Klúður á klúður ofan!

LogoicesaveNú vitum við hvað Árni Matt sagði við Darling. Við sáum Davíð brillera í Kastljósi og nú vitum við hvað fundur Björgvins viðskiptaráðherra með Darling 2. sept. snérist um.  Nú vitum við líka að Björgólfur telur að atlagan að Glitni (sem Davíð stjórnaði) var gerð án þess að hugsa um afleiðingarnar. Það vantaði aðeins viku til að klára málin. Og það voru a.m.k. 15 dagar til stefnu! Glitnir var tappinn sem var tekin úr án þess að þessir amatörar hugsuðu um afleiðingarnar. Það sýnir alvöruleysi stjórnmálamannanna að alltaf skulu vera settir afdankaðir stjórnmálamenn í sæti seðlabankastjóra. Er einhver búinn að gleyma Finni Ingólfs? Og svo þegar á reynir á þá á Seðlabankinn að vera hið trausta bjarg sem stendur gegnum þykkt og þunnt. En hvað hafa frjálshyggjuamatörarnir gert? Sett hann í hendur manna sem kunnu ekki til verka.

Kastljósviðtal Sigmars við Geir forsætisráðherra leiddi í ljós að Geir tekur ekki í mál að víkja Davíð úr stól seðlabankastjóra. Mikill meirihluti Íslendinga er búinn að missa trúna á stjórn Seðlabankans. Útlendir sérfræðingar telja að stórfelld mistök hafa verið gerð undir stjórn Davíðs. Það blasa við mistök og klúður. Hver ber ábyrgðina? Geir veit sem er að hann er jafn sekur Davíð. Þeir stjórnuðu upphafinu með einkavæðingunni sem var eitt stórt slys eins og það var útfært. Geir ætlar að sitja áfram og þess vegna getur hann ekki stuggað við Davíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég held að Davíð hafi ekki verið að klúðra neinu.  Hann vissi alveg nákvæmlega hvað þurfti til að koma íslenska bankakerfinu á hliðina.  Hann er atkitekinn af hruninu og sá sem sá til þess að IMF þurfti að koma okkur til aðstoðar.  Ekki láta ykkur detta neitt annað í hug þrátt fyrir ummæli Davíðs um allt annð.

Björn Heiðdal, 26.10.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband