8.1.2013 | 15:10
Af hverju málþóf?
Athyglisverðar vangaveltur hjá Guðmundi J. Guðmundssyni kennara. Greinin heitir Af hverju málþóf? og birtist í Fréttablaðinu 4. jan. s.l.
Í allsherjargíslingu
Á undanförnum misserum hafa Íslendingar hins vegar orðið vitni að tvenns konar málþófi sem ekki á sér hliðstæðu á síðari tímum. Annars vegar er málþóf repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hins vegar málþóf flestra þingmanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á Alþingi. Þessi málþóf eru að því leyti ólík öðrum málþófum að þingin eru tekin í allsherjargíslingu, ekki í ákveðnum málum eins og venjan er í hefðbundnu málþófi, heldur í nær öllum málum sem fram koma. Þingstörfin lamast. Hamagangur repúblikana hefur þó skýr pólitísk markmið, að koma í veg fyrir að þeir ofurríku greiði sinn skerf til samfélagsins og skerða enn kjör þeirra sem verst eru settir með því að draga úr velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Það er hins vegar ekki hægt að greina nein slík markmið hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum. Stutt er eftir af kjörtímabilinu þannig að varla er markmiðið að fella ríkisstjórnina, það myndi og koma sér illa fyrir framsóknarmenn ef efnt yrði til vetrarkosninga þar sem stór hluti fylgis þeirra er í dreifbýli og allra veðra von. Sú spurning vaknar því hver tilgangurinn sé með þessum atgangi.
Málþófshrókar
Ef leita á eftir einhverju sambærilegu verður að fara aftur til kreppuáranna, milli 1930 og 1939, og til meginlands Evrópu. Þá voru það einkum öfgafullir hægrimenn af ýmsu tagi sem léku þennan leik og nutu stundum atfylgis þeirra sem lengst stóðu til vinstri. Markmið þessara flokka var skýrt, að rýra traust almennings á þeim stofnunum samfélagsins sem byggðu á lýðræðislegum grunni og sýna fram á getuleysi lýðræðisaflanna við að leysa aðkallandi vandamál. Þannig var fólk búið undir að þessum stofnunum yrði kippt úr sambandi þegar málþófshrókarnir kæmust til valda. Skildi eitthvað í þessa átt vera markmið framsóknar- og sjálfstæðismanna? Þá spurningu þurfa aðrir þingmenn að spyrja málþófsforkólfana með fullum þunga þegar þing kemur aftur saman og ólætin hefjast á ný. Eins og málin standa núna þarf pólitískt kraftaverk til að ekki taki við völdum stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að loknum næstu kosningum. Skyldi það verða hennar fyrsta verk að kippa þinginu úr sambandi? Það er hægt með aðgerðum sem þegar eru fyrir hendi í þingsköpum. Við þá iðju hlytu þeir án efa lof og prís reiðu mannanna sem myndu þyrpast í athugasemdadálkana og fagna því að loksins hafi tekist að klekkja á helv fjórflokknum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Að gefnu tilefni Hjálmrýr. Hafa vg og sf aldrei ástundað málþóf ? Heiðarlegt svar óskast.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 8.1.2013 kl. 15:39
Athyglisverður flötur sem þú veltir upp þarna. Mér hefur að vísu sýnst þetta vera aðalega sjálfstæðismenn (síðustu vikurnar) en hvað um það. Ef þeir eru að beita málþófi til að sýna hvað þingið sé léleg og áhrifslaus samkoma þá hefur þeim orðið nokkuð ágengt en eru náttúrulega um leið að bisast við að saga greinina sem þeir sitja á, sem hefur nú aldrei talist sérstaklega gáfulegt.
ps. En þó held ég að vísu, að málþófið hafi komist næst því að vera réttlætanlegt í Icesave málum!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 15:45
Vissulega hafa þessir flokkar stundað málþóf - en það málþóf sem nú viðgengst er af öðrum toga. Guðmundur J sem skrifaði greinina sem ég vitna í gerir grein fyrir því í fyrri hluta sinnar greinar. Það er mögulega einn af þáttunum í þessu máli að núverandi stjórnarflokkar hafa ekki beitt þingsköpum til að stöðva nýja málþófið vegna þess að þeir telja að það geti reynst þeim sjálfum hættuleg lendi þeir í stjórnarandstöðu.
En málþófið sem nú hefur verið í gangi er af öðrum toga en það sem áður var stundað. Lestu alla greinina í Fréttablaðinu 4. jan.
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.1.2013 kl. 15:45
Takk fyrir svarið.Fyrir mér er málþóf notað til að tefja mál og er þá sama hvaða mál það er og hver er með málþófið. Eitt svæsnasta dæmið um málþóf er frá árinu 1998 þegar Jóhanna Sigurðardóttir talaði stanslaust í 10 klst 8 mín og 33 sek um húsnæðismál.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 8.1.2013 kl. 16:48
þetta er rétt. það sem máli skiptir er hvernig þeir sjallar framkvæma málþofið.
Líka umhugsunarverð ábending varðandi 4. áratuginn og þá var beinlínis stefna öfgaafla að veikja lýðræðið og lýðræðislegar stofnanir.
Á þeim tíma voru það eiginlega bara jafnaðarmenn sem stóðu í lappirnar og voru raunsæir og skynsamir allan tíman. (í stuttu máli og einfaldað).
Staðreyndin er að framkoma sjalla undanfarin misseri er alveg skelfileg. Ruddaleg, frekjuleg og ósivilíseruð. Mun skömm þeirra uppi meðan land byggist sem vonlegt er.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.1.2013 kl. 17:59
Þú Ómar ert svo öfgafullur að þú ert ekki marktækur.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 8.1.2013 kl. 18:30
Sagan sýnir að jafnaðarmenn hafa yfirleitt rétt fyrir sér. Sem dæmi íslensku samhengi, að þeirra meginafstaða í flestum málum hefur sagan dæmt að hafa verið rétt og skynsöm.
þetta er merkilegt umhugsunarefni. Hafandi í huga að pólitík í lýðræðisþjóðfélögum byggir á að flokkar takist á um málefni og leiðir og mprg dæmi er um að flokkar hafi stokkið á hitt og þetta málið í lýðskrumsskyni - að í gegnum áratugina hefur sagan dæmt að Jafnaðarmenn hafa staðið í skynsamlegar og raunsæjar lappir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.1.2013 kl. 20:01
Mig minnir að Samfylkingin hafi verið mjög áfram um samræðustjórnmál. Ræða öll mál í þaula.
Nú þegar ríkisstjórnin hefur ekki, eða nauman meirihluta kvarta stjórnarsinnar yfir málþófi. Samræðurnar er fyrir bí.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2013 kl. 06:04
Á Íslandi búa bjánar sem elska að láta plata sig. Sumir eru svona góðhjartaðir vinstrimenn og aðrir business þenkjandi hægrimenn. Svo eru náttúrulega einhverjir þarna mitt á milli eða þykjast vera ópólitískir. En það skiptir engu máli hvað þú þykist vera og síðan hvað þú kýst. Alltaf er útkoman sú sama.
Ég kaus vinstri græna vegna þess að Steingrímur og Ögmundur lofuðu að ganga ekki í ESB. Stóðst það, NEI! Ég kaus einu sinni Sjálfstæðisflokkinn af því að hann lofaði að fara vel með skattpeningana mína. Stóðst það, NEI!
Það mætti halda að það væri sama klíkan eða fjölskyldan sem stjórnaði landinu. Þú mátt velja um Bjarna Ben, Björn Bjarna eða Valgerði Bjarna en útkoman verðu alltaf sú sama. Sukk, svínarí, spilling og arðrán. Verði þér að góðu.
Björn Heiðdal, 13.1.2013 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.