18.2.2009 | 14:05
Vítamínsprauta í Skussaflokkinn
Það er eins og að Skussaflokkurinn (Dulnefni: Sjálfstæðisflokkurinn) hafi fengið vítamínsprautu eftir að þeir breyttust í stjórnarandstöðuflokk. Mér sýnist á öllu að þetta þurfi að vera langur vítamínkúr, einhver ár, svo að þetta virki á staðnaðan valdaflokk.
Óska skýringa á grein Eiðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- ak72
- skarfur
- skagstrendingur
- formosus
- baldher
- baldurkr
- benjaminkari
- birgitta
- heiddal
- gisgis
- gattin
- diesel
- eskil
- evabenz
- ea
- killjoker
- gretarogoskar
- graenaloppan
- gudni-is
- lucas
- sverrirth
- gudr
- hehau
- hildurhelgas
- snjolfur
- himmalingur
- minos
- hordurt
- ingimundur
- kulan
- jakobk
- kreppan
- ravenyonaz
- jon-dan
- kiza
- kjarri
- leifur
- krissi46
- kikka
- ladyelin
- larahanna
- ludvikjuliusson
- manisvans
- olimikka
- olii
- hugarstrid
- skari60
- ragnarb
- runarsv
- runirokk
- semaspeaks
- siggi-hrellir
- sigsaem
- siggisig
- sigurgeirorri
- must
- svalaj
- svanurg
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- vga
- ylfamist
- hallormur
- bergen
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 204984
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér sýnist ekki vera um vítamín að ræða. Fremur amfetamín en inntöku þessu fylgir líka stórfelldur dómgreindarskortur.
Finnur Bárðarson, 18.2.2009 kl. 14:25
Ég vona þó að þetta séu allt lögleg efni.
Hjálmtýr V Heiðdal, 18.2.2009 kl. 14:41
Já framarlega sem það stendur t.d. Ritalin á bauknum
Finnur Bárðarson, 18.2.2009 kl. 15:04
Þetta eru svei mér gáfulegar umræður (Finnur...). Sjálfstæðisflokkurinn er nú þrátt fyrir allt stærsti flokkur þjóðarinnar, sem þýðir að fleiri kjósendur aðhyllast hann en aðra flokka. Það er ótrúlega mikil heimska í ykkur að ætla að afgreiða Sjálfstæðisflokkinn með þessum hætti og að segja við stærsta einstaka hóp kjósenda að best væri ef þeir fengju ekki að ráða næstu árin.
Þið sem aðhyllist vinstristefnuna eruð ekkert betur til þess fallin að stjórna landinu, ég veit ekki betur en að í vinstriflokkunum séu alveg sömu skaðræðisskepnurnar og í öðrum flokkum. Það sem einkennir hins vegar vinstrimenn er sú óbilandi trú að þeir séu á einhvern hátt betri en aðrir, að þeirra skoðanir séu æðri og virðulegri en skoðanir hægrimanna. Ég, aftur á móti, er ósammála vinstrimönnum en virði rétt þeirra til sinna skoðana algerlega (og saka t.d. vinstrimenn ekki um fíkniefnaneyslu eða viðlíka) og tel mínar skoðanir ekkert betri eða verri.
Hér á landi höfum við upplifað góðæri undanfarin 18 ár, meira eða minna, og núverandi kreppa spólar okkur til baka (ef við berum gæfu til að fá hér til valda almennilega stjórn í næstu kosningum, núverandi stjórnarflokkar eru þar með ekki taldir inn í þá jöfnu) um 5-6 ár. Dvergur talar um kvalara og vöndinn... ég veit ekki betur en að fólk hafi haft það upp til hópa alveg ágætt og flestir komast í gegnum niðursveifluna án alvarlegra erfiðleika. Það eru afæturnar í þjóðfélaginu, fólkið sem hefur engan áhuga á því að skapa verðmæti eða leggja sitt fram til samneyslunnar sem kvartar hvað hæst. Fólkið sem liggur á bótum og styrkjum og hefur fitnað á fjósbitanum undanfarin á þegar ríkið hefur stráð peningum í hvers kyns gæluverkefni rymur hvað hæst núna, því það sér fram á að kannski neyðist það núna til að fara að vinna og að bæturnar (sem við hin, skattgreiðendur, sköffum þeim) minnki eða þorni upp. Fólkið sem gagnrýnir hvað mest og talar um síðustu ár sem hið mesta kvalræði er fólkið sem við þurfum einfaldlega ekki á að halda, fólkið sem leggur ekkert fram, fólkið sem mun leita að sjóskíðununum á meðan við hin leggjumst á árarnar.
Ef Dvergur og Finnur eru svona miklir áhugamenn um að innleiða hér vinstrimennsku með tilheyrandi bótakerfi sem mun setja landið á hausinn, þá ættu þeir kannski bara að flytja sig um set, því við hin, þjóðin, kærum okkur hreint ekki um að fjölga í hópi þeirra sem engu nenna og ekkert gera á meðan við þurfum að vinna enn harðar og meira en áður. Ef þið getið ekki drattast til að róa eins og við hin, þá getið þið bara hunskast í burtu.
Liberal, 19.2.2009 kl. 09:53
„ sem mun setja landið á hausinn“ Hér er djarflega mælt af hægrisinnuðum manni eftir 18 ára „gróðæri“.
„Það eru afæturnar í þjóðfélaginu, fólkið sem hefur engan áhuga á því að skapa verðmæti“..„Ef þið getið ekki drattast til að róa eins og við hin, þá getið þið bara hunskast í burtu.“ Liberal vinur vor er ekki að skafa utan af því. Það er alltaf gagnlegt að sjá inn í hugskot þeirra sem verja Skussaflokkinn. Ingvi Hrafn á ÍNN er einnig gott dæmi um afreksmenn hugans sem hafa miklar skoðanir á göllum vinstrimanna en sjá ljósið í öllu sem Skussaflokkurinn gerir.
Jafnvel á brún hengiflugsins eru þessir menn við sitt gamla heygarðshorn.
Liberal nefnir sig ranglega - það glittir í smá fasistagrillur í málflutningi hans. „við hin, þjóðin, kærum okkur hreint ekki um...“ „afæturnar í þjóðfélaginu“. „Fólkið sem liggur á bótum og styrkjum og hefur fitnað á fjósbitanum undanfarin á..“
Hjálmtýr V Heiðdal, 19.2.2009 kl. 10:26
Sæll Hjálmtýr,
Fyrst vil ég taka fram að ég hef ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin 18 ár þó svo ég telji mig hægrimann.
Ég vona og treysti því að þjóðin sé nógu skynsöm til að kjósa ekki yfir sig vinstristjórn með tilheyrandi vitleysu sem slíkri stjórn fylgir. Ég held að fólk sé að átta sig á því að það var ekki kerfið sem slíkt sem orsakaði hrunið heldur það hvernig sumir misnotuðu það frelsi sem þeim var veitt. Ólíklegt er þó að sá tími komi að enginn misnoti stöðu sína eða vald burt séð frá því hvernig þjóðfélagsgerðin er enda er okkur enn í fersku minni hvernig leiðtogar kommúnistaríkjanna misnotuðu vald sitt oft með skelfilegum afleiðingum fyrir eigin þegna.
Þó margir vilji mála þjóðfélagsmyndina dökkum litum í augnablikinu tel ég að við munum ná okkur fljótt uppúr þessum þrengingum svo framarlega sem við berum gæfu til þess að innleiða ekki sósialismann í allri sinni dýrð með tilheyrandi ranghugmyndum um þjóðfélag þar sem allir eru jafnir. Jöfnuður er einfaldlega ekki til í mannlegu eðli enda birtist það í öllum okkar athöfnum þar sem við viljum ná árangri og skara framúr. Þú framleiðir heimildamyndir og vilt fá viðurkenningu og þar með verða betri en sá sem ekki fær viðurkenningu, við rekum fyrirtæki í samkeppni við önnur fyrirtæki og vijum verða stærri og betri, við keppum í íþróttum og viljum vinna til verðlauna og svona mætti lengi telja. Hugmyndafræði sem gengur út á að drepa niður frumkvæðið og baráttuviljann í einstaklingnum er eitthvað sem okkar þjóð má síst við núna.
Svo langar mig aðeins að minnast á ofsóknir í garð Davíðs Oddssonar. Það virðist vera þannig að nóg sé að endurtaka sama hlutinn nógu oft til þess að fólk fari að trúa honum. Þannig sé ég þessar ofsóknir og finnst persónulega ömurlegt að verða vitni að öðru eins sérstaklega þar sem forsprakkinn í hópi þeirra er einstaklingur sem aldrei hefur greitt krónu til samfélagsins svo heitið geti. En Samfylkingin í eintómum populisma telur við hæfi að fórna tveimur sómamönnum til viðbótar við Davíð til þess eins að friðþægja túbatorinn og hans skríl. Það var líka vandræðalegt að lesa bréf forsætisráðherrans þar sem hún lýsir því yfir að þessir menn hafi staðið sig vel og ekkert sé við störf þeirra að athuga!!! Hverskonar málflutningur er þetta? Það er sorglet að verða vitni að svona hreinsunum þar sem slíkir menn verða fórnarlömb pólitískra ofsókna án þess að hafa nokkuð til saka unnið.
kv
Gunnar
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 11:42
Sæll Gunnar
Ég held að við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að Seðlabankinn er rúinn trausti. Davíð og samstarfsmenn hans eiga þar hlut að máli. „Ofsóknir“ gegn DO er eitthvað sem hann hefur sáð til með margra ára framferði sínu.
Hann hefur gert mjög mörg mistök og hann hefur alla tíð verið hrokafullur í garð pólitískra andstæðinga. Grunnurinn er sá að hann, ásamt Eimreiðarhópnum, lagði grunn að mörgu sem aflaga hefur farið hjá okkar þjóð. Auðvitað hefur hann komið ýmsu vitrænu í verk meðfram - en gagnvart mér er þetta svona.
Þú talar um misnotkun frelsis. Vissulega rétt. Það ásamt hinni pólitísku spillingu sem helst birtist í helmingaskiptareglu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokka er megin ástæða fyrir veru okkar í núverandi táradal.
Það er ekki ljóst hversu djúpur dalurinn er, en ég vona eins og þú að við náum að vinna okkur fljótt og vel út úr þessu ástandi. En ég vil að það fylgi með í pakkanum að við lærum af mistökum fortíðar - bæði þeim mistökum sem eru kennd við vinstri og hægri stefnur.
Hjálmtýr V Heiðdal, 19.2.2009 kl. 13:18
Það er algerlega undantekningalaust, að í hvert skipti sem ég sé starfsheitið Kvikmyndagerðar-eitthvað á Íslandi, þá skal það alltaf vera undanfari þess að settar eru fram kröfur um aukið fé úr vösum skattgreiðenda í mismunandi illa skilgreindar hítir. Og auðvitað hlaupa slíkir aðilar strax til varnar útrásarvinum á borð við Ólaf Grímsson, sem veit ekkert skemmtilegra en að blása úr nösum sér stunda augnapírur á meðal kvikmynda-einhvers.
Halldór Halldórsson, 19.2.2009 kl. 13:19
Ef Dvergur og Finnur eru svona miklir áhugamenn um að innleiða hér vinstrimennsku með tilheyrandi bótakerfi sem mun setja landið á hausinn,...
Í hvaða landi býr sá frjálslyndi? Honum og öðrum sofandi sálum er hér með tilkynnt að búið er að setja landið á hausinn af hægri stjórn.
Það er hinsvegar mikið til í þessu hjá honum, því bótaþegar og afætur settu það á hausinn. Þeir kallast í daglegu tali útrásarvíkingar, þingmenn, ráðherrar, (seðla)bankastjórar og kvótagreifar, svo helstu blóðsugutegundirnar séu nefndar.
Langflestir dyggir meðlimir Sjálfstæðisflokksins.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:29
Er Seðlabankinn rúinn trausti af því að trúbatorinn er búinn að segja það nógu oft eða er það vegna þess að forsætisráðherra segir að ekkert sé við störf bankastjóranna að athuga, eða er það vegna þess að AGS segir að breytingar á stjórn bankans séu ekki til þess fallnar að flýta fyrir batanum? Er það ekki einmitt traust AGS sem við þurfum?
Þú talar um pólitíska spillingu og helmingaskiptareglu en virðist ekki átta þig á því að þessi pólitíska spilling er ekkert á útleið nema síður sé, enda kom það best í ljós þegar Samfylkingin komst til valda hófst hún þegar handa við að skipta út fólki í opinberum fyrirtækjum og embættum í skiptum fyrir flokksgæðinga þar sem faglegu sjónarmiðin sem Ingibjörg hefur svo oft talað um á meðan hún var í stjórnarandstöðu virtust ekki eiga við lengur. Svo núna á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar töluðu Jóhanna og Steingrímur um að skipta þyrfti um nýskipuð bankaráð á næsta aðalfundi!! Það skyldi þó ekki vera ný helmingaskiptaregla að fæðast.
Svo vil ég snúa þessu við varðandi DO. Hann hefur komið mjög mörgum góðum málum í gegn en auðvitað hefur hann gert mistök meðfram eins og allir gera, en það verðskuldar enginn ofsóknir á hendur sér hvorki þú né DO. Þeir sem hafa gagnrýnt DO hvað harðast í gegnum árin ráða sér greinilega ekki yfir kæti við að geta kennt honum um allt sem aflaga hefur farið og þá skortir ekki hrokann í skrifum sínum um DO og flokkinn hans.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:47
Ég skil ekki vandamálið sem Halldór Halldórsson er að glíma við. Varnir fyrir Ólaf Ragnar? Er hægt að fá þetta eitthvað betur útskýrt.
Gunnar - er það bara misskilningur að eitthvað sé að? Ekki er það Hörður Torfa sem sker úr um verk Seðlabanakastjórnar. Það er slatti af innlendum og erlendum aðilum sem hafa lýst vantrausti áverkum Seðló.
Helmingaskiptareglan er sérstakt pólitískt fyrirbrigði. Ef svipað kerfi er í uppsiglingu með þátttöku annarra þá verður að stoppa það.
Eru þetta ofsóknir gegn DO? Það er eðlilegt að hann sé í skotglugganum eftir allt það sem hann er búinn að basla við í öll þessi ár. Það eru mörg líkþornin sem hann hefur stigið á. Það er erfitt að skoða hann af fullkomnu hlutleysi.
Ég get ekki horft framhjá staðreyndum og því dæmi ég hann skv. verkum hans.
Hjálmtýr V Heiðdal, 19.2.2009 kl. 14:09
Það er engu að síður Hörður Torfa sem staðið hefur á hverjum laugardegi og gjammað útí loftið og tjáð sig um mál sem hann hefur ekki hundsvit á. Og þó svo það sé slatti af aðilum sem hafa ekki trú á Seðlabankanum eru það einkum tveir aðilar sem þurfa að hafa trú á honum og það er ríkisstjórnin okkar og alþjóða gjaldeyrissjóðurinn en báðir þessir aðilar hafa lýst fullu trausti á þá aðila sem gegna embættum bankastjóra og hafa ekkert við störf þeirra að athuga, hefurðu hugleitt þetta? Þá er von að maður spyrji sig hvort verið sé að láta undan þrýstingi Harðar Torfa og hans liðs.
Og það sem þú skrifar um DO dæmir sig sjálft, þú ert að dæma hann óhæfan sem seðlabankastjóra, ekki vegna starfa hans í bankanum heldur vegna starfa hans sem stjórnmálamanns og það er einmitt mergurinn í þessu öllu. Það er verið að ofsækja manninn pólitískt fyrst og fremst burt séð frá störfum hans sem bankastjóra enda sér yfirmaður hans forsætisráðherrann, svo ég segi það enn og aftur, ekkert athugavert við störf hans í bankanum.
Það getur vel verið að það þurfi að breyta fyrirkomulaginu í Seðlabankanum en lýðræðislega séð er ekki rétt að minnihluta bráðabirgðastjórn standi fyrir gagngerum breytingum í stjórnkerfinu, það er misnotkun á valdi og ekki viljum við slíkt Hjálmtýr.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 14:59
DO var óhæfur vegna pólitískrar fortíðar. Sama gildir um Finn Ingólfsson og Denna. Það hefur verið til (ó)siðs að senda pólitíkusa í ýmsar stöður s.s. sendiherra og yfirmenn ýmissa stofnana. Þetta er röng stefna. Fagmennska á að vera í fyrirúmi.
Að setja pólitíkusa sífellt í stól seðlabankastjóra er dæmi um alvöruleysi efnahagsstjórnunarinnar - og við sitjum í súpunni í dag.
Hjálmtýr V Heiðdal, 20.2.2009 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.