29.3.2013 | 11:28
Vigdís og fátæka ekkjan
Nú hafa tvær konur í lýst því yfir að Íslendingar hafi ekki efni á að veita þróunarhjálp.
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, greiddi atkvæði gegn þróunarhjálp á Alþingi og sagði okkur ekki hafa efni á þessu. Ásgerður Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Ísland spyr hvernig getur jafn illa stödd þjóð og okkar hjálpað öðrum?
Ég er ekki kirkjurækinn og tel mig ekki vera kristinn. En í mínu uppeldi lærði ég þó eitt og annað af kristilegum dæmisögum. Vegna afstöðu Vigdísar og Ásgerðar kemur upp í hugann þessi saga af Jesú:
Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið. Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði. Og hann kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: ,,Sannlega segi ég yður, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir, er lögðu í fjárhirsluna. Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína. Mk. 12, 41-44
Fætæka ekkjan gaf af skorti sínum og því sýndi hún meiri kærleik en hinir auðugu.
Hvar skyldu Vigdís og Ásgerður hafa verið þegar þetta var lesið yfir þeim í kristnifræðslunni. Skyldu þær hafa skrópað þann daginn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:21 | Facebook
Athugasemdir
Það þarf ýtarlega útekt á allri þessari þróunaraðstoð,fullyrt er af þeim sem til þekkja,að aðeins 25-30% fjármunanna lendi hjá þeim bástöddu, norsk mynd þar sem þetta er fullyrt af norðmanni sem starfaði við þetta.Hin 75-70% fari í mútugreiðslur, skattfrjáls ofurlaun, og aðra spillingu.Eins og staðan er í dag í þessu þjóðfélagi eru ekki til fjámunir hjá almenningi með stökkbreytt verðtryggð lán til að setja í þetta, en fallega gert hjá þeim sem eru aflögufærir að styðja t.d. Rauðakrossinn og fl. hjálparstofnanir, og innlendar sömuleiðis.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 13:08
Hósíannah í hæstu hæðum. Sannarlega segi ég Yður, að í dag er á meðal okkar mikill spámaður.
Sjá, þú auma þjóð í Norðri, Týrus spámaður úr Heiðardalnum telur að fátæka ekkjan á Íslandi eigi að senda 200 milljónir króna á ári til Gaza, sem fara beint í vasa Hamas, sem hefði drepið Jesúm hefði hann lifað á okkar tímum.
Kannski væri meira vit í að fátæka ekkjan fái það sem stórbokkaháttur Íslendinga mylur í hryðjuverkaógnarstjórnir?
Svo bættu einum karli við þessar þvær aumu konur sem þora að segja sannleikann.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.3.2013 kl. 13:15
Skýtur það ekki svolítið skökku við, að Íslendingar séu að taka lán erlendis,upp á 25-35 miljarða til næstu 4 ára í þessa þróunaraðstoð, hjá sömu fjármálafyrirtækjunum, sem arðrændu þessar fátæku þjóðir,síðastliðna áratugi,svo sem afríkuríki, spyr sá sem ekki veit.Sammála Haldóri óháða útekt strax svo komist verði að því sanna.
Björn Sig. (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 13:22
Vigdís lýsti sig mótfallna HÆKKAÐRI þróunaraðstoð. Ekki þróunaraðstoð per se.
Mikill munur. DV sló hinsvegar upp fyrirsögninni ,,Vigdís á móti þróunaraðstoð", það sama gerir þú hér:
,,greiddi atkvæði gegn þróunarhjálp á Alþingi."
Annað í þessu: Einhver fullyrti um daginn (man ekki hver það var, Helgi Jóhann Hauksson? Finn ekki þessa aths. á Fjasinu) að stór - eða stærstur - hluti þessara 6 milljarða á ári færi til íslenskra háskóla, þessvegna væri mjög athyglisvert að vita nákvæmlega hvert þetta fé rennur, í stað einhvers tilfinningaþrungins áróðurs.
Veit það einhver hér?
Ekki misskilja mig samt (og helst ekki vísvitandi), við höfum vel efni á þróunaraðstoð.
En í hvað fara þessar háu upphæðir?
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 17:20
Hér er nú mikið af þessu:
http://www.iceida.is/utgefid-efni/
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 18:11
Halldór Carlsson
Það er ónákvæmi hjá mér eins og þú bendir réttilega á. En mergur málsins hjá mér eru orð Vigdísar og Ásgerðar um að við höfum ekki efni á að aðstoða fátæka vegna eigins ástands. Við erum 13. ríkasta þjóð heims og hér er velmegun hjá all flestum. Dæmisagan sem ég vitna til sýnir hjartahlýju sem fer ekki í manngreiningarálit og gefur þrátt fyrir fátækt. Þær vilja ekki gefa (eða gefa meira) þrátt fyrir ríkidæmi en ekki fátækt.
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.3.2013 kl. 18:29
Jamm, blessuð fátæka ekkjan, hún gaf mikið af litlu.
En það var þá. Núna hafa vinstrimenn tekið að sér að útdeila peningum annarra, líka fé fátækra ekkna, sjálfum sér til dýrðar. Þeir hafa uppgötvað sæluna við að gefa fé annarra. Og til viðbótar, þá hafa þeir líka fundið sér arðbæra búgrein, að sjá um að eyða því fé sem vinstrimenn gefa fyrir hönd fátækra ekkna. Sjá dýrðina í störfum Stefáns Jóns Hafsteins, Sighvats Björgvinssonar og annarra innmúraðra vinstrimanna.
Og sennilega sjá vinstrimenn rómantík í því, að við skulum eiga okkar fátæku ekkjur, og gefa fé þeirra. Ekki eru þeir mikið að hafa fyrir því að bæta hag þeirra, jafnvel þó við séum þetta rík.
Skyldi einhverntíma renna upp sá dagur, að vinstrimenn gefi eigið fé?
Hilmar (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 19:59
"The problem with socialism is that eventually you run out of other people's money".
Margaret Thatcher
Gleðilega páska.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 30.3.2013 kl. 04:58
Það er nefnilega það Hjálmtýr. Fátæka ekkjan fjármagnaði ekki sínar gjafir með lántökum á kostnað samborgaranna. Þeir eru sennilega margir íslendingarnir sem telja sig geta farið að fordæmi fátæku ekkjunnar, jafnvel þar með taldar þær Vigdís og Ásgerður. En til þess þarf að gera greinarmun á ríkinu og sjálfum sér.
Magnús Sigurðsson, 30.3.2013 kl. 05:56
Hilmar
Það má skilja á þínu innleggi að þú ert hægrimaður. Nú er það þannig að öll ráðstöfun á skatttekjum er „útdeiling á peningum annarra“ eins og þú nefnir. Allt skólakerfið er fjármagnað þannig og heilbrigðiskerfið líka. Og þá skiptir engu hvort það eru hægri eða vinstri stjórnir sem stýra. Afstaðan til þróunarhjálapr er í grundvallaratriðum þessi: telur þú rétt að þjóðir hjálpist að eftir getu? Einnig má spyrja: vilt þú að velferðarkerfi sé þannig uppbyggt að þeir sem eru aflögufærir borgi þannig að þeir sem eru t.d. bæklaðir (óvinnufæriri) lifi betra lífi? Eða: vilt þú að fé annarra sé notað þannig?
Ef þú telur það vera hægri-pólitík að takmarka útdeilingu á sameiginlegum sjóðum, eða hætta því, þá eru á réttri slóð.
Magnús
Vigdís og Ásgerður voru einmitt að fara gegn stefnu fátæku ekkjunnar: þær segjast vera blankar (þ.e. Íslendingar) og því eigi ekki að gefa.
Þær búa innan um 13. ríkustu þjóð heims.
Jóhann
Margater Thatcher ráðstafaði „others people money“, m.a. til heilbrigðismála. Svo telst það vara vera sósíalismi að styðja þróunarhjálp. Eða er það þín skoðun?
Hjálmtýr V Heiðdal, 30.3.2013 kl. 09:00
Svo telst það varla vera sósíalismi - leiðr.
Hjálmtýr V Heiðdal, 30.3.2013 kl. 09:02
Hjálmtýr, heldurðu að dæmisagan um fátæku ekkjuna væri til ef það hefði verið Rómarveldi sem skattlagði hana fyrir ölmusu gjöfinni?
Magnús Sigurðsson, 30.3.2013 kl. 09:31
Ég kom í stóra verslunarmiðstöð í Thailandi og sá þar stóa fatastanda í anddyrinu. Notuð föt í löngum röðum.
Aðspurður sagði innfæddur að Kambódíumenn væru að selja föt frá evrópskum hjálparstofnunum.
Ekki sá ég föt frá mér sem Rauði krossinn fékk í gáminn við Ánanaust.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.3.2013 kl. 09:57
Magnús
Eigum við ekki að halda okkur við afstöðu Vigdísar og Ásgerðar - prinsípinu í málinu. Fátæka ekkjan er til að öllum tímum.
Heimir
Það að einhver, á einhverjum stað og tíma, misnoti hluti segir ekki að allt sé ómögulegt. Ertu fylgjandi þróunaraðstoð undir eins góðu eftirliti og mögulegt er?
Hjálmtýr V Heiðdal, 30.3.2013 kl. 11:15
Prinsípiinu segirður Hjálmtýr, er ekki prísnípið það að stór hluti eyris ríkisreknu "ekkjurnar" fer í að fjármagna aflóga pólítíkusa?
Magnús Sigurðsson, 30.3.2013 kl. 11:52
Já Hjálmtýr það er pjúra socialismi sem Maggie var að gera.
Það er kallað socialismi þegar peningar eru teknir af skattgreiðanda og þeir eru gefnir einhverjum öðrum. Distribution of wealth.
In other words rob Peter to pay Paul.
Ef menn eru svona góðir í sér af hverju gefa þeir ekki sína eiginn peninga og láta annara manna peninga í friði?
Það er nefnilega svo oft að menn eru áfjáðir í að gefa annara manna peninga, en nískast með sína eiginn.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 30.3.2013 kl. 13:43
Magnús og Jóhann (!)
Það er gaman að skrifast á við ykkur en ekki gefandi.
Jóhann - sósíalisminn er þá að mestu búinn að yfirtaka heiminn ef þín skilgreining er rétt.
Magnús
Það fer peningur í allt sem ríkið tekur sér fyrir hendur. En þar sem þú hefur alveg mist af innihaldinu í því sem skrifaði um í upphafi þá segjum við þetta gott. Gleðilega páska.
Hjálmtýr V Heiðdal, 30.3.2013 kl. 14:09
Rétt hjá þér Hjálmtýr, hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er socialismin búinn að taka yfir heiminn.
Vigdís var ekki að segja nei við erlenda þróunaraðstoð, hún var að greiða atkvæði á móti hækkun á þróunaraðstoðini.
Ef þetta er svona mikið hitamál fyrir þig Hjálmtýr þá bara opna budduna þína og gefa allt sem þar er til þróunaraðstoðar erlendis.
Gleðilega páska Hjálmtýr minn.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 30.3.2013 kl. 14:29
Gleðilkega Páska Hjálmtýr.
Magnús Sigurðsson, 30.3.2013 kl. 14:38
Jamm Hjálmtýr, ég bjóst við dæmigerðu vinstrasvari, og fékk það. Sá sem er á móti "þróunaraðstoð" eins og hún er veitt, hlýtur að vera á móti skólum, heilbrigðisþjónustu og sparkar í fatlað fólk við hvert tækifæri.
Reyndar er það nú svo, að handónýtir stjórnmálamenn óttast svona stimpla eins og þið í öfgavinstrinu notið svo óspart. Ekkert er verra en að vera ásakaður um að hugsa ekki um börnin.
Þess vegna er engin umræða um það, að við skulum gera slæmt ástand í Arfríku verra, með því að senda þeim Stefán Jón Hafstein, Sighvat Björgvins og aðra vinstrimenn á jötunni.
Spurningin er bara, af hverju, mitt í þessu gjafmildi vinstrimanna á mitt fé, skuli þeir ekki hugsa um ekkjurnar hérna á Íslandi, sem eiga ekkert lengur til að gefa?
Látið mig og mitt fé vera, ég skal sjá um að styrkja ekkjurnar sem ég þekki, en get ekki styrkt vegna gjafmildi mér óskyldra.
Hilmar (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 15:00
Hilmar
Þú misskilur mig, ég set ekki samasem merki á milli þess að vera andstæður þróunarhjálp og styðja þar með ekki t.d. menntun og heilbrigðisþjónustu. Þú virðist vera afbrigði af stjórnleysinga eða fylgjandi s.k. öfga frjálslyndisstefnu. Það er greinilega fátt verra en „vinstrimenn“ í þínum bókum ogþig svíður í budduna vegna skattlagningar.
Aðstaða fyrir ekkjur, öryrkja ofl. sem geta átt undir högg að sækja, er mjög góð hér á landi. Og það er mikið til verk vinstrimanna að hafa barist fyrir réttindum þeirra í gegnum áratugina. Það er nefnilega grundvallarmunur á afstöðu, t.d. margra forystumanna Sjálfstæðisflokksins annarsvegar og jafnaðarmanna hinsvegar. Sjálfstæðismenn, margir hverjir, telja að það sé rétt að velferð „vorra minnstu bræðra“ sé háð gjafmildi góðra manna sem eiga eitthvað afgangs í buddunni og hafa nægilega stórt hjarta til að gefa. Þetta hefur komið fram hjá mörgum, t.d. Árna Sigfússyni. Jafnaðarmaður telur hinsvegar að það sé réttur hins bágstadda að lifa mannsæmandi lífi óháð hversu glaður og örlátur ríkimaðurinn er í dag. Og svo getum við rætt brauðmolakenningna í þesu sambandi, það er ein útgáfan af hægri pólitík sem t.d. Hannes Hólmsteinn predikar. Það er svo með ykkur hægrimenn að þið hafið ekki náð nægilegum þroska á vissum sviðum. Það að græða á daginn og grilla á kvöldin er nefnilega nokkuð upplýsandi.
Hjálmtýr V Heiðdal, 30.3.2013 kl. 15:49
Hjálmtýr, ég er mjög fylgjandi þróunaraðstoð og hef lagt af mörkum beint til fólks.
Margt sem ég hef séð hefur vakið mig til efasemda þegar um meðferð samskota er að ræða.
Allsstaðar eru milliliðir að maka krók sinn. Því miður.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.3.2013 kl. 16:56
Týri, hringdu, vantar smá pening fyrir næstu helgi. Aðrir mega lika styrkja mig. Margt smátt gerir eitt stórt sagði maðurinn með niðurgang.
Björn Heiðdal, 3.4.2013 kl. 09:04
Frændi sæll: Vantar bensín á nýja Audi Quadróinn?
Hjálmtýr V Heiðdal, 3.4.2013 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.