24.6.2013 | 16:24
Hringekja fjármagnsins?
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar, segir (á vef Viðskiptablaðsins) að skuldari húsnæðisláns taki á sig skell upp að einhverju marki en eins og í öllum samningum þegar verður forsendubrestur með þessum hætti og svona gríðarlegar breytingar frá því sem menn bjuggust við, þá er rétt að báðir aðilar beri það sameiginlega sem er utan við einhverjar eðlilegar væntingar.
Það merkilega er að báðir aðilar eru annars vegar skuldararnir og hinsvegar lífeyrisþegar (í gegnum lífeyrissjóðina) og skattgreiðendur (í gegnum ríkissjóð). Þetta er sem sagt fólkið (skuldarar) sem á að semja við fólkið (eigendur lífeyrissjóðanna sem eiga kröfurnar að stórum hluta) sem einnig greiðir skatta sem fara í ríkissjóð sem ber ábyrgð á Íbúðalánasjóði.
Ég fæ ekki betur séð en að hér eigi skuldarar að semja við sig sjálfa þar sem skuldarar eru yfirleitt bæði greiðendur í lífeyrissjóði og skattgreiðendur. Sirkushringekja Framsóknarflokksins?
Það merkilega er að báðir aðilar eru annars vegar skuldararnir og hinsvegar lífeyrisþegar (í gegnum lífeyrissjóðina) og skattgreiðendur (í gegnum ríkissjóð). Þetta er sem sagt fólkið (skuldarar) sem á að semja við fólkið (eigendur lífeyrissjóðanna sem eiga kröfurnar að stórum hluta) sem einnig greiðir skatta sem fara í ríkissjóð sem ber ábyrgð á Íbúðalánasjóði.
Ég fæ ekki betur séð en að hér eigi skuldarar að semja við sig sjálfa þar sem skuldarar eru yfirleitt bæði greiðendur í lífeyrissjóði og skattgreiðendur. Sirkushringekja Framsóknarflokksins?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.