Hvað heyrist í gegnum spengjugnýinn Árni Páll?

APAAð loknum fundi utanríkismálanefndar Alþingis segir Árni Páll Árnason á mbl.is að það vitlausasta sem Íslendingar gerðu væri að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.

Á hans máli heitir það „að hætta að láta hlusta á sig“. Oft þarf maður að umbera heimskuleg ummæli - en þegar fjöldi manns er myrtur á hverri klukkustund þá minnkar þolinmæðin gagnvart vitleysunni. Ísraelar hafa aldrei - og munu aldrei - hlusta á hjal um vopnahlé eða vernd óbreyttra borgara eða annað það sem vestrænum ríkisstjórnum dettur í hug að láta frá sér.

Það er búið að samþykkja 60 - 70 ályktanir á vettvangi SÞ um yfirgang Ísraela gegn Palestínumönnum. Hafa þeir hlustað á þann boðskap? Þeir gefa fullkomlega skít í allt sem sagt er - þeir skilja bara aðgerðir.

Það sterkasta sem ríkisstjórn Íslands gæti gert í dag væri að slíta sambandinu við morðóða ríkisstjórn Ísrael og setja á viðskiptabann.

Árni Páll talar einnig um „ábyrgð Hamas á átökunum“. Hann er svo illa upplýstur að hann veit ekki að löngu fyrir stofnun Hamas voru Ísraelar að gera nákvæmlega það sama - að myrða Palestínumenn. Þeir ætla að hrekja alla sem ekki eru gyðingar burt af því landi sem þeir telja sig eiga tilkall til. Með góðu eða illu.

Þeir sem skilja þetta ekki - en telja sig vera fylgjendur mannréttinda - ættu ekki að vera í pólitík. 

Flugskeytasendingar Hamas eru bara enn ein afsökunin frá Ísraelum, þeir finna alltaf nýjar og nýjar útskýringar á því að í 60 ár hefur ekki verið hægt að semja frið við þá. Friður hentar ekki þeim sem ræna landi, friður hentar ekki þeim sem ætla að drepa þá sem snúast til varnar. En friðarhjal hentar þeim sérstaklega vel. Árni Páll er örugglega tilbúinn að hjala meira um ábyrgð beggja og pínulítin frið. Á meðan deyja ungbörnin á Gaza.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Fín færsla aog segir allt það sem er í kollinum á mér...... öskrandi

Heiða B. Heiðars, 5.1.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég veit ekki hvort stjórnmálaslit séu lausnin, ætli það séu ekki einmitt röng viðbrögð? Það er gott að gefa út yfirlýsingar um að menn séu ósáttir við þetta, en stjórnmálaslit loka á samskiptaleiðir.

Bara smá pæling.

Ólafur Þórðarson, 5.1.2009 kl. 20:45

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Árni Páll sagði í kjölfar bankahrunsins að hlutverk stjórnmálamanna væri að ljúga að almenningi til að verja meiri hagsmuni.  Ég er ekki að grínast!  Hann vill líka ganga í ESB og helst án atkvæðagreiðslu ef hún gæti verið tvísýn.

Björn Heiðdal, 5.1.2009 kl. 22:17

5 identicon

Ég er sammála. Slítum stjórnmálasambandi við þessa óhugnanlegu stjórn í Ísrael sem ræðst á fólk sem á ekki undankomuleið. Minnir þetta ekki á eitthvað? Það hefur verið hörmulegt að fylgjast með áratuga yfirgangi Ísraelsmanna. Við berum ábyrgð meðan við höldum sambandi við þá.

Eru til einhverjar kvikmyndir sem sýna málstað og baráttu Palestínumanna?

Jónína Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 00:11

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er hrikalegur veruleiki...

...og skömm af veruleikafyrrtum mönnum eins og Árna Páli.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.1.2009 kl. 03:28

7 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég veit ekki hvað veffarinn á við, að tala um að loka á samskiptaleiðir. Ég viðurkenni fúslega að ég veit ekkert um samskipti(viðskipti)okkar við Ísrael fyrir utan Jaffa appelsínukaupin, en við getum og eigum, að mínu mati að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael hið fyrsta. Í mínum augum virka nasistarnir í seinni heimstyrjöld eins og kórdrengir í samanb. við það þjóðarmorð sem Ísraelar eru að fremja núna.

Við komumst vel af án viðskipta(samskipta ) við þá!

Þráinn Jökull Elísson, 6.1.2009 kl. 09:23

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi Árni á margt eftir ólært. Furðulegt er að honum hafi verið trúað fyrir jafn miklu valdi og hann hefur. Slit á stjórnmálasambandi er yfirleitt tímabundið og oftast hafa þau tilætluð áhrif. Undantekning er pólitískt sambandsleysi Bandaríkjanna við Kúbu sem varið hefur í hálfa öld án þess að upphaflegur tilgangur þess hafi skilað nokkrum árangri.

Annars er einkennilegt að Ísraelsmenn eða Gyðingar hafi varið undanförnum 18 mánuðum til að æfa þessa hernaðaraðgerð sem í raun er eins og hver önnur slátrun.

Betra hefði verið að þeir hefðu varið þessum miklu fjármunum að efla friðinn í þessum heimshluta. Sennilega er fjárfesting í friði bæði arðvænlegri og hagkvæmari en fjárfesting í hernaði og stríðsbrjálæði.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.1.2009 kl. 09:24

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála þér.

Rut Sumarliðadóttir, 6.1.2009 kl. 12:18

10 identicon

Takið eftir hvað Björn Heiðdal i kommenti númer 4 segir hér að ofan um stjórnmálagarpinn Árna Pál.

Já ég man líka eftir þessu rugli í honum um efnahagshrunið Björn og enn ruglar hann af tómu dómgreindarleysi og nú um grafalvarleg utanríkismál.

Takið eftir að þetta er Alþingismaður Samspillingarinnar sem talar og hann situr sem slíkur sem fulltrúi flokksins og varaformaður í Utanríkismálanefnd Alþingis.

Fyrir mér hefur Árni Páll aldrei talað fyrir öðru en hreinum afturhalds- og  hægri sjónarmiðum innan flokksins. Hann hefur talað fyrir hægri stjórn og áframhaldandi margra ára stjórnarsælu með Sjálfstæðisflokknum.

En þetta eru þau sjónarmið sem eru reyndar algerlega ofan á í Samfylkingunni allt með fullu samþykki og með fullri velþóknun í boði formannsins Ingibjargar Sólrúnar Gísldóttur.

Er nema furða að félagshyggju og vinstra fólkið hrynji nú af Samfylkingunni í hundraða tali á degi hverjum.

Flokkurinn á það líka fyllilega skilið. Flokkurinn hefur algerlega brugðist öllum sínum hugsjónum og selt og svikið þjóð sína á altari VALDANNA  !     

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 13:45

11 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Árni Páll... fáviti. Eina orðið sem mér kemur í hug.

Rúnar Þór Þórarinsson, 7.1.2009 kl. 03:24

12 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég tel að þingmaðurinn hafi rétt fyrir sér. Betra að halda sambandi við Ísraela og láta rödd okkar vera heyrða á alþjóðavettvangi. Það sem Ísraelar vilja er að geta staðið í útrýmingarferðum inn á svæði Palestínumanna - óáreittir.  Þeir standa í þjóðernishreinsunum. Það er líklega hverjum manni ljóst. Með yfirburðastöðu sinni (vopnalegri sem fjárhagslegri) geta þeir murkað lífið úr ákveðnum fjölda fólks á dag. Flestir þeirra sem látist hafa eru börn og venjulegir borgarar.

Baldur Gautur Baldursson, 7.1.2009 kl. 11:27

13 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Og Ríkisstjórnin gerir ekkert, hvorki innanlands í fjáróreiðunni eftir bankahrunið né í Alþjóðasamfélaginu, alveg máttlaus, ''passive''. - Er hægt að hugsa sér nokkuð átakaminna en þessa Ríkisstjórn. Takk fyrir góðan pistil, kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 8.1.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband