyggða og samið um landamæri. En síonistar ætla að yfirbuga þjóðina sem átti landið og stela því litla sem eftir er. Það þarf ekki annað en að lesa nýjar tilkynningar þeirra um auknar landræningjabyggðir á Vesturbakkanum og Jerúsalem til að sjá hvert þeir stefna. Vopnahléð er ekki heilagt í augum síonista, það er aðeins hlé á stórárásum og fjöldamorðum. Áfram halda þeir sínum daglegu drápum, bæði á Gaza og Vesturbakkanum. Daginn eftir að nýjasta vopnahléið gekk í gildi þá drápu ísraelskir hermenn Anwar Qadiah, 20 ára gamlan Gazabúa. Hans dauðasök var að veifa fána. Og á öðrum degi drápu þeir enn einn ungan vopnlausan Palestínumann.

Hverjir styðja síonista?

Á Íslandi eru það fyrst og fremst talsmenn Sjálfstæðisflokksins sem túlka sjónarmið síonista. Í umræðum á Alþingi um viðurkenningu Íslands á ríki Palestínmanna í fyrra sagði Bjarni Benediktsson „að við Íslendingar hefðum afskaplega takmarkaða þekkingu og takmarkaða getu til þess að fara að blanda okkur inn í þær erjur sem þarna eru“. Í janúar 2009, þegar Ísrealsher myrti 300 börn á Gaza, var Bjarni formaður utanríkismálanefndar. Þá vissi hann „að það þarf auðvitað ávallt í umræðunni um þessi mál að taka tillit til þarfa Ísraelsmanna til að verja Ísraelska borgara“. Og nýlega, þegar Ísraelsher gerði enn eina árásina á Gazaströndina, sagði hann í ræðustól Alþingis „Við skulum hafa það í huga, til þess að allt sé haft með sem máli skiptir í þessari umræðu, að þessu sinni kom neistinn sem kveikti í púðurtunnunni frá Hamas-samtökunum, sem hafa lýst því yfir að það er þeirra stefna að það þurfi að þurrka út Ísraelsríki“.

Þessar þrjár tilvitnanir sýna að Bjarni styður Ísraelsríki. Þegar rætt er um réttindi Palestínumanna þá bregður hann fyrir sig þekkingarleysi. Þegar Ísraelsher gerir stórárásir þá segir hann upptökin hjá Palestínumönnum og að taka verði tillit til varnahagsmuna Ísraelsstjórnar. Þekkingaleysið sem Bjarni reynir að eigna öllum Íslendingum er pólitískt bragð, ætlað til stuðnings glæpaverkum síonista. Bjarni velur vandlega þær stundir þegar „takmarkaða þekkingin“ skal ráða og hinsvegar þegar hann treystir sér til að segja okkur nákvæmlega hvernig atburðirnir þróast og hver á upptökin. Það sýnir sig að þekking Bjarna fylgir taktfast afstöðu stjórna Bandaríkjanna og Ísraels.

Hamas vill „þurrka út Ísraelsríki“ segir Bjarni. Ísraelsríki hefur stækkað jafnt og þétt frá 1948. Hver er að eyða Palestínu, sem hefur nánast horfið á þessu sama tímabili?

Þekkir Bjarni sögu síonismans? Árið 1897 samþykkti WZO, heimssamtök síonista, að stefna á yfirtöku Palestínu. Og það hefur gengið eftir. Samt telur Bjarni aðalatriðið óraunhæfar yfirlýsingar Hamas. Samtök sem hafa enga möguleika til þess sigra Ísraelsher. Er það „takmörkuð þekking“ sem stýrir hugsun Bjarna? Eða er hann að reyna að blekkja Íslendinga?

Hamas „kveikti neistann“ að þessu sinni segir Bjarni. Hefur hann betri upplýsingar en Gershon Baskin, ísraelskur samningamaður, sem tók þátt í vopnahlésviðræðum Hamas og Ísraelsstjórnar? Gershon ofl. hafa lýst aðdraganda síðustu átaka. Það var Ísraelsher sem hóf árásir og var búinn að drepa tvo drengi og einn foringja Hamas áður en þeir svöruðu með flugskeytum.

„Taka verður tillit“ til varnarhagsmuna Ísraels segir Bjarni. Hvað er Ísraelsher að verja? Herinn er að verja hernám, landrán og herkvína sem Gazabúar búa við. Hvernig getur íslenskur stjórnmálamaður varið slíka hagsmuni?

Á rúmum sextíu árum hafa Palestínumenn misst fósturjörð sína í hendur innflytjendum, nýlendusinnum, sem komu frá Evrópu með þá yfirlýsingu að þeir ættu þarna einhvern landskika. Vel vopnaðir og með stuðningi helstu hervelda heims hafa draumar þessara landtökumanna hægt og bítandi orðið að martröð frumbyggjanna og alls heimsins í raun. Og Palestínumenn hafa mátt sitja nánast aðgerðarlausir - öll mótspyrna þeirra hefur verið barinn niður með sífellt fullkomnari vopnum og auknu mannfalli og landamissi. Þeir eru ófrjálsir í eigin landi og njóta ekki þeirra mannréttinda sem Íslendingar telja sjálfsögð. Ætlar Bjarni Benediktsson og flokkur hans að halda áfram að styðja landaránið og ófrelsið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

18Kannski þekkir eða skilur Bjarni sögu zíonismans betur en þú. Þessi "frelsisbarátta" Palestínuaraba sem þú sérð í rósrauðum bjarma á sér enga stoð í veruleikanum. Palestína var ekki land fyrr á tímum heldur landshluti og til þessa landshluta fluttu gyðingar löglega og án þess að gera neinum mein og voru stór þjóðernisminnihluti þegar kom að því að landshlutinn færi undan stjórn Breta (það að ein þjóð eignist þjóðarheimili þarf ekki nauðdynlega að þýða að önnur tapi nokkru). Það voru arabarnir sem bitu það í sig að lykillinn að bjartri framtíð væri að lumbra á gyðingunum og "hafa þá sem hunda sína". Arabarnir þverneituðu að semja um framtíð svæðisins og buðu gyðingum að velja á milli undirokunar eða stríðs. Gyðingarnir völdu stríð og höfðu þá undir.

Árásarþjóð verður ekki minni árásarþjóð við það að tapa. Þjóðverjar hafa engan rétt á að skjóta eldflaugum á Pólland vegna þess að Þýskaland var helmingi stærra áður en það steypti heiminum í tvær heimsstyrjaldir.

Rugl um eitthvað gyðingasamsæri (frá 1897, takk fyrir!) um að fremja fjöldamorð á Palestínumönnum og "stela landinu þeirra" dæmir sig sjálft. Palestínuríki hefur verið boðið í samningum og því hafnað og Ísraelsmenn hafa haft það í hendi sér áratugum saman að "fletja út Gaza" en gera það ekki. Það sem skortir er ekki getan heldur hvötin til þess. Þegar að Hamas kemur er það á hinn veginn.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 16:45

2 identicon

Og svo væri áhugavert að vita: Ef Ísland á annað borð á að spila hlutverk í hinum ýmsu áratugagömlu og flóknu deilumálum í mið-austurlöndum sem flestir Íslendingar vita ekkert um, hvað eigum við þá að gera varðandi Tyrki og Kúrda?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 16:49

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Palestína var auðvitað land - þú meinar ríki væntanlega. En það skiptir ekki neinu máli, ekki var Ísrael ríki áður en það varð ríki og svo er farið með öll ríki. Þessi klisja um ríkisleysi Palestínumanna er síonisk klisja endurtekin og endurtekin en er merkingarlaus. Allt sem þú skrifar er rangt, og það nokkuð merkilegt að þér skuli takast að fara svona með raunveruleikann. Mér sýnist á þínum skrifum að þú ert ungur og reynslulítill en telur þig meira en raunin er. Ég skrifaði ekkert um „gyðingasamsæri 1897. Þetta er stofn ár World Zionist Organization og þar var sett stefnan á Palestínu sem framtíðarland síonismans. En ég ætla ekki að eyða meiri tíma í þig Hans - þú átt greinilega langt í land í þekkin garþrautinni. Þetta skrifa ég ekki af hroka - heldur augljósum sannleika sem byggir á þínum skrifum.

Og varðandi Tyrki og Kúrda þá skallt þú endilega kynna þér þeirra mál.

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.12.2012 kl. 17:13

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

telur þig vita meira... átti það að vera.

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.12.2012 kl. 17:14

5 identicon

"Zíonistaklisjan" er endurtekin og endurtekin af því að hún er staðreynd. Lykilstaðreynd!

Annars hefur þú ekki skilið hvað ég áttið við varðandi fyrsta heimsþing zíonista, einfaldlega það að engin þjóð, hvorki gyðingar né aðrir, fylgir 115 ára gömlu plani sem í þokkabót var ekkert útrýmingar eða landránsplan. Þjóðaherimili fyrir gyðinga í Palestínu þurfti ekki að vera á kostnað araba.

Í raun er það alveg merkilegt hvernig maður sem telur sig alþjóðasinnaðan og frjálslyndan breytist í ofur-þjóðrembu og útlenindgahatara þegar kemur að veru gyðinga í Palestínu. Þar máttu víst aldrei vera fleiri gyðingar en á þeim tíma þegar minnst var og þeir máttu alls ekki vera annað en undirsettur minnihlutahópur.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 17:26

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Er ekki Bjarni bara Zionisti í sauðagæru?  Hvernig dettur einhverjum heilvita í hug að réttlæta fjöldmorð á börnum og varnarlausu fólki.  En annars er Bjarni ekki einn um það að trú hverju sem er upp á Araba.  Vinur okkar Össsur stendur í þeirri trú að herra Assad Sýrlandsforseti drepi börn og gamalmenni sér til skemmtunar.  Maður veit varla hvor er meiri bjáni, Bjarni eða Össur. 

Björn Heiðdal, 3.12.2012 kl. 18:55

7 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Eigum við ekki að segja Hjálmtýr að þú sért ekki hlutlaus í þessu mati þínu á Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins?

Vandinn í Palestínu, eins og við höfum tekist á um fyrr, er að skotgrafirnar eru orðnar heldur djúpar og ,,sturlungaástandið" komið á það stig að ekki verður séð hvaða leið er fær til að koma friði á milli stríðandi fylkinga. Það sem ég óttaðist með þessum leik Abbas, sem var til að styrkja stöðu sína heimafyrir, þá væri olíu hellt á ófriðarbálið. Enda tók það Ísraela ekki langan tíma að svara með jafn ögrandi aðgerð, enda telja þeir að friðarsamkomulag Araba og Ísraela sé úr sögunni, og þá leyfist það sem áður var bannað. Öfgamenn hafa unnið enn eina ferðina, beggja megin átakalínunnar, því miður.

Jón Baldur Lorange, 3.12.2012 kl. 20:11

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jæja, nú ætlar Týri að þykjast vera gáfaður og vel upplýstur. Vil minna á að Týri var í forystu Samfylkingarsnúða sem studdu Jóhönnu Sigurðardóttur hvað mest til þess að samþykkja Icesave samninginn glæsilega sem Svavar Gestsson vildi færa þjóðinni ásamt ríkisstjórninni. Meira að segja Jóhanna Sigurðardóttir hefur viðurkennt afglöp sín, með því að segja að það hefði verið gáfulegra að senda út fagmenn. Þá er sagt að Týri hafi verið  ofan í holu að leita að beini sem grafið hafi verið niður. Þjóðníð, sannarlega að mínu mati og full ástæða til þess að draga þau Jóhönnu og Steingrím fyrir Landsdóm. Hvar var þekking Týra þá?

Jú sennilega er skýringin fullgild, þegar spurt er um aðild Samfylkingarinnar að hruninu. Þau voru bara svo lítil og vitlaus. Sennilega rétt skýring hjá þeim.

Fljótlega verður dagur rauða nefsins, þá gefst Týra tækifæri á að setja Samfylkingarmerkið á nefið á sér. Því ætti hann að halda til langframa. Bullið verður skilið í samræmi við hlutverkið. 

Sigurður Þorsteinsson, 3.12.2012 kl. 22:03

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sigurður Þorsteinsson jafn málefnalegur og hans lund leyfir.

Jón Baldur, auðvitað er ég ekki hlutlaus og reyni ekki að fela það. Ég tek afstöðu gegn síonismanum og gagnrýni Bjarna Ben og flokk hans fyrir afstöðu til þeirrar sömu stefnu. Trúlega hafa þeir ranghugmyndir um síonismann og skortir sögulegt yfirlit.

Vandinn í Palestínu er að annar aðilinn brýtur öll lög og reglur um samskipti þjóða og framgöngu hernámsliðs. Ef síonistar leggðu af aform sín þa væri hægt að semja um frið a einni viku.

Hér er mjög góð samantekt um brot Ísraelsstjórna á alþjóðalögum, þetta er ræða sem Norman G Finkelstein hélt:

http://www.thepeoplesvoice.org/TPV3/Voices.php/2012/11/26/ominous-forewarning-from-prof-norman-fin#more23226

Finkelstein er af gyðingum kominn, foreldrar hans sluppu úr útrýmingarbúðum nasista.

Og svo er hér annað yfirlit yfir söguna, ræða Miko Peled. Hann er sonur eins af æðstu hershöfðingjum Ísraelshers í sex-dgaga striðinu. Hann talar af reynslu og skýrir vel síonismann.

Þegar þú´ert búínn að hlusta á þessa tvo menn þá skaltu skrifa hér a bloggið og við getum rætt malin.

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.12.2012 kl. 22:29

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Líka frekar alvarlegt að Jórdanía gleypti Palestínu, (70%), skiptir það engu því þar voru ekki zionistar á ferð? Snýst þetta semsagt ekki um landsvæði heldur um trúarmál?

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 3.12.2012 kl. 23:47

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Noman Finkelstein er snillingur, svo ég skóti því inn í. Gaman að hlusta á hann, mæli með að fólk skoði youtube og slái nafninu hans inn. Ósammála eða sammála honum.

Einnig bendi ég á heimildamynd um manninn : http://www.imdb.com/title/tt1475191/

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 3.12.2012 kl. 23:57

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hjálmtýr. Það er mér lífsins ómögulegt að taka afstöðu með eða á móti þessara helsjúku fylkinga-áróðursafla milli Ísrael og Palestínu. Það er í mínum augum einungis einn möguleiki í stöðunni. Og það er skilyrðislaus og siðferðislega þroskaður friður milli ólíkra hópa.

Heims-samfélagið er komið að uppgjörs-tímamótum. Friður og náungakærleikur er eina færa leiðin.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.12.2012 kl. 00:09

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig væri að snúa sér að því nýjasta, að Ísraelsmenn ætla að búta svæði Palestínumanna í tvennt með því að taka til sín svæðið á milli austurhluta Jerúsalems og Vesturbakkans og gera það að "byggð landtökumanna" sem réttara væri að kalla "byggð landræningja" og brjóta með því enn frekar en fyrr alþjóðalög og samþykktir Sameinuðu þjóðanna.

Ef þetta verður látið gerast er það líklega afdrifaríkasta aðgerðin, sem lengi hefur verið framkvæmd þarna.  

Allt í lagi með það eða hvað?

Ómar Ragnarsson, 4.12.2012 kl. 00:36

14 identicon

Finkelstein er upplýsandi, sérstaklega þegar maður er ekki vel inni í hlutunum.  Skv. alþjóðadómstól (15 dómarar með enginn á móti) eru Gaza,Vestur-Bakkinn og hluti Jerúsalem lönd Palesta og hernuminn af Ísrael sem brýtur lögin með því að A. Þröngva Palestum af landinu,B. byggja múr  á landi Palesta C. heimila landnemabyggðir Ísraela á löndum Palesta.   Þetta er nú ekkert mjög flókið. Árum saman segir Finkelstein að Sameinuðu þjóðirnar hafi kosið með 2. ríkja lausn þar sem miðað sé við landamærin frá 1967, þannig að aðeins 2 til 7 þjóðir hafa verið á móti, Bandaríkin,Ísrael og 4 örsmá ríki önnur ásamt Ástralíu.  Meira að segja samtök Íslamskra ríkja með Íran innan borðs hafa kosið með 2. ríkja lausn og í framhaldi af því að taka upp eðlilegt samband við Ísrael, segir F. 

         Þetta var mjög upplýsandi Hjálmtýr og ágætur pistill sem dregur vel fram hvað Bjarni Ben stígur mis fast í fæturna í málinu en það er nú ekki nýtt með Bjarna Ben að vefjast um tvístígandi.   Hitt er ekki síður einkennilegt hvað margir flokksbræður hanns virðast að því er virðist telja sér skylt að taka afstöðu með Ísrael í lögbrotum (m.a.v. alþjóðalög) þess gagnvart Palestínu. 

Ég er alveg sammála þér Sigurður @22.29 að Icesave þáttur Samfylkingar og V.G. var léleg pólitík og Samfylkingin á ekkert með að fría sig ábyrgð á hruninu, kanski var Hjálmtýr á þeirri skoðun, má vel vera. En af hverju í ósköpunum ertu að draga það fram í sambandi við afstöðu hans gagnvart Ísrael/Palestínu málinu. Með því ertu í raun að skrifa undir megin efni pistilsins þ.e. að Ísrael/Palestínu málið er pólitískt af hálfu margra sjálfstæðis-og hægrimanna.

Af hverju það er svo,  væri gaman að vita. Eru sumir íslenskir hægrimenn svona óskaplega fastir í kalda stríðinu og bundnir á hugmyndafræðilegann klafa Bandaríkjanna að þeir verða að fá múslímagríluna til að halda sér gangandi eftir að hafa mist glæpinn í kommúnistagrílunni?   Þeir mættu þá athuga að eins og í kalda stríðinu þá fitnaði ófriðarpúkinn bara og fitnaði á fjósbitanum við vopnaskakið. 

Friðsamleg lausn er eina lausnin. Það er að sjá að sú lausn felist í að taka í hnakkadrambið á Ísrael og láta þá hlíða.   Eins og ég er lítið hrifinn af Samfylkingunni og Össuri þá held ég að þau séu á réttri leið í þessu máli.  Eftir því sem maður kynnir sér málið betur virðast rök Vilhjálms Arnar, Hans Haralds,Sigurðar Þorsteinssonar og fleiri slíkra  hriplek  og með dassi af staðreyndavillum. Hvort þar spila inn  í zionismi,ungæðisháttur og eða taglhnýtingar og læmingjaháttur sumra sjálfstæðismanna, skal ekki dæmt um að svo stöddu.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 01:05

15 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Anna Sigríður

Ég skil vel að mörgum finnst erfitt að taka afstöðu og sjá í gegnum moldviðrið. Þú þarft ekki að taka afstöðu til fylkinganna beinlínis, ef þú skoðar málefnið þá sérðu fljótt hvernig er í pottinn búið.

Það er grundvallaratriði að allir íbúar svæðisins, bæði þeir sem eiga þar þúsunda ára sögu (Palestínumenn) og innflytjendur og afkomendur þeirra (Ísraelar sem eru gyðingatrúar eða afkomendur slíkra) njóti fyllstu mannréttinda. Alþjóðasamfélagið hefur samþykkt allt frá 1947 og endurtekið árlega að réttur Palestínumanna skuli í engu skertur. Hinsvegar er staðreyndin sú að þeir búa nú ýmist sem flóttamenn í öðrum löndum (t.d. hér á landi) eða undir járnhæl hernámsliðs. Um leið og síonistar (síonisminn er stjórnmálastefna sem þú getur kynnt þér á netinu) viðurkenna rétt Palestínumanna til frelsis og eðlilegs lífs þá gerist hið ótrúlega - friður!

En því miður er það lífsloft síonismans að mismuna eftir trú og kynþætti og því getur áhangendur hans ekki samið um að leggja af hans innsta eðli og þetta er staðan í dag.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.12.2012 kl. 08:44

16 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sleggjan og hvellurinn (starfaðir þú við jarðgangnagerð?)

Það er einkenni á verjendum síonismans að þeir endurtaka í sífellu sömu vitleysurnar og áróðurstuggurnar. Nú ert þú t.d. dottinn í „Jórdanúigírinn“.

Útskýrðu fyrir mér hvernig það hjálpar Palestínumönnum sem búa á Gaza og Vesturbakkanum og í Ísrael sjálfu (1949 - 1967 landamærin) að losna undan hernmái og misrétti á sínum heimaslóðum að þú byrjar að ræða Jórdaniu?

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.12.2012 kl. 08:47

17 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ómar

Það eru loksins komin einhver viðbrögð við aðgerðum síonistanna í Jersúsalem. Sendiherrar voru kallaðir á teppið í nokkrum Evrópulöndum.

Það hefur ekki gerst áður og síonistarnir hafa fengið að fara sínu fram að mestu óáreittir. Vonandi er þetta vísbending, ásamt samþykkt Allsherjarþingsins, um að hreyfing komist á málin - í rétta átt.

En Sjálfstæðisflokkurinn og Bjarni Ben eiga lana leið fyrir höndum áður en þeir sjá ljósið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.12.2012 kl. 08:51

18 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Bjarni

Þú verður að fyrirgefa Sigurði. Hann ber öll einkenni málefnafátæktar og fer því þá leiðina að reyna að skella smjörklípum á fólk. Þetta hefur hann lært hjá Davíð Oddssyni. Sigurður er besta skinn, góður við sína nánustu og dagfarsprúður. En allir eiga sínar veiku hliðar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.12.2012 kl. 08:53

19 identicon

Ég var að reyna að átta mig á skiptingu Palestínu.

Hér er útkoman.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229653/

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

Egilsstaðir, 04.12.2012, jg

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 13:22

20 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Já Jónas -þú reynir að átt þig, en tekst ekki því þú gefur þér vitlausar forsendur. Í fyrsta lagi er Biblían ekki sagnfræðirit. Helstu karakterarnir sem um er rætt og síonistar hampa voru tilbúnar persónur - svona eins og Mikki mús. Jósúa, Davíð konungur, Móses, Salómon og heill herskari manna sem nefndir eru til leiks í Biblíunni voru aldrei til í rauninni. Sumir telja að Jesú hafi verið raunverulegur en það er ekki endanlegt. Landsvæðið sem við ræðum um er ein helsta vagga nútímamenningar og þarna hefur verið fjöld ættbálka og hópa í gegnum árþúsundin. Afkomendur einhverra af þeim skara eiga ekkert frekar tilkall til landsins en aðrir. Þeir sem eiga tilkall til landisns er fólkið, frumbyggjarnir, sem þarna hefur dvalist og sáð í sinn akur og uppskorið í áraþúsund. Þeir eru þarna enn og eru kallaðir Palestínumenn. Hinsvegar eru síonistar fyrst og fremst innflytjendur frá Evrópu og víðar og eiga lítið tilkall til lands þótt vitnað sé í Biblíuna. Forystumenn síonista, t.d. David Ben-Gurion (fæddur í Póllandi) , Moshe Shertok (fæddur í Úkraníu), Chaim Weismann (fæddur í Hvíta Rússlandi) ofl. voru trúlausir menn og voru stoltir af því. Þeir hikuðu hinsvegar ekki við að nota Biblíuna sér til framdráttar og fræg er setning Ben-Gurions „The Bible is our mandate“ (1936), eða Biblían er okkar umboð. Ég sé á þínum skrifum að þú hefur ekki kynnt þér málin af eigin grúski og dettur því í síoniskar bábiljur. Hættu því og lestu t.d. The Myths of Zionism eftir John Rose - sem er afkomandi breskra gyðinga.

Það er öllum fyrir bestu að þú upplýsir sjálfan þig og komdu svo aftur í umræðuna.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.12.2012 kl. 14:00

21 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Hér er áhugaverð grein úr ísraelska dagblaðinu Haaretz:

Why did Israel kill Jabari?

Now that the explosions have stopped, we are obligated to delve into the truth behind Operation Pillar of Defense.

By Reuven Pedatzur

The real story behind Operation Pillar of Defense in Gaza has not yet been investigated, but now that the explosions have stopped, we are obligated to delve into the truth. The decision to kill Hamas military chief Ahmed Jabari, which was the opening shot of the operation, was made even though he was involved in negotiations on signing a long-term cease-fire agreement.

A few hours before he was assassinated, he had received a draft of an agreement for a permanent cease-fire with Israel, and he was apparently expected to reply to it affirmatively. The indirect contacts with Jabari had taken place over the course of months via Hamas' deputy foreign minister, Ghazi Hamad, with the knowledge and consent of Defense Minister Ehud Barak.

These contacts with Hamas were conducted by Gershon Baskin, who served as an intermediary in the deal for the return of kidnapped soldier Gilad Shalit. Baskin had reported his progress toward a draft agreement to the members of a special committee appointed by Barak back in May, a panel that also included representatives of other government ministries.

In other words, our decision makers, including the defense minister and perhaps also Prime Minister Benjamin Netanyahu, knew about Jabari's role in advancing a permanent cease-fire agreement. Jabari was the strongman of the Gaza Strip - Israel's "subcontractor," as Haaretz editor-in-chief Aluf Benn characterized him - so Hamad submitted each draft prepared with Baskin to Jabari for approval.

Also party to the negotiations on a permanent cease-fire were Egyptian intelligence officials. Some of the meetings between Baskin and Hamad took place in Cairo. These Egyptian intelligence officials were in constant contact with Barak's envoys, so one would assume that in addition to Baskin, they too were informing Israel of their impressions of the progress in the talks on a draft agreement.

At no point in the negotiations between Baskin and Hamad was the former ever told to stop.

Moreover, about a week before Jabari's assassination, Israeli military officials asked permission from their commanders to meet with Baskin and get a briefing. This permission was denied.

Thus the decision to kill Jabari shows that our decision makers decided a cease-fire would be undesirable for Israel at this time, and that attacking Hamas would be preferable. It seems a view had developed that Israel needed to strengthen its deterrence against Hamas rather than reach agreement with it on a period of calm. In the view of the defense establishment and the prime and defense ministers' bureaus, a cease-fire agreement might have undermined Israel's deterrence and weakened its image of resolve. Bolstering its deterrence, in this view, would be achieved by killing Jabari, who was liable to respond affirmatively to the offer of a long-term cease-fire.

In this way, Israel's leaders killed three birds with one stone: They assassinated the man who had the power to make a deal with Israel; they took revenge on someone who had caused more than a few Israeli casualties; and they signaled to Hamas that communications with it will be conducted only through military force.

Quite aside from the fact that the results of Operation Pillar of Defense didn't meet the expectations of those who launched it, the decision makers must answer one important question: If they knew it was possible to reach a cease-fire agreement (whose provisions, incidentally, were better than those of the agreement reached after the operation ) without going to war, why did they assassinate Jabari, and thereby also assassinate the chances of achieving calm without shooting? Is it possible, heaven forbid, that Barak and Netanyahu feared the opportunity to conduct a military operation at the end of their government's term would elude them, and that's why they ordered Jabari's liquidation?

To keep us from suspecting their motives, the prime minister and defense minister must explain their considerations and decisions in the Jabari affair.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.12.2012 kl. 14:43

22 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Greinin hér fyrir ofan er ákjósanleg lesning fyrir Bjarna Ben sem heldur því fram að Hamas hafi kveikt í púðrinu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.12.2012 kl. 14:44

23 identicon

Þakka þér fyrir ábendingarnar Hjálmtýr, það er ekki öllum gefið að skýra söguna.  

Mig minnir að ég sæi flatarmálið á Palestínu í Nordiske Konversations-Leksikon, 1928, við skulum segja 1920-1930.

 

Þá voru löndin sem við nú köllum Jórdanía og Ísrael, kallað Palestína.

 http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229653/ 

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

 

Þakk, ég þarf að læra meira.  Eg. 04.12.2012 jg

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 15:53

24 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég er löngu búinn að sjá í gegnum þennan Bjarna. Þekking hans er svo "afskaplega takmörkuð" að ég á bágt með að skilja hvað hann er að gera í pólitík yfirleitt. Mér finnst stöðugt furðulegra að nokkrir kjósendur skuli styða sjálfstæðisflokinn, með svona fólk innanborðs og að teknu tilliti til sögunar.

Kannski ætti ég ekki að undrast. Reykvikingar kusu jú Jón Gnarr.

Hörður Þórðarson, 4.12.2012 kl. 19:14

25 Smámynd: Björn Heiðdal

Af hverju beitir sjálft fiðarbandalagið sér ekki fyrir friði.  Hvar er ESB?  Getur einhver sagt mér það.  Þegar nágranni og kollegi Netanyahoos, sjálfur Assad Sýrlandsforseti, lét skjóta nokkra hryðjuverkamenn og handtaka mótmælendur varð allt vitlaust í höfuðstöðvum ESB og Frakklandi.  Gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á kauða og sett viðskiptabann á Sýrlensku þjóðina.  Jafnvel hin vandláti Össur og heilög Jóhanna lofuðu að versla ekki við Sýrlendinga í Sýrlandi.

En þegar kemur að fjöldmorðum og slátrun á saklausum börnum, ár eftir ár, gerir Össur og ESB ekki neitt nema að tala.  Er einhver munur á stefnu Bjarna bjána og heilagrar Jóhönnu?  Nei auðvitað ekki!  Sama stefna, mismunandi kjósendur og þess vegna mismunandi blaður sem skiptir engu máli.

Björn Heiðdal, 4.12.2012 kl. 20:57

26 identicon

Það er heldur lítil uppskeruvon í því að kafa í gamlan tíma til að leysa Ísrael/Palestínu vandann. Þar er málið að grípa þau friðarhálmstrá sem gefast og virðast helst vera þau að nota landamæri Ísraels og Palestínu eins og þau voru fyrir 1967. 

En að því sögðu þá er auðvitað strórfróðlegt að grúska í gömlum tíma.  Ég held að þú sért full fljótur að dæma um sannleiksgildi gamalla frásagna Hjálmtýr.  Jónas Gunnlaugsson @15:53  ég skoðaði aðeins vísanir þínar og las ritgerðina um íslenska skjaldarmerkið eftir Jónas Guðmundsson http://www.svavarsson.is/wp-content/uploads/2010/02/Uppruni-landvættanna.pdf

þetta er alveg stórmögnuð ritgerð og synd hve fræðimenn eru og hafa verið daufir fyrir því að skoða uppruna Íslendinga í þessu ljósi (sbr. Herúlana). Það má vel vera að betur mætti skoða búshætti (skyr og súrmeti) og húsdýrinn því líklega hafa mennirnir blandast svo mjög að varla er lengur hægt að tala um annað en menningarlegan uppruna. (Veit annars nokkur afhverju D.O. er svona "arabalegur" í útliti?) Fróðlegt verður t.d. að vita hvað kemur upp úr rannsóknum á genamengi íslenska hestsins. Einnig er það kómískt svona sögulega séð hve kristnir hvítir Bandaríkjamenn komnir af (í)sakssonum (Söxum) eru ræktarlegir við meinta frædur sína Gyðinga.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 21:08

27 identicon

Bjarni: Þú munt ekki hafa nein áhrif í þá átt að leysa Palestínuvandann. Ekki Hjálmtýr heldur, ekki Össur Skarphéðinsson og ekki ég. Einu áhrifin sem Hjálmtýr hefur er að eitra hérna á Íslandi með því að blása lífi í gömul gyðingahatursminni: aðskotadýr, drottnunarsamsæri og barnadráp. Það sorglega er að hann heldur það trúlega sjálfur í einlægni að hann sé að "styðja þjóðfrelsisbaráttu".

Ef þetta leysist einhvern tímann þá verður það vegna þess að þeir leysa það sjálfir þarna suðurfrá, kannski með smá aðstoð frá kananum sem auðvitað verður ekki þakkað fyrir það frekar en annað. Sennilegast þykir mér að Vesturbakkinn endi með að ganga aftur inn í Jórdaníu og þá getur Abdúlla kóngur eða hans arftaki kúgað Palestínumenn án þess að það trufli Hjálmtý hið minnsta, rétt eins og það truflar hann ekkert sem kóngurinn í Sádí gerir (þótt það sé "með stuðningi mesta herveldis heims!!").

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 22:09

28 identicon

Ef menn vilja endilega fara aftur í tímann til að réttlæta tilveru Ísraels (sem ég held að sé afskaplega óráðlegt) þá er eðlilegast að Gyðingar fái Júdeu þar með talinn líklega Vesturbakkinn en ekki Jerúsalem.  Þeir verði á hinn bóginn að afsala sér öðrum hlutum hins forna Ísraels sem aldrei tilheyrði Júdeum,(Júðum , Gyðingum) a.m.k. eftir sögulegum rökum þeirra sjálfra. Aðrir hlutar Ísraels tilheyrðu öðrum ættkvíslum Ísraels (af hverjum engilsaxar og þar með margir Bandaríkjamenn eru kanski að hluta komnir). Trúlega yrði umheimurinn alveg sáttur við að Palestar fengju þann hluta ef þessi leið yrði farinn.  Við erum þá kanski farin að tala um landamærinn frá því fyrir rúmlega 700 fyrir krist í staðinn fyrir landamærinn fyrir 1967 ;-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 22:29

29 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er mjög uppbyggilegt að sjá her tvo sérfræðinga ræða málin af stakri yfirvegun og lítillæti. Svona stórfelld landaskipti og tilfæringar geta engir nema alvitrustu menn náð að hugsa og setja í orð.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.12.2012 kl. 23:01

30 Smámynd: Björn Heiðdal

ESB og Hans Haraldsson eru greinilega á sama máli og gefa skít í Palenstínumenn.  Spurning hvort Hans eigi ekki tilkall til friðarverðlauna Nóbels.  Nei, ætli Ísrael sé ekki líklegra a.m.k. þetta árið.   

Björn Heiðdal, 4.12.2012 kl. 23:01

31 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er virkilega sorglegt þegar kallar og kellingar lepja botnlausan áróður upp.  Er það ekki alveg augljóst að Ísrael kemur illa fram við nágranna sína og frændur.  Jafn augljóst hvort sem maður stillir á RÚV eða horfir upp í loftið.  Samt tekst Týra og Hansa að vera gjörsamlega ósammála. En báðir eru þeir algjörlega sammála því sem Rúv bullar um ástandið í Sýrlandi.  Hvað veldur.

Innbrenndar stjórnmálaskoðanir eða einhliða áróður fjölmiðla?

Björn Heiðdal, 4.12.2012 kl. 23:26

32 identicon

Hjálmtýr @23:01

Ég átta mig ekki alveg á þessari færslu. Ef ég á að hljóta heiðurinn "sérfræðingur" í málefnum Ísraels og Palestínu, þá er hann algjörlega óverðskuldaður því þekking mín á þeim málum ristir afar grunt. Ég hef þó reynt að hafa vit á að leita mér upplýsinga aðeins víðar en  beint úr fjölmiðlum og bloggi og verð að játa að þar ber ansi margt merkilegt fyrir augu. 

En nú spyr ég þig Hjálmtýr:

 A) Sérð þú aðra betri lausn á deilu Ísraela og Palesta, en t.d. karlar eins og Finkelstein (sem þú vitnar sjálfur í ) og Obama nefna þ.e. 2. ríkja lausn byggða á landamærunum eins og þau voru fyrir 1967?

B)  Ef eitthvert tillit á að taka til biblíusögulegra raka um rétt Gyðinga til þess meints Guðgefins landssvæðis sem þeir nú þegar hafa tekið og hins sem þeir eru enn að reyna að ná af Palestum, er þá ekki rökrétt að þar sé aðeins um að ræða Júdeu eins og hún var á þeim tíma sem sömu heimildir segja að Ísrael hafi verið skift milli hinna 12 ættkvísla?

Nú er tækifærið Hjálmtýr að koma með málefnalegt og uppfræðandi svar (vippa sér aðeins upp úr skotgröfunum)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 23:56

33 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú spyrðÞ

"Útskýrðu fyrir mér hvernig það hjálpar Palestínumönnum sem búa á Gaza og Vesturbakkanum og í Ísrael sjálfu (1949 - 1967 landamærin) að losna undan hernmái og misrétti á sínum heimaslóðum að þú byrjar að ræða Jórdaniu?"

Araba Palestínumenn sem búa í Ísrael vilja hvergi annarsstaðar vera. Í samanburði við múslimalöndin í kring búa þeir við meiri manrréttindi, betri lífskjör, lýðræði, trúfrelsi. Þeir hafa það bara gott og þurfa þig ekki að hafa áhyggjur þúsund kílómetra í burtu. 

Burtséð hvort þetta sé komið frá zíónista eða ekki, sleppum að fara í manninn, tæklum spurninguna: Af hverju er öllum sama að Jórdanía tók 70% af Palestínu? Þegar Palestína vill stofna ríki, af hverju vilja þeir fá land Ísraels en ekki Jórdaníu?

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 5.12.2012 kl. 02:41

34 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Bjarni

Sérfræðingsnafnbótin var smá skéns af minni hálfu, vonandi fyrirgefur þú mér það.

Varðandi A) þá er það ákjósanleg lausn að menn getir búið í tveimur ríkjum hlið við hlið í sæmilegri sátt og einhverju samlyndi. En sú lausn er tæpast lengur raunhæf þar sem síonistarnir hafa stolið stórum sneiðum af því landi sem fyrirhugað Palestínuríki skala standa á. Eftir því sem tíminn líður taka þeir meira landa sbr. tilkynningar um 3000 nýjar íbúðir í vikubyrjun. Þau öfl (rev. síonistar) sem stjórna Ísrael eru ekki til viðtals um breytingar. Þess vegna verður næsta skerf æ erfiðaðara og þá er næst að skoða lausn sem felst í einu ríki. En allt hangir þetta á því að síonistar missi völdin. Að öðrum kosti fer allt í bál og brand og ástandið versnar enn.

B) Síonistar eiga engann rétt þarna þótt þeir vitni í Biblíuna. Guðsgjöfin er stóra blekkingin sem allt er reist á. Síonisminn er þjóðernishreyfing í upphafi 20. aldar og til þess að hafa erindi sem erfið bjuggu þeir til þjóð úr gyðingum sem eru trúflokkur en hvorki kynþáttur né þjóð. Í dag hefur hisnvegar myndast þjóð í Ísrael og hún samanstendur af afkomendum innflytjendanna og frumbyggjunum sem búa innan Ísrael. Lestu bókina The Invention of the Jewish People eftir Tel-Aviv prófessorinn Shlomo Sand. Þá færðu að vita allt um þetta.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.12.2012 kl. 12:55

35 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sleggjan

Þú ert dálítið fastur í eigin vanþekkingu. T.d. búa Palestínumenn innan Ísrael við mjög skert réttindi. Hvað segðir þú ef þér væri meinað að flytja til Selfoss frá Reykjavík vegna þess að þú ert ekki af réttu kyni eða trú? Jórdanía tók ekkert - það var breska heimsveldið sem leiddi konungsættina þar til sætis í þakklætisskyni fyrir stuðninginn í stríðinu. Jórdanía er nú sjálfstætt ríki og það leysir engin vandamál að reka Palstínumenn sem búa á Vesturbakkanum, Gaza eða í Ísrael til Jórdaníu. Hættu að hugsa á þessum brautum og lestu þig frá síoniska bullinu. Mæli með: Det förlorade landet eftir Göran Rosenberg, The Myths of Zionism eftir Jhon Rose og Zionism, the -real enemy of the Jewish people eftir Alan Hart - einnig bókina eftir Shlomo Sand.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.12.2012 kl. 13:02

36 identicon

Varðandi B. þ.e. EF guðsgjöfin er tekin gild sem rök þá sé ég ekki annað en að Gyðingar hafi einungis rétt til Júdeu.  Nú erum við og líklega fleiri sammála um að ekki beri að taka mark á gömlum trúarkreddum varðandi rétt til lands í dag. En er ekki dálítið furðulegt að þeir sem það þó vilja gera þ.e. Zionistarnir og eins áhrifamiklir kristnir Bandaríkjamenn (Magnús Þorkell Bernharðsson sagði í útvarpsviðtali að þeir vildu styðja Ísrael ekki vegna sérstakrar ástar á gyðingum heldur hinu að þeir teldu þá skömm skárri en arabana til að vera á staðnum þegar kristur snéri aftur, svo maður komi nú að trúarkreddunum í málinu) skuli þá ekki taka mark á eigin rökum og viðurkenna einungis rétt Gyðinga til Judeu?

Varðandi það að gyðingar séu trúflokkur en hvorki kynþáttur eða þjóð (þetta held ég að þið dr. Vilhjálmur séuð sammála um) þá virkar það nokkuð ruglandi. Ég fæ ekki betur séð en Gyðingar séu þjóð án lands og hafi verið svo fram á 20. öld, og þeir séu kynþáttur sem hafi haldið ótrúlega miklu af eiginleikum sínum, ekki með því að helga sér landsvæði eins og venjan er með kynþætti heldur var þeirra "land" trúin.

Ágæt innsýn þetta er þáttur með hinni íðilfögru Dervlu Kirwan þar sem hún leitar uppruna síns og uppgötvar hvernig langa langafi hennar var útskúfaður og syrgður af gyðingunum fyrir að gyftast út fyrir hópinn og raunar einnig hvernig hann sem gyðingur mátti þola ofsóknir hvar og hvenær sem var. http://www.youtube.com/watch?v=Lu4kmYJCPmw&feature=endscreen&NR=1

Það er raunar alveg magnað að geta haldið kynþætti að mestu saman landlausum meira og minna í tæp 2000 og jafnvel má segja í 2800 ár. Það má líka vel vera að ofsóknir á Gyðingum hafi af einhverju leiti stafað af því að þeir þýddust ekki umhverfi sitt, blönduðust ekki og voru öðruvísi. A.m.k. dugar slíkt ágætlega til að verða fyrir einelti í skólum nú til dags.

Ísrael dagsins í dag virðist manni vera einhver furðusamtíningur þar sem hvað rekur sig á annars horn. Þjóðin landlausa sem svo lengi hélt  saman sættir sig við að allt aðrir kynþættir séu teknir með að því gefnu að þeir taki trúna en svo meiga menn vera trúlausir ef þeir eru af kynþættinum (ofsóknir Nazista voru t.a.m. kynþáttaofsóknir frekar en trúarofsóknir og flóttamenn slíkra ofsókna fá að búa í Ísrael, þá væntanlega vegna kynþáttarins en ekki endilega trúarinnar).   Ísraelar virðast svo rekja "landtökuréttin" til trúarinnar sem þó gefur ekki tilefni til annars lands en Júdeu og þá bara þeim sem aldrei hafa gyfst út fyrir trúarhópinn og dugar semsé ekki að vera Gyðingar  (af kynstofninum) hvað þá annarar trúar bara ef þeir eru gyðingar (trúarhópurinn).       

Kanski að einmitt þessi furðusamtíningur gefi færi á eins ríkis lausn að Palestar sem séu af öðrum kynþætti en Gyðingar og með aðra trú en gyðingar geti líka fengið þarna inni. Kanski!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 17:00

37 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi yfirlýsing Meshaal leiðtoga Hamas verður að skoðast í samhengi við yfirlýsingar utanríkis- og innanríkisráðherra Ísraels. Þeir hafa boðið tvo valkosti: A) að sprengja Gazabúa aftur til steinaldar og B) að hrekja alla Palestínumenn frá landinu með hervaldi. Það er einnig ganglegt fyrir þá sem ræða þessi mál að vita að ráðherrarnir í Ísrael hafa raunverulega getu til að framkvæma hótanir sínar en leiðtogi Hamas getur bara látið sig dreyma um að koma Ísrael á kné. Og til að ræða þessi mál af meiri skynsemi þá er vert að hafa í huga að Meshaal talar fyrir munn þeirra sem áttu landið og ráðherrar Ísrael tala fyrir hönd innflytjenda sem hafa rænt landinu.

Björn Heiðdal, 10.12.2012 kl. 19:34

38 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi yfirlýsing Meshaal leiðtoga Hamas verður að skoðast í samhengi við yfirlýsingar utanríkis- og innanríkisráðherra Ísraels. Þeir hafa boðið tvo valkosti: A) að sprengja Gazabúa aftur til steinaldar og B) að hrekja alla Palestínumenn frá landinu með hervaldi. Það er einnig ganglegt fyrir þá sem ræða þessi mál að vita að ráðherrarnir í Ísrael hafa raunverulega getu til að framkvæma hótanir sínar en leiðtogi Hamas getur bara látið sig dreyma um að koma Ísrael á kné. Og til að ræða þessi mál af meiri skynsemi þá er vert að hafa í huga að Meshaal talar fyrir munn þeirra sem áttu landið og ráðherrar Ísrael tala fyrir hönd innflytjenda sem hafa rænt landinu.d

Björn Heiðdal, 10.12.2012 kl. 19:34

39 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi yfirlýsing Meshaal leiðtoga Hamas verður að skoðast í samhengi við yfirlýsingar utanríkis- og innanríkisráðherra Ísraels. Þeir hafa boðið tvo valkosti: A) að sprengja Gazabúa aftur til steinaldar og B) að hrekja alla Palestínumenn frá landinu með hervaldi. Það er einnig ganglegt fyrir þá sem ræða þessi mál að vita að ráðherrarnir í Ísrael hafa raunverulega getu til að framkvæma hótanir sínar en leiðtogi Hamas getur bara látið sig dreyma um að koma Ísrael á kné. Og til að ræða þessi mál af meiri skynsemi þá er vert að hafa í huga að Meshaal talar fyrir munn þeirra sem áttu landið og ráðherrar Ísrael tala fyrir hönd innflytjenda sem hafa rænt landinu.dd

Björn Heiðdal, 10.12.2012 kl. 19:34

40 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi yfirlýsing Meshaal leiðtoga Hamas verður að skoðast í samhengi við yfirlýsingar utanríkis- og innanríkisráðherra Ísraels. Þeir hafa boðið tvo valkosti: A) að sprengja Gazabúa aftur til steinaldar og B) að hrekja alla Palestínumenn frá landinu með hervaldi. Það er einnig ganglegt fyrir þá sem ræða þessi mál að vita að ráðherrarnir í Ísrael hafa raunverulega getu til að framkvæma hótanir sínar en leiðtogi Hamas getur bara látið sig dreyma um að koma Ísrael á kné. Og til að ræða þessi mál af meiri skynsemi þá er vert að hafa í huga að Meshaal talar fyrir munn þeirra sem áttu landið og ráðherrar Ísrael tala fyrir hönd innflytjenda sem hafa rænt landinu.ddd

Björn Heiðdal, 10.12.2012 kl. 19:34

41 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi yfirlýsing Meshaal leiðtoga Hamas verður að skoðast í samhengi við yfirlýsingar utanríkis- og innanríkisráðherra Ísraels. Þeir hafa boðið tvo valkosti: A) að sprengja Gazabúa aftur til steinaldar og B) að hrekja alla Palestínumenn frá landinu með hervaldi. Það er einnig ganglegt fyrir þá sem ræða þessi mál að vita að ráðherrarnir í Ísrael hafa raunverulega getu til að framkvæma hótanir sínar en leiðtogi Hamas getur bara látið sig dreyma um að koma Ísrael á kné. Og til að ræða þessi mál af meiri skynsemi þá er vert að hafa í huga að Meshaal talar fyrir munn þeirra sem áttu landið og ráðherrar Ísrael tala fyrir hönd innflytjenda sem hafa rænt landinu.dddd

Björn Heiðdal, 10.12.2012 kl. 19:34

42 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi yfirlýsing Meshaal leiðtoga Hamas verður að skoðast í samhengi við yfirlýsingar utanríkis- og innanríkisráðherra Ísraels. Þeir hafa boðið tvo valkosti: A) að sprengja Gazabúa aftur til steinaldar og B) að hrekja alla Palestínumenn frá landinu með hervaldi. Það er einnig ganglegt fyrir þá sem ræða þessi mál að vita að ráðherrarnir í Ísrael hafa raunverulega getu til að framkvæma hótanir sínar en leiðtogi Hamas getur bara látið sig dreyma um að koma Ísrael á kné. Og til að ræða þessi mál af meiri skynsemi þá er vert að hafa í huga að Meshaal talar fyrir munn þeirra sem áttu landið og ráðherrar Ísrael tala fyrir hönd innflytjenda sem hafa rænt landinu.b

Björn Heiðdal, 10.12.2012 kl. 19:34

43 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi yfirlýsing Meshaal leiðtoga Hamas verður að skoðast í samhengi við yfirlýsingar utanríkis- og innanríkisráðherra Ísraels. Þeir hafa boðið tvo valkosti: A) að sprengja Gazabúa aftur til steinaldar og B) að hrekja alla Palestínumenn frá landinu með hervaldi. Það er einnig ganglegt fyrir þá sem ræða þessi mál að vita að ráðherrarnir í Ísrael hafa raunverulega getu til að framkvæma hótanir sínar en leiðtogi Hamas getur bara látið sig dreyma um að koma Ísrael á kné. Og til að ræða þessi mál af meiri skynsemi þá er vert að hafa í huga að Meshaal talar fyrir munn þeirra sem áttu landið og ráðherrar Ísrael tala fyrir hönd innflytjenda sem hafa rænt landinu.bb

Björn Heiðdal, 10.12.2012 kl. 19:34

44 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi yfirlýsing Meshaal leiðtoga Hamas verður að skoðast í samhengi við yfirlýsingar utanríkis- og innanríkisráðherra Ísraels. Þeir hafa boðið tvo valkosti: A) að sprengja Gazabúa aftur til steinaldar og B) að hrekja alla Palestínumenn frá landinu með hervaldi. Það er einnig ganglegt fyrir þá sem ræða þessi mál að vita að ráðherrarnir í Ísrael hafa raunverulega getu til að framkvæma hótanir sínar en leiðtogi Hamas getur bara látið sig dreyma um að koma Ísrael á kné. Og til að ræða þessi mál af meiri skynsemi þá er vert að hafa í huga að Meshaal talar fyrir munn þeirra sem áttu landið og ráðherrar Ísrael tala fyrir hönd innflytjenda sem hafa rænt landinu.bbb

Björn Heiðdal, 10.12.2012 kl. 19:34

45 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi yfirlýsing Meshaal leiðtoga Hamas verður að skoðast í samhengi við yfirlýsingar utanríkis- og innanríkisráðherra Ísraels. Þeir hafa boðið tvo valkosti: A) að sprengja Gazabúa aftur til steinaldar og B) að hrekja alla Palestínumenn frá landinu með hervaldi. Það er einnig ganglegt fyrir þá sem ræða þessi mál að vita að ráðherrarnir í Ísrael hafa raunverulega getu til að framkvæma hótanir sínar en leiðtogi Hamas getur bara látið sig dreyma um að koma Ísrael á kné. Og til að ræða þessi mál af meiri skynsemi þá er vert að hafa í huga að Meshaal talar fyrir munn þeirra sem áttu landið og ráðherrar Ísrael tala fyrir hönd innflytjenda sem hafa rænt landinu.a

Björn Heiðdal, 10.12.2012 kl. 19:34

46 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi yfirlýsing Meshaal leiðtoga Hamas verður að skoðast í samhengi við yfirlýsingar utanríkis- og innanríkisráðherra Ísraels. Þeir hafa boðið tvo valkosti: A) að sprengja Gazabúa aftur til steinaldar og B) að hrekja alla Palestínumenn frá landinu með hervaldi. Það er einnig ganglegt fyrir þá sem ræða þessi mál að vita að ráðherrarnir í Ísrael hafa raunverulega getu til að framkvæma hótanir sínar en leiðtogi Hamas getur bara látið sig dreyma um að koma Ísrael á kné. Og til að ræða þessi mál af meiri skynsemi þá er vert að hafa í huga að Meshaal talar fyrir munn þeirra sem áttu landið og ráðherrar Ísrael tala fyrir hönd innflytjenda sem hafa rænt landinu.aa

Björn Heiðdal, 10.12.2012 kl. 19:34

47 Smámynd: Björn Heiðdal

Þessi yfirlýsing Meshaal leiðtoga Hamas verður að skoðast í samhengi við yfirlýsingar utanríkis- og innanríkisráðherra Ísraels. Þeir hafa boðið tvo valkosti: A) að sprengja Gazabúa aftur til steinaldar og B) að hrekja alla Palestínumenn frá landinu með hervaldi. Það er einnig ganglegt fyrir þá sem ræða þessi mál að vita að ráðherrarnir í Ísrael hafa raunverulega getu til að framkvæma hótanir sínar en leiðtogi Hamas getur bara látið sig dreyma um að koma Ísrael á kné. Og til að ræða þessi mál af meiri skynsemi þá er vert að hafa í huga að Meshaal talar fyrir munn þeirra sem áttu landið og ráðherrar Ísrael tala fyrir hönd innflytjenda sem hafa rænt landinu.aaa

Björn Heiðdal, 10.12.2012 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband