20.8.2008 | 21:10
Kvikmyndahátíð
Á föstudag hefst Heimilda- og stuttmyndahátíð í Reykjavík - Reykjavik Shorts&Docs í Austurbæjarbíói. Sem stofnandi þessarar hátíðar árið 2001 er ég mjög ánægður með það starf sem arftakar mínir hafa unnið að undanförnu. Á dagskránni er fjöldi kvikmynda sem hafa unnið til verðlauna víða um heim. Það ætti enginn áhugamaður um góðar kvikmyndir að láta þessa hátíð framhjá sér fara. Á heimasíðunni www.shortdocs.info er hægt að sjá alla daqskrána.Það er mjög skemmtilegt að sjá að gamla Austurbæjarbíó rísa úr öskustónni. Bíóið er tilvalið fyrir sýningar á margskonar kvikmyndum sem kvikmyndahús borgarinnar sýna yfirleitt ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gaman af þessu. Ef ég væri heima myndi ég kíkja. Gengur betur næst. Ekki vissi ég að þú hefðir sett þetta í gang. Til hamingju með það. Það hlýtur að vera gaman að sjá "barnið" sitt vaxa svona og dafna, því þetta er orðin þekkt keppni. Fólk hér í Hollandi hefur verið að minnast á hana.
Svo vissi ég ekki að Austurbæjarbíó væri ennþá að. Átti ekki að rífa það, eða er ég að rugla því saman við Stjörnubíó sem var rifið?
Villi Asgeirsson, 21.8.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.