3.7.2013 | 10:18
Skýrslur eru skemmtilegar
Forsetinn og núna forsætisráðherrann ræða gjarnan á tyllidögum um hinn merkilega kynstofn sem þeir stýra. Ekkert virðist þessari kappaþjóð ofviða. Þetta er ímyndin sem þessir skemmtikraftar bjóða uppá.
Svo eru gerðar skýrslur sem sýna að f
ramámenn menn þessarar þjóðar klúðra nánast öllu sem þeir eru kjörnir til og treyst fyrir. Þrátt fyrir augljósa vanhæfni eru klúðrararnir kjörnir á ný og þjóðin borgar.
Um helmingur kjósenda virðist ekki skilja þótt skelli í tönnum og gervigómum. Þeir fá væntanlega nýjan skammt af lofi í næstu tyllidagaræðu foringjanna.
Svo eru gerðar skýrslur sem sýna að f

Um helmingur kjósenda virðist ekki skilja þótt skelli í tönnum og gervigómum. Þeir fá væntanlega nýjan skammt af lofi í næstu tyllidagaræðu foringjanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú mátt náttúrlega ekki gleyma kjósendum V og S en þeir kjósendur er jafn sekir og aularnir sem merkja við B og D á kjörseðlinum. Góður vinur minn sem hefur starfað fyrir einn af fjórflokknum og verið nánast ómissandi í flokkstarfinu átti aldrei neinn séns að komast nálægt toppnum. Skýringin er einföld. Hann hefur alltof sjálfstæðar skoðanir og tilheyrir ekki réttu fjölskyldunni.
Er t.d. eitthvað vit í því að Thoroddsen fjölskyldan eigi stóran part af forystusveitum þriggja stærstu stjórnmálaflokka landsins. Er eitthvað vit í því að Thorsættin sé jafn vel tengd inni í Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn? Hvenær ætla kjósendur fjórflokksins að vakna og kjósa eitthvað annað.
Björn Heiðdal, 6.7.2013 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.