„við viljum jú öll komast að völdum“

Fyrisögnin er tilvitnun í Hönnu Birnu, næsta borgarstjóra.

Ég hlustaði á Kastljósviðtal Helga Seljan við Hönnu Birnu þ. 15. ágúst. Ég er að leita að raunverulegum ástæðum þess að Sjálfstæðismenn mynduðu meirihluta með Ólafi F og ennfremur hvers vegna þeir slitu samstarfinu eftir 203 daga.
Hanna Birna sagði í Kastljósi að hún hafi verið ósátt við það hversu málefnasamningur þeirra hafi verið Sjálfstæðismönnum óhagstæður og sem slíkur verið mistök. „Það á ekki að mynda meirihluta nema menn séu sáttir við það“ sagði hún. En „Ég greiddi þessu atkvæði“ viðurkennir hún.
Helgi Seljan: „Sömduð þið ekki af ykkur?
Hanna Birna: Nei ég vil ekki segja það.“ Satt og rétt, þau vissu vel hvað þau voru að gera, samningurinn skipti engu máli - það voru völdin sem skiptu öllu.

Lokaorð Hönnu Birnu segja allt sem segja þarf: „þegar þetta (að mynda meirihluta með Ólafi F) var gert þá voru það ekki mistök.“
Ekki mistök en samt mistök? Í raun hvorugt. Þetta var kaldrifjað valdatafl.
Hún er í rauninni að segja það að sókn Sjálfstæðismanna í völdin hafi verið svo mikil að þeir hafi gert samning sem gat ekki staðist og gátu þar af leiðandi aldrei staðið við. Og ætluðu ekki að gera það. Tilgangurinn var eingöngu sá að koma flokknum aftur til valda í borginni. Ólafur F var bara peð í valdataflinu. Hann segir nú að hann var gabbaður. Maður sem var hrakinn úr Sjálfstæðisflokknum, beinlínis púaður úr ræðustól, lét gabba sig með málefnasamningi sem var að ¾ hans stefnumál. Of gott til að vera satt. Blekkingarleikurinn náði fram að ganga. Og nú er málið komið á endastöð: Hanna Birna: „Ég vildi vinna áfram með Framsóknarflokknum. Það var öflugt, gott og traust samstarf“. Mistökin í REI-málinu afgreidd, Ólafi F hent út eins og notuðum snítuklút og Óskar gengur inn. Og Morgunblaðið slær upp forsíðu í fyrirsögn: „Komin heilan hring“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér fannst þetta sérkennilegt á sínum tíma, flokknum blæddi og blæðir enn fyrir þessa hegðun.

það sem ég hjó eftir þegar þetta gerðist var að þá hafði nýverið fallið dómur um að sala á hitaveitu suðurnesja til einkaaðila (erlendra?) væri að hluta eða einhverju leiti lögleg, og strax eftir það virðist Vilhjálmur hafa fengið boð um að komast til valda á ný, hvað sem það kostaði

Gullvagninn (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sumir virðast horfa meira í völdin, en málefnin.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.8.2008 kl. 17:24

3 identicon

Það er rétt hjá þér Guðrún Þóra að sumir horfa meira á völdin en málefnin. Þannig var það einmitt með Tjarnarkvartettinn, þar var eingöngu hugsað um völd en ekki málefni, enda kom á daginn að sú valdaklíka sat í hundrað daga og allann tíman var verið að reyna að mynda sameiginlegan málefnasamning en það tókst ekki því sprakk sá meirihluti, enda vonlaust að Vinstri grænir gætu nokkurn tíman náð saman við Framsókn hvað þá heldur Ólaf F. Þetta var auðvitað borðleggjandi strax í upphafi. En þessi reynsla var okkur Reykvíkingum dýrkeypt.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Gúðrún það eru ekki sumir heldur allir pólitíkusar sem horfa á völd en ekki málefni.

Einar Þór Strand, 18.8.2008 kl. 00:48

5 identicon

Ég held að raunvörulegar ástæður fyrir myndun meirihluta D og F séu að finna þegar maður skoðar söguna aðeins. Þegar D listinn missti stjórn borgarinnar til R listans hafði sá fyrrnefndi verið kjölfestan í stjórn borgarinnar í langan tíma og í raun lengur en margir kærðu sig um að muna. Þetta var nokkuð áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn jafnvel þó flestir stuðningsmanna hans teldu að “glundroðastjórn” vinstri flokkanna eins og hún var jafnan kölluð yrði ekki langlíf og nú þyrfti bara að safna kröftum og vera tilbúnir til að taka aftur við völdum að fjórum árum liðnum.
En öllum að óvörum og kannski ekki síst vinstri mönnum sjálfum gekk þetta samstarf bærilega og valdatíðin stóð í 12 ár!!!  Svo langur tími frá völdum var náttúrulega hreint svartnætti fyrir Sjálfstæðismenn og þess vegna var það mikill léttir þegar R listinn var leystur upp og D listinn eygði möguleika á ný.
Nú getur fólk rétt ýmindað sér gleðina og léttinn sem fylgir því að ná völdum á ný eftri þessa eilífð (12 ár) og ekki síður vonbrigðin sem fylgdu því að missa völdin skömmu síðar á nýhöfnu kjörtímabili.  Og þarna er komin raunvöruleg ástæða þess að meirihluti var myndaður með F listanum þ.e.a.s. örvænting.  Stjórnarslitin eru síðan rökréttar afleiðingar af örvæntingafullum ákvörðunum sem flestir sáu reyndar fyrir, nema kannski þeir sem tóku þessar ákvarðanir.
Að ráðast svona að sjúkum manni og leiða hann til valda með gylliboðum er einhver ljótasti leikur sem leikinn hefur verið í íslenskum stjórnmálum.
Hitt er svo annað mál að núverandi meirihluti í borginni er líklegast skásti kosturinn í stöðunni, a.m.k. sé ég ekki annan betri.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband