Beðið eftir Dodot

SeðlóÞað er til fólk á Íslandi sem fylgir stefnu sem kallast DODOismi. Sumir áhangenda DODO-ismanns eru jafnframt fórnarlömb stefnunnar. Það er skrítið en skiljanlegt.

Í þeirra augum er persónan sem er bakhjarl stefnunnar, sjálfur DODO, í tölu guða. Líkt og ýmsir fornir guðir gengur DODOguðinn um meðal manna og vinnur sín verk.DODOisminn er, eins og ýmsar aðrar stefnur, arfavitlaus. Sérstaklega þegar honum er beitt til stjórnunar á efnahagsmálum.

Lítum á nokkrar staðreyndir úr sögu DODOismanns. Staðreyndir sem sýna hversu skaðlegur hann er. Og í því ljósi má velta því fyrir sér hvernig standi á vinsældum DODO.

DODO var forsætisráðherra og stóð fyrir því að stærstu framkvæmdir íslandssögunnar fóru af stað um leið og hann einka(vina)væddi banka landsins. Samtímis þessu voru gerðar breytingar á húsnæðislánamarkaði sem leiddu til sprengingar á því sviði. Ofan á allt þetta skellti hann skattalækkunum og lagði niður Þjóðhagsstofnun. Einar og sér eru allar þessar aðgerðir umdeilanlegar, en þegar allt er gert samtímis er þetta efnahagslegt Harakiri.

Með þessum aðgerðum var búið að sá þeim fræum sem síðar leiddu til þess að kreppan sem nú hrjáir hið kapitaliska hagkerfi varð algjör katastrófa á Íslandi. 

DODO hlustaði ekki á gagnrýni og flokkur hans gekk til næstu kosninga undir slagorðum um efnahagslegan stöðugleika. 

Þótt DODO hætti sjálfur sem formaður DODOflokksins þá skipaði hann sjálfan sig í lykilembætti við stjórnun efnahagsmála. Hann gerðist pólitískur seðlabankastjóri.

Svo þegar allt spilverk DODOismanns hrundi yfir hausinn á þjóðinni þá neitar DODO og flokkur hans að bera nokkra ábyrgð á ástandinu. Þetta er eitt af einkennum DODOismanns; að þykjast bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti, en hefur í raun aðeins eigin hagsmuni að leiðarljósi. Og nú bíður þjóðin eftir að DODO hætti sem bankastjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Beðið eftir Godot er óhugnanlega áhugavert efni, því væntingin lifir (heldur lífi) í svo mörgum. Beðið eftir Godot er góður matur fyrir alla.

DODO & the DODOs er ansi lunkin dönsk grúppa sem spilar fína músík. Ekki draga nafn þeirrar grúppu niður á davíðsplan. Hallærisplanið var á sínum tíma, davíðsplanið fékk sinn tíma en bæði tvö plönin enduðu tóm og í eymd.

nicejerk (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband