Tölum upp krónuna

kronanÍ dag ætla ég að „tala upp“ krónuna. 
En fyrst nokkra staðreyndir:
Sá sem tekur lán í íslenskum verðtryggðum krónum en fær sín laun í óverðtryggðum krónum tapar þegar hún fellur.
Sá sem tekur lán í íslenskum verðtryggðum krónum tapar þegar verðlag hækkar því vísitalan sem verðtryggingin miðast við hækkar.
Sá sem fær laun greidd í íslenskum krónum en tekur lán í erlendum gjaldmiðli (löglega) lendir í miklum hremmingum þegar krónan fellur.
Sá sem tekur óverðtryggt lán í íslenskum krónum þarf að borga hærri vexti vegna þess að krónan er óstöðugur gjaldmiðill.


Íslendingar framleiða fátt af því sem þeir nýta í sínu daglega lífi. Það er innflutt að mestu.
Lítið í kringum ykkur - hvað af því sem þið sjáið er framleitt hér? Og það sem er framleitt hér er oftast framleitt með innfluttum vélum og/eða hráefni. Þegar krónan fellur hækkar þetta allt og krónan í launaumslaginu rýrnar.


Krónan er svo erfið í meðförum að henni er nú skipt í flokka. Einn flokkur er hin venjulega króna sem ekki er hægt að nýta í neitt nema að borga laun. Annar flokkur er verðtryggða krónan. Sennilega einn sterkasti gjaldmiðill í heimi. Lánveitendur og lífeyrissjóðir hafa notað þessa krónu vegna þess að venjuleg króna er stórhættuleg eign.
Þriðji flokkurinn er svo sú króna sem erlendir kröfuhafa versla með um þessar mundir.
Verðtryggingin er afleiðing óstöðugs gjaldmiðils; krónunnar. Ef engin er verðbólgan þá er verðtryggingin óvirk. Óstöðuga sífallandi krónan er ein orsök verðbólgunnar og því fæðir hún verðbólguna sem síðan virkjar verðtrygginguna.
Íslenska krónan hefur fallið frá því að hún var tekinn upp sem gjaldmiðill og er ekki nema brotabrot af því sem hún áður var. Þó er búið að snyrta hana með því að taka af henni núll.

Lengi lifi íslenska krónan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband