Hvað gerir Sjónvarpið?

kreppan bannerNú hefur þjóðfélagið verið á öðrum endanum í tæpan mánuð. Hér starfar öflugur miðill sem nefnist Ríkisútvarp ohf og ein deild þess heitir Sjónvarpið. Í lögum um þetta ohf segir að fyrirtækinu beri:  „Að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag“. Hvers vegna hefur Sjónvarpið ekki enn komið upp þjóðarvettvangi í sjónvarpssal þar sem almenningur, sérfræðingar og stjórnmálamenn sitja augliti til auglitis og ræða málin - daglega? Þetta tíðkast meðal allra lýðræðisþjóða. Nú hefur það borist út að hópur einstaklinga ætlar að leigja Iðnó til þess að setja upp þennan þjóðarvettvang. En Sjónvarpið sýnir bara sömu andlitin í Silfri Egils, stúdíó-dillibossasýningar og erlent léttmeti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er bara verið að ljúga að þér, aftur og aftur.  Veröld sem var er ekki lengur og fólk skilur ekki hvað er að gerast.  Maður fléttir Mogganum og viti menn endalaus ESB áróður á öllum síðum.  Til að toppa leiðindin er Sigmundi hent í ruslið og einhver fengin sem kann ekki að teikna.  Hjá RÚV er búið að henda gömlu fréttakommunum út um gluggann.  Nú eru bara sendar út fréttatilkynningar frá stjórnarflokkunum og ein og ein Framsóknarfrétt.  Ekkert um t.d. mótmælinn í gær á vefnum hjá RÚV.  Tvenn mótmæli, eitt egg og brendur fáni og ekki dauður stafur eða svört mynd hjá www.ruv.is.

Djókið í þessum mótmælum er að Jón Baldvin af öllum og dóttir hans stóðu fyrir þeim.  Jón Baldvin ætlar að vera leiðtogi grasrótarinnar á móti kerfinu.  Helvíti góður brandari svo ekki sé meira sagt.  Kallinn er á kafi í þessari óhæfu sem heitir íslensk stjórnmál.  Hann er sá sem vill opna allt og taka upp stefnuskrá IMF í staðin fyrir íslensku stjórnaskránna.  Hann er maðurinn sem vill skríða á bakinu til Sarkozy Evrópuforseta.  Fá að kúra í fanginu hjá kauða meðan hann geldir íslensku þjóðina.  Jón Baldvin vill bara það sama og Geir, Davíð, Ingibjörg og Björn Bjarnason.  Gera íslenskan almenning að skuldaþrælum erlendra auðhringja.  

Björn Heiðdal, 26.10.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Reiður frændi?

Hjálmtýr V Heiðdal, 26.10.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Borga borga, til hamingju.

Björn Heiðdal, 26.10.2008 kl. 19:44

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góð uppástunga Hjálmtýr. Hægt væri að hafa svona þátt einu sinni í viku í sjónvarpssal. Pallborðsumræður með þátttöku stjórnmálamanna, athafnamanna og almennings.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 20:26

5 identicon

Mér finnst þú sneiða ómaklega að mér á heimasíðu þinni.

Ég bendi til dæmis á að menn eins og Þorvaldur Gylfason og Ragnar Önundarson voru hvergi í sjónvarpi nema hjá mér fyrir hrunið.

Í dag bauð ég upp á viðtal við Jóhannes Björn, einn skarpasta greinanda sem ég hef lesið eða hlustað á.

Hann var að koma í sjónvarp í annað skipti á ævinni, í fyrra skiptið var líka hjá mér - og þá spáði hann þessum ósköpum.

Viðtal mitt við Jóhannes var 25 mínútur.

Í síðustu þáttum hafa líka verið að koma fram menn sem fáir þekkja deili á, menn sem hafa aldrei tjáð sig um pólitík í sjónvarpi: Úlfar Erlingsson, Guðmundur Auðunsson, Gunnar Sigurðsson.

Í næsta þátt kemur maður að nafni Sveinn Valfells, hann hefur aldrei verið í svona umræðu hér heima.

Þetta útilokar ekki að sjónvarpið geti tekið á málum með öðrum hætti, en ég hef fjárveitingu til að gera þennan þátt með þessu lagi, einu sinni í viku. Og ég held að hann sé býsna lifandi vettvangur.  

Egill (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:05

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Egill

Vissulega hefur þú komið með fína þætti og þú ert ljósið í þessu öllu. En mér finnst Illugi koma einum of oft - þetta er svona tilfining sem ég fæ. Ekkert vísindalegt. Ég er að kalla eftir svona forumi. Virkilega kröftugum umræðum. Hvernig heldur þú að það verði með Iðnó á morgun? Munu einhverjir pólitíkusar mæta. Verða aðstanednur nægilega sterkir til að halda utan um þetta? Mun Arnþrúður Karls yfirtaka sýninguna? Mér fannst hún ömurleg á tröppum Ráðherrabústaðarins.

Hjálmtýr V Heiðdal, 26.10.2008 kl. 22:52

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

tek undir þetta. ótrúlega lítill miðill núna RÚV.  Það er meira segja þannig að þó þeír þættir sem eru að fjalla um ástandið eins og silfur egils nota sömu viðmælendur og áður t.d. Pétur Blöndal og Eddu Rós o.fl. o.fl.

Fínt reyndar að fá þennan Jóhannes Björn í seinasta þætti hjá Agli.

nú eru hamfarir. Hvar er hamfaravaktin eins og tvíburarnir í Vestmannaeyjagosinu? Það voru daglegir þættir f. vestmanneyinga sem allir fylgdust með.

svo er vefur Rúv þannig að ég sem hlusta yfirleitt á þetta eftirá finn aldrei neitt. Mjög lítt aðgengilegt

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 27.10.2008 kl. 05:19

8 identicon

Eins og aðrir er ég pínd til að kaupa áskrift af ruv, þ.e. áskrift af kvöldfréttunum og stundum kastljósi,hætt að nenna að horfa á Spaugstofuna , bíómyndir helgarinnar eru yfirleitt gamlar videomyndir sem ég er búin að sjá. Silfur Egils er hægt að sjá á netinu þegar maður vill. Rúv sjónvarpið er bara ekki aðlaðandi miðill, Fréttir og kastljós er yfirleitt frekar kurteist, fréttamenn reyna að koma að einhverjum spurningum sem mættu vera beinskeyttari, æ, veit ekki. Nota frekar netið til að fá upplýsingar um hvað er að gerast á Íslandi og erlendis. Auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður.

NínaS (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 06:05

9 identicon

Jú og svo kom til mín ekki minni maður en þinn gamli félagi Kristján Guðlaugsson!

Egill (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 10:26

10 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

ég bloggaði um það:

Það gladdi mitt gamla maóistahjarta að sjá gamla foringjann Kristján Guðlaugsson í Silfri Egils. Nú eru tveir fyrrv. trotskyistar og tveir fyrrv. maóistiar hagfræðiráðgjafar á æðstu stöðum. Og Kristján kominn í Silfrið. Róttæklingarnir eru komnir uppá dekk. Þetta eru skrítnir og skemmtilegir tímar. Pétur Blöndal er nokkuð frakkur að rukka Kristján um lausnir á efnahagsvandanum - í beinni útsendingu. Hann er á launum sem nema sennilega rúmum 700þús kr. við það að stýra landinu. Svo heimtar hann lausnir hjá „manni utan úr bæ“. Egill Helgason benti réttilega á að ósköpin sem nú dynja yfir komu á þeim tíma sem Pétur átti að standa vaktina. Og svo má ekki ræða um það hverjir bera ábyrgðina - fortíðin vekur ekki áhuga sumra. En fólkið sem var ekki í veislunni er nú kallað til - allir saman nú syngja pólitíkusarnir - þegar það þarf að hreinsa upp og borga reikningana.

Hjálmtýr V Heiðdal, 27.10.2008 kl. 10:31

11 Smámynd: SM

Þeim á sjónvarpinu finnst kannski óþægilegt að stugga við ráðamönnum... Líður þessi kreppa ekki bara hjá einsog annað????

SM, 27.10.2008 kl. 10:53

12 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sjónvarpið sýndi það í fyrri stóra Suðurlandsskjálftanum 200 ef ég man rétt, að það sem öryggistæki er brandari. Meðan á öllu gekk var bara sýndur landsleikur milli þjóðverja og englendinga. Smábofs í fréttayfirliti. Það þarf að hreinsa til þarna alveg eins og í Seðlabankanum og ríkisstjórn.

Ævar Rafn Kjartansson, 27.10.2008 kl. 12:25

13 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Já það má segja að þeir standi sig ekki á hamfaravaktinni. Þetta eru efnahagshamfarir sem við upplifum núna. Útvarpið hefur staðið sig vel en Sjónvarpið þyngra í vöfum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 27.10.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband