7.1.2009 | 17:39
Stöðvið fjöldamorðin á íbúum Gaza!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- ak72
- skarfur
- skagstrendingur
- formosus
- baldher
- baldurkr
- benjaminkari
- birgitta
- heiddal
- gisgis
- gattin
- diesel
- eskil
- evabenz
- ea
- killjoker
- gretarogoskar
- graenaloppan
- gudni-is
- lucas
- sverrirth
- gudr
- hehau
- hildurhelgas
- snjolfur
- himmalingur
- minos
- hordurt
- ingimundur
- kulan
- jakobk
- kreppan
- ravenyonaz
- jon-dan
- kiza
- kjarri
- leifur
- krissi46
- kikka
- ladyelin
- larahanna
- ludvikjuliusson
- manisvans
- olimikka
- olii
- hugarstrid
- skari60
- ragnarb
- runarsv
- runirokk
- semaspeaks
- siggi-hrellir
- sigsaem
- siggisig
- sigurgeirorri
- must
- svalaj
- svanurg
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- vga
- ylfamist
- hallormur
- bergen
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 204983
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Getur þú, Hjalmtýr, ekki stöðvað miskanotkun skóla Sameinuðu Þjóðanna á Gaza til eldflaugaárása? Hringt í vini þína og beðið þá um að hætta að brjóta alþjóðarlög og taka fólk í gíslingu.
Hamas hefur svarið og sárt við lagt, og vinir þeirra votta, að skólar og sjúkrahús séu ekki misnotuð á Gaza. Nú sérðu hvað er að gerast. Danski utanríkisráðherrann sem í gær vildi skamma Ísrael fyrir að hafa eyðilagt læknabíla sem Danir gáfu Hamas. Á morgun verður hann að skýra af hverju Hamas skýtur flugskeytum frá skólum.
AP greindi frá því að vitni hafi greint frá því að verið væri að skjóta frá lóð skólans. Ísraelsmenn hafa í dag birt upptökur af eldflaugaskotum frá þessum skóla í fyrra.
Sjá hér
Stöðvaðu glæpi Hamas, áður en þú vilt stöðva eitthvað sem Hamas hefur neitað að stöðva í dag. Hamas vill ekki vopnahlé!
Vilt þú ekki vopnahlé heldur, Heiðdal????
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.1.2009 kl. 18:48
Bíddu aldeilis við. Þú segir okkur trúa áróðrinum frá Hamas, og eigum við að trúa áróðrinum frá Jerusalem Post? Trúir þú t.d. ekki norska lækninum sem hefur verið að segja frá og senda myndir? Lýgur hann líka? Er hann á mála hjá Hamas?
Þorgrímur Gestsson, 7.1.2009 kl. 22:15
Eftir því sem Vilhjálmi gengur verr að verja óverjandi málstað, hrakar siðferði hans og viðbjóðurinn frá honum eykst. Hann vermir nú botninn í bloggheimum. Hann er af sama kaliber og Ástþór nokkur Magnússon, þó þeir séu ekki að verja sama málstaðinn. Lesið skrif Vilhjálms um Ólaf Mixa, Jón Orm og norska lækninn.
Nú er ég ábyggilega orðinn gyðingahatari, nasisti og stuðningsmaður Hamas og eitthvað meira, eins og allir sem ekki taka undir með honum!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 01:11
Þakka þér fyrir auglýsinguna, Svavar. Ég hef góðan málstað og samvisku og þarf ekki að vera með svínslegar persónuárásir eins og þú og hann Ástþór, sem líka styður Hamas. Mér sýnist nú að málstaður minn sé nokkuð betri en þeirra sem styðja hryðjuverkasamtök sem nota börn í baráttu sinni. Ólaf Mixa og Jón Orm var ég að að leiðrétta og gagnrýna fyrir óundirbyggðar yfirlýsingar og í tilfelli Ólafs Mixa var það lögbrot, og þeir sem telja mig ljúga því sem ég set fram um þá kappa, ættu að tjá sig um það á bloggi mínu og færa fyrir því rök, en ekki vera með dylgjur og óþverraskap.
Þorgrímur Gestsson, Jerusalem Post er virt dagblað, sem er lesið af milljónum manna um heim allan. Það er reginmunur á upplýsingum Jerusalem Posts og áróðri Hamas. Jerusalem Report, sem er gefið út af Jerusalem Post keðjunni er með fleiri greinar um velferðarmál Palestínumanna en nokkur málgögn Hamas, sem fyrst og fremst eru með stór orð um yfirtöku Ísraels, utrýmingu gyðinga og yfirtöku heimsins. Kynntu þér þetta betur!
Mads Gilbert, norski læknirinn sem árið 2001 lýsti velþóknun sinni á hryðjuverkum Al Qaida í BNA, er ekki læknir. Maður í þeirri stétt, sem lýsir yfir velþóknun sinni á dauða fólks vegna hryðjuverka, er skítmenni og ekki læknir. Læknar bjarga lífum manna ef þeir geta. Kannski er hann þess vegna hjá á mála hjá Hamas! Ef hann væri læknir myndi hann annast særða og biðja Hamas um að hætta hryðjum sínum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.1.2009 kl. 08:26
Vilhjálmur er síonisti, það leiðir til þess að hann styður þá öfgastefnu sem stýrir atburðarásinni í barnamorðunum á Gazaströnd. Svo bætist við að hann er haldinn þeirri firru að hann sé fróður, fyndinn og gáfaður. Þetta er vond blanda og það liggur við að það sé hægt að vorkenna honum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.1.2009 kl. 08:28
Hjálmtýr, þú ritar alltaf um zíonisma eins og nýnasisti eða kynþáttahatari sem talar um Íslam líkt og Kóraninn talar um gyðinga. Ekki ætla ég að kalla þig nýnasista eða öfgamann, því þú ert einfaldlega fáfróður! Það getur oft verið afar fyndið, en aðallega sorglegt.
Hafðu það sem allra best og horfðu nú á buslið í UNWRA-Gunness (sem er fyrrverandi BBC maður með húðkrabba), sem er að reyna að klóra yfir samstarf stofnunnar SÞ og Hamas í skólamálum, sem felst í verklegri kennslu í eldflaugagerð. Málstaður þinn og þinna manna er "góður".
Syrgir þú börnin sem deyja á Gaza? Sýndu það þá í verki.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.1.2009 kl. 08:45
Það bætist við lýsinguna á Vilhjálmi: hann fer ekki rétt með.
Mads Gilbert var spurður um ummæli annars norsks læknis (Hans Husum) og svaraði: „Angrepet på New York kom ikke overraskende, etter den politikk Vesten har ført de siste tiårene. Jeg er opprørt over terrorangrepet, men jeg er minst like opprørt over de lidelsene som USA har skapt. Det er i en slik sammenheng 5000 døde mennesker må sees. Hvis USAs regjering har en legitim rett til å bombe og drepe sivile i Irak, har også de undertrykte en moralsk rett til å angripe USA med de våpen de måtte skape. Døde sivile er det samme enten det er amerikanere, palestinere eller irakere, sier overlege og professor Mads Gilbert.“
Þessi yfirlýsing læknisins heitir á máli Vilhjálms að Mads: „lýsir yfir velþóknun sinni á dauða fólks vegna hryðjuverka, er skítmenni og ekki læknir“.
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.1.2009 kl. 08:52
Hjálmtýr Heiðdal styður líka Al Qaida, ef hann telur að menn geti notað hvaða vopn sem er til að verja sinn "siðferðilega rétt". Taktu eftir því HVH, að Mads Gilbert nefnir ekki Ísraelsmenn. Hann telur ekki dauða Ísraelsmenn með!!
Þú gleymdir líka þessu: På direkte spørsmål om han støttet terrorangrep på USA, svarte Gilbert: «Terror er et dårlig våpen, men svaret er ja, innenfor den konteksten jeg har nevnt.»
Læknir sem styður hryðjuverk er ekki læknir í mínum huga. Ég vona ekki að þú fáir hryðjuverkastuðningsmenn þegar þú þarft á læknishjálp að halda í elli þinni. En það er víst læknir í Reykjavík sem getur boðið slíka þjónustu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.1.2009 kl. 09:09
Og að lokum í bili: Hvaða vopn þykja þér henta til útrýmingar Ísraels í siðferðilegum stuðningi þínu við baráttu Hamas? Kannski börnin sem deyja á Gaza. Það er vissulega öflugt vopn.
Ég var með hryllingi, að horfa á hræðilega mynd á CNN áðan um myndatökumann, sem var að mynda dauða bróður síns, sem drepinn var upp á þaki heimili síns af mannslausri ísraelskri flugvél. Norski læknirinn gat ekkert gert fyrir hann. Mig grunar, að við munum heyra meira um það mál á ýmsan hátt.
Lifðu vel Hjálmtýr!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.1.2009 kl. 09:29
Ísraelski herinn hefur nú lokið við að drepa 130 börn. Orðið hryðjuverk kemur upp í huga margra þegar svona fréttir berast. Vilhjálmur styður fullkomlega „rétt“ Ísraela til landaráns og viðbrögð Ísraelska hersins þegar Palestínumenn sýna andstöðu. Innifalið í þeim viðbrögðum eru fjöldamorð á börnum. Vilhjálmur hefur reyndar talað um Hamasbörn á bloggi sínu og skoðar allt með sínum síonisku augum. Þar við situr.
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.1.2009 kl. 10:00
Myndbandið sem sýnir Hamas liða skjóta flugskeyti eru á skólalóðinni! Þetta sýnir í hnotskurn aðferðir Ísraelsmanna. Þeir eru með einn tæknivæddasta her í heimi. Hafa umkringt Gaza; af sjó, landi og lofti. Myndbandið er væntanlega tekið úr þyrlu og því hlýtur maður að spyrja af hverju í ásköpunum var ekki skotið á þessa " hryðjuverkamenn " með hríðskotabyssu; í stað þess að leggja bygginguna í rúst og tugir saklausra borgara með ?????? Ásetningur Ísraelsmanna er einbeittur !
Kristján Þór Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 10:26
Kristján Þór Gunnarsson, lærðu að lesa og hugsa. Myndin er tekin í fyrra. Hún sýnir okkur að árásir Hamas hefur farið fram lengi frá stofnunum SÞ.
Já Heiðdal, ég hef skrifað um börnin á Gaza og óskað eftir því að þeirra verði minnst með virðingu og ekki svívirðingu eins og Hamas og stuðningsmenn þeirra gera.
Við sáum í morgun og nótt hvernig frændi myndatökumanns var myrtur og hvernig norskur læknir reyndi að hjálpa honum. Allt þetta er hæg að sjá á CNN og mér líður illa að sjá þetta.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.1.2009 kl. 10:39
Vilhjálmur; myndin er tekinn í fyrra en sínir samt yfirburði Ísraelsmanna. Hefur þú séð sambærilegar myndir teknar úr lofti er sína árásir Ísaelsmanna á saklausa borgara? Auðvitað ekki þ.s. yfirburðir Ísraelsmanna eru algerir. Þess vegna hlýtur að vera réttmæt krafa að þeir noti þessi gífurlegu yfirburði til að koma í veg fyrir slátrun saklausra borgara !
Kristján Þór Gunnarsson, 8.1.2009 kl. 11:06
Vilhjálmur. Þegar saklausu fólki var slátrað um daginn með árás Ísraela á skóla Sameinuðu þjóðanna þá sögðu Ísraelar að skotið hefði verið á þá frá skólanum eða við hann. Þessu hafa forráðamenn Sameinuðu þjóðanna á svæðinu neitað. Við skulum einnig hafa í huga að Sameinuðu þjóðirnar voru búnar að gefa Ísraelum upp GPS staðsetningu allra sinna bygginga og segja þeim að þar inni væru óbreyttir borgarar að leita sér skjóls fyrir bardögum.
Fullirðing Ísraela um að skotið hafi verið frá skólanum var því ekkert annað en lygaáróður Ísraela. Þetta er sama fullyrðingin og þeir nota ávalt þegar þeir slátra saklausu fólki á Gas og einnig í Líbanon árið 2006. Þetta er ekkert annað en lygaáróður Ísraela til að draga úr fordæmungu á fjöldamorðum þeirra á saklausu fólki.
Það að styðja við frelisbaráttu Palestínumanna á ekkert skylt við hryðjuverk. Því eru þær ásakanir þínar um slíkt gagnvart Sveini Rúnari Haukssyni hér að ofan (reyndar án nafnbirtingar en ekki fer milli mála við hvern er átt) ekkert annað en skítkast af verstu sort. Þú gerir einmitt mikið af því að koma með svona skítkast á menn, sem eru þér ekki sammála og hef ég fengið minn skammt af því. Þetta er vel þekkt leið hjá fólki, sem er að verja vondan málstað eins og þú ert að gera. Þegar ekki er nægt að beita rökum gegn gagnrýni viðkomandi þá er farið út í það að rægja þann, sem kemur fram með gagnrýnina til að freista þess að gera hann ótrúverðugan og draga þannig úr vægi gagnrýni hans. Þetta er ástæða þess að menn eru oft af ósekju kallaðir "gyðingahatarar" eða " stuðningsmenn hryðjuverkasamtaka" ef menn voga sér að gagnrýna hið grimma hernámsveldi Ísrael.
Þegar stuðningmenn Ísrela eru að gagnrýna aðra fyrir að styðja hryðjuverkamenn þá eru þeir svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi. Það er ekki nokkur spurning að grimmustu, miskunarlausustu og blóði drifnustu hryðjuverkasamtök Miðausturlanda eru ísraelki herinn. Þetta eru ríkisrekin hryðjuverkasamtök Ísraela. Þau hafa drepið margfalt fleiri saklausa borgara heldur en öll hryðjuverkasamtök Palestínumanna til samans. Svo þarf ekki annað en að horfa til síðustu daga til að sannfærast endandleg um þetta.
Um daginn bar ég saman fjöldamorð Ísraela á Gasa við ein af þekktustu grimmdarverkum Nasista á blogsíðu minni. Hægt er að sjá það á þessari slóð.
http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/761011/#comments
Það hefur margt gerst síðan ég setti fram þennan samanburð og í raun þarf að fara að skoða eitthvað enn grimmilegra voðaverk Nasista til að fá eðlilegan samanburð.
Sigurður M Grétarsson, 8.1.2009 kl. 12:55
Ég leit á bloggið þitt Sigurður. Það er sláandi hvað Ísraelsher og stjórn fetar grimmt í fótspor nasista, kynþáttaböðla og níðinga af öllu tagi. Sendiherra Ísrael var í viðtali við Boga Ágústsson og þar setti hún alla sök á hryðjuverkemenn og Írani. Nasistar kenndu gyðingum og bolsévíkum um allt.
Herlið sem vílar ekki fyrir sér að skjóta og sprengja eins og Ísraelar gera er undir stjórn kynþáttahatara. Þeir geta ekki verið þeirrar skoðunar að fólkið sem þeir drepa í hrönnum sé fólk með sömu réttindi og þeir sjálfir. Ísrael er ríki sem byggir á yfirgangi á grunni kynþáttaaðgreiningar. Þessi stefna er bönnuð í öllum alþjóðasáttmálum og í stjórnarskrá allra ríkja með sæmilega siðmenningu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.1.2009 kl. 14:15
Það vita allir sem eitthvað hafa fylgst með þessum málum að aðferðir Hamas er að planta foringjum sínum innan um börn, konur og gamalmenni. Þeir hafa alltaf stillt börnum sínum upp sem skjöldum. Íslamskar mæður segja börnum sínum að fara út á göturnar, því ef þau deyja þar þá hafi þau dáið píslarvættisdauða og komist í paradís. Þetta er nátturlega lygi frá þeim sem kenna þessum konum. Og þeir kenna þeim ekki frá kóraninum heldur úr eigin hugarfylgsnum. Ef þið trúið þessu ekki, þá er vantrú ykkar mikil. En svona er þetta og hefur alltaf verið frá því að íslam flæddi yfir þessi lönd á 7. öld eftir Krist.
Marinó Óskar Gíslason, 8.1.2009 kl. 16:26
Það verður samt að viðurkennast að aðferðir hers Ísraels eru ekki til fyrirmyndar. En það má ekki dæma Ísraelsku þjóðina fyrir. Við Íslendingar ættum að vita það.
Marinó Óskar Gíslason, 8.1.2009 kl. 16:27
Það er ekki einu orði treystandi sem kemur frá própagandamaskínu síonista. Ekki einu. Öllum myndum frá þeim verður líka að taka með fyrirvara. Jafnvel þó þau séu síðan í fyrra og eigi að réttlæta - ja, hvað núna ?
Það er auðvelt fyrir með þeirri tækni sem israelski herinn hefur yfir að ráða að falsa slíkt. Pís of keik fyrir þá að gera slíkt.
En ásæða þess að þeir beita öllum mætti eins fullkomnasta hers í heimi á litlar fangabúðir er, að það má helst enginn falla eða særast íísraelska hernum. Þá snarminnkar strax stuðningur heimafyrir við hryðjuverkin.
Þessvegna hafa þeir hugleysingjannaháttinn á framkvæmd morða sinna: Bombandera, skjóta og sprengja í tætlur allt sem fyrir verður - en halda sér í öruggi fjarlægð.
Stríðsglæpur er það og sríðsglæpur skal það heita.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.1.2009 kl. 16:31
Það er ekki hægt að vera sammála öllu sem Vilhjálmur nokkur heldur fram eða fullyrðir. En þegar kemur að fjöldamorðum á börnum er ég honum innilega sammála. Fjöldamorð eru réttlætanleg ef þau gera gagn og eru notuð til að koma í veg fyrir önnur morð. Þau eru líka réttlætanleg til að ná í landssvæði og hrekja fólk frá heimkynum sínum. Að vísu ekki ef um gyðinga er að ræða eða bleika fíla en morð á öllum öðrum er auðveldlega hægt að réttlæta ef málsstaðurinn er góður.
Björn Heiðdal, 8.1.2009 kl. 17:43
Marínó Óskar Gíslason er ekki að sýna okkur sínar betri hliðar í dag. Hann er hallur undir áróðurinn sem talsmenn Ísraelshers spýta yfir heimsbyggðina. Marínó verður kanski betur upplýstur þegar fram líða stundir. Hér áður fyrr datt fáum vesturlandabúum að efast um ágæti þeirrar stefnu sem stýrir Ísrael. En nú er öldin önnur. Gefum Marínó sjens.
Björn frændi - ekki grínast með Vilhjálm og hans sálufélaga. Það er dauðans alvara á ferð þegar síonistar sýna sitt rétt andlit.
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.1.2009 kl. 17:59
Israelski herinn er búinn að viðurkennaað hann var að ljúga. Engum rakettum var skotið fá skólanum.
Dæmigert fyrir pópaganda israela. Síljúgandi.
Og kemur þeim ekki á óvart sem kynnt hafa sér própagandatækni israela.
Þessvegna er eg hissa á vestrænum fjölmiðlum að selflytja lýgina yfirleitt fyrir própagandamaskinuna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.1.2009 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.