18.10.2008 | 10:05
Hengjum bakarann fyrst og smiðinn svo
Í skrifum margra einstaklinga sem tjá sig á blogginu og víðar hefur birst mikil andúð á múslimum. Þeir eru taldir óalandi og óferjandi sökum þess að þeir eiga sér trúbræður sem hafa staðið fyrir hryðjuverkim á alþjóðavettvangi. Nýjasta dæmið hér á landi er umræðan sem varð þegar var verið að undirbúa komu palestínsku flóttamannanna til Akraness. Nú geta menn sett sig í spor hins venjulega múslima sem á ekkert sameiginlegt með hryðjuverkamönnum nema trú eða þjóðerni.
Bresk stjórnvöld hafa beitt lögum um hryðjuverkastarfsemi gegn íslenskum aðilum. Danskir kaupmenn hafa gert Íslendinga brottræka úr verslunum og jafnvel klippt sundur lögleg og fullgild kreditkort þeirra. Breskur kvenmaður neitar að leigja í sama húsi og Íslendingur og fleiri sögur hafa borist um misgjörðir gegn löndum okkar. Það er ekki nema örlítið brot Íslendinga sem hefur stundað þau viðskipti sem hafa leitt þessa óáran yfir okkur. En illa upplýst og þröngsýnt fólk á Íslandi og um allan heiminn er alltaf eins. Því er tamt að beina reiði sinni gegn röngum aðila. Sumir þekkja ekki bakara frá smið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Facebook
Athugasemdir
Við höfgum gott af þessu, því svona komum við fram við marga og fáum nú að kynnast því hvernig er að vera í slíkri stöðu.
Jakob Falur Kristinsson, 18.10.2008 kl. 10:25
Ég hugsaði nákvæmlega þetta....mér varð hugsað til íslenskrar konu sem er búsett í Bretlandi og skrifaði um tíma á moggabloggi, hún virðist setja alla múslima undir einn hatt.....og nú er gerður aðsúgur að henni og heimili hennar, hún er dæmd fyrir gerðir örfárra íslendinga..... sem sagt fær að kenna á eigin viðhorfum....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.10.2008 kl. 13:36
ég fékk einusinni orm á brauðinu mínu. hengjum bakara!
hryssa (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:40
hryssa: láttu duga að hengja orminn, það er öllum sama um hann.
Magnús Jónsson, 18.10.2008 kl. 23:46
Þarft að vekja athygli á þessu sjónarhorni.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 00:50
Tja, var ekki Ísland eitt af þeim löndum sem studdi "war on terror" ... það er nú bara sanngjarnt að þeir fái sjálfir þá meðferð sem þeim þótti vert að veita öðrum... og ef ég væri spurður sem ekki verður, fengjuð þið að kenna á því í 15 ár, að fá skít og skammir sem þið hafið ekki einu sinni unnið til og síðan ekki krónu fyrir. En svo er nú komið, að þið munuð fá betri meðferð þegar á botninn er hvolft, en þið eigið skilið. Saklaust fólk hefur fengið líf sitt lagt í rúst, og það er ekkert grín ... nema lagt sé í spaugstofuna.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 08:36
Það verður að gera mun á íslam og islamistum.
Ragnar L Benediktsson, 23.10.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.