Frábær grein eftir Njörð P. Njarðvík

NPNÍ dag birtist grein eftir Njörð P. Njarðvík í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni: Til hvers er Alþingi? Njörður setur fram eftirfarandi fullyrðingar og spurningu í upphafi greinarinnar:

„Ísland er ekki lýðveldi. Ísland er flokksveldi. Íslenska þjóðin býr ekki við þingræði. Hún býr við flokksræði - þegar best lætur. Dags daglega býr hún við ráðherravald og ofríki fárra forystumanna í stjórnmálaflokkum. Og það sem verra er: íslensk þjóð er ekki lengur sjálfstæð og frjáls. Eins og Göran Persson sagði á dögunum: skuldugur maður er ekki frjáls. Frelsi krefst fjárhagslegs sjálfstæðis. Íslenska þjóðin er svo rígbundin í skuldafjötra að hún getur sig varla hrært. Ábyrgð á því ber ríkisstjórnin - og endanlega Alþingi. Þess vegna er nú óhjákvæmilegt að varpa fram þessari spurningu: Til hvers er Alþingi? Til hvers kjósum við þing?“

Umfjöllunarefni Njarðar P. Njarðvík er eitt mikilvægasta málið sem þarf að leysa úr ef þjóðinn vill eignast „Nýtt Ísland“. Hér kristallast uppgjörðið við flokksræðið sem hér hefur ríkt í áratugi og náði hámarki í stjórnartíð Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þessir tveir arftakar helmingaskiptareglunnar komu upp grimmu foringjaveldi innan flokka sinna. Og nú uppskera þeir eins og til var sáð: báðir flokkarnir hafa misst mikið af sínum styrk. Þjóðin leitar útgöngu, burt frá spillingarflokkunum. En hvert getur hún leitað? Er til er forystuafl sem kemur með skýrar línur: uppgjör við flokksræðið og endurreisn Alþingis.

Ég hvet alla til að lesa  grein Njarðar P. Njarðvík. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Sammála þér umgóða grein Njarðar.Hann skilgreinir vel hvernig flokksvaldið yfir tekur þingræðið og jafnframt að þjóðin sé ekki lengur frjáls og sjálfstæð.Framkvæmdavaldið hefur stórlega lamað löggjafarvaldið,þetta kemur glökkt fram nú í bankakreppunni,þar sem bæði Seðalbanki og Fjármálaeftirlitið hafa algjörlega brugðist starfsskyldu sinni og það hafa undanfarnar og núverandi ríkisstjórnir líka gert.

Kristján Pétursson, 21.12.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála ykkur báðum. Og þessi grein hans Njarðar er fyrst og fremst góð vegna þess að hann er yfirburðamaður sem flestir taka mark á. Þetta ástand sem hann lýsir er hinsvegar ekkert sem ætti að verða okkur opinberun. Við höfum allir horft á þetta ástand þróast og svo virðist sem öllum finnist það eittvað ámóta og lægðirnar sunnan úr Atlantshafi sem koma og fara án þess að neinn fái rönd við reist.

Við urðum þess áskynja einn dag í haust að íslenska banka- og þar með fjáomálakerfi var hrunið með þeim ógnarafleiðingum að öll þjóðin var orðin að bónbjargamönnum. Hver voru fyrstu viðbrögð Alþingis og ríkistjórnar? Jú það var haft hratt á hæli og bankarnir yfirteknir af ríkinu. Síðan voru skipaðar skilanefndir og þar fór ekki milli mála að í þær var skipað með það að tilgangi að stöðva allar hlutlægar rannsóknir á viðskiptum meðan fyrri eigendur væru að koma erfiðum viðskiptum í hvarf. Hvar hefðu svona vinnubrögð verið viðhöfð annarsstaðar í vestrænu ríki? Og ég svara: Þetta hefði hvergi verið boðið upp á nema hér. Ég hafði fram að þessu trú á að Samfylkingin léti ekki tengja sig við svona vinnubrögð en þar virðist ríkja full sátt við fésýsluóþverrann- því miður.

Þetta ástand er óþolandi, niðurlægjandi og það sem verra er; pólitíkusarnir á Íslandi líta á þetta sem normalástand- allir með tölu, eða næstum því.

"Og það hefur enginn verið rekinn og enginn sagt af sér" sagði hinn danski bankamaður Christiensen, þegar hann gerði úttektina á íslenska fjármálaklúðrinu núna á dögunum. Og virtist reynda vera svolítið undrandi á því.  

Árni Gunnarsson, 21.12.2008 kl. 19:27

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Algerlega sammála. Síðan Halldór og Davíð tóku völdin hefur ríkt tveggja manna einræði á Íslandi. Árangurinn liggur nú fyrir.

Þórir Kjartansson, 22.12.2008 kl. 08:34

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka ábendinguna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.12.2008 kl. 17:26

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef heyrt fólk tala um að þetta sé góð grein. Hvet alla til að lesa hana!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.12.2008 kl. 23:22

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Sem einstaklega gáfaður og vel upplýstur einstaklingur langar mig að fetta fingur í þetta mál.  Hjálmtýr nokkur Heiðdal er góð sál sem vill öllum vel og íslensku þjóðinni líka.  En þegar hann spyr hver getur endurreist Alþingi og losað okkur við spillinguna hefur hann svarið þeirri spurningu áður.  Hann segir ESB.  ESB er þetta afl sem á að frelsa okkur undan hinu illa. 

Mig langar að spyrja á móti.  Hvernig endurreisir ESB Alþingi og hvernig læknar það spillinguna?  ESB gerir Alþingi ósjálfstæðara ef það er þá hægt og hrossakaup stórþjóða eru alltaf á kostnað annara!

Björn Heiðdal, 23.12.2008 kl. 23:12

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Hvaða bull er þetta Björn frændi. ESB hefur ekkert að gera með spillingarbaslið hér á skerinu. Ég sé ESB ekki sem leið út úr spillingarfeninu. Við verðum að gera þetta af eigin rammleik. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfri. Og ESB gerir eins og guðinn - þú verður að sanna þig góurinn áður en þú gengur inn um port himnaríkis. ESB bjargar ekki Alþingi frfá eigin aumingjaskap. Ég veit að þú sem skynsamur maður munt fagna þegar þar að kemur. En nú verður þú að treysta mér - eldri og reyndari manninum - ég mun leiða þig inn í sæluna og hjálpa þér að skilja það sem er ofar þínum. Svo verðum við að fara að sjá Taken. Áður en þú verður taken af ESB bakteríunni. Því eftir það getum við ekki kýtt um það mál. Og við erum sammála um Ísraelsgangsterana og fleiri gangstera. Og aðra stera.

Hjálmtýr V Heiðdal, 24.12.2008 kl. 00:41

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Afhverju tala stuðningsmenn ESB um inngöngu Íslands eins og orðin hlut?  Er búið að segja ykkur að þetta sé búið og gert.  Á þjóðin ekki að eiga síðasta orðið og hefur meirihlutinn alltaf rétt fyrir sér

En hvað um það þá getur ekki verið rétt að senda þjóðina á líkbörunum aðra leið til Brussels.  Það bara getur ekki verið gott fyrir mig eða þig að hafa allt í hers höndum eða kannski í gini fjandans.  Með Ingibjörgu og Davíð hlæjandi sig máttlausa af heimsku almúgans.  Með Jón Ásgeir og Björgúlf dælandi peningum í rétta vasa og Hannes Hólmsteinn boðandi fagnaðarerindið með beran bossann.  Síðan eru ráðherrar og forstjórar eftirlitsstofnanna með troðfulla vasa af peningum á leiðinni til heitari landa, aðra leið.

Mútur og spilling heitir þetta á útlensku.  Á íslensku heitir þetta lítið samfélag og kemur þér ekki við! 

Björn Heiðdal, 25.12.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband